Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.1989, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.1989, Blaðsíða 13
LESBOK MORGUNBLADS I NS 28. OKTÓBER 1989 FEREMBláÐ LESBÓKAR Kynnið ykkur hvernig sérfræð- ingar stjörnu- merkja frönsku skíðasvæðin og segja hreinskilnis lega frá kostum þeirra og göllum, áðuren þið farið í skíðafrí til Frakk- lands. /14 Hvernig er að taka þátt í alþjóð- legri róðrarferð í Bandaríkjunum og Noregi með þátt- takendumfrá 10 löndum? /15 Ferðafélag ís- lands kynnir að þessu sinni helgar- ferðir, dagsferðir, aðventu- og ára- mótaferðir í Þórs- mörk. Það er engin ástæða til að loka sig inni þó að dags- birtan þverri. /75 Frakkar með nýj an alpastíl - í skíðun, í skíðafatnaði og skíðaþorpum y c. ■ Frakkar eru að móta nýjan alpastíl á frönskum skíðasvæð- um. Og það er áhugavert, hvernig þeir undirbúa komandi skíðatímabil, með nýja tisku í skíðafatnaði og nýjum tilbrigð- um í skíðun. Frönsk skíðasvæði höfða almennt meira til yngri kynslóðarinnar en önnur evr- ópsk skíðasvæði. Hin geysistóru samtengdu skíðasvæði eins og í Trois Vallées (Dölunum þremur), Val 'd’Isére og Tignes og Portes du Soleil, sem liggur við svissnesku landamærin — krefjast meiri leikni og út- halds, sem aðeins ungir eða líkam- lega vel á sig komnir búa yfir. Hæð franskra skíðasvæða tryggir öruggan snjó. Með byggingu þeirra hafa Frakkar mótað „öðruvísi“ skíðastíl fyrir hina nýj- ungagjörnu og vandlátu, sem öðr- um löndum hefur ekki tekist. Best þekkta og um leið óvinsæl- asta einkenni franskra skíða- svæða, eru sérhönnuð skiðaþorp efst í fjöllunum, í óaðlaðandi byggingarstíl sjötta áratugarins. Þeim er líkt við risastór hljóð- magnarakerfi eða breskar neðan- jarðarbrautarstöðvar, sem hafa verið dregnar upp á yfirborðið. Ekki beint aðlaðandi samjöfnun! En Frakkar halda áfram með nýjungar. Robert Blanc kynnti „Evolutif’-skíðun í Les Arcs. Og ef nýju frönsku skíðin, sem eru auðveldari í beygjum, þykja betri en þau stuttu fyrir byijendur, þá eru þeir komnir með nýja kennslu- tækni. Og það voru Frakkar, sem komu með svonefnda „egg-stöðu“ fyrir kappa í skíðabruni. Skíðun á einu skíði og á skíða- brettum er vinsælli hér en annars staðar. Og ef eitthvað er til, sem heitir að búa til nýjan lífsstíl, þá var það gert í fyrra, þegar skíða- fólk á leiðinni upp í frönsku Alp- Ný stílbrigði í tískufatnaði og skiðun þykja einkenna hin hátt reistu frönsku skíðasvæði — svo nvjög — að önnur Evrópulönd líta öfundaraugum þangað. ana sló upp veislugleði og lék fót- bolta meðfram daglöngum um- ferðarhnútum! Margir Frakkar efast um að vegakerfið, sem nú er í byggingu vegna þriðju vetra- ólympíuleikanna í Albertviller 1992 (haldnir í Chamonix 1924 og Grenoble 1968) komi til með að leysa alla umferðarhnúta upp í frönsku Alpana. . Frakkar halda því líka fram að þeir búi yfir fleiri snjóþeyturum en aðrar Evrópuþjóðir. Veðurskil- yrði á frönskum skíðasvæðum eru nógu köld til að snjór haldist, en of þurrviðrasöm fyrir næga snjó- komu. Þess vegna fjármagna frönsk skíðasvæði í snjóþeyturumj sem spúa úr sér tilbúnum snjó. I venjulegu árferði er besti skíða- snjórinn í janúar. Mars er sólrík- ari og hlýrri, og þá er vinsælast að skíða. Frakkar eru búnir að leggja í mikinn kostnað fyrir þjálfað skíðafólk. Nú eru þeir farnir að einbeita sér að skíðasvæðum neð- ar í fjöllunum fyrir fjölskyldufólk. Staðarfólk er meira ráðið í þjón- ustustörfin, svo að gestir fá miklu hlýrra viðmót en áður. Þeir eru líka farnir að líta til þeirra alpa- þorpa, sem eru talin búa yfir hin- um aðlaðandi alpastíl. Skoðanir á því eru skiptar. Megéve er al- mennt talinn búa yfir honum, einnig Chamonix, þó á annan hátt sé. Lestirnar fara hraðar og hraðar Parísarbúar, sem fara til Bretagne með lest um helgina, munu ferðast með 180 mílna hraða á klst. eða 5 sinnum hrað- ar en „eldflaugalest" George Stephenson, nýjung ársins 1830! Og hraðskreiðUstu lest- irnar auka stöðugt hraðann. Á þessari öld voru stærstu framfarasporin stigin, þegar Þjóð- veijar þróuðu rafmagnsdráttar- aflið um 1900, þegar Japanir slógu hraðametið með 130 mílum á klst. um 1960 og þegar Frakkar komu með nýja harðlest um 1980, „train a grande vitésse“. Nýjasta og hraðskreiðasta lestin, „Atl- antique", mun bráðlega stytta lestarleiðir frá París til Atlants- hafsborga Frakklands um eina klst. Lestin eru alltaf að verða samkeppnishæfari við flugvélina á stöðugt lengri leiðum. En farþegar athugið: Hrað- og geta þeirra gefur til kynna. Atlantshafslestin farið með 250 lestirnar fara ekki alveg eins hratt Til dæmis getur nýja franska mílna hraða á klst. en fer aðeins .TGV-spor - í byggingu (áætl. verklok) ■ Áætluð Ferðatimi frá París NÚ (Klukkust.: Mín.) 0:00] Að lagningu lokinni l0:00l MEÐ ELDINGARHRAÐA Train á Grande Vitesse (TGV) Heimild: ECONOMIST 30.10.89 Mesti meðalhraði lestar milli áætlunarstaða i—i i i i i i L— j i I I l I I I I 1 1830 40 50 60 70 80 90 1900 10 20 30 40 50 60 70 80 90 með 180 mílna hraða að meðal- tali. Inni í miðborg Parísar getur hún ekki farið hraðar en með 137 mílna hraða. Vandinn er að byggja nægilega beinar braut- arlínur til að bera hámarkshrað- ann. Samkeppnismöguleikar lesta við flug í Vestur-Evrópu eru þess vegna meira háðar lagningu brautarlína. Hin sameinuðu Evr- ópuríki eru með áætlun um 18.000 mílna brautakerfi, sem leyfa 120-180 mílna hraða — fyr- ir árið 2015. Frönsku lestirnar eru í fararbroddi. Þær munu flytja farþega sína á irinan við þremur og hálfri klst. frá París til Lon- don, Rotterdam, Bordeaux og Cologne, sem verður til þess að menn í viðskiptaerindum taka lestina fram yfir flugið. Og Frakk- ar láta ekki brautarlínur hefta sig í að auka hraðann. Lestarleiðin frá Lille til Parísar, sem á að opna 1993, verður ekin með 200 mílna hraða. (Econoniist.) >

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.