Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq

Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.1989, Qupperneq 11

Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.1989, Qupperneq 11
fjj Aður en við sogðúm skmð vfð Áustur- Þýskaland kvöddum við fararstjóra okkar. Þæ'r höfðu reynst okkur vel og verið hinir bestu félagar. 1 ÍSLENDINGAR FÉFLETTIR Við komum til Prag síðla kvölds og eftir nokkurn rúnt um borgina fundum við stúd- entagarðinn þar sem við áttum að gista. Morguninn eftir var farið með okkur í skoð- unarferð um borgina og helstu staðir skoð- aðir. Miðborg Prag er falleg og hrein, bygg- ingum augljóslega vel haldið við; á hvetju horni blöstu við gömul, falleg hús. Mörg þeirra eru þekkt fyrir byggingarstíl. Fyrir utan miðborgina er hins vegar minna lagt upp úr glæsileikanum. I Austur-Evrópu borgar sig ekki að skipta peningum hjá opinberum aðilum. Á götum úti og á veitingastöðum er hægt að fá tvisv- ar til þrisvar sinnum meira fyrir gjaldeyri en í bönkum vegna ásóknar í hann. Prag er þar engin undantekning. Hvarvetna bauðst okkur að skipta. Einkum voru þar á ferð spjátrungar, eins og sumir nefna þá. Þeir eru vel klæddir og greinilega mun bet- ur stæðir en aðrir borgarbúar. Yfirleitt eru þetta menn á þrítugsaldri og buðu þeir allt- af bestu kjörin. I bönkum fengust átta tékkneskar krónur fyrir vestur-þýskt mark. Þjónar á veitingastöðum gáfu yfirleitt tutt- ugu en spjátrungarnir 23. Búið var að vara okkur við því að skipta á götum úti vegna þess að slík viðskipti gætu reynst varasöm. Mönnum halda hins vegar engin bönd þegar peningar eru í boði. Nokkrir tóku tilboði ungu mannanna og skiptu við þá, — oftast hundrað mörkum í einu. Tékkarnir voru varir um sig, skimuðu sífellt í kringum sig á meðan þeir töldu peningana. í lófanum höfðu þeir alltaf tvo seðlabunka. Þeir töldu einu sinni og aftur ef þess var óskað og réttu síðan ferðamann- inum annað búntið, snöggt og laumulega, en stungu hinu á sig. Islendingarnir voru þegar þar var komið sögu orðnir dálítið taugaóstyrkir, látbragð Tékkans smitaði út frá sér. Þeir tóku við peningunum, tróðu þeim í vasann og héldu á brott. Tékkinn var ávallt fljótur að láta sig hverfa, — enda óheimilt að skipta við túrista. Þegar Islend- ingarnir fóru svo að telja peningana kom í ljós að í búntinu var minna en efni stóðu til. Eftirtekjan var um íjórðungur af því sem hún átti að vera. Sama var hversu grannt menn fylgdust með, spjátrungunum tókst alltaf að leika saman leikinn. Varð þá einum að orði: „Þetta eru miklir listamenn, — og fyrir list borgar maður.“ Góðar Konur Vegna þess að gengið er rangt skráð er verð á ýmsum hlutum ótrúlega lágt í Prag. Hægt var að fá ágætt selló á tvö þúsund- islenskar krónur, banjó og mandólín fyrir svipað verð og prýðis hatta fyrir 150 krón- ur. Hagstæðast var þó að kaupa kristal. í Prag kosta sex glös minna en eitt á ís- landi. Það getur hins vegar verið erfitt að nálgast þennan varning þar sem úrval er mjög mismunandi í verslunum og oft langar biðraðir fyrir utan, — af túristum. I Prag hélt Dómkórinn síðustu tónleika sína í ferðinni. Þeir voru í Klimentskirkj- unni sem er frekar lítil mótmælendakirkja. Fyrst söng kórinn við messu árla á sunnu- dagsmórgni og síðan aftur seinni partinn. Kirkjan var þéttsetin. Efnisskrá kórsins var sú sama og í