Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.1989, Blaðsíða 9
! r ~ !j" -' ‘Hifffl
Uppreisn var
í skólanum...
Eg er 17 ára stelpa, skiptinemi í landi Noriega.
Eg bý í bænum David sem hefur um 200
þúsund íbúa. Faðir minn er kapteinn í hernum
og móðir mín er hjúkrunarkona. Sama gegndi
um mig og okkur alla skiptinemana að við
Eftir HALLFRÍÐI
GUÐMUNDSDÓTTUR
vissum lítið um þetta land.
Eftir komuna hingað leið mér fyrst eins
og ég hefði farið í gegnum tímavél en það
lagaðist og eftir nokkra daga í höfuðborg-
inni fóru sjö okkar í rútu áleiðis til nýrra
heimkynna. Ferðin tók sjö klukkutíma, hit-
inn var hræðilegur, tónlistin á fullu og ekki
bætti úr skák að í öftustu sætunum voru
hænsni.
Kona sem sat fyrir aftan mig var að
hræða okkur með sögum af fólki sem hafði
horfið sporlaust og ekki komið aftur. Þar
sem ég væri hvít og með hrein augu yrði
ég að passa mig. Ekki var þetta nú góð
byijun.
Meðan ég skildi ekki baun í málinu fannst
mér hver mínúta vera eins og heil eilífð,
og ég var lítil og yfirgefin.
Göturnar hérna í bænum David eru mjög
vondar og aksturinn á þeim- glannalegur.
Umferðarljós eru sums staðar en yfirleitt
era þau biluð. Allt gengur mjög rólega fyr-
ir sig. Það var verið að laga götuna fyrir
framan heimili mitt og tók óratíma og ekki
sýnist mér hún hafa skánað. Fólk hendir
drasli út um bílglugga enda er víða um-
horfs við göturnar eins og maður sé að
keyra gegnum öskuhauga. En fegurðin er
mikil, hús eru að sönnu fátækleg en sjarmer-
andi.
Ástandið milli Bandaríkjanna og Panama
nú er mjög erfitt og fólk fær ekki útborg-
að. Bandaríkin eru allt fyrir fólk, án dollar-
ans væri Panama hvorki éitt né neitt. Enda
er heimurinn í margra hugum Bandaríkin
og þar með búið.
Yfirleitt er fólk mjög trúað og er kross
og biblía í næstum hverju herbergi og stof-
ur skreyttar með Jesúmyndum. Hjátrúar
gætir og mjög mikið, einkum er mikið talað
um nornir. Nornirnar koma meðan maður
sefur og setjast ofan á mann og þótt maður
finni það getur maður ekki hreyft sig. Þær
fara á flakk á kvöldin og þá heyrist í þeim
söngurinn sem minnir einna helst á flaut.
Til að það séu minni líkur á að þær komi
verðum við að gæta þess að snúa rúminu
ekki að dyrunum. En ég geri bara eins og
vinkona mín ráðlagði mér áður en ég fór
Skiptinemarnir sextán með fána landa sinna.
Panamar eru alltaf að halda hátíðir og
grímur og búningar af öllum gerðum.
hingað: Ef ég sé eitthvað ljótt loka ég bara
augunum og hugsa um Jón Pál Sigmars-
son. Þetta gefst alveg ágætlega,.
Ég geng í 3.000 krakka skóla og krakk-
arnir koma margir frá blásnauðum heimil-
um. Fyrsta daginn minn leið mér eins og
geimveru þegar ég gekk inn á skólalóðina
og allir horfðu á mig. Ég hefði helst viljað
flýja af hólmi en tókst að harka af mér.
Með því fyrsta sem krakkamir í bekknum
mínum vildu að ég gerði var að syngja
íslenska þjóðsönginn. Ég fór í algert rusl
þegar ég uppgötvaði að ég kunni hann ekki
almennilega. Hér kunna allir sinn þjöðsöng
því á hveijum mánudagsmorgni safnast all-
ir saman og syngja hann.
í sumar varð gerð uppreisn í skólanum.
Ég var stödd inni í stofunni og heyrði þenn-
an líka gauragang og hélt að það væri kom-
ið stríð. Krakkarnir söfnuðust saman og
fleygðu ruslafötunum niður af annarri hæð,
æptu og rifu allt niður af veggjunum. Mér
var sagt þeir gerðu þetta vegna þess að
viku áður hafði lögreglan komið inn í skóla
í Panamaborg og drepið einn nemanda. Ein
stelpa var sjónarvottur að því þegar nem-
andinn var tekinn og barinn til bana. Hún
var lamin líka þegar þeir urðu varir við
hana svo að hún varð að vera á sjúkrahúsi
í marga daga og hefur ekki náð sér síðan.
