Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1990, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1990, Blaðsíða 5
Kirkjubækur eru sívinsælar. Morgunblaðið/Sverrir Bráðabirgðalausn ígömlum mjólkurvinnslusal, ríkisendurskoðun á vörubrettum. sigla félagsfræðingar, landafræðingar og félagsvísindamenn ýmis konar. Læknar skoða stundum skjöl heilbrigðiskerfisins. Rithöfundar líta öðru hvoru inn. - Og ein- staka sinnum sést blaðamaður. Ættfræðing- arnir, jú þeir eru fastagestir. Kirkjubækurn- ar og manntölin eru sívinsæl. Þær heimildir voru einna fyrstar til að komast á filmu til að hlífa frumgögnunum sem voru illa útleik- in. Sumir sagnfræðingar höfðu á orði að ættfræðingarnir væru að snuffa þjóðarsög- una upp í nefið. - Og á síðustu árum höfum við orðið vör við gríðarlegan áhuga á fæð- ingarskýrslum. En það tengist nýtilkominni þörf þjóðarinnar fyrir stjörnuspádóma. Það er öruggt að þjónusta safnsins er vel nýtt, undantekningarlítið hafa þessi ell- efu borð á lestrarsalnum í Safnahúsinu ver- ið fullnýtt. Hér við Laugaveginn verða 40 sæti á lestrarsal." LEYNISKJÖL? - Nú varð nokkur umræða vegna þess að tveimur ungum mönnum sem voru að skrifa um íslenska nasista var meinaður aðgangur að heimildum um afskipti utanrík- isþjónustunnar af sakamálefnum ákveðins einstaklings í Noregi eftir síðari heimsstyij-. öld. Lúrið þið á leyniskjölum? „Takmörkunin í þessu tilviki var ákvörðun ráðuneytisins. Mikið af skjölum sendiráð- anna snerta ýmis vandamál einstaklinga sem reynt er að greiða úr. Slík mál mega gjarnan eldast vel áður en þau eru opnuð öllum til afnota. Stundum liggja gögn mun víðar en í einu skjalasafni og þá er rétt að geta þess til skýringar að í þjóðskjalasafni eru mörg skjalasöfn; þannig að gögn sem óheimilt er að nota úr en safni liggja opin í öðru. Okkar regla er að opinber skjöl skuli vera aðgengileg ef þau eru eldri en 30 ára og varði ekki einkahagi manna. Einkaskjala- söfn sem lögð eru í Þjóðskjalasafnið eru háð skilyrðum sem gefandi setur um notkun.“ - En skjöl sem snerta innra eða ytra öryggi ríkisins, varnarmál eða ákvarðanir í utanríkismálum? „Skjölum af þessu tagi hefur ekki verið skilað og því ekki komið tii okkar kasta. Þegar þau verða afhent verður ákveðið hve- nær þau verða til afnota og hvernig að- gangi verður háttað.-Það verður að viður- kennast að það eru engin lög til um aðgang manna að upplýsingum á íslandi. En öll skjöl á Þjóðskjalasafninu eru aðgengileg almenningi svo fremi þau snerti ekki per- sónuhagi manna. Meginregla er að þeir sem fá afnot af slíkum gögnum við rannsóknir lúti skilyrðum um nafnleynd og öðrum siða- reglum vísindamanna. Sárafá vafatilfelli hafa komið upp og þau snerta aðallega upplýsingar um heilbrigðismál, sjúkdóma og ættleiðingar." LögOgRegla - Árið 1985 voru sett ný lög um Þjóð- skjalasafnið, hveiju breyta þau, hver eru helstu ákvæði og nýmæli? „Lögin flytja safnið inn í nútímann. Lög- in ítreka auðvitað hið gamla hlutverk safns- ins, að varðveita og rannsaka íslensk skjöl. - En nú bætist þjónustu og stjórnunar- hlutverkið við og hið gamla hlutverk safns- ins sem rannsóknai'stqC-uunar erLotur skii- greint. Það er æ’tlast'til að við höfum eftir- lit með skjalamyndun og skjalavistun skila- skyldra aðila og skylt er að bera undir okk- ur allar ákvarðanir um þessi atriði t.d. hvaða útbúnaður og staðlar eru notaðir; möppur, pappír, pappírsgæði, blek og leturborðar; mð yrði vandræðalegt ef vélrituð þjóðarsag- an hrinur af pappirnum eða undirskriftin gufar upp. Þá mæti með sanni segja að skjöl og gjörningar séu lítils virði. Þjóð- skjalasafnið er ráðgefandi um allt skjal- myndunarferlið frá því að eitthvert plagg er gert þangað til það endar sinn feril í pappírstætaranum eða er afhent Þjóðskjala- safninu. Embættismenn eiga sem sagt ekki að ráða því hvaða heimildir verða til um störf þeirra. Það má segja að við höfum byrjað á byij- uninni; samin hefur verið ný ítarleg hand- bók um skjalvistunarkerfi stjórnarráðsins og er hún nú til reynslu í félagsmálaráðu- neytinu. Verk -þetta var unnið á vegum nefndar sem fjallaði sérstaklega um skjal- vörslu stjórnarráðs íslands. Og í vor hefjast námskeið fyrir skjalaverði stjórnarráðsins og aðra þá sem hafa hvað mest afskipti af opinberri skjalvörslu.