Meissen en orgelleik var sleppt. Að venju söng kórinn fyrir utan kirkjuna að athöfninni lokinni. Þar steig fram eldri maður og þakkaði fyrir sönginn. Hann sagð- ist hafa búið á íslandi fyrir nokkrum tugum ára og leikið í sinfóníuhljómsveitinni hér. Hann bað Martein fyrir kveðjur til fjölda íslenskra hljóðfæraleikara. í kjölfar manns- ins sigldu kvenmenn tveir með kröfur fullar af smákökum og færðu kórnum. Voru menn á einu máli um að þetta væru góðar konur. Daginn eftir hélt hópurinn áleiðis til Lúx- emborgar, ferðin var á enda. Maður Kynnist Manni Sagt er að Áustur-Þjóðveijar sæki tón- leika vel en ekki óraði okkur fyrir því að aðsóknin yrði sú sem raun varð á. Tékkar létu ekki heldur sitt eftir liggja. Áhuginn var ótrúlegur. Og allstaðar þar sem kórinn kom fram mætti hann miklu þakklæti og gestrisni. Gildi ferða sem þessarar verður seint metið. Í þeim er menning þjóðar kynnt og t'ekið við öðrum straumum. Maður kynnist manni. Pétur er félagi í Dómkórnum í Reykjavík. 5———i-— Guðbrandsbiblíunni Biblía þessi var prentuð á Hólum í Hjaltadal árið 1584. Guðbrandur biskup Þorláksson vann það stórvirki að gefa út fyrstu prentun biblí- unnar á íslenska tungu. Talið er að biblían hafi verið prentuð í 500 eintökum. Gera má eftir SÉRA RAGNAR FJALAR LÁRUSSON ráð fyrir að þetta eintak hafi verið. með þeim síðustu sem til voru á Hólastað, ógef- in eða óseld, en á það er ritað neðst á titil- blaði: „Þessa bók gefur Halldóra Guðbrands dóttir Gysla Magnussyni, óskandi honum hér með eylífrar gleði lífs og sálar fyrir Jesum Christum. Amen. Anno 1625. Sept- ember.“ Þegar hér er komið sögu var Guð- brandur biskup karlægur, hafði fengið slag árið áður, en Halldóra dóttir hans og séra Arngrímur Jónsson, lærði, stýrðu þá Hóla- stað. Halldóra Guðbrandsdóttir var fædd 1573 og dáin 1658. Hún var mikil kona og merk, giftist ekki, og vildi aldrei skilja við föður sinn. í júlímánuði 1624 hné Guðbrandur niður og var magnlaus og mátti vart mæla. Það kom fyrir ekki, að Halldóra leitaði ráða hjá frægustu læknum í Þýskalandi og Dan- mörku, og sendi jafnvel Þorlák Skúlason, síðar biskup, utan þeirra erinda 1625. Lá biskup rúmfastur síðan og andaðist 20. júlí 1627 og hafði þá verið biskup í 56 ár. Bók- in er gefin Gísla Magnússyni, fjögurra ára dreng, syni Magnúsar Björnssonar, lög- manns, að Munkaþverá í Eyjafirði. Hann var auðugastur maður á íslandi á sinni tíð, enda ijárgæslumaður mikill, en þó höfðingi og rausnarmaður, hann var og fræðimaður og skáldmæltur. Hefir Halldóra fyrir hönd Hólastóls eflaust viljað vingast við þetta stórmenni. Gísli Magnússon, síðar sýslumaður, sá er bókina hlaut á bernskuskeiði, var fæddur 1621 að Munkaþverá, sonur Magnúsar Björnssonar, lögmanns, sem fyrr segir og konu hans, Guðrúnar Gísladóttur, lögmanns Þórðarsonar. Hann nam í Hólaskóla, fór síðan utan og var við nám í Danmörku, Hollandi og Englandi. Hann varð sýslumað- ur í Múlaþingi og fékk Rangárþing 1659 og bjó á Hlíðarenda í Fljótshlíð. Hann var manna mestur höfðingi um sína daga á ís- landi, enda stórauðugur, lærður vel og margfróður í ýmsum greinum, veglyndur og góðgerðarsamur enda nefndur ýmist „Vísi Gísli“, „Lærði Gísli“ eða „Gjafa Gísli". Hann hafði mikinn áhuga á viðreisn íslands og vérklegum framkvæmdum, náttúru- vísindum og búfræði, og gerði hann tilraun- ir með kornrækt