Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1990, Síða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1990, Síða 12
t mn-A Tqr/ fu</ # # FERÐALOG Úrval-Útsýn gerir samn- ing við rússnesku Intourist Eitt af hlutverkum ferðaskrifstofanna er að gera góða samninga við erlendar ferðaskrifstofur til að geta boðið upp á hagstætt verð. Ferðaskrifstofan Urval-Utsýn var að ganga frá samningum við rússnesku ríkisferðaskrifstofúna Intourist. I þessu tilefni kom Felix A. Dessiatnokov, forstjóri fyrir einstaklingsferðum hjá Intourist, til landsins. Knútur Óskarsson, fram- kvæmdastjóri fyrir Úrval-Útsýn, var spurður hvort Rússiandsferð- um myndi fiölga á næstunni. Knút- ur sagði að samningamir yrðu vissulega til að auka möguleika á Rússlandsferðum. Náðst hefðu hagkvæmir samningar og nú yrði lögð áhersla á að sinna hópum með sérkröfur, ferðamönnum í við- skiptaerindum og þeim sem vilja ferðast á eigin vegum. „Við verðum að sinna listaáhuga landans,“ sagði Knútur. „Við meg- um búast við auknum áhuga á menningu Rússlands, eftir að landið fer að opnast. Leiklistar- ferðir til Moskvu og Leningrad gætu orðið vinsælar. Moskva er ekki svo fjarlæg, um tveggja tíma flug frá Kaupmannahöfn. Og ferðamenn eru ekki einir í heimin- um í Moskvu, þó að þeir fari á eigin vegum. Intourist sér um móttöku á flugvelli, skoðunarferðir og aðgöngumiða í leikhús. Við bíðum eftir að hlutimir fari að lag- ast í þjóðfélaginu. Þá förum við á fulla ferð með að bjóða upp á fjöl- breyttari ferðir," sagði Knútur. Á myndinni eru Örn Steinsen, framkvæmdastjóri ferðaskrifstofúnnar Sögu, Felix A. Dessiatnokov, forstjóri fyrir einstaklingsferðum hjá Intourist, Knútur Óskarsson, framkvæmdasljóri fyrir Urval- Útsýn, og Ivan V. Saveljev, hagfræðingur sovéska verslunarráðsins. Kampavín og rósir, kertaljós og arineldur. Vissulega rómantiskt! Ahugaverðir ferðapunktar Bómantískar „kampavíns- helgar“ á meginlandinu Margir áhugaverðir ferðapunkt- ar koma fram í sumarbæklingum ferðaskrifstofanna. Fyrir þá sem vilja leyfa sér eina helgi í lúxus, er „kampavínshelgi" á megin- landinu vissulega athyglisverð. Flogið er til Lúxemborgar og gist þar í eina nótt eða í hinni vin- sælu verslunarborg Trier (íslend- ingar eiga erfitt með að fara yfir landsteinana nema komast í góðar verslanir)! Yfirleitt er farið á fimmtudegi og föstudagur notaður í búðarölt — eða frá laugardegi til þriðjudags og þá er endað í Trier. Bílaleigubíll er inni í verði og gest- ir aka á helgargististað. En „kampavínshelginni“ er eytt í end- urnýjuðum þýskum höllum og köst- ulum, sem eru í friðsælu umhverfi utan borgarmarka. „Kampavínshelgi" er franskt Ærslagangur - í bæklingnm ferðaskrifstofanna NÚ liggja litríkir bæklingar með tilboðsferðum sumars- ins frammi hjá ferðaskrif- stofunum og íslendingar geta farið að skipuleggja sumarfríið. I>að er fróðlegt að reyna að horfa í gegnum auglýsingaskrúðið og gera sér grein fyrir hvað er helst á boðstólum og til hvaða hóps af fólki er aðallega höfðað. Að venju eru sólarlandaferðir efst á baugi. Myndir af ungu fólki og bömum að baða sig í sól og sjó. Mjög skiljanlegt að við hér við heimsskautsbaug, oft þjökuð af erfiðri veðráttu, sækjum í sól- og sjóböð. En hvernig stendur á því, að íslend- ingum er fyrst og fremst boðið upp á „hópmennsku" í ferðalög- um? Hvernig stendur á því, að „umbúðir" í kringum Spánar- ferðir einkennast af ærsla- gangi? Sá sem vill kynna sér Spánarferð í sumum þessara rita, gæti ímyndað sér að Spán- ardvölin væri tryllt „hóp- mennsku-hátíð“! „Æðislegt stuð“ á strönd og í vatna- skemmtigörðum. Fyrirsætur með „æði í augum“ allt á fleygi- ferð í „stórkostlegri skemmtun" yfír fleiri kynningarblaðsíður af Costa del Sol, Mallorca og Be- nidorm. Til hverra er verið að höfða? „Barnafjölskyldna og unga fólksins," segja ferðaskrifstof- urnar. Vilja Islendingar ferðast í hópmennsku? Láta leiða sig í halarófu, með uppákomum á strönd, í vatnaskemmtigörðum og grísaveislur á kvöidin? Vilja þeir láta segja sér hvað þeir eiga að gera, hvert þeir eiga að fara á ákveðnu augnabliki? Vissulega má segja, að þessi ferðamennska sé þægileg. Fólk þarf ekkert að hugsa sjálft. Dagurinn er skipulagður frá morgni til kvölds. Og enginn má gleyma „íslendingabam- um“, þar sem þjónninn afbakar íslenskuna! Sjálfsagt má fá smáskammt af „menningu“ í Spánarferðum, en henni er skip- að