Lesbók Morgunblaðsins - 07.07.1990, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 07.07.1990, Page 2
A Geneviévehæð íParís egar við komum í fyrsta skipti til Parísar haust- ið 1979 vorum við ákveðin í að skoða þekkt- ustu kirkjuna þar, Notre Dame, og þá elstu, St.-Germain des Prés. Þetta gerðum við auðvit- að. En örlög réðu því að leið okkar lá að mig EFTIR ÖNNU MARÍU ÞÓRISDÓTTUR minnir fjórum sinnum í kirkju sem við höfð- um aldrei heyrt nefnda áður. Þetta er kirkj- an St.-Étienne du Mont við Clovisgötu í Latínuhverfinu. Kirkjan er reyndar ein hin sérstæðasta í París. Bygging hennar hófst 1492 og var ekki lokið fyrr en 1622. Framhliðin er skrýt- in blanda af gotneskum og endurreisn- arstíl. Vinstra megin þegar horft er framan á kirkjuna eru þijár gerðir turna, mishárra og ber klukkuturninn hæst. Þetta veldur því að mér finnst þessi elskulega kirkja allt- af halla undir flatt. Já, ég segi elskuleg og er þá með samanburð við báknið mikla, Pantheon, í huga en það stendur þarna ör- skammt frá. Að innan er kirkjan mjög sérstök. Ber þar helst að nefna milligerðina, jubé, úr nokkurskonar steinvíravirki, ákaflega fínlega tilhöggnu steinvirki með fögru munstri og lágmyndum. Sveigðir, höggnir steinstigar hringa sig um súlur sitthvoru megin við milligerðina og liggja upp á loft- svalir og eru riðin með samskonar munstri. Predikunarstóllinn er úr fagurlega út- skornum viði, skreyttur verum og englum og er haldið uppi af útskornum risa sem ber hann á höfði sér. Við Maríualtarið eru ákaflega fagrar myndir úr ævi Maríu eftir málarann Cenn- aid. Pascal og Racine eiga legstað í þessari kirkju. Þegar okkur bar aftur að garði þarna í maí 1988 var verið að hreinsa margra alda óhreinindi af súlum og steinverki og birti allverulega í kirkjunni við þær aðgerðir. Til hægri þegar gengið er inneftir kirkj- unni er kapella og altari heilagrar Gene- viéve. Þar eru jarðneskar leifar hennar í skrautlegri kistu og yfir altarinu lítil stytta af henni með lykla í hendi og engil og púka á öxlunum. Stöðugt kveikir fólk á kertum við helgiskrín hennar og ritar bænir sínar í bók sem liggur þar frammi en bænirnar eru síðan bornar fram í sérstökum messum á hveijum fimmtudegi. En hver var heilög Geneviéve? Hún er hvorki meira né minna en vemdar- dýrlingur sjálfrar Parísarborgar. Allflestir kannast við heilaga Jóhönnu af Örk sem leiddi landa sína í Hundraðárastríð- inu. En færri hafa heyrt getið um heilaga Genevíeve sem tíu öldum fyrr stappaði stál- inu í samborgara sína þegar Atli Húnakon- ungur réðst á París árið 451. Geneviéve er talin hafa verið uppi frá 422 til um 500. Talin fædd í Nanterre í ná- grenni Parísarborgar. Þegar hún var um sjö ára gömul hvatti heilagur Germain bisk- up í Auxerre hana til að helga sig trúarlífi og þegar foreldrar hennar dóu, fluttist hún til Parísar og varð brátt þekkt af góðgerðar- starfi og grandvöru lífi. Hún er sögð hafa séð fyrir innrás Húna og stappaði stálinu í borgarbúa og fékk þá til að halda kyrru fyrir og flýja ekki frá eyjunni. Þarna er átt við Borgareyju, Ile de la Cité, en þar hófst fyrsta byggð í París sem í fyrstu hét reyndar Lutetia. Rómveijar hertóku borgina 'arið 52 f.Kr. Talað var um rómverska friðinn sem ríkti í borginni í um 400 ár. Rómveijar settust að á syðri (vinstri) bakka Signu og reistu þar mann- virki sem enn sjást menjar um svo sem róm- versku böðin í Cluny. Þeir reistu Merkúr hof á hárri hæð norðan árinnar þar sem nú heitir Montmartre (Mons Mercuri). En 451 sækir Atli Húnakonungur að borginni og Rómveijar láta hana af hendi. Þá er það sem Geneviéve kemur til sög- unnar og ávítar landa sína sem hugðust flýja til skógar. Karlmenn grípa til vopna en kvenfólk safnast saman hjá Geneviéve í kapellu sem reist hafði verið yfir fornt Júpít- ershof og biðjast svo kröftuglega fyrir að borgararnir