Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.1989, Blaðsíða 2
1
Obeinar reykingar
- hættulegar eða aðeins hvimleiðar?
Milljónir manna anda daglega að ser sigarettu-
reyk, þótt þeim sé það þvert um geð. Marg-
ir hafa áhyggjur af því, að óbeinar reyking-
ar gætu verið álíka skaðlegar og hinar.
Umfangsmiklar kannanir hafa verið gerðar
í sígarettureyk er
ógrynni efna og
efnasambanda.
Meginreykurinn, sem fer
ofan í reykingamanninn,
er orðinn til við miklu
fullkomnari bruna en
óbeini reykurinn sem
fyllir herbergið, hér
nefndur hliðarreykur. Sá
reykur er ólíkt rammari
og stækari en
meginreykurinn; hann
hefur meira
tjöruinnihald og gæti því
verið ennþá hættulegri.
Þess vegna er nú víðtæk
hreyfmg að banna
reykingar alveg á
vinnustöðum, nema í
sérstökum
reykingaherbergjum.
Sem betur fer er nú
yrirleitt stór meirihluti,
sem ekki reykir. Sú
hreyfing að losa sig alveg
úr viðjum þessa
ófagnaðar virðist þó eiga
erfiðast uppdráttar hjá
ungum konum.
á undanförnum árum varðandi óbeinar
reykingar til að fá úr því skorið, hvort síga-
rettureykur sé aðeins eitt af hinum mörgu
skaðlegu efnum í loftinu — eða hið iang-
hættulegasta.
Afstaðan Hefur Breyst
í V-Þýskalandi, svo dæmi sé tekið, deyja
árlega 27.000 manns úr krabbameini í lung-
um, að því er skýrslur herma, og faraldurs-
fræðingar hafa komizt að þeirri niðurstöðu,
að 23.000 þeirra að minnsta kosti hafa ver-
ið reykingamenn um ævinnar daga. En nú
er hinn virki reykingamaður ekki lengur
einvörðungu talinn eyðileggja sína eigin
heilsu. Huganlegt er, að hinir óbeinu
reykingamenn bíði einnig heilsutjón af völd-
um reykinga, þ.e.a.s. þeir sem nauðugir eru
með í reyknum. Kenningin er sem sagt sú,
að það sé ekki eingöngu sá, sem er með
sígarettuna uppi í sér, sem lifir hættulegu
lífi, heldur einnig sá, sem nálægt honum
kemur.
Lengi litu læknar á tóbaksreyk, jafnvel
í lokuðum herbergjum, sem smámuni, sem
aðeins yrðu mönnum til óþæginda. Sú skoð-
un hefur nú gerbreyzt. Þó getur vart nokk-
ur maður í iðnríkjum vesturlanda forðast
mengað andrúmsloft. Vott um dæmigerð
efni í reyk, svo sem nikótín eða kótínín, er
hægt að finna með nákvæmri greiningu í
blóði, heila og munnvatni bókstaflega hvers
einasta manns í hinum siðmenntaða heimi.
Það má því segja, að óbeinar reykingar
stundum við öll.
Til þess að finna lágmarks mun, ef hann
er þá nokkur, á hættunni á krabbameini
hjá óvirkum (óbeinum) reykingamanni og
þeim, sem alls ekkert reykir, þyrfti miklu
kostnaðarsamari kannanir heldur en þær,
sem varða hinn augljósari mun á óvirkum
og virkum reykingamönnum. Og slíkar risa-
kannanir fæst enginn til að kosta.
Veruleg hreyfing á umræðumar um þessi
efni komst ekki fyrr en fyrir fáum árum,
þegar rannsakendum varð smám saman
ljóst, að samanburður þeirra á magni fékk
ekki staðizt. Við efnagreiningar kom upp
úr kafínu, að reykurinn, sem menn önduðu
að sér við beinar og óbeinar reykingar, var
engan veginn sá sami.
Tvenns Konar Reykur
Þær reykingavélar, sem keðjureyktu á
rannsóknastofum eiturefnafræðinga í þágu
vísindanna, voru lengi þannig úr garði gerð-
ar, að þær tóku aðeins við „meginreykn-
um“, þeim sem reykingamaðurinn sogar að
sér gegnum munnstykki sígarettunnar.
