Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1990, Side 8
sj/na þau tvímiélalaust slýrK'Eáns Tlíessu
samhengi.
Eftir síðustu heimsstyrjöld varð abstrakt-
listin alls ráðandi í hinum vestræna list-
heimi. Talað var um geometríska abstraktion
og formleysismálverk, sem greindist eftir
menningarsvæðum í PArt Informel og Tae-
hisma í Frakklandi, Abstrakt expressionisma
í Bandaríkjunum og Cobra í Norður Evrópu.
Þeir listamenn sem aðhylltust formleysismál-
verkið höfnuðu hlutveruleikanum sem mynd-
efni og byggingarfræði geometríunnar. Þess
í stað lögðu þeir áherslu á formlausa tjáningu
sem nefnd hefur verið „tilvistarlegur verknað-
ur“.
Þó svo að formleysismálverkið sé nú á
tímum stíl- og fagurfræðilega skráður hluti
af vestrænni listmenningu, lögðu frumkvöðl-
amir sig fram við að storka ríkjandi listhug-
myndum og skapa verk sem stæðu utan við
hefðbundnar skilgreiningar á list. Þeir álitu
að vestræn listmenning væri komin í blind-
götu, og að eina leiðin til nýsköpunar væri
að komast undan sögunni. Þeir vildu m.a.
meina að þegar listamenn ynnu með fígúrur
og form, þá tæki menningin ávallt fram fyrir
hendumar á viðkomandi. Þess vegna varð
það lykilatriði fyrir þessa listamenn að kom-
ast handan við menninguna að hinu uppruna-
lega í hverjum manni. En leitin að form-
lausri tjáningu átti þrátt fyrir allt sínar for-
sendur og leiðarvísa. Myndverk svonefndra
framstæðra þjóða og list barna höfðu sín
áhrif svo og fræðilegt inntak súrrealismans
pg kenningar Freud um undirmeðvitundina.
í gegnum þessar hugmyndir lá leiðin út úr
menningunni að því myndmáli sem einkennd-
ist af sjálfsprottinni skrift. Megininntak form-
leysismálverksins varð því hinn innri veraleiki
listamannsins og rými og tími athafnarinnar
þegar verkið var málað. Listamennimir gerðu
því allt til að rækta ímyndunaraflið, sem þeir
álitu í raun vera hið eina sanna afl sem gæti
frelsað tilvist listamannsins frá stöðluðu kerfí
vestrænnar listmenningar.
En sveiflan í málverki formleysismálaranna
var þó með ólíkum hætti, mismunandi laus-
beisluð og taumlaus. í Norður-Evrópu var
ákafínn vafalítið hvað mestur líkt og sjá má
ef við beram saman málverkin á sýningunni
á Kjarvalsstöðum. Cobra, sem varð formlegur
félagsskapur í París 8. nóvember 1948, sam-
an stóð af framsæknum listamönnum frá
Danmörku: Jorn, Belgíu: Dotrement, sem
fann uppá nafninu Cobra og Noiret, Hol-
landi: Appel, Constant og Comeille. En Pi-
erre Alechinsky slóst í hópinn ári seinna. Það
sem tengdi saman alla þessa listamenn í upp-
hafí var að þeir vora allir meira eða minna
hallir undir súrrealismann, sem vildi setja
spumingarmerki við alla rökhyggju og boðuðu
frelsun ímyndunaraflsins og hrópuðu á ljóð-
rænt hugarflug. Cobra-mennimir vora enn-
fremur róttækari en flestir aðrir. Þeir úthróp-
uðu borgaralega menningu, sem þeir sögðu
vera úrkynjaða og úr sér gengna. Völdu þeir
fremur tilvísanir í alþýðulist og bamalist sem
átti að vera minna menguð af hinni borgara-
legu menningu. í raun stóð slagurinn fyrst
og fremst um það að komast undan menning-
unni sem þeir átti að tæki fram fyrir hendur
listamannsins. Þeir vildu komast að því nátt-
úralega í hveijum manni — sjálfri lífs-
orkunni. Og þetta sjáum við í verkum Jom,
Appel og Alechinsky, sem era unnin beint
og hispurslaust. Þau era vísvitandi niðurbrot
á hefðbundnum gildum í myndlist. Akademísk
teikning er horfín, öll hlutföll brengluð og
efnismeðferð og áferð virðist aðeins lúta til-
fínningu listamannsins. Aftur á móti sjáum
við að Frakkamir og ítalimir og Spánveijam-
ir ganga ekki eins langt í því að umtuma
hefðbundnu myndmáli. Bissiere byggir mynd-
ir sínar á lóðréttum og láréttum kröftum,
hlutföllum sem hafa sterka vísun í hlutvera-
leikann. Þá er þvi ekki að neita að hinar latn-
esku þjóðir era mun fágaðri í allri útfærslu.
