Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1990, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1990, Blaðsíða 8
B jr 1 L A R Renault 19 Cha.ma.de - rauður bíll með svörtum stuðurum og speglum og tals- vert áberandi í þessum klæðum. Avöl horn, mjúkar línur og stílhreinir hjólkoppar laglegan bíl. - allt á þetta þátt í að skapa RENAULT19 CHAMADE Renault 19 var fyrst kynntur af Bílaumboðinu hf. í Reykjavík á síðasta ári en nú er hann kominn í nýrri gerð og nú með skotti. Heitir hann Renault 19 TXE Cham- ade. Þetta er sams konar bíll og Renault 19, framdrifinn fimm manna fólksbíll en örlítið lengri. Þarna er sama uppi á teningnum og gerst hefúr hjá sumum öðrum framleiðendum, til dæmis Daihatsu og Suzuki, Iitlu bílarnir eru stækkaðir m.a. með þvi að bæta við skotti. Við skoðum þennan bíl nánar en hann kostar rúmar 1.100 þúsund krónur kominn á götuna og hefur upp á ýmislegt að bjóða. Renault 19 er rennilegur og fallegur bíll. Hann er meðalstór, 4,26 m langur og er 11 cm lengri en hin gerðin af Renault 19. Fram- endinn er lágur og niðursveigður og þar er ekki annað að finna en aðalljósin og stuðara, um eiginlegt grill er ekki að ræða. Skottið er nokkuð hátt, á að rúma 463 lítra. Afturljós- in ná út á hornin og stuðarinn er voldugur. Stuðaralína er einnig á hliðum bílsins og eins og fyrr segir er þetta fallegur bíll og stílhreinn. Rúmgóður Renault 19 er að innan ósköp venjulegur fólksbíll af meðalstærð. Sætin eru allgóð, framsætin eru stillanleg á venjulegan hátt og þau styðja vel við skrokkinn. Það kemur á óvart hversu rúmgóður bíllinn er að innan og gildir það bæði um fram- og aftursæti, fótarými er nægilegt alls staðar. Hæð á ör- yggisbeltafestingu við hurð er einnig stillan- leg. Þá er bíllinn með veltistýri og því geta ökumenn af mismunandi stærðum komið sér vel fyrir undir stýri. Útsýni er og gott. Renault 19 er 4,26 m langur, 1,69 m breið- ur og 1,41 m hár. Hann er búinn 1,8 lítra vél sem er 92 hestöfl. Hámarkshraðinn er sagður 180 km og hann er 10,7 sekúndur í hundraðið. Bíllinn vegur 965 kg óhlaðinn en 1.445 kg hlaðinn. Eyðslan er talin tæpir 10 lítrar í borgarumferð en á að komast jafnvel niður fyrir 6 lítra á jöfnum 90 km hröðum akstri. Renault er búinn vökvastýri eða stýri með hjálparátaki, rafdrifnum rúðum, saml- æsingum á hurðum sem má opna með fjar- stýringu og lituðu gleri. Fjarstýring á hurða- læsingum er sérlega þægilegur kostur og þótt hún teljist vart til meiriháttar atriða í búnaði bílsins er hún eitt af mörgum smáat- riðum sem eiga þátt í að gera Renault 19 svo skemmtilegan í umgengni. Gírkassi er fimm gíra og verður sjálfskipting ekki í boði strax. Mjúkur Renault 19 Chamade er lipur bíll í akstri. Hann er röskur enda kraftmikil vél og vinnsl- an er skemmtileg. Bíllinn er auðveldur í meðförum innanbæjar sem utan. Innanbæjar sakir þess hversu léttur hann er í stýri og lipur í öllum snúningum og utanbæjar vegna þess að fjöðrun er mjúk, vinnsla góð og vél- Veltistýri og stillanleg hæð á sæti öku- manns gera öllum fært að geta komið sér vel fyrir undir stýri. ade og þeirri gerð af Renault 19 sem fyrst kom hingað sú að skottrými er aukið. Skott- ið opnast frá stuðara og er því auðvelt að skella dóti fram og til baka og það er furðu rúmgott. Hægt er að leggja fram bak