Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1990, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1990, Blaðsíða 4
Ljósmyndir Yigfúsar Sigurgeirssonar á sýningu í Kaupmannahöfh Vigíús Sigurgeirsson ljós- myndari fæddist alda- mótaárið 1900 og dó 1984. Hann nam Ijós- myndaiðn hjá Hallgrími Einarssyni ljósmyndara á Akureyri og rak eigin ljósmyndastofu þar í bæ frá 1923-1935. Hann fór til frekara náms í ljósmyndun og kvikmyndagerð til Þýzka- lands og dvaldi þar veturna 1935 og 1936. Þá hélt hann ljósmyndasýningu í Hamborg og eru nokkrar þeirra mynda á sýningu sem staðið hefur í Jónshúsi í Kaupmannahöfn. Norrænni samsýningu tók hann og þátt í 1939. Vigfús fluttist til Reykjavíkur 1936 og opnaði ljósmyndastofu, sem hann rak til æviloka. Alla tíð ferðaðist hann mikið um landið og tók þá urmul ljósmynda, sem sýna staðhætti og atvinnulíf -og eru ómetanleg heimild um Island þessara liðnu áratuga. Um 100 ljósmyndir eru á sýningunni og sjást nokkrar þeirra hér. Allar voru þær teknar á árunum 1925-1969. Það er Gunn- ar G. Vigfússon, Ijósmyndari og sonur Vig- fúsar, sem unnið hefur myndirnar og sett sýninguna upp. Að sögn hans er óhemju mikið myndasafn til eftir Vigfús og allar filmur eru varðveittar. Þar á meðal eru myndir frá öllum ferðum forsetanna Sveins Björnssonar og Ásgeirs Ásgeirssonar um landið og einnig kvikmyndir, sem Vigfús tók þá. Vonandi verður þessi merka sýning einn- ig sett upp hér, þótt síðar verði og þá stærri en sú, sem send var utan, þvi af nógu er að taka í filmusafni Vigfúsar Sigur- geirssonar. gs. Vigfás Sigurgeirsson, ljósmyndari. Sýningin er í Jónshúsi í Kaupmannahöfn. Hún var opnuð 2. þ.m. og stendur fram til 29. júní. Tivolíí Vatnsmýrinni íReykjavík 1954. íbaksýn er Vetrargarðurinn, einn vinsælasti skemmtistaður íReykjavík um árabil. Sigluíjörður á síldarárunum. 4 Austurvöllur 1930. Myndin er tekin á Alþingishátíðinni, enda eru allir í sínu fínasta pússi og sá maður fyrirfínnst ekki þama, sem ekki hefur húfíi eða hatt - og sama er um kvenþjóðina. Ölfusárbrúin í september 1944, eftir að burðarvírar brúarinnar öðrum megin slitnuðu undan mjólkurbíl, sem féll í ána. Kannski muna fáir, hvernig Skálholtskirkja leit út áður en hún var endurbyggð. Svona fátækleg var hún, svona var reisn staðarins um miðja öldina. Sigmenn í Drangey 1938. Akureyri séð úr lofti 1930. Búið er að byggja verzlunarhús KEA. Akureyri 1930. Hér eru aldaskil: Nýtt samgöngutæki, flugvél- in, er komin til sögunnar og fólk þyrpist niður í fjöru á Oddeyr- inni til að sjá farkostinn. Amarvatn í Mývatnssveit árið 1930. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 23. JLINÍ 1990 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.