Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq

Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.1989, Qupperneq 12

Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.1989, Qupperneq 12
 Galant - hlaðbakur frá Mitsubishi 12 • 11 ir<iiUíiiTii»iiit iirtii wrmTTrTTiiiirir tw.i janwiTiifWiUTrTiwnifgM irr-^f »WÍ*1WKÍí Staðsetning skiltabrúa Eftir ÞÓRARIN HJALTASON í greininni „Skiltabrýr og aðrar upplýsingar“, sem birtist á bílasíðu Lesbókar þann 14. þ.m., er því haldið fram, að svokallaðar skiltabrýr séu staðsettar of ná- lægt gatnamótuin. Þessi gagnrýni er skiljanleg, þar sem svokölluð forskilti vantar við þær brýr, sem settar hafa verið upp nýverið. Forskiltin eru stór skilti hægra megin akbrautar og verða þau sett upp ca. 100-200 m „framan við“ skiltabrýrnar. Á forskiltunum verða meginatriði þeirra upplýsinga, sem fram koma á skiltabrúnum. Bílstjórar munu þá vita með góðum fyrir- vara, hvort þeir þurfa að beygja til hægri eða vinstri á næstu gatnamótum. Þegar þeir koma að skiltabrúnni, fá þeir nákvæm- ar upplýsingar til að velja rétta akrein. Það kemur sér einkum vel, ef akreinar eru marg- ar eða skipulag akreina óreglulegt (t.d. ef akrein endar í beygjurein). Einnig má benda á að stefnuörvar á skiitum eru nokkurn veginn yfir miðri akrein og getur því komið sér vel, þegar snjór hylur yfirborðsmerking- ar eða þær eru horfnar eftir nagladekkin. Af þessu má vera ljóst, að á götum með ljósastýrðum gatnamótum eru skiltabrýrnar best staðsettar sem næst gatnamótunum, þar sem fráreinarnar eru. Við staðsetningu skilta og skiltabrúa sem og reyndar gerð skiltanna í meginatriðum er fylgt nýlegnm dönskum staðli. Haft var samráð við dönsku vegagerðina. Mikil og vönduð vinna var lögð í þennan danska staðal, og var hann 11 ár í smíðum. Verkfræðistofan Hönnun hefur verið ráðgjafi okkar á þessu sviði. Sam- kvæmt danska-staðlinum eiga skiltabrýr á götum eins og Miklubraut og Reykjanes- braut að vera í 20-50 m fjarlægð frá gatna- mótum, en forskilti í 150-250 m fjarlægð. í þessu sambandi er rétt að benda á nýút- Bílaumboðum á íslandi vegnar misjafnlega þessa stundina og ekki er það ný saga. Svo mjög eru bílar háðir margskyns duttlungum og tízku, og ekki sízt ástandi í efna- hagslífi og almennri kaupgetu. Þegar það gerist eins og nú á þessu ári, að eitt bílaumboð selur einn bíl af hveijum fimm, sem fluttir eru til lands- ins, hlýtur einhver að hafa hitt naglann á höfuðið. Ástæðan gæti hugsanlega verið sú að bílar frá þessu umboði hafi útlit sem fellur að almennum smekk, séu ódýrir mið- að við gæði, að umboðið hafi gott orð á sér, og svo er einnig til í dæminu, að þar hafi betur en gengur og gerist verið staðið að kynningu. Eitt enn má nefna, sem áreið- anlega á þátt í góðu gengi hjá bílaumboði. Það er að fólk hefur tilhneigingu til að kaupa frekar bíl sem selst vel en annan jafn góð- an, sem af einhveijum ástæðum gengur ekki eins vel út. Þar kemur til, að ákveðin tízka skapast, þessi tiltekna tegund sést oft á götunni og fer að selja sjálfa sig, ef svo mætti segja. Og svo segja menn einnig: Bíll sem selst svona vel, hlýtur einnig að vera góður í endursölu. Þessar hugleiðingar eru í tilefni þess, að hér verður lítillega fjallað um hlaðbakinn Galant frá Mitsubishi, en bæði Galant, Lan- cer og Colt frá þessum japanska iðnrisa, hafa notið verulegs gengis á þessu annars magra bílaári. Þegar þeir eru skoðaðir grannt, virðist það raunar ofur eðlilegt; þetta er góð framleiðsla, lofsverð vöruvönd- un og ríkulegur búnaður ásamt góðri hönn- un, og allt á hagstæðu verði. Lancer hefur fyrr á þessu ári verið tekinn