Sveiflan hjá Messagier er úthugsuð eða jafn-
vel sviðsett samanborið við lætin og ærsla-
ganginn hjá Appel. Marie Helene Vieira da
Silva, sem nýtur mikillar virðingar í þessari
myndgerð, virðist taka mið af náttúralegum
fyrirbæram við byggingu sinna verka. Og þar
eram við komin að þeim meginmun sem ligg-
ur í formleysismálverki Cobra og annarra
Evrópumanna. Á meðan að Cobra er óheft,
og leggur sig fram við að finna tilvísanir sem
liggja utan við ríkjandi menningu og að frelsa
eðlishvötina og sjálfa lífsorkuna þá virðist sem
Frakkamir og Italirnir hafí átt erfitt með að
slíta sig lausa frá hefðinni. I verkum eftir
Bissiere, Poliakoff og Landskoy má greinilega
merkja skýr tengsl við fagurfræði post-kúb-
ismans. í staðinn fyrir beina tjáningu virðist
ávallt vera um að ræða vitsmunalega úr-
vinnslu sem um leið dregur úr tjáningarkraft-
inum.
Formleysismálverkið hefur nú verið tekið
inn í vestræna listmenningu, sem ein af ótal
liststefnum sem fram hafa komið á þessari
öld. Það lifír sínu sjálfstæða lífí innan sögunn-
ar, samtímis sem það hefur breytt fagurfræði-
legri sýn manna og bætt enn einni vídd inn
í hugtakið list.
t
íí
Heilagur Mikjáll,
hunang og sítrónur
Miðvikudagsmorguninn var ómfagur við norð-
anvert Miðjarðarhafið. Sólin skein í heiði,
nær því í hvirfilstað, og hægur andvarinn
barst yfir svarblátt innhafið sunnan frá Sa-
hara og iðjagrænu vinjunum þar. Á för sinni
„Það á að ala upp næmi
í fólki, þó að það teygi
mikið á geðinu og geri
fólk viðkvæmt. Það er
skapandi að skynja og
hrífast.“
(Þórunn Valdimarsdóttir í viðtali við Mannlíf
í júní 1989.)
En ég er nú í litla rauða
bílaleigubílnum á leið
meðfram
Miðj arðarhafsströndinni
með grændoppóttar
hlíðar fjallanna á hægri
hönd og arabastúlkurnar
á þá vinstri. Sjávarmegin
líða hjá mörg ný og falleg,
gul og snyrtileg hús með
lokuð augu; sólinni ekki
hleypt inn. Hér hefði
Bakkabræðrum liðið illa.
En allt er hér hreinlegt.
Eftir BJÖRN FINSEN
þaðan og upp á níundu hæð bé í Los Gem-
elos á Benidorm Spánar náði blærinn að
kyssa léttilega á kinnar tveggja araba-
stúlkna sem höfðu gengið léttstígar vestur
fýrir tjald föður síns og látið andlitsslæðurn-
ar falla eitt augnablik til að geta strokið
framan úr sér rykgrámann sem stalst þang-
að er bræður þeirra þrír, Karúk, Abdúl og
Inrak, þeystu úr hlaði á stríðöldum gæðing-
um sínum til fundar við kaupmann einn frá
Samaresh sem gera átti stuttan stans í
næstu vin. Já, mikið held ég að bóndinn í
Haukadal vestur, þar sem ég var þijú sum-
ur í sveit forðum, hefði hrifist af þessum
íðilfögru skepnum hefði hann mátt vera þar
er bræðumir hurfu í jóreyk yfir næstu sand-
öldu. — Ekki var það nú amalegt að njóta
þessarar sömu golu nýrisinn úr rekkju á
giftingarhringnum einum fata þarna í morg-
unsárið uppi á svölunum með kólumbískt
kaffi, íslenskan smjörva, franska krosssnúða
og spánskt hunang á borðum — og einkum
þar sem fyrir höndum var ferð í litlum rauð-
um bílaleigubíl um ókunna stigu frá Beni-
dorm til fjalla og til Benidorm aftur. Og svo
var alltaf svalur Heilagur Mikjáll í ísskápn-
um.
Er röðulsgeislarnir vora farnir að verma
línur baðfatasprandanna í garðinum fyrir
neðan var haldið af stað. Fyrsti hluti leiðar-
innar suður og vestur með strönd Spánar,
um 40 kílómetra í áttina til Alicante, var
að vísu ekki með öllu ókunnur því að sunnu-
daginrfþar á undan hafði Skagastrákurinn,
yðar einlægur, farið hér um í áætlunarbíl
innanum skeggjaða karla og steinkaðar
konur. Sá bíll var sprautaður sama lit og
rútur Ólafs Ketilssonar, bifreiðajöfurs frá
Laugarvatni. Þessari rútu var hinsvegar
ekið svo hratt að hvorki fóru bílar né dýr
frammúr og hvergi var stoppað til að pissa.
