Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.1989, Side 7
I Staatsgaleríe: Salur með þremur myndum Anselms Kiefers, sem ætla má að hafí kostað sem svarar Max Ernst: Heilög Cácilie, 1923. Gott dæmi um verk
til 100 milljónum íslenzkra króna. þessa fræga súrrealista, en sést yfírleitt ekki í bókum
um hann.
Þessi sérkennilegi skúlptúr er frá því um 1920, balletfígúrur eftir Oskar Schlemmer.
Ottó Dix: Eldspýtnasalinn, 1920. Hér er útmálun miskunnarleysinu, sem birtist
í aðstöðu hermanns, sem misst hefur báða fætur í stríðinu.
heimi myndlistarinnar hafi verið Picasso og
Salvador Dali. Nú se ekki hægt að nefna
neinn, sem maðurinn á götunni hvar sem er,
þekkir.
Það er samt sem áður ákveðinn, viður-
kenndur hópur, sem metnaðarfullt safn telur
sig verða að leita til og eignast verk eftir.
Athyglisvert er, hversu margir Þjóðverjar
skipa þennan hóp mú; aftur á móti er eins
og Fransmenn hafi dottið uppfyrir í þessari
samkeppni, en ítölum hefur vegnað vel. Bret-
ar eiga alltaf nokkra á þessum bás, Banda-
ríkjamenn að sjálfsögðu einnig og í smærri
mæli eru þar listamenn frá Spáni, Sviss,
Hollandi og Austurríki. Það er samt afar
skrýtið, að sumar milljónaþjóðir skuli alls
ekki koma þarna við sögu - Norðurlandalista-
menn eru til dæmis sjaldséðir fuglar í þessum
selskap- og þá er ég að tala um núlifandi
menn. Verk eftir Munch þætti aftur á móti
mikill fengur í hverju safni.
Þessi útúrdúr er eiginlega um það, hvernig
tryppin eru rekin í þessum bransa. Þar er
ekki endilega verið að halda fram því bezta.
Gífurlega mikil þjóðernishyggja ræður ríkjum
og það er engin tilviljun, að í bandarískum
söfnum er Bandaríkjamönnum fyrst og fremst
haldið fram og í Þýzkalandi eru þeir þýzkir.
Aðrir fá svo að fljóta með. Sá sem skoðar
þýzk söfn, Staatsgalerie í Stuttgart þar á
meðal, sér fyrst og fremst yfirlit þýzkrar list-
ar. Af því sem þar er frá fyrriparti aldarinn-
ar hef ég ekki sízt gaman af málurum Weim-
arlýðveldisins, sem útmáluðu þjóðfélags-
ástandið í kringum 1920. Að sönnu mundi
margt úr gamla þýzka expressjónismanum
þykja hugljúfari list; myndir eftir fræga
brautryðjendur eins og August Macke, Karl-
Smith Rottluf, Emil Nolde, Franz Marc og
Alexej von Jawlensky. En það er með þá eins
og frönsku impressjónistana: maður hefur séð
svo mikið af þeim á bókum og allskyns útg-
áfu, að það hefur kannski verið full mikið
og ekki þeim til góðs. Þeir hafa orðið fyrir
því eins og Picasso, en margfalt minni mæli
þó, að vera ofsýndir og yfirútgefnir.
Svo var hópur af þýzkum listamörmum,
bæði fyrir fyrri heimsstyijöld og á arum
Weimarlýðveldisins, sem fór beinlínis að
teikna og mála myndir með hrikalega grófu
og svaðalegu inntaki; menn eins -og Max
Beckmann og umfram allt þeir George Groz
og Otto Dix. En útmálun þeirra á allskonar
úrþvættum eins og okurköllum og melludólg-
um og allskonar fórnarlömbum eins og útlif-
uðum gleðikonum, er svo beitt og áhrifamik-
il, að þetta löngu liðna fólk í myndunum
þeirra, stendur manni ljóslifandi fyrir hug-
skotssjónum.
Einn er sá frá þessu tímaskeiði, sem stend-
ur nokkuð sér á bás og hefur verið tekinn
til endurmats í nútíðinni með þeim árangri,
að mjög hefur hækkað á honum gengið. Sá
er Oskar Schlemmer og eru eftir hann marg-
ar og áleitnar myndir í Staatsgalerie; einnig
fullur salur af undarlegum skúlptúr á háum
stöllum. Það eru mjög einkennilegar fígúrur
og framúrstefnulegar jafnvel á vorum dögum.