Ég tók saman bækurnar mínar og fór
heim og hafði engan áhuga á að taka þátt
í þessu og eiga á hættu að lögreglan kæmi.
Daginn eftir söfnuðust krakkarnir aftur
saman og grýttu skólann og lokuðu götum
að honum með rusli og trjábútum. Þriðja
daginn var haldið áfram. Skólanum var lok-
að og tók ekki til starfa aftur fyrr en þrem-
ur vikum seinna.
Þetta ár hefur verið skrautlegt út af-
pólitísku málunum og maður hefur alveg
eins getað búist við stríði hvenær gem er.
Þann 1. september sl. — þegar átti að skipta
unvforseta en var ekki gert eins og menn
vita — var hermaður á hveiju götuhorni og
á aðalstöðinni reistu hermenn sér steinpoka-
vii'ki og við blöstu byssuhlaupin. Við höfum
heyrt ófagrar sögur af því þegar fólk lendir
í að vera handsamað af lögreglu fyrir litlar
eða engar sakir og maður hefur ekki bein-
línis áhuga á að leggja sig í áhættu.
Þegar krakkar heima éru litlir segja þeir
stundum ef þeir lenda í vandræðum: „Pass-
aðu þig bara — pabbi minn er lögga.“ En
nú á ég „pabba“ hér sem er í hernum og
ég þegi yfir því enda yrði ég lítið vinsæl
meðal krakkanna sem hafa beyg af her og
lögreglu.
Við komum heim reynslunni ríkari og
lítum margt öðrum augum en áður. Það er
ávinningurinn við að vera skiptinemi, ekki
síst í jafn ólíku þjóðfélagi og landi og er hér.
Höfundur er AFS-skiptinemi I Panama.
r-T-
SEUAN
Móður-
minning
í vitund minni vakir æ
þó vel sé löngum dulið.
Bernskuvorsins vængjatak
þó veröld sé það hulið.
Þá móðurhöndin milda
minn vanga af blíðu strauk.
Á þroskaleið og þaðan af
já, þar til yfir lauk.
Því ungur laut ég leiðsögn þar
svo Ijúfri og strangri í senn.
Með hlut í hennar dýra draum
sem dvelur hjá mér enn.
Með ást til alls er lifir
en einkum þó hins smáa.
Með trú svo heita og hreina
í himinljómann bláa.
Sú leiðsögn gegnum lífið var
svo Ijúf og mæt og góð.
Með sól í sinni og hjarta
ég syngja vildi ljóð.
Og þökkin hugum heita
til hæða stígur nú.
Svo dýr er móðurminning
sem merli ást og trú.
Höfundur er fyrrverandi alþingismaður
-og nú starfsmaður Öryrkjabandalags-
KRISTJAN HREINSSON
Vogrek
Á rifi niðrí fjöru
var stór og mikill steinn
sem straumar hafsins færðu oft
í kaf.
Mér fannst hann líkjast manni
því alltaf stóð hann einn
í öldunum við lífsins bláa haf.
Og dagurinn og nóttin
þau helltust yfir hann
um himin fóru bæði tungl og sól.
Já steinninn niðrí fjörunni
hann minnti oft á mann
sem mátti til að finna betra
skjól.
Og ég sem hafði lifað
sem stór og þungur steinn
á ströndinni við lífsins bláa haf.
í huga mínum fannst mér
ég aldrei vera einn,
ég átti mína von sem lífið gaf.
Höfundurinn er einn af ungu skáldun-
um í Reykjavfk. Ljóðið er úr nýrri Ijóða-
bók hans, sem ber sama heiti.
Leiðrétting
í texta við forsíðumynd Ragnars Axelsson-
ar, ljósmyndara, á síðustu Lesbók stóð rang-
lega, að þessir kunnu og fögru fossar, þar
sem tært bergvatn fellur út úr hraunkantin-
um og útí Hvítá, heiti Barnafossar. Það
rétta er, að þeir heita Hraunfossar. Barna-
foss er hinsvegar í Hvítá, spölkorn ofar.
Þar var hægt að komast yfir ána á jarðbrú
eða steinboga, en var hættulegt og segir
sagan, að tvö börn hafi farizt í ánni, þegar
þau reyndu að komast þarna yfir. Um leið
og lesendur eru beðnir velvirðingar á því,
að ekki var hægt að hafa þetta rétt, eru
landsmenn hvattir til að halda þessum örn-
efnum aðgreindum.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 4. NÓVEMBER 1989 9