„Hliðarreyknum" aftur á móti, sem stígur
upp af glóðarenda sígarettunnar og tvöfalt
meira magn myndast af, var lengi enginn
gaumur gefinn. En þegar farið var að rann-
saka hann jafnvísindalega og meginreykinn,
kom brátt á daginn, að á þeim var grund-
vallarmunur. Þarna var um tvö gjörólík fyr-
irbæri að ræða.
I sígarettureyk eru ógrynni efna og efna-
sambanda. En það sem ræður hlutfalli hinna
einstöku efna í reyknum er hitastigið, sem
hann verðurtil við. Þegarreykingamaðurinn
sogar sígarettuna, fær glóðin í henni meira
súrefni, og þá myndast hiti, sem er nokkrum
hundruðum stiga hærri en í sígarettu, sem
brennur á barmi öskubakka.
Meginreykur er þess vegna orðinn til við
miklu fullkomnari bruna en hliðarreykur.
Það þarf ekki annað en að nota nefíð til
að skynja, að hér er ekki um sams konar
reyk að ræða: Hliðarreykurinn, sem stígur
upp af öskubakanum, er óiíkt rammari og
stækari en meginreykurinn, sem menn soga
að sér. Það er ekki vottur af tóbaksilmi og
engin reykjamautn.
A megin- og hliðarreyk er verulegur
munur, hvað varðar hin sérstaklega skað-
legu efni, sem þeir hafa að geyma. Sam-
kvæmt mælingum starfshóps Hoffmanns í
Bandaríkjunum inniheldur hliðarreykur í
samanburði við meginreyk
★ 2.7 sinnum meira af kolsýringi (CO).
★ 8 sinnum meira af koltvísýringi (C02)
★ 2.7 sinnum meira af nikótíni og
★ 1.7 sinnum meira magn af tjöru.
Það eitt, að tjöruinnihaldið er meira, ger-
ir sennilega hliðarreyk hættulegri en megin-
reyk. Sannazt hefur, að tjara geti valdið
húðkrabbameini á dýrum. Enn verri verður
útkoman fyrir hliðarreykinn, þegar saman-
burður er gerður á einstökum efnum, sem
valda krabbameini.
í hliðarreyk er 30, 40 og 50 sinnum
meira af ýmsum efnum, sem fyrir löngu er
vitað að eru hættulegir krabbameinsvaldar
og eru á lista sem slík. í efnaiðnaði gilda
strangar reglur um meðhöndlun slíkra efna.
Það verður æ greinilegra, að hið mikla
magn skaðlegra efna í hliðarreyk, sem sagð-
ur hefur verið allt að því meinlaus, vegur
a.m.k. að hluta á móti þynningunni, sem á
honum verður.
í hliðarreyk myndast sérlega mikið af
nitrosamine og reiknað hefur verið út
að maður, sem ekki reykti sjálfur, en hefði
stöðugt öskubakka reykjandi starfsfélaga
síns fyrir framan nefíð á sér, gæti andað
að sér jafnmiklu af þessu efni og reykinga-
maðurinn sjálfur. Þar með gæti hættan á
því, að hann fengi krabbamein, orðið jafn-
mikil og hjá reykingamanninum. Nú er tal-
ið, að nitrosamine beri meginsökina á hinum
krabbameinsvaldandi áhrifum tóbaksreyks,
en áður lá benspýren undir þeim grun.
TværKannanir
Hver hin raunverulega hætta er fyrir
venjulegan óvirkan (óbeinan) reykingamann
á því að fá krabbamein, verður ekki kannað
til hlítar nema með faraldsfræðilegum rann-
sóknum, sem ná til mikils fjölda þátttak-
enda. Fyrstu niðurstöður tveggja slíkra
rannsókna voru birtar árið 1981. Þær komu
frá Japan og Bandaríkjunum. Hugmyndin
að baki þeim báðum var svipuð. I þessum
könnunum voru það konur reykingamanna,
sem sjálfar reyktu ekki, sem voru til rann-
sóknar.
