Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.1989, Side 10
Margir komu um langan veg
til að hlýða á Dómkórinn í
Austur-Þýskalandi og Prag
Með fullæfð verk í farteskinu flaug Dómkór-
inn sunnudaginn 20. ágúst sl. til Lúxem-
borgar. Þaðan hélt hópurinn rakleitt til
Dresden í Austur-Þýskalandi með viðkomu
í Kirchheim í Vestur-Þýskalandi. Austur-
Gildi ferða sem þessara
verður seint metið. I
þeim er menning þjóðar
kynnt og tekið við öðrum
straumum.
eftir PÉTUR MÁ
ÓLAFSSON
þýskir fararstjórar komu til móts við hópinn
í borginni, — tvær ungar og ljóshærðar
stúlkur. Síðan var ekið til Bad-Schandau
sem er lítið þorp skammt frá Dresden. Þar
gistum við þijár nætur en ókum á daginn
til borga og bæja í kring.
í Sporum Bachs
Morguninn eftir, þriðjudaginn 22. ágúst,
fórum við'til Leipzig til að syngja í Tómasar-
kirkjunni. Tómasarkirkjan í Leipzig er í
augum tónlistarunnenda ekkert venjulegt
guðshús. Þar var Jóhann Sebastian Bach
lengi organisti og um leið tónlistarstjóri
borgarinnar. Á meðan Bach starfaði í Leipz-
ig samdi hann mörg af sínum mikilfeng-
legustu verkum. Það er því skiljanlegt að
Dómkórfélagar hafi verið nokkuð tauga-
óstyrkir síðustu mínúturnar fyrir tónleikana:
Getum við staðið undir þeim kröfum sem
gerðar eru í kirkjunni?
Tómasarkirkjan er gríðarstór. Þar eru
mörg altari og vísa sætin í ýmsar áttir.
Dómkórinn hóf tónleikana á Psallite Deo
nostro úr Magnifícat eftir Bach. Í kjölfarið
fylgdu verk eftir Pál ísólfsson og Jón Leifs
en þeir lærðu og störfuðu báðir í borginni.
Páll var raunar um hríð aðstoðarorganisti
í Tómasarkirkjunni. Að því búnu sneri kór-
inn sér að öðrum tónskáldum: Hugo Wolf,
Mozart, Knut Nystedt og Þorkeli Sigur-
björnssyni. Efnisskránni lauk með Gömlu
versi og Credo eftir Hjálmar H. Ragnars-
son. Undir dynjandi lófataki gekk kórinn
út úr kirkjunni og stillti sér upp undir styttu
af Bach. Þar söng hann veraldlega tónlist:
verk eftir íslensk tónskáld og þjóðlög í út-
setningu þeirra, ítalska og enska madrígala.
Eldskírninni var lokið. Dómkórinn hafði
komist klakklaust gegnum efnisskrána, —
a.m.k. ef marka mátti viðbrögð áheyrenda
í Tómasarkirkjunni í Leipzig.
EINS OG NORÐURLJÓS
Marteinn H. Friðriksson, stjórnandi Dóm-
kórsins, fæddist í Þýskalandi, þeim hluta
sem nú tilheyrir austurhlutanum, en fluttist
til íslarids árið 1964. Hann ólst upp í Meiss-
en sem er 40.000 manna bær skammt frá
Dresden. í bænum er postulínsverksmiðja
sem fræg er víða um heim. Þar vinna um
tvö þúsund manns. Ekki er hægt að skoða
verksmiðjuna sjálfa en hins vegar er mikið
postulínssafn í Meissen. Þar geta menn séð
hvemig einstakir munir þróast frá einskis-
nýtum klumpum til dýrindis diska eða vasa.
Allt er handunnið. I glæstum sölum eru
ýmsir postulínsmunir til sýnis og eru þeir
frá því framleiðslan hófst á 18. öld og fram
til okkar daga; diskar, vasar, bollastell,
styttur. Höfðu menn á orði að Meissenbúar
væru liprir í höndunum.
Meissen er fallegur bær með litlu mark-
aðstorgi. Spölkorn frá torginu rennur áin
Elba en á aðra hlið rís mikil hæð. Þar gnæf-
ir dómkirkjan yfir bænum ásamt gamalli
höll lénsherra. Hvergi í Evrópu hafa slíkar
miðaldabyggingar betur varðveist í heilu
lagi hlið við hlið, — tákn andlegs og verald-
legs valds. Upp.á hæðina liggja göngustígar
ásamt þröngum götum.