til umfjöllunar í bílaþætti Lesbókar. Hann er í miðju þessarar þrenningar, en Galant er þeirra stærstur og lendir hvað stærð áhrærir í efri milliflokki; lengdin 4,54 m og breiddin 169 sm. Eigin þyngd er rúm 1200 kg. og allt samsvarar þetta stærð og þyngd á kunnum bílum svo sem Honda Accord, Mazda 626, Lancia Tema og Saab 9000, sem er þó 8 sm lengri og aðeins þyngri. Eftir að Galant kom með 5 dyra hlaðbaksút- færslu, hefur verið íað að því í sumum er- lendum bílablöðum, að hér hafi þeir hjá Mitsubishi tekið mið af Saab 9000. Ekki verður þó sagt að um sé að ræða beina stælingu á því útliti; Galant hefur sinn eig- in persónuleika og það í mun ríkari mæli en segja má um marga japanska bíla. Ekki er heldur hægt að tala um þessa tvo bíla sem beina keppinauta; til þess er verðmun- urinn of mikill. BíU eins og Galant keppir fyrst og fremst við bíla, sem kosta 1235- 1313 þúsund; það er verðið á gripnum - með eða án sjálfskiptingar. í þeirri sam- keppni er hann erfiður viðureignar eins og reynslan sýnir. Þar fyrir ofan er síðan gerð, sem auðkennd er með 2000GTi-16v og er sprækari að vélarafli og búin ýmsum val- Galant GLSi. Mjúkar línur og traustlegt útlit einkenna þennan praktíska og skemmtilega millistærðarbíl frá Mitsubishi. kostum, sem í lægri verðflokkunum eru ekki fyrir hendi. Þar á meðal er ABS- hemlakerfi og rafstýrt fjöðninarkerfi, sem býr bílinn ekki aðeins undir ójöfnur, svo þær finnast vart, heldur er einnig um að ræða stjórnun á því hvernig bíllinn hallast í kröpp- um beygjum með þeim árangri, að hann tekur slíkar beygjur nánast án þess að hagg- ast. Þrátt fyrir svo tæknilega fullkomnun, sem raunar heyrir aðeins til mjög dýrum bílum, hefur Mitsubishi ekki reynt að gera innrás á lúxusbílamarkaðinn eins og Toyota gerir nú með Lexus, Honda með Legend og Niss- an með Infiniti. Á innanlandsmarkaði í Jap- an hefur Mitsubishi hinsvegar haft í boði „stjórabiT, sem heitir Debonair og á að vera í lúxusflokki. Fyrir utan hlaðbakinn, sem hér er fjallað um, fæst Galant einnig með hefðbundnu fólksbílalagi, þ.e. skotti. Sú gerð kostar frá 1245 þúsundum. Einnig fæst hann með sítengdu aldrifí og kostar þá 1403 þúsund. Ennþá sem komið er fæst hlaðbakurinn hinsvegar ekki með aldrifi. Hann er búinn fjögurra strokka þverstæðri vél, 2000 rúmsm., 112 hestafia og tekur það hann 10,4 sek að ná 100 km hraða úr kyrrstöðu. Hámarkshraði er 188 km á klst. Sprækari gerðin, GTi-16v er með 125 hestafla vél; hún fer á 8,7 sek í hundraðið og hámarks- hraðinn er 205 km á klst. sem dugar í flest- um tilfellum. Stýri og mælaborð í Galant. Sætin eru mjög vel formuð og stillan- leg, þar á meðal er aukinn stuðningur við mjóbak, ef óskað er. Hér helst í hendur góð hönnun og vandaður frá- gangur. dreifa hér; með sjálfskiptingunni í kraft- munstrinu hefur Galant mjög líflega vinnslu og viðbragð. Annað, sem einnig kom á óvart er fjöðrunin. Þá hef ég viðmiðun við Gal- ant, sem ég átti fyrir þremur árum. Hann var með þokkalega og óaðfinnanlega fjöðr- un, en nú er ekki saman að jafna. Japan- skir bílar áttu það flestir sameiginlegt fyrir nokkrum árum að vera með of stutta og hasta fjöðrun, svo maður sárvorkenndi þeim á holóttum vegi. Japanir hafa tekið sig sam- an í andlitinu um að bæta úr þessu og tekizt það. Galant er gott dæmi um það. Hann er raunar svo óaðfinnanlegur bíll, að maður spyr sjálfan sig: Hver er þá munur- inn á viðlíka stórum bílum, sem kosta um það bil helmingi meira? Hvað hafa þeir í ^iun framyfir? I Galant eru mjög góð sæti, allur frágangur virðist vandaður, mælaborð og stýri eru fallega formuð, rafknúnar rúð- ur og