Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1990, Qupperneq 4
A Grímsstöðum á Fjöllum. Þar var tekið bensín og staldrað við um hríð.
Komið í Fellahrepp í björtu og fögru veðri.
iín 'wrtt HfHfi
A vélsleðjim
yfir hálendi Islands
Fyrri hluti
Eins og flestir muna var
óvenju mikið fannfergi
víðast hvar á landinu
síðastliðinn vetur. Það
aftraði þó ekki hópi
manna að takast á
hendur ævintýralega ferð
á vélsleðum í
marzmánuði.
Eftir ÓLAF
SIGURGEIRSSON
Það var í svartasta
skammdeginu síðasta
vetur, sem formanninum
datt í hug að skipuleggja
langa hringférð um há-
lendi íslands á vélsleða,
ásamt völdum hópi
manna. Fara átti sömu
leið og hann fór nokkrum árum áður.
Eins og menn gleyma vondum timbur-
mönnum, þá hafði formanninum tekist að
gleyma óþægindunum af síðustu ferð, sem
fólust í dvöl í sköflum í vondum veðrum,
lóransiglingum og veðurteppu í afskekktum
fjallaskálum. Hálendið heillaði, framtíðin
var óskaplega björt.
Upp úr áramótum var farið að hóa saman
ferðafélögunum og varð „Breikkarinn"
fyrstur fyrir valinu, okkar reyndasti sleða-
maður og forystusauður í verstu veðrum.
Hann hafði önnur áform og svo var um
„Grautinn“ og „Snyrtimennið", sem reynast
ávallt vel, þegar í harðbakka slær. Var af
þeim mikil eftirsjá. Þá var tekinn í hópinn
sögumaður þessarar greinar og síðan Vals-
son hjónin, en við hin síðastnefndu styðjum
formanninn ávallt í allri vitleysu. Til að
treysta hópinn enn frekar var hóað í Svein
hreppaforingja á Hrafnkelsstöðum og
„Predikarann" í Keflavík. Sveinn manna
kunnugastur á ákveðnum landsvæðum og
„Predikarinn" manna vitrastur í lóranfræð-
um, enda fengið þetta viðurnefni af að lesa
yfir mönnum á lórannámskeiðum LIV. Allir
voru ferðafélagarnir með besta útbúnað,
lóran C, farsíma, talstöðvar, áttavita, landa-
kort og tjöld.
Lagt var upp árla dags 1. mars frá Rauða-
vatni fyrir ofan Reykjavík. Voru þar allir
mættir, nema Sveinn, sem fór með sínum
mönnum upp úr Hreppum og ætlaði að hitta
hópinn á Sprengisandi eða Mývatni. Með í
fyrsta áfangann til Mývatns fór stór hópur,
en um helgina átti að fara fram hið árlega
Mývatnsmót vélsleðamanna. Það urðu því
rúmlega 20 manns, sem lögðu upp í hala-
rófu.
Veður var hið besta, frost sól og logn.
Fyrsta stopp var við þjónustumiðstöðina á
Þingvöllum. Var þar drukkið kaffi og að
því búnu farið áleiðis Uxahryggjaleið, gegn-
um skarðið við Lágafell og þaðan yfír hraun-
ið í átt að Skjaldbreið og numið staðar við
leitarmannaskálann Skjaldborg. Þar var
hópnum safnað saman og hugað að lóran-
tækjum og áttavitum.
Nú var farið að draga fyrir sólu og Lang-
jökull dökkur. Hætt var því við að fara jökul-
inn og varð næsti áfangastaður skáli Ferða-
félags Islands undir Hlöðufelli. Færið var
nú hart og óslétt og fóru sleðar misjafnlega
hratt yfir. Miklar tafir urðu af svo stórum
hóp.
Svipað færi og skyggni var yfir hraunið
austan við Hlöðufell, niður Mosaskarð og
að skála Ferðafélags íslands við Hagavatn,
þar sem menn neyttu hádegisverðar. Hringt
var til Hveravalla og gefin upp ferðaáætlun.
Upp með Jarlhettunum var skyggni
þokkalegt, en þegar kom upp fyrir þær á
þeim slóðum, sem jökullinn fellur saman við
snjóbreiðurnar á Skálpanesinu þá runnu
saman í eitt himinn og jörð og skyggni
varð afar erfitt. Spölinn niður að H,vítárbrú
framhjá Geldingafelli varð því að keyra eft-
ir lóran C og áttavitum. Á tímabili ólmuð-
ust kompásarnir hring eftir hring, eins og
þeir hefðu misst niður segulstefnuna.
Við Hvítárbrú var tankað í- sæmilegu
skyggni, sem fljótlega spilltist norður Kjöl
vegna talsverðrar snjókomu. Fremsti sleðinn
tók stefnu á lóranpunkt norðan Fremri
Skúta, sem leiddi til þess, að leiðin varð
mjög varasöm og þurfti að fara yfir Jökul-
fallið, þar sem voru hengjur og hamrabelti.
Allir komust þó klakklauSt þennan áfanga,
en sumir drógust þó óþarflega mikið aftur-
úr. Talning og Iiðskönnun sýndi, að enginn
hafði orðið eftir.
Hópurinn saman kominn á ÞingvöIIum við upphaf ferðarinnar.
Næsti áfangi var skiltið við Innri Skúta
og var veður ekki vont, þó ekki væri gott
skyggni og treysta þyrfti að mestu á tækin.
Degi var mjög tekið að halla og stutt í
myrkur. Voru menn ekki á einu máli um,
hvaða leið væri best í lokaáfangann, Hvera-
velli. Formaðurinn fór svo við fimmta mann
beina leið yfir Svartá, meðfram vörðunum
á gamla Kjalvegi, þar sem Reynisstaðabræð-
ur urðu úti um árið. Þá meðfram Strýtunum
í Kjalhrauni og beina Ieið að Hveravöllum,
húsi veðurathugunarstöðvarinnar. Fimmtán
mínútum síðar sáust ljósin frá meginhópnum
og brátt voru allir komnir heilir í höfn.
Klukkan var þá um sjöleytið um kvöldið,
en lagt var upp um níuleytið um morgun-
inn. A það má minnast, að þessi leið, að
vísu frá Þingvöllum, hefur verið farin á 2
tímum o g 30 mínútum og voru þá 3 í hóp.
Á Hveravöllum er bensíntankur og fengu
allir fylli sína af bensíni svo allt yrði tilbúið
næsta morgun. Kristinn Pálsson og Kristín
Þorfinnsdóttir tóku vel á móti öllum, en
vinum sínum í hópnum buðu þau upp á
kraftmikla kjötsúpu. Fólkið kom sér nú fyr-
ir í skálum Ferðafélags íslands og sumir
fóru í hressandi bað í Guðlaugu, heita pottin-
um við hverina. Aðrir lagfærðu sleða sína
og aftaníþotur og var Kristinn Pálsson á
þönum við að hjálpa þeim með rafsuðu og
annað. Síðla kvölds var skoðuð myndbands-
4