Tónleikar kórsins hófust í dómkirkjunni
klukkan 19.30 en hálftíma áður fór fólk að
tínast að. Brátt var komin biðröð. Þegar
kórinn gekk inn kirkjuna var hún troðfull,
setið í hveiju sæti og bæta hafði orðið við
fleiri stólum. Alls munu yfir fimm hundruð
manns hafa greitt aðgangseyri. Heimamenn
sögðu að kirkjan hefði ekki verið svo þéttset-
in á tónleikum um árabil.
í hugum kórfélaga voru þetta mikilvæg-
ustu tónleikar ferðarinnar. Þeir voru til-
gangur hennar. Marteinn hóf þá með því
að leika Prelúdíu og fúgu í G-dúr eftir Bach.
Efnisskrá kórsins var skipt í tvennt, íslensk-
an og erlendan hluta. Á milli lék Marteinn
Tokkötu eftir Jón Norðdal á orgel kirkjunn-
ar. Verkin teygðu sig yfir fjórar aldir, frá
Schutz (1585-1672) til Hjálmars H. Ragn-
arsson (fæddur 1952).
í miðjum fagnaðarlátum áheyrenda í lok
tónleikanna kvaddi einn tónleikagestur sér
hljóðs. Hann kynnti sig sem gamlan kenn-
ara Marteins. Hann hélt stutta tölu þar sem
hann þakkaði fyrir tónleikana og líkti söng
kórsins við norðurljósin. Marteinn ætlaði
seint að geta slitið sig frá gestunum, fjöl-
margir gamlir vinir vildu ólmir heilsa upp
á hann; félagi hans úr bamakór kom og
spurði hvort hann myndi ekki eftir sér; göm-
ul kona frá Leipzig sem leigði honum á
námsárunum hafði gert sér ferð til Meissen
til að hlusta á kórinn, fleiri höfðu komið
um langan veg.
AlltÖnnurBorg
Áður en við yfirgáfum Austur-Þýskaland
og héldum áleiðis til Prag í Tékkóslóvakíu
skoðuðum við Dresden. Borgin var á árum
áður mikil menningarmiðstöð og sjálf var
hún nánast eitt allsheijarsafn, — prýdd
mörgum glæsilegum byggingum. í febrúar
árið 1945 var hún í rústum. Banda-
menn jöfnuðu Dresden við jörðu með gífur-
legum sprengjuárásum, í þeim tilgangi ein-
um, að því er virðist, að láta kné fylgja
kviði. Þeir höfðu náð yfirhöndinni í stríðinu
við Þjóðveija og félaga þeirra og borgin
hafði enga hernaðarlega þýðingu. Þangað
höfðu flykkst flóttamenn frá austurhéruðum
Þýskalands svo að óvenju margt var í borg-
inni. 130 þúsund manns létu lífið, — mest
konur, börn og gamalmenni.
Dresden er í sárum. í miðborginni stend-
ur uppbyggingin enn yfir þótt 44 ár séu
liðin frá árásunum. Reynt er að endurreisa
hús í upprunalegri mynd en ætlunin er einn-
ig að láta einhveijar rústir standa eftir til
að minna á hildarleikinn.
Við kvöddum borgina með því að syngja
Af gæsku þinni eftir Schiitz í Krosskirkj-
unni en þar starfaði hann lengi. Kirkjan er
hrá að innan, naktir steinveggir, lítið skraut.
í anddyrinu var hins vegar sýnt hvernig hún
leit út fyrir og eftir árásina árið 1945.
Myndimar sýndu að hún hafði verið ákaf-
lega falleg og mikið skreytt en eftir'stríðið
stóðu veggirnir einir uppi. Jafnvel þarna var
sprengjuregnið nálægt.
Þetta var önnur Dresden en við höfðum
séð nokkrum dögum áður. Við komum til
borgarinnar klukkan átta um kvöld, beint
frá Vestur-Þýskalandi. Þegar við stigum
út úr rútunni gengum við á vegg. Mollan,
lognið, mistrið, útblástur bíla með tvígengis-
vél og mikil notkun kola sameinuðust um
að metta loftið. Allt var svo grátt. Nú var
gjóla, ekki eins heitt og mun bjartara yfir.
Borgin hafði annað yfirbragð, gráminn horf-