I japönsku könnuninni höfðu hvorki meira
né minna en 91.540 japanskar eiginkonur,
sem ekki reyktu, verið spurðar um reyking-
arvenjur manna sinna. Síðan var"frúnum
skipað niður í fímm flokka, eftir því hvort
eiginmennirnir reyktu ekki, hefðu aðeins
reykt áður fyrr en væru nú hófsamari, miðl-
ungs eða miklir reykingamenn. Að því búnu
var kannað, hve margar konur í hveijum
hópi hefðu veikzt af krabbameini í lungum.
Niðurstöður samanburðarins virtust ótví-
ræðar. Ef hættan á lungnakrabbameini hjá
eiginkonum manna, sem ekki reykja, er ein-
kennd með tölunni 1,0, þá var hún þegar
hjá konum miðlungs reykingamanna frá
1.42 til 1.58 og hjá konum keðjureykinga-
manna úm 2.0 — eða tvöfallt meiri en al-
mennt gerist.
Hætta á Kransæðastíflu
Það er greinilegur galli við flestar þessar
kannanir fram að þessu, að þær hafa að
allt of miklu leyti beinzt að samhenginu
milli óbeinna reykinga og lungnakrabba-
meins. Við þessar rannsóknir var lengi eng-
inn gaumur gefinn að hugsanlegum æða-
skemmdum af völdum óbeinna reykinga.
En nú er talið, að fleiri látist af kransæða-
stíflu af völdum reykinga en af lungna-
krabbameini.
Fyrir fjórum árum voru birtar niðurstöður
rannsókna, sem faraldsfræðingur við Kali-
forníuháskóla, C. Garland, stjórnaði, en þar
höfðu eiginkonur reykingamanna, sem ekki
reyktu sjálfar, verið spurðar og rannsakað-
ar. í tíu ár var fylgzt með tíðni alvarlegra
og banvænnar kransæðastíflu meðal þess-
ara kvenna. Og enn kom í ljós, að konum
var þeim mun hættara að fá kransæðastíflu
þeim mun fleiri sígarettur sem menn þeirra
reyktu á dag.
Sameiginlegt með rannsóknunum varð-
andi konur og börn er það, að þær leiða í
ljós sérlega dapurlega hlið þessa vanda-
máls. Algengasti vettvangur hinnar lævísu
reykeitrunar er greinilega heimilið. í stofum
og svefnherbergjum stoða engin lög gegn
reykingum.
„Fræðilega mun ávallt stafa hætta af
krabbameinsvaldandi efnum, hversu lítið
sem magn þeirra er. Á „svarta-listann“ í
Þyzkalandi hafa menn sett óbeinar reyking-
ar til að vekja athygli á því, að í tóbaksreyk
eru efni, sem valda krabbameini. Þar með
er ekki sagt, að fullsannað sé, að óbeinar
reykingar geti valdið krabbameini í mönn-
um,“ segir dr. Norpoth.
í tilraun sem gerð var á vegum rannsókn-
arstofu sígarettuiðnaðarins í Hamborg
1970, urðu 21 þátttakandi í 23 m2 stóru
lokuðu herbergi að reykja 42 sígarettur á
innan við 18 mínútum, áður en hámarkinu
fyrir nikótín og kolsýru yrði náð. Þar væri
ólíft jafnvel fyrir hina mestu reykingamenn.
Hættan af sígarettureyk verður því tæp-
ast metin frá einstökum efnishlutum þess.
Þannig er óvissan enn við lýði. Og deilur
vísindamanna víða um heim um áhættuþátt
óbeinna reykinga auðveldar stjórnmála-
mönnum að gera ekki neitt í málinu. Kröf-
unni um lög gegn reykingamönnum geta
þeir vísað á bug með þeim föksemdum, að
nauðsynlegar vísindalegar sánnanir og þar
með forsendur fyrir lagasetningu í þessum
efnum séu enn ekki fyrir hendi.
Sv. Ásg. tók saman úr „Bild der wissenscaft".