að Hlíðarenda. Kona hans var Þrúður Þorleifsdóttir, sýslumanns á Hlíðarenda, Magnússonar. Meðal barna þeirra var Guðríður, sem átti Þórð biskup Þorláksson í Skálholti, en þar andaðist Gísli árið 1696. Hve lengi hann hefir átt bókina er óvíst, en neðst á fremsta blaði sjálfrar biblíunnar, eftir formála og yfirlit, stendur skrifað: „Þessa bók hefi ég undirskrifuð gefið mínum elsku syni, Magnúsi Jónssyni, til fullkomlegrar eignar og iðkunar. Til merkis mitt nafn, Reykhólum, þann 1. Jan- uary árið 1680“. Hér vantar undirskrift, en hún hefir líklega verið skorin burtu þegar bókin var endurbundin. En hver var Magnús Jónsson á Reykhólum? Því er auðsvarað. Hann var lögmaður þar, fæddur 1642 og látinn 1694. Foreldrar hans voru Jón sýslu- maður Magnússon að Reykhólum og kona hans Jórunn Magnúsdóttir, lögmanns að Munkaþverá, Björnssonar, m.ö.o. systir „Vísa Gísla", sem bókin var upphaflega gefin. Hér hefir „Gjafa Gísli“ verið á ferð og gefið systur sinni dýrgripinn og hún síðan syni sínum. Magnús Jónsson nam erlendis eins og frændur hans. Hann fékk Stranda- sýslu 1675. Hann var skýr maður og gestris- inn og höfðingslyndur, auðmaður mikill, héraðsríkur og lagamaður góður. Hann var kjörinn lögmaður á Alþingi 1679. Og enn líður tíminn. Næst komum við að áletrun á saurblaði bókarinnar, en þar stendur: „Bók Ingibjargar Haldórsdóttur á Breiðabólstað 1766 Davíðssálmur 23. Drottinn er minn Hyrðir, mig mun ekkert bresta". Og hver var svo Ingibjörg Halldórsdóttir, sem bókina átti á síðari hluta 18. aldar? Fullvíst má telja, að Ingibjörg þessi hafi verið dóttir sr. Halldórs Hallssonar prests á Breiðabólstað í Vesturhópi, en á þeim stað var Guðbrand- ur Þorláksson fyrst prestur 1567-8, og þar var fyrsta prentverk á íslandi sett upp og fyrst prentaðar bækur hér á landi. Harboe biskup segir í skýrslum sínum um sr. Hall- dór Hallsson, að hann sé ekki illa að sér. Hann mun hafa verið hraustmenni, með fríðustu mönnum, málsnjall og raddmaður góður. Ingibjörg, sú er áritar bókina sem sína eigin árið 1766, hafði það ár í ágúst- mánuði gifst sr. Magnúsi Jónssyni, aðstoð- arpresti föður síns, en þeirra samvistir urðu ekki langar, því að sr. Magnús lést síðar á sama ári. Hinn 28. desember 1766 ól hún dóttur, sem skírð var Helga. Það má því segja, að á því herrans ári 1766 hafi skipst á skin og skúrir í lífi Ingibjargar, og því ekki óeðlilegt að hún skrifaði upphafið á 23. Davíðssálmi: „Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta “ í biblíuna sína. Nú týnum við slóð bókarinnar um aldar- bil. Næst vitum við af henni í eigu sænsks fræðimanns og bókasafnara Rolf Arpi, en nafn hans er á öðru saurblaði bókarinnar. Rolf Arpi var kunnur sem áhugamaður um íslensk fræði og íslenskar bækur. Frá Svíþjóð fékk Eiríkur Einarsson arki- tekt bókina, en hann átti frábært safn gam- alla íslenskra bóka. Bókin var síðast í eigu konu hans, frú Helgu Helgadóttur. Biblía þessi hefir jafnan gengið undir nafninu „Halldóra“ innan Ijölskyldunnar og er það gott nafn og hæfir bókinni vel. Eflaust er þetta eina eintakið af Guðbrands- bíblíu, sem Halldóra Guðbrandsdóttir hefir áritað og varðveist hefir, og varla er önnur bók með hennar nafni til. Hér ér mikil saga á bak við mikla bók. LESBÓK MORGIÍNBLAÐSINS 28. OKTÓBER 1989 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.