fyllast sigui'vissu og Húnaher hörfar frá og loks tókst frönskum höfð- ingja, Merovée, að drepa Atla. Borgin var í rústum eftir þessi átök nema sá hlutinn sem Stóð á Borgareyju. Clovis gerii' nú Gallíu að sínu ríki og París að höfuðborg þess. Klóthildur kona hans var kristin og fær konung til að skírast með aðstoð Geneviéve sem fær hann til að byggja klaustur sem helgað er postulunum Pétri og Páli. Hún dregur sig síðan í hlé í klaustrinu og deyr þar um áttrætt og er grafin í klausturgarðinum. Seinna fara að gerast kraftaverk við gröfina og Geneviéve er tekin í helgra manna tölu. Klaustrið hlýt- ur nafn hennar og sömuleiðis hæðin þar sem það stendur. Helst það nafn enn í dag, Mont St.-Geneviéve. Það var María af Medici, kona Hinriks IV, sem lagði hornsteininn að kirkju St.-Éti- enne du Mont á 15. öld og átti kirkjan að koma í stað gömlu klausturkirkjunnar í klaustri heilagrar Geneviéve sem var orðin allt of lítil fyrir söfnuðinn. En þegar Loðvík XV veiktist af bólunni St. Geneviéve horfír yfír París. Málverk Chavannes. 1744 hét hann á heilaga Geneviéve sér til bata og fól arkitektinum Soufflot að teikna risastóra kirkju sem hýsa skyldi bein henn- ar. Þetta var báknið mikla, Pantheon (í nýklassískum stíl). Líkamsleifum dýrlings- ins var komið þar fyrir í gullsleginni kistu sem brædd vat' upp í byltingnnni 1789 og leifarnar brenndar. Öskunni var safnað sam- an og hún sett í litla kistu úr gylltum kop- ar og það er hún sem nú stendur við altari dýrlingsins í St.-Étienne-kirkjunni og virðist hrakningum leifanna lokið með því og var mál til komið. Það er um Pantheon að segja að lengi voru uppi deilur um hvert skyldi hlutverk þess. I byltingunni var kirkjunni breytt í „Hof frægðarinnar" (Le Temp'.e de la Renommé) _en Napoleon gerði hana aftur að kirkju. Á þvílíkum breytingum stóð til skiptis til 1885 að ráðamenn sættust á að byggingin skyldi vera „Aux grands homm- es, la patrie reconnaissante" (sem þýða mætti „Til mikilmenna frá þakklátu föður- landi“ eða eitthvað í þá áttina) og standa þessi orð gylltum stöfum yfír innganginum. Mikilmenni hvíla nú þarna í kistum sínum svo sem Victor Hugo, Emile Zola, Voltaire, Carnot, Mirabaeau og sjálfur arkitekt bygg- ingarinnar, Soufflot. Hægt er að skoða kist- urnar gegnum rimla og undir einni súlunni hvílit- heimspekingurinn Rousseau. Að öðru leyti er byggingin tóm fyrir utan kalkmál- verk eftii' Puvis de Chavannes sem sýna sögu heilagrar Geneviéve og Parísarborgar, máluð rétt fyrir síðustu aldamót. Rétt við Pantheon er stóra bókasafnið sem kennt er við heilaga Geneviéve og reist var á árunum 1844-50 eftir teikningum arkitektsins Labrouste. Bogamynduðu járn- grindaþaki er haldið uppi af grönnum járn- súlum en járn var þá nýjasta nýtt í bygg- ingatækni og átti eftir að verða mjög ríkjandi framyfir aldamótin 1900, t.d. í stgr- um og glæsilegum járnbrautarstöðvum svo sem Gare d’Orsay þar sem nú er listasafnið nýja á vinstri bakka Signu. í málverkabók um symbólista fann ég mynd af heilagri Geneviéve (hluta af kalk- málverkinu í Pantheon). Þetta er dulúðug mynd. Fullt tungl speglast í Signu og blátt rökkur umvefur norðurbakkann þar sem aðeins sjást nokkrar byggingar á stangli. Heilög Geneviéve stendur úti á svölum (líklega í klaustri sínu) og styður annarri hendi á riðið, hjúpuð hvítu sjali. Áhyggju- fullur á svip vakir verndardýrlingurinn yfir sofandi borginni. Og enn eru kerti tendruð daglega við helgiskrín hennar í litlu vinalegu kirkjunni á hæðinni og menn skrá bænir sínar í bók- ina sem þar liggur frammi. Höfundur er húsmóðir i Reykjavík. Heimildir: Ebba Friis-Jespersen: Paris gennem 2000 ár Giovanna Magi: Paris, Guide complet pour la Visite de la Ville Eneyclopædia Britannica, Vol. 10 1966 II.W. Janson: History of Art.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.