Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1990, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1990, Blaðsíða 12
B w 1 L A R Opel V ectra Nýr bíll í millistærðarflokki fær góðar viðtökur í Evrópu Mjúk form bílsins eru vel útfærð í mælaborði - samt skortir eitthvað hér til að hafa í fullu tré við sumum skæð- ustu keppinautunum. Þannig lítur Opel Vectra út að innan þegar búið er að Ijarlægja hurðirnar. Eins og sést á myndinni, eru sætin vel formuð og styðja vel við ökumann og farþega. Sú var tíð, að Opel átti góðu gengi að fagna hér á landi. Fyrir um 30 árum var Opel Record góður bíll á hag- stæðu verði, en í áranna rás fór þó svo, að hann hélt ekki sínum hlut og sú stað- reynd varð mjög áþreyfanleg eftir að japanskir bílar fóru að flæða yfir heiminn. Þýzkaland er almennt talið vera kröfuharðasti bílamarkaður heimsins og þar lenti Opel eins og nærri má geta í erfiðri samkeppni við bíla í öllum verðflokkum, frá Volkswagen Golf til Mercedes Benz. Þetta útibú General Motors á meginlandi Evrópu hefur þrátt fyrir allt staðið sig og þýzka bílapressan hefur greint frá því nýlega, að geysilega mikil nýsköpun sé að eiga sér stað hjá Opel. Þar var nefndur til sögunnar verkfræðingur, sem staðið hefur að endur- bótum á vélum með þeim árangri, að nú getur Opel boðið svo spræka útgáfu af Omega, að hann fer síður en svo halloka fyrir öðrum þýzkum gæðingumn á hrað- brautunum. Þá er skammt til þess að komi á markað sportbíllinn Opel Calibra, sem hefur lítillega verið kynntur í Lesbók og þykir verulega vel teiknaður. En hann er eins og aðrir slíkir miðaður við þarfir, sem varla eru fyrir hendi á íslandi og auk þess verður hann nokkuð dýr. Síðastliðið haust ók ég smábflnum Opel Kadett í tvær vikur víðsvegar um Þýzkaland og hlýt eftir það að gefa honum góða ein- kunn. Satt að segja reyndist hann miklu ánægjulegra farartæki en ég hafði búizt við og í rauninni ekkert út á hann að setja annað en það, að vélin er lítil og hann miss- ir því fljótt aflið ef eitthvað er á fótinn. Samt hefur lítið gengið að selja hann hér á landi á móti japönskum keppinautum, sem líklega stafar af því að álit á Opel hefur dottið niður frá því sem var. Nú hefur ný gerð, Opel Vectra, borizt til landsins og verið tekin til reynsluaksturs. Sé gert ráð fyrir því að millistærðarflokkur sé almennt á lengdarbilinu 4.20m - 4,80m, má segja að Vectra sé í miðjunni með 4.43m lengd og 170 cm breidd. Sem sagt; dæmi- gerður miðstærðarbfll hvað stærð áhrærir og að því leyti sambærilegur við Ford Si- erra (4.43m), Citroen BX (4.40m) og Peuge- ot 405 4,41m). Samanburðurinn á bílamarkaðnum snýst þó ekki umfram allt um stærð, heldur verð. Opel Vectra í ódýrustu útfærslu sem hér fæst, með 1,6 lítra vél, fjögurra dyra og fimm gíra beinskiptingu, kostar 1.290 þús- und án ryðvarnar og skráningu. Nákvæm- lega sambærilega búinn Citroen BX kostar 1.168 þús.,en þýzki Fordinn, Sierra með 1.6 lítra vél og að öllu leyti sambærilegur, er á l.o95 þús. og alveg sambærilega búinn Peugeot 405. er á 1.018 þús. kr. Ekki lítur það vel út fyrir Vectruna og ekki lítur það beinlínis vel út heldur, þegar skoðað er, hvað fæst fyrir 1300 þúsund. Þar eru m.a. bílar eins og Galant frá Mitsubishi og Honda Accord, sem bæði eru stærri og íburðar- meiri. Þessi samanburður virðist samt ekki hafa háð Opel Vectra í löndum Vestur- Evrópu, þar sem sala á honum hefur geng- ið afar vel og má vera að fyrrnefnd verðhlut- föll séu eitthvað öðruvísi þar. En eins og Opel Vectra - Tölvur og vindgöng hafa átt sinn þátt í að móta útlitið og það hefur tekizt vel, nema hvað framendann skortir ákveðnari einkenni. Ljósm. Lesbók/Árni Sæberg. málin standa hér, verður ekki betur séð en vinir okkar í SÍS verði að fara og tala við Opel sjálfan og fá leiðréttingu. Opel Vectra er að flestu leyti vel teiknað- ur og nútímalegur miðlungs fjölskyldubíll. Fyrir utan ódýrustu gerðina, sem hér er völ um og ég reynsluók, fæst hann einnig með samskonar vél og sömu útfærslu, nema hvað hann er 5 dyra og kostar þá 1.345 þús. Einnig er fáanleg aflmeiri gerð með tveggja h'tra, 115 hestafla vél og sjálfskipt- ingu. Þá kostar Vectra 1.595 þúsund. í kynningu er lögð