Mest varð þó sú ferð eftirminnileg fyrir þær
sakir að í Alicante sáu viðstaddir á tveimur
klukkustundum sex dökk, reist og falleg
naut hrædd, meidd og hoggin til bana —
og við lifðum það af. Það er misjafnt hvað
mönnum hugnast.
En ég er nú í litla rauða bílaleigubílnum
á leið meðfram Miðjarðarhafsströndinni með
grændoppóttar hlíðar fjallanna á hægri hönd
og arabastúlkurnar á þá vinstri. Sjávarmeg-
in líða hjá mörg ný og falleg, gul og snyrti-
leg hús með lokuð augu; sólinni ekki hleypt
inn. Hér hefði Bakkabræðrum liðið illa. En
allt er hér hreinlegt.
Á einum stað á hægri hönd, litlu vestar
og rétt við veginn, ek ég fram á ótótlegan
kráarræfil sem greinilega má muna fifil sinn
fegri — eða hvað þau nú heita blómin hérna
við vegarbrúnina. Þegar ég stíg út úr bílnum
umlykst ég hitakófí en geng þó ótrauður
og fyrir forvitni sakir upp fyrir krána og
sé þess þá greinilega merki að þama hafa
einhverskonar átök átt sér stað. — Eitt
horn hússins er maskað eftir skot úr stórri
byssu og hranin er mestöll efri hliðin. Það
sem eftir stendur er þakið skotsáram, hve-
nær svo sem þau hlutust — undir lok borg-
arastyijaldarinnar 1939 eða þá þegar strák-
ar úr næsta þorpi stálust til að kaupa sér
byssu ólöglega og í óþökk foreldranna hér
um árið og æfðu sig á mannlausu og hálf-
föllnu húsinu eftir að kráareigandinn dó úr
lungnaberklum og konan hans veslaðist upp
úr sorg sex mánuðum síðar í niðurníddri
kránni. Arfi, netlur og nokkrar blómaplönt-
ur vaxa hér núna og tvær heiðgrænar eðlur
auk þriggja litprúðra fiðrilda eiga sér starfs-
dag sinn í gróðrinum þessum. Ef til vill var
Angelo einn fyrmefndu piltanna. Hann bjó
með svartklæddri, einstæðri móður sinni.
Faðir hans, Juan, hafði orðið fyrir hvítum
Seat Marbella á 120 km ferð þarna eftir
aðalvéginum á austurleið og látist sam-
stundis. Juan var þá á leið að heimsækja
frænku sína hinum megin vegarins en hún
hafði í þijár vikur haft tak fyrir bijósti eft-
ir að bogra of lengi í garðshorninu þar sem
hún ræktaði grænmeti sitt. Þetta var árið
1986, sama ár og heimsmeistaramótið í
knattspyrnu var haldið í Mexíkó og kvöldið
áður en Argentínumenn urðu heimsmeistar-
ar. Það ár voru líka liðin þijátíu ár frá því
að þrír strákar á Akranesi, þá á milli tektar
og tvítugs, eignuðust rennilega byssu ólög-
lega, tuttugu og tveggja kalíbera og níu
skota úr landi Dubceks, hinn lögulegasta
grip. Löggan tók riffilinn af piltungunum
vegna ógætilegrar meðferðar þeirra á gripn-
um, enda var þá engin niðumídd bjórkrá
komin á Skaga til að æfa sig við, en Ang-
elo og vinir hans eiga byssuna sína ennþá.
Og nú liggur leiðin í sjálfstæðisátt. Veg-
urinn liðast um þurrt en vel ræktað áveitu-
land á báðar hliðar og smám saman upp
stöllótta hjalla. Villtur gróðurinn er farinn
að láta dálítið á sjá hérna niður frá þótt
sítrónu- og ólívutrén, appelsínu- og möndlu-
trén og önnur slík plumi sig vel í sólarsvækj-
unni enda áveitukerfið gamla enn í full-
komnu lagi. Eitt ólívutréð er líklega að bera
ávöxt í fyrsta sinn þetta árið og það er
dálítið undarlegt til þess að hugsa að fyrstu
rótarangar þessa trés vora að festa sig í
jarðveginum um það leyti sem E1 Caudillo,
Fransisco Franco, var að komast til valda
á Spáni og yðar einlægur ekki enn farinn
að sparka bolta á Niður-Skaganum. Já,
sumt „kemst þótt seint fari“ eins og hann
Njáil sagði á Bergþórshvoli.