mjög lágt. Áður fyrr var sagt um þann, sem hafði farið yfír landsteinana, að hann væri- „sigldur“. í orðunum fólst, að hann hefði öðlast víðsýni yfír hinn hefðbundna sjóndeildar- hring. Er hægt að öðlast víðsýni í þessari tegund af ferða- mennsku? Hinn nýlegi ferðamáti „flug, bíll, sumarhús“ er allra góðra gjalda verður og hefur mótast fyrir fólk, sem er-sjálfstæðara í ferðalögum. Þá gefst kostur á að dvelja á sama stað og hvíla sig, en líka flakka um og skoða „þjóðlega menningu" í Evrópu. Ferðaskrifstofumar bjóða mjög gott úrval af sumarhúsum víða um Evrópu á fallegum stöðum. Úrval af rútuferðum er í boði hjá stærstu ferðaskrifstofunum um marga fallegustu staði Evr- • ópu og nýjar spennandi aksturs- leiðir um Austur-Evrópu. Vel hæfír fararstjórar leiða fólk um sögustaði Evrópu. Góður ferða- máti fyrir eldra fólk og einstakl- inga. Og vissulega gefa lönd eins og Grikkland, ítalia og Kýpur kost á að blanda saman menningarferðum og hvíld í sól. Það sem skortir áberandi í myndavali og texta í þessum ritum er fólk á framandi slóðum að skoða staði, sem gefa lífsfyll- ingu. Hvar sést maður, sem gleymir sér yfír náttúrufegurð, menningarlegum verðmætum, við andlega íhugun á helgum stað? Jörðin okkar geymir ótal staði, sem gefa það mikið, að hver sá sem sækir þá heim, snýr til baka ríkari af andlegum auð og um leið hæfari til að takast á við hversdagsleikann. Af hveiju eru íslenskir ferða- menn ekki hvattir til að öðlast víðsýni í stað hópmennsku? Ábyrgð ferðaskrifstofanna er mikil. Yfirfull Spánarströnd Það verður „æðislegt stuð“! Upplýsingarit frá erlendum ferðaskrifstofum einkennast af beinum upplýsingum um þjóð- lönd, gististaði og afþreyingu. Yfírleitt ekki „auglýsinga-mál- skrúð eða glanspappír" í kring- um hlutina. Neytandinn á auð- velt með að átta sig á hvað er á boðstólum. Það er meira en hægt er að segja um suma íslensku bæklingana. Allt venju- legt fólk vill fá að sjá hvað er í boði, hvað það kostar, hvernig ferðamátinn er, hvort val sé um fleiri en einn áfangastað í sömu ferð o.s.frv. Og væri ekki meira vit í að hafa upplýsingaritin íburðarminni (þegar margir beijast í bökkum — lækka held- ur tilboðsverðið7 fyrirbæri, enda eru Frakkar heims- ins mestu sælkerar og frægir fyrir að kunna að blanda vel saman mat og drykk. Hápunktur helgarinnar er 7 rétta kvöldmáltíð með kampavíni og allir réttir valdir með tilliti til kampavínsbragðsins! Hér er verið að gefa fólki kost á hvíldar- dvöl, þar sem leikið er við það í mat og drykk. Og andrúmsloftið ekki af verri endanum í íburðar- miklum kastala eða hallarhúsa- kynnum og fallegu umhverfi. Tekið skal fram að „kampavínshelgi" er ekki fyrir ungt fólk, sem er að leita að fjörugu næturlífí! Verðið: 42.500 kr. á mann. RATVÍS, Hamraborg 1-3, Kópavogi. Leikhús- miðará hálfVii’ði LONDON býður þá. New York líka. Og núna er Kaup- mannahöfn með í spilinu. Margir leikhúsunnendur þekkja tilboðsverðið frá miða- sölunum í Leicester Square í London og Times Square í New York, en þar geta menn keypt afgangsmiða á hálfvirði á leik- sýningar kvöldsins. Við Nörr- eport brautarstöðina í Kaup- mannahöfn er búið að koma fyrir gömlum, endurnýjuðum blaðaturni, þar sem hægt er að kaupa leikhúsmiða á lækk- uðu verði, sex daga vikunnar (ekki á sunnudögum). Og nú reikna danskir leikhúsforstjór- ar með að fjör færist í leik- húslífið. Fleiri áhorfendur eru hvatning fyrir leikendur, sem njóta þess að leika fyrir fullu húsi. Einkum er reiknað með að ferðamenn nýti sér þetta hagstæða verð og skreppi í leik- hús. Danska útvarpið býður líka miða, en oft eru góðir tón- leikar í danska útvarpshúsinu. * Islensk sýn- ing í London FYRSTA stóra sýningin á 20. aldar íslenskri Iist í Bretlandi nefnist „Landslag í mikilli hæð“. Sýningin er í Concourse Gallery í Barbican Centre frá 27. febrúar til 8. apríl. Yfír 70 verk eru til sýnis eftir 27 listamenn - mál- verk, höggmyndir og myndvefn- aður. Sýningin verður flutt til Brighton (26. apríl til 23. maí) og til Edinborgar (10. júní til 21. júlí). Oddný Sv. Björgvinsdóttir. Airbus til Aeroflot Rússneska flugfélagið Ae- roflot er búið að panta 5 Airbus A310-300S-flugvél- ar. Þetta er í fyrsta skipti sem félagið kaupir vélar frá Vesturlöndum. Áeroflot flyt- ur yfír 130 milljónir farþega árlega og er sfærsta flugfé- lag í heimi. 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.