áherzla á, að. útlitið á Vectra sé að öllu leyti skapað af tölvu, sem eru auðvitað staðlausir stafir þar sem tölvur gera ekki annað en það sem fyrir þær er lagt. I stórum dráttum er óhætt að segja, að fengist hafi listrænt og fallegt útlit; einkum þykir mér það ganga fallega upp, þégar horft er á bílinn frá öðru hvoru afturhorninu. Hinsvegar skortir nokkuð „andlit" eins og stundum er sagt. Á fram- endanum eru fremur veik karaktereinkenni og þau sýna engum langar leiðir, að hér sé Opel á ferðinni. Hliðarlínan kemur fallega upp aftast og þar mjókkar bfllinn lítið eitt. En það er gamla sagan, að fagurfræðilegir ávinningar straumlínunnar hafa smá ókostí för með sér, svo sem að farangursrými í skottinu minnkar við þetta og þegar þaklín- an er dregin svo mjúklega aftur, vill verða lágt undir loft í aftursætinu og svo er það hér. Notagildi skottsins er aftur á móti aukið með því að skottlokið opnast frá stuð- ara og eins er hægt að leggja niður aftursæt- isbökin og fá samfellt hleðslurými. - Við formun mælaborðsins hefur notagild- issjónarmiðið verið haft í fyrirrúmi; þar er allt sem þarf nema snúningshraðamælir. Hann er þó í dýrari gerðinni. Sú mýkt sem einkennir ytra útlitið er fagurlega endurtek- in í stýri og mælaborði og einnig í sætun- um, sem eru kannski í minna lagi, en eru mjög vel formuð og veita góðan stuðning. Þetta er þýzkur fúnksjónalismi, eða nota- gildisstefna, án þess þó að verða spartönsk eða of fábrotin. Hinu er ekki að neita, að í jafn dýrum bílum, sem áður eru nefndir hér, tekst Japönum að útfæra þetta á íburð- armeiri hátt. Stjórntækin öll í Vectra vinna afar eðli- lega; maður situr vel undir stýri og bíllinn er ágætlega rásfastur, jafnvel í sterkum hliðarvindi. Gírskiptingin er óaðfinnanleg og mun betri en gírskiptingar í framdrifnum Evrópubílum hafa oft verið, þar sem of mikill lausagangur hefur verið á gírstöng- inni og leiðinlegt blikkdósarhljóð þegar skipt er. Ekkert af því angrar mann í Vectra. Fljótt á litið mætti halda að 1,6 lítra, 82 hestafla vél væri full máttlítil í bíl sem veg- ur rúmlega tonn. En svo er ekki. Það er engin ástæða til að kvarta yfir máttleysi. Þótt viðbragðið frá kyrrstöðu í 100 km hraða taki 13,5 sek., sem er vitaskuld ekkert sérs- takt, segir það ekki söguna nema hálfa. Vectra er mjög skynsamlega gíraður og hefur ágætt viðbragð, til dæmis uppí 40-60 km hraða, sem er raunverulega það sem á A Opel Vectra eru engin hvöss horn. Afturendinn er mjög vel formaður. reynir í bæjarumferð. Vegna hálku á öllum vegum utan við malbikið á höfuðborgar- svæðinu, gat ég ekki reynt Vectruna á malarvegi og get því ekki sagt neitt um fjöðrun við þær aðstæður. En í akstri eru eiginleikarnir þannig, að þeir hvetja fremur til hraðaksturs, ef mann hafa á annað borð gaman af því að aka góðum bíl greitt. Það sýnir að mikið vélarafl eitt út af fyrir sig ræður ekki úrslitum um slíkt. Samkvæmt uplýsingum verksmiðjunnar er bensíneyðsla svo lítil fyrir bíl sem vegur tonn, að það nálgast að vera ótrúlegt: 8,5 á hundraðið í borgarumferð, og 5 lítar mið- að við stöðugan akstur á 90 km hraða. v Yfirleitt ber að taka eyðslutölum frá verk- smiðju með varúð; þær sýna hverju hægt er að ná við mjög hagstæð skilyrði, en venju- legir dauðlegir menn virðast ekki fara svo varlega með bensínfótinn. En fylli maður tankinn og fari eins mjúklega að bensíngjöf- inni og framast má verða, ætti eftir þessu að vera hægt að komast 1200 km á tankn- um, sem svarar til þess að maður æki úr Reykjavík norður i Mývatnssveit og til baka aftur. Líklega hugsa erlendir kaupendur meira um vitrænar lausnir en við íslending- ar og þessi lofsverði orkusparnaður gæti átt dijúgan þátt í velgengni Vectra. Þess má geta að lokum, að væntanleg er á mark- að aldrifsgerð, sem verður samkvæmt venj- unni talsvert dýrari. Gisli Sigurðsson OPEL VECTRA - nokkrar tölulegar staðreyndir: Lengd: 4.43m Breidd: 1.70m Hæð: 1.40m. Beygjuradíus: 10,15m. Vél: 4ra strokka, 1,6 I., 82 hestöfl. Hámarkshraði: 178 km á klst. Viðbragð 0-100 km: 13,5 sek. Farangursrými: 530 1. Vindstuðuli: 0,30 Verð: 1.290 þús.- 1.595 þús. Umboð: Bílvangur. 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.