Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1990, Page 10
bIIEHLr
Peugeot 405 með
aldrifl er áhuga-
verður kostur
Peugeot 405 með aldrifi er nú kom-
inn á íslenskan markað og verður
hann skoðaður hér á síðunni í dag.
Hér er um að ræða sama bíl og
hinn venjulega 405 nema hvað nú spymir
hann á öllum hjólum — alltaf. Auk þess
má grípa til driflæsingar. Bíllinn hefur öll
hin góðu einkenni Peugeot: mýkt, snerpu,
hann er hljóðlátur og gott að umgangast
hann. Aldrifið er viðbót við aðra kosti en
hins vegar má segja að hann standi höllum
fæti hvað verðið snertir. Hingað kominn og
á götuna kostar hann liðlega 1.600 þúsund
krónur. En lítum nánar á gripinn.
Sem fyrr segir er Peugeot 405 með
sítengdu aldrifinu nánast sami bíllinn og
bróðir hans 405 hvað útlit og innri gerð
snertir. Peugeot hefur slegið í gegn í nokkr-
um löndum Evrópu með 205- og 309-gerð-
unum sem kosnir hafa verið bílar ársins og
405 var kosinn bíll ársins í Evrópu árið
1988. Það er því engin furða þó verksmiðj-
umar haldi áfram að þróa þessa gerð og
bæti nú við aldrifi.
Rúmgóður
Að innan er bíllinn rúmgóður og þægileg-
ur. Útsýni er gott og gildir það ekki síður
um aftursætin. Ökumaður getur komið sér
vel og þægilega fyrir undir stýri og stillt
útispegla, stýri og hagrætt sæti eins og
honum best hentar. Of þröngt er þó niður
með hurðinni að ná til stillingar á sætisbaki
og fínnst manni slíkt óþarfí galli í bíl sem
er að flestu öðru leyti þægilegt að umgang-
ast.
Mælaborðið er skýrt og gott. Stórir og
greinilegir mælar gefa allar nauðsynlegustu
upplýsingar og armar við stýrið með ljósum,
stefnuljósum og þurrkum nást auðveldlega
þótt hendurnar hvíli á stýrinu. Bensíntankur
tekur 70 lítra og það er alltaf kostur þegar
mælirinn sýnir lítrana, þ.e. 35 1 þegar hann
er hálfur, 15 eða 55 1 o.s.frv. Það auðveldar
ökumanni að fylgjast með eyðslunni, sér-
staklega ef hann er ekki vanur bflnum.
Miðstöðin hitar bílinn fljótt og vel og raf-
magn í framsætum getur einnig yljað mönn-
um botninn, kjósi þeir það.
Peugeot 405 vegur liðlega tonn og er
burðargetan hálft tonn til viðbótar. Vélin
er 1905 rúmsentimetrar, 110 hestöfl og
bfllinn er búinn 5 gíra beinskiptingu. Að
framan er sjálfstæð gormafjöðrun, Mac
Pherson, en að aftan snúningsfjörðun með
jafnvægisstöng. Þessi sjálfstæða fjöðrun á
öllum hjólum gefur bflnum mjög skemmti-
lega fjöðrun og rásfestu á vegi. Hemlar eru
með hjálparafli. Diskar að framan og skálar
að aftan. Þá er bíllinn búinn vökvastýri.
Farangursrýmið tekur 470 lítra og virðist
hið mesta gímald. Auðveldlega var hægt
að renna þar niður fjórum sumarhjólbörðum
og þægilegt að ganga um skottið. Hægt er
að leggja niður spjald í baki aftursætis og
renna í skottið löngum hlutum ef þarf.
Snöggur
Segja má að eitt það skemmtilegasta við
Peugeot sé sjálfur aksturinn. Þar leggst
allt á eitt við að gera hann skemmtilegan.
Fyrst ber að nefna viðbragðið, snerpuna eða
vinnsluna. Að vísu var aldrei ekið með nein-
um þunga eða fjölda farþega en þegar öku-
maður er einn eða með einn eða tvo farþega
sýnir Peugeot 405 með aldrifí af sér mikla
snerpu. Gildir það um viðbragðið úr kyrr-
stöðu og ekki síður um svar bflsins við
skyndilegri hröðun, t.d. vegna framúrakst-
urs. í þriðja og fjórða gír er hann næsta
fljótur að bæta við sig og er það mikill
kostur að geta treyst því að fá skjót við-
brögð án þess að þurfa að skipta alltof
mikið niður.
Bfllinn er hljóðlátur og ásamt mjúkri
Peugeot 405 hefur ávalar línur og er allur hinn rennilegasti.