“ Eyðing? - Skjalamagnið sýnist ærið, og varðveisl- an kostar sitt. Má ekki að skaðlausu grisja þessi ósköp eitthvað? „Grisjun skjala er ekki einfalt mál svo fremi sem við viljum ekki hverfa aftur til skjalabrenna siðaskiptatímans. Hvað verður merkilegt í framtíðinni? Það er illmögulegt að sjá það fyrir. Eyðing skjals er endanleg og óafturkræf. Ef á að grisja verður að gera það eftir fyrirfram ákveðnum reglum, gera úttekt á starfsemi þeirrar stofnunar sem á í hlut. í upphafi skyldi endinn skoða, það er engin nauðsyn að geyma upplýsingar á mörgum stöðum og skjöl eru mismerkileg og með skipulagningu má trúlega eyða u.þ.b. 60% af skjalamagninu. — Annars segja sumir kollegar mínir erlendir að sögu- þjóðin Islendingar megi helst ekki eyða neinu. Skjalamagnið sé viðráðanlegt - þótt okkur þyki það ærið - hér sé einstakt tæki- færi til að varðveita allt.“ - Er ekki hægt að geyma eitthvað af þessu pappírsflóði á örfilmum? „Það er hægt en það er ekki ódýrara. Vinna og kostnaður við ljósmyndun er meiri en svo að það borgi sig og filmur þarf að endurnýja á tuttugu ára fresti. í ákveðnum tilvikum hafa þó skjöl verið filmuð eða afrit- uð. Aðallega skjöl sem eru sérstaklega dýr- mæt og skjöl sem eru mikið notuð, sér- staklega ættfræðilegar heimildir eins og ég minntist á. Grisjun eldri skjalasafna? Oftast nær er það ekki vinnandi vegur að fara í gegnum eldri skjalabunka og tína út eitt og eitt plagg. Kostnaðurinn við slíkt er jafnan meiri heldur en að varðveita allt safnið. Eyðilegging eldri skjalasafna getur hefnt sín fyrr en varir. Nauðsynlegt er jafnan að hafa haldgóða vitneskju um það sem grisjað er. Fyrir þrem árum gengust yfirmenn bæjarfélags fyrir því að flytja mestallt skjalasafn bæjarins á öskuhauga og brenndu það þar. Litlu síðar var ákveðið á góðri stundu að rita sögu staðarins! Við skulum vona að heimildir um þessa brennu séu vel skjalfestar, því hún er næsta sögulegur og merkilegur atburður. Það hafa fleiri skjöl orðið eldinum að bráð. Bernhöftstorfan brann um ,árið. Það var hægt að endurreisa húsin - jafnvel í betra standi en áður. Aftur á móti endurnýj- um við ekki kirknaskjöl sem þar voru geymd og ekki höfðu verið afhent Þjóðskjalasafni.“ - Á síðari tímum eru nýjar skjalaheimild- ir komnar til sögunnar, einkum tölvuunnin og tölvutæk gögn. Hvernig mun Þjóðskjala- safnið varðveita slík gögn eða skjöl? „Tölvugögn munu berast okkur er þau verða 30 ára og eru skilaskyld. Varðveisla þeirra er nýr vandi og flóknari en við höfum hingað til tekist á við. Senn mun draga að þessu. Tölvukerfin eru margvísleg og mis- jafnlega samhæfð og hvert stýrikerfið tekur við af öðru. Tölvutæk gögn krefjast lausna sem eru bæði tæknilegs og skjalfræðilegs eðlis. Ekki er vitað hve vel þessi gögn geym- ast á segulböndum og disklingum. Það þarf að koma þeim á það form að dugi. Vonandi eru geisladiskar framtíðarlausn. Um þessi mál öll höfum við náið samstarf við þjóð- skjalasöfn á Norðurlöndum enda vandinn alþjóðlegur. — En það gildir nákvæmlega það sama um tölvutækar heimildir eins og önnur skjöl að það þarf að standa skipulega að myndun þeirra til þess að hægt sé að varðveita þau sem hluta af þjóðararfleifð- inni á Þjóðskjalasafninu. - Öflugt og virkt þjóðskjalasafn er undirstaða skilvirkrar stjórnsýslu og dugmikilla »rannsókna á íslensku samfélagi.“ ‘ iirniuHTWiHHHun tmmifi ÁSDÍS JENNA ÁSTRÁÐSDÓTTIR Að sigra Stundum kemur örvæntingin til mín eins og refsinorn og öskrar í eyru mín: Þú getur ekki gengið, þú getur ekki-jiotað hendur þínar. Þegar sorgin sker hjarta mitt heyri ég hlýja rödd hvísla: Hugur þinn skynjar heiminn í sárustu sorg og dýpstu gleði. Ogégfinn kærleika umvefja mig í nálægð vina minna eins og stjörnur jóla sem lýsa ísáttfúsum augum okkar. Og lífsgleði mín kemur á ný og sigrar. Höfundur er menntaskólanemi. ÞÓRUNN GUÐJÓNSDÓTTIR Kveðja Ég sá þig sofna og sumarið hverfa inn í veturinn. Ég sé mynd þína í myrkrinu hvísla þökk fyrir allt. Hyenær fáum við þakkað við — sem höfðum líf þitt að láni? Höfundur er nemi í íslenzku í Háskóla íslands. ORRI EINARSSON Lífskvölin Lífskvölin leggst eins og lamandi farg yfir vitund mína Ég reika um í skógi heyri hvískur skríðandi snáka en sé ekki neitt Sogast inn í svarthol fullt af engu Höfundur er læknir á Siglufirði. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. FEBRUAR 1990 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.