speglar, einkar þægilegir stilkrofar fyrir ljós og þurrkur, samlæsing á hurðum og aksturseiginlegar í alla staði ánægjuleg- ir. Um endingu getum við ekki fullyrt neitt, en verðum að vona að þeir sem eru tvöfalt dýrari endist a.m.k. eins vel. Það sem ég helzt get sett puttann á, þegar tekið er mið af bílum sem kosta um og yfir 2 milljónir, er að þeir hafa hljóðlátari vél. Ekki svo að skilja, að hún sé neitt hávaðasöm í Galant. En maður finnur titring frá henni í hæga- gangi og maður heyrir að hljóðið frá henni er litið eitt grófara en í bílum eins og Audi 100, BMW 520 og Saab 9000 CD. Spræk- ari gerðin af Galant, 2000 GTi-16v, gefur þessum dýru gæðingum ekkert eftir með viðbragð eins og áður segir uppá 8,7 sek í hundraðið og tæknilega mjög fullkomna fjöðrun. Eftir stendur hinsvegar, að sumir kaupendur eru tilbúnir að greiða ótrúlega hátt verð fyrir ákveðin merki. Við lifum á tímum merkjatrúar þar sem hinir efnuðu og innvígðu láta heilmikið af aurunum sínum fyrir merkimiða frá Lacoste, Boss eða Mercedes Benz. Þeir framleiðendur sem ekki hafa náð alla leið uppá þennan stall, verða að leggja mjög hart að sér. Ugglaust vonast þeir til að komast þangað þótt síðar verði. Þar á meðal eru flestir japönsku bíla- framleiðendurnir. Og vegna þess arna eru þeir í óstöðvandi sókn um allan heim. GÍSLl SlGURÐSSON Galant 2000 CLSi Nokkur meginatriði: Lengd: 4.54m Breidd: 169 sm. Hæð: 138 sm. Þyngd: 1225kg. Vél: 4ra strokka, 115 ha. Sjálfskipting með kraft- eða sparnaðar- munstri. Drif á framhjólum. Framleiðandi: Mitsubishi, Japan. Umboð: Ilekla h/f Verð: 1235-1313 þús. Hægt er að velja um 5 gíra handskipt- ingu eða fjögurra þrepa sjálfskiptingu með tvennskonar rafstýrðu munstri. Annarsveg- ar er sparnaðarmunstur og hinsvegar spymu- eða kraftmunstur. Milli þessara kerfa er hægt að skipta á fullri ferð. Einn- ig er hann búinn hraðastillingu (cruise cont- rol). Þegar stillt er á sparnaðarmunstrið, tekur rafstýringin ráðin af ökumanninum, ef svo mætti segja, og skiptingarnar gerast út frá forskrift hámarks sparneytni. Þar að auki er hægt með rofa á gírstönginni að læsa gírkassanum í 3. gír og getur það komið sér vel við akstur í brattlendi, þar sem sjálfskiptingin væri sífellt að skipta á milli 3. og 4. gírs. Bíllinn sem fenginn var til reynsluaksturs var með sjálfskiptingu og skal játað, að hann var aðallega hafður í kraftmunstrinu. Ef maður væri til langframa á svona bíl, mundu maður kannski einhverntíma gerast skynsamur og aka á sparnaðarmunstrinu, til dæmis i mikilli umferð, þar sem aðstæð- ur leyfa ekki annað en hægfara akstur. Það skal einnig játað, að mér kom ekki til hug- ar að tveggja lítra, 115 hestafla vél með sjálfskiptingu gæti orðið svo spræk í bíl sem vegur þó 1200 kg. Ríkulegur búnaður þykir mér til fremur lítils unaðar, ef það grund- vallaratriði vantar að bíllinn komist almenni- lega úr sporunum. Það minnir mig ævinlega á gamla vagnhesta, sem voru hafðir til al- hliða brúkunar, jafnvel í útreiðartúra á sunnudögum Að öllum jafnaði skortir sjálfskipta bíla þá snerpu sem til þarf, svo bíll geti talizt skemmtilegur í akstri. Því er ekki til að komna reglugerð um umferðarmerki og notkun þeirra. Þar má sjá ákvæði um skiltabrýr (D 55 Leiðavísir) og forskilti (D 56-58 Leiðamerki) á bls. 25 og 26. Að lokum er rétt að benda á, að komin eru forskilti (leiðamerki) fyrir framan þær skiltabrýr (leiðavísa), sem settar voru upp í fyrra á Reykjanesbraut og Breiðholtsbraut. Höfundur er yfirverkfræðingur umferöardeildar borgan/erkfræðings. ■"=Pr B w 1 L A R ESZlfi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.