Verð
Verðið á Peugeot 405 með aldrifí er kr.
1.599.200. Við það bætist kr. 18.100 fyrir
ryðvörn og um 10 þúsund krónur fyrir
skráningu. Kominn á götuna kostar þessi
bfll því vel yfir 1.600 þúsund krónur. Þar
með er hann kominn talsvert yfir aðra al-
drifsfólksbíla sem menn hljóta að nota í
samanburði, bæði japanska og evrópska.
Peugeot-aðdáendur fá hins vegar pening-
anna virði í þessum bfl, þeir fá sinn Peuge-
ot eins og menn þekkja hann af góðri reynslu
og aldrifíð að aukir Venjulegur Peugeot 405
með sömu vélarstærð kostar frá um 1.280
þúsund krónur kominn á götuna og tæplega
1.400 þúsund sé hann tekinn með sjálfskipt-
ingu. Spumingin er því alltaf hin saman í
lokin: Hversu mikið fjármagn vilja menn
leggja í bílakaup? Sé það hins vegar ekki
spurning þá er kannski heldur engin spurn-
ing um að velja 405 með aldrifi.
JT.
Hurðir opnast vel
og útsýni úr bílnum
er gott.
fjöðrun og næmu stýri er hann skemmtileg-
ur að höndla úti á vegi. Reyndar var ekki
ekið nema í nágrenni höfuðborgarinnar en
óhætt er að fullyrða að þetta er hentugur
ferðabíll sem þreytir ekki farþega sína,
hvorki með vegahljóði eða vélarhávaða.
Hámarkshraðinn er uppgefínn 180 km
og hröðunin úr kyrrstöðu í 100 km tekur
11,6 sekúndur. Eða eins og umboðið, Jöfur,
segir í bæklingi sínum: Ef hröðunin úr
0—100 tekur lengri tíma en 11,6 sekúndur
þá ertu ekki á 405!
Volvo bilaði lítið.
Saab 9000 Turbo.
Minnstar bilanir
hjá Volvo
Oftlega fara fram ýmsar athuganir á
gæðum og endingu bíla og eru þær jafh-
an mikið umhugsunarefni. Viðgerðir og
varahlutir kosta sitt og þess vegna er
það ekki undarlegt að menn viiji vita
hvar þeir standa þegar velja skal bíl.
Sænskt tryggingafyrirtæki athugaði á
síðasta ári 18 tegundir bíla með tilliti til
bilana og ferða á verkstæði og skyldi
engan undra að hjá Svíum kom Volvo
mjög vel út.
Eruopcar valdi Saab 9000
Saab seldi fyrir nokkru 750 bíla á einu
bretti til eins kaupanda. Var það bílaleig-
an Europcar sem keypti bíla fyrir stöðv-
ar sínar í Bretlandi, Frakklandi, Italíu,
Hollandi, Belgíu, Sviss, Spáni og Portúg-
al. Helmingur bilanna er Saab 9000 með
2ja og 2,3 lítra vél og helmingur Saab
9000 Turbo.
Byrjað var að afhenda fyrstu bílana nú
eftir áramótin og segja talsmenn Europcar
að Saab hafí orðið fyrir valinu vegna þess
að þeir teldu bílinn stóran, rúmgóðan og
öruggan. Talsmenn Saab segja langan að-
draganda hafa verið að þessari miklu sölu.
Sumarið 1988 lánaði verksmiðjan bílaleig-
unni tvo bíla og í framhaldi af reynslu sem
þá fékkst hófust samningar. Venjulegur
bílaleigubíll hjá Europcar er notaður í 6
mánuði og er honum ekið um 25 þúsund
km. Eftir það er hann seldur. Munu mögu-
leikar á góðri endursölu ekki síst hafa ráðið
nokkru um val bflaleigunnar.
Athugaðir voru þijú þúsund bílar af ár-
gerðunum 1982 til 1987. Gerðirnar voru
þessar: Alfa Romeo, Citroen, Mitsubishi,
Opel, Peugeot, Saab, BMW, Fiat, Ford,
Mercedes Benz, Audi, Honda, Mazda, Nissa,
VW, Toyota og Volvo. í ljós kom að oftast
var um að ræða bilun í vél eða í 70% tilvika.
í 19% tilfella var um bilun í gírkassa að
ræða og í bilanir í rafkerfi urðu í 5% til-
vika. Bilanatíðnin var mest hjá Alfa Romeo
eða 11% og minnst hjá Volvo eða tæplega
1%. Röð bílanna var eins og hún er talin
upp að framan. jx.
10