aftur- sæta alveg eða að hluta. Samkeppnishæfúr Renault 19 TXE Chamade kostar rúmar 1.120 þúsund krónur staðgreiddur og kominn á götuna. Er það um 200 þúsund krónum meira en Renault 19 GTS fímm dyra bíllinn. Verðmunurinn er nokkur en munurinn á bílunum er líka nokkur. Fyrir þennan mun fæst fyrst og fremst stærri bíll. Ef menn þurfa ekki sérstaklega á flutningarými að halda er vissulega nóg að kaupa minni gerð- ina - hann stendur fyrir sínu. Renault 19 Chamade kemur vel út eftir stutta viðkynn- ingu og hann getur ótrauður lagt í sam- keppni við aðrar gerðir af sömu stærð. j.t. Farangursrýmið ergott og opnast vel. in hljóðlát. Sem beinskiptur fimm gíra bíll er gott að meðhöndla hann og er skiptingin mjúk og hljóðlát. Margir munu eflaust kjósa sjálfskiptingu og verður hún fáanleg síðar. Sem fyrr segir er aðalmunurinn á Cham- LÖGREGLAN FÆR BÍLA FRÁ SAAB Nýlega voru afhentir þrir lögreglubílar frá Saab verksmiðjunum sem keyptir hafa verið hingað til lands. Einn er af gerðinni Saab 9000 CD sem notaður verður af lögreglumönnum í vegaeftir- litinu en hinir bílamir em Saab 900 sem fóra til lögreglunnar á Sauðarkróki og í Hafiiarfirði. Saab 9000 er annar Saab- bíllinn sem vegalögreglan fær til um- ráða en hún hefur fram til þessa aðal- lega notað bíla frá Volvo. Böðvar Bragason lögreglustjóri í Reykjavík tók við lyklum hins nýja Iög- reglubíls í síðustu viku en Ágúst Ragnars- son hjá Globus hefur annast þessa sölu. Böðvar kvaðst vonast til að með þessum kaupum færi lögreglan enn frekar inn á þá braut að nota fleiri tegundir bíla - menn hefðu verið of feimnir við það gegn- um árin. Ágúst Ragnarsson segir að bíllinn sé búinn afimikilli vél, hann er sjálfskiptur og í honum er allur sá búnaður sem vega- lögreglan þarf á að halda. Ágúst segir að um helmingur lögreglubíla í Svíþjóð sé frá Saab og helmingur frá Volvo en lögreglu- Eiður H. Eiðsson undir stýri í Saab 9000 CD. Hann sagði bílinn komast á gott skrið en hvorki hámarkshraði né vélarafl er gefíð upp. bílar frá Saab hafa m.a. verið keyptir til Bandaríkjanna. -Okkur finnst þetta nokkuð merkileg tímamót að fá nú bíl frá Saab eftir að hafa notað Volvo í 23 ár, sagði Eiður H. Þrír nýir lögreglubílar frá Saab. Eiðsson lögreglumaður en hann hefur starfað í vegaeftirlitinu í áratug. Eiður og félagar hans hafa þegar reynt bílinn og sagði hann eiga eftir að koma í ljós hvem- ig hann kæmi út í samanburði við Volvo. Leist honum vel á gripinn eftir reynsluferð austur á firði. Fjórir bílar eru nú notaðir í eftirlitið en þeir voru áður sex. Tveir bílar eru notaðir í lengri ferðum um landið og aðrir tveir í nágrenni Reykjavíkur. Fjárveiting hefur verið skorin harkalega niður síðustu árin og því hefur orðið að draga úr umfangi eftirlitsins. Rekstrarfé á þessu ári er 1.450 þúsund krónur en var 5,1 milljón og á það að standa undir uppi- haldskostnaði lögreglumanna og bensíni. Sögðu lögreglumenn ljóst að með þessum niðurskurði væri ekki hægt að sinna nauð- synlegu eftirliti. Vegaeftirlit lögreglunnar heyrir undir lögregluna í Reykjavík og segir Eiður að lögreglustjórinn hafi hlaup- ið undir bagga og tekið af fjárveitingu embættisins en ljóst sé að auka þurfi fiár- veitingu á ný ef halda eigi úti nauðsynlegu eftirliti. jt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.