Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1990, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1990, Blaðsíða 7
Litla-Fossvatni í Veiðivötnum. Á veiðidegi Qölskyld- unnar á morgun býður Ferðaþjónusta bænda ókeypis veiði í eftirtöld- um vötnum: Kárastaðir: Þingvallavatn. Kárastaðir standa við veg nr. 36 í 1,6-2 km Qarlægð frá vatninu. Heiðarbær I og Heiðarbær II: Þingvallavatn. Heiðabæirnir standa við veg nr. 350 og eru að jafnáði 2 km að vatninu. Vatnsholt í Staðarsveit: Vatnsholtsvötn. Vatnsholt stendur við veg nr. 54 á sunnanverðu Snæfellsnesi 100 m frá veiði- svæðinu. Brjánslækur á Barðaströnd: Vatnsdalsvatn. Bijánslækur stendur við veg nr. 62 í 10 km fjarlægð frá veiðisvæðinu. Brekkulækur í Miðfirði: Torfastaðavatn. Brekkulækur stendur við veg 'nr. 704, 8 km frá þjóðvegi nr. 1 og er vatnið 12 km frá. Vatn á Höfðaströnd: Höfðavatn. Vatn stendur við veg nr. 76, skammt frá Hofsósi og er vatnið 50 m frá bænum. Arnarstapi í Ljósavatnshreppi: Ljósavatn. Arnarstapi stendur við þjóðveg nr. 1 á milli Akureyrar og Húsavíkur og er vatnið 300 m frá. Bláhvammur við Mývatnsveg: Langavatn. Bláhvammur stendur milli Mývatns og Húsavíkur í u.þ.b. 5 km Qarlægð frá vatninu. Brúarás í Jökulsárhlíð: Þorbjörnsvatn. Brúarás stendur við veg nr. 1 í um 4 km fjarlægð frá veiðisvæðinu. Efri-Vík, Vestur-Skaftafellssýslu: Víkurflóð. Efri-Vík stendur við veg nr. 204 skammt frá Kirkjubæjarklaustri og er vatnið í 1 km íjarlægð. Litla Heiði/Stóra-Heiði í Mýrdal: Heiðarvatn. Litla-Heiði og Stóra-Heiði standa 3 km frá þjóðvegi nr. 1. — 500 m frá vatninu. ur veiða á stöng í auknum mæli. Margrét Eyfells rennir í Neðri-Kistu í Laxá í Döium. Hrafnabjörg í baksýn. Jæja, er ekki rétt að drífa sig út á morgun, og leita á fund veiðimanna, sem bjóða til ókeypis veiði í nágrenninu (sjá listann hér með). Mundu bara að taka sem flesta úr fjölskyldunni með; börn og eigin- mann (nú eða eiginkonu), afa og ömmu, og jafnvel hundinn. Grafðu fram veiði- stöng, línustubb og öngla, og nestistösk- una þarf að hafa með, auðvitað. Nokkrir ánamaðkar eru líka mjög heppilegir ferða- félagar á slíkum degi. En ef þú ætlar að nota bát við veiðarn- ar, skaltu muna að út í slíkt farartæki stígur enginn, hvorki barn né fullorðinn, án flotvestis. Slys geta vissulega alltaf hent, en við getum auðveldlega dregið mjög úr áhættunni með ábyrgri fram- komu, og verið unga fólkinu gott og nauð- synlegt fordæmi um leið. Það væri líka góður ávinningur dagsins. Við, sem að þessum degi stöndum, hvetjum ykkur sem allra flest til að koma og nýta ykkur og taka þátt í veiðidegi fjölskyldunnar á morgun. Þar má leggja grunn að fögru sumri - og fengsælu. Sjáumst á vatnsbakkanum. Höfundur er formaður Landssambands stangaveiðifélaga. Við Þórufoss í Laxá í Kjós. Á veiðidegi fjölskylduimar, þ. 24. júní, bjóða stangaveiðifélögin, LS og veiðifé- lögin til veiði á eftirtöldum svæðum: Landssamband stangaveiðifélaga: Þingvallavatn, fyrir landi þjóðgarðsins, og ekki annars staðar. Stangaveiðifélag Reykjavíkur: Vötnin í Svínadal; Geitabergsvatn, Glammastaða- vatn og Eyrarvatn að norðanverðu. Ármenn: Elliðavatn. Stangaveiðifélag Akraness: Vötnin í Svínadal ásamt SVFR. Stangaveiðifélag Borgarness: Langavatn. Stangaveiðifélag Austur-Húnvetninga: Vatnahverfisvötn; Grafarvatn og Olaf- stjörn. Stangaveiðifélag Sauðárkróks: Vesturós Héraðsvatna. Stangaveiðifélag Siglufjarðar: Miklavatn í Fljótum. Stangaveiðifélagið Flúðir, Akureyri: Ljósavatn. Stangaveiðifélag Selfoss, Stangaveiðifélag Hveragerðis og Stangaveiðifélagið Árblik. Þorlákshöfn: Þjóðgarðurinn Þingvöllum, ásamt stjórn LS í boði Þingvallanefndar. Stangaveiðifélag Keflavíkur: Seltjörn. Nokkur önnur félög eru með veiðiboð undirbúningi og munu auglýsa það heima í héraði. Við Hlíðarvatn. Andri Björn Gunnarsson er ánægður með aflann sinn. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 23. JÚNÍ 1990 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.