Þetta eru fígúrur úr einhveiju sem heitir
Triadískur ballet og ég er ekki nógu fróður
um dansmennt til að geta skilgreint það.
Oskar Schlemmer var innfæddur Stuttgart-
búi, fæddur þar 1888 og dó í Baden Baden
1943. Hann gegndi herþjónustu í fyrra
heimsstríðinu og slapp lifandi. Síðar var hann
liðsmaður hjá Bauhaus í Weimar og Dessau
og prófessor við listaakademí. Akademískur
málari varð hann þó ekki nema síður væri
og verður að teljast sér á parti og meiri fram-
úrstefnumaður en flestir landar hans á tíma-
skeiði Weimarlýðveldisins. Oft málaði hann
fólk, en stílfærði það mjög. Og lágmyndir og
annað, sem hann mótaði í þrívídd er ennþá
í hæsta máta nútímalegt.
Annar framúrstefnumaðaur og jafnaldri
Schlemmers var Kurt Scwitters, 1887-1948,
sem var þó meira undir áhrifum frá Parísar-
skólanum. Hann vann með samklippur og
blandað efni og var athyglisverður listamað-
ur. Annar jafnaldri þeirra á einnig frábærar
myndir í Staatsgalerie. Sá er Oskar Kokosch-
ka, austurrískur að uppruna og bjó og starf-
aði í Þýzkalandi og dó ekki fyrr en 1980 á
heimili sínu við Genfarvatnið. Ævi Kokoschka
var ekki aðeins löng; hún var einnig við-
burðarík. Ungur að árum var hann í Vínar-
borg og varð þar elskhugi þeirrar frægu konu
Ölmu Mahler, eiginkonu tónskáldsins og
hljómsveitarstjórans. Um ástir þeirra Ölmu
gerði Kokoschka fræga mynd. Hann slapp
ekki heldur við þá hremmingu að þurfa að
beijast í skotgröfum fyrri heimstyijaldarinn-
ar, enÁ dögum Weimarlýðveldisins átti hann
heima í listaborginni Dresden og varð þar
prófessor við listaakademíuna. Meðal þess,
sem Staatsgalerie í Stuttgart á eftir Kokosch-
ka er frægt portret hans af listkaupmanninum
og forleggjaranum Herwarth Walden.
Staatsgalerie á gott úrtak af Picasso, þar
á meðal sumt af því dýrmætasta úr bláa tíma-
bilinu. Einnig þijú málverk eftir Munch. Tvö
þeirra geta naumast talizt meðal úrvalsverka
hans, en “Kona á rauðum dúk“ er Munch í
öllu sínu veldi; nakin kona með hárið mjög í
óreiðu situr á rauðum dúk framan á rúmi.
Myndin er hlaðin þeirri ástríðu sem einkennir
beztu myndir Munchs, ekki sjzt af konum.
Þannig mætti lengi telja. Ég nefni aðeins
í lokin súrrealistana, sem koma þarna við
sögu: Heilög Cacilie eftir Max Ernest, Met-
afísísk innimynd eftir de Chirico og Upphafið
augnablik Salvadors Dali frá árinu 1938. Það
fór þó langmest fyrir Joseph Anton Koch,
málara úr Svartaskógi, sem dó 1839 og var
að sjálfsögðu barn síns tíma. Hugljúf Alpa-
landslög hans fylltu marga sali og hefði ver-
ið nóg að hafa tíu myndir eða svo. Þetta er
lítt kunnur málari og ókunnur víðast hvar,
en heldur betur tekinn til endurskoðunar. I
myndum hans er rómantíkin alls ráðandi; þær
gefa hugmynd um sveitasælu og fullkomna
kyrrð og kannski upprunalegt lif í skauti
náttúrunnar. Silfurtærir lækir buna framaf
klettasnösum og mengunin hefur ekki enn
verið fundin upp. Þetta er veröld sem var.
Engar hraðbrautir skera þessa skóga og á
þá fellur aldrei súrt regn. Kannski er það
þrátt fyrir allt réttlætanlegt að draga þessar
gömlu myndir fram í dagsljósið. Þær eru að
minnsta kosti mótvægi við það grófa yfir-
bragð, sem verk nútíma listamanna hafa oft,
ekki sízt í Þýzkalandi.
GÍSLI SIGURÐSSON
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 4. NÓVEMBER 1989 7