Lesbók Morgunblaðsins - 07.07.1990, Blaðsíða 3
I-ggPáW
®1 @ ÍSI löl 1«] Tn'I líl 03 S ® ® ŒHS ®
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.:
Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías
Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoð-
arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjórnarfulltr.:
Gísli Sigurðsson. Auglýsingar: Baldvin Jóns-
son. Ritstjórn: AÖalstræti 6. Sími 691100.
Forsíðan
Myndirnar þijár eru allar frá Eyrarbakka þar sem
rósemin ríkir og enn má finna hlaðinn torfvegg snúa
út að aðalgötunni, þar sem húsin snúa ekki allta'f
hornrétt við götuna eins og myndin ber með sér.Á
miðmyndinni sést þessi sérstaki stíll í bárujárnshúsum,
sem þar er enn við lýði og neðst sjást bæði kirkjan
ogHúsið.
Inni í blaðinu eru auk þess margar fleiri litmyndir
úr bæjunum báðum megin við Ölfusárósa, Þorláks-
höfn, Eyrarbakka og Stokkseyri.
Havel
Havel var réttur maður á réttum tíma til að verða
forseti Tékkóslóvakíu, þegar landið losnaði skyndilega
úr fjötrum hins sósíalíska alræðiskerfis síðastliðinn
vetur. Við embættistökuna flutti Havel snjalla ræðu,
þar sem hann lýsir því m.a. hvernig alræðið hafi leik-
ið sálir manna og hvernig ástandið sé í landinu eftir
áratuga völd sósíalista: Allt að falli komið og varla
hægt að anda að sér loftinu. Séra Kári Valsson í
Hrísey hefur þýtt ræðuna.
Renault
Varð brautryðjandi með Espace bíl sem brúar bilið á
milli jeppa, fólksbíls og sendibfls. Nú hafa aðrir fram-
leiðendur svipaða bíla á boðstólum og þeim er spáð
vaxandi gengi. Bílaprófunarmaður okkar hefur reynt
Renault Espace.
París
Er sneisafull af merkisstöðum sem útheimta leiðsögn
eða góðan kunnuleika, ella missir ferðamaðurinn af
þeim. Einn slíkur staður er Geneviévehæð með kirkju
heilags Étieme, sem Anna María Þói’isdóttir segir frá
á síðunni hér á móti.
JÓHANN HJÁLMARSSON
Tilbrigði við
gróður
Mestur sársauki fylgir gróðrinum,
hann gerir okkur læs
á gamlar rætur;
þær rísa upp
og fljúga,
en ekki úr augsýn.
Laufkróna snertir ský.
Laufkróna kyssir fætur okkar.
Línurúr Ijóði
eftir N.-A.
Valkeapáa
Og þegar allt er horfið
heyrist ekkert lengur
ekkert
og það heyrist.
B
B
Um tvö smáljóð
argt hefur verið rætt
um áhrif Heines á
kveðskap Jónasar
Hallgrímssonar, enda
verður ekki sagt að
þau fari dult. Og víst
hafði Jónas náin
kynni af fleiri erlend-
um skáldum, sem kallað er að sett hafi svip
á skáldskap hans með einhverjum hætti.
Raunar eru allar ályktanir í þeim efnum
ætíð harla varhugaverðar, og ýmislegt sem
margur kallar rittengsl kann að stafa af
því einu, að „hjörtum mannanna svipar sam-
an“.
Ef hugað er að þýzkum samtímaskáldum
Jónasar, sem líklegt er að hann hafi þekkt,
verður Friedrich Hölderlin fljótt á vegi.
Ekki vegna þess að við blasi margt líkt með
þeim Jónasi, heldur vegna þess eins að þar
fór öndvegisskáld, sem látið hafði til sín
taka áður en Jónas óx ur grasi. Hölderlin
lézt tveimur árum fyrr en Jónas og hafði
þá verið sjúkur á geði um langt skeið.
Hér er ekki ætlunin að segja margt um
þessi tvö góðskáld, heldur einungis drepa
lauslega á eitt ljóð Jónasar, sem kynni að
leiða hugann að tilteknu kvæði eftir Hölder-
lin, hvoi-t sem af verða dregnir nokkrir lær-
dómar eða ekki.
Vorið 1842 yrkir Jónas kvæði sem hann
nefnir A sumardagsmorguninn fyrsta
1842. Hin prýðilega Jonasarútgáfa Svarts
á hvítu lætur þess getiðf umsögn um þetta
ljóð, að Jónas hafi ætlað sér að fara í rann-
sóknarferð um Auáturland sumarið 1841,
en fjárstyrkur í því skyni hafi ekki hrokkið
til; hann hafí því orðið að fresta för um
heilt ár, og löngun hans til þess að komast
austur til rannsókna hafi verið orðin ákaf-
lega sterk á vordögum 1842. Þess er og
getið að kvæðið hafi verið prentað í sálma-
bókum, enda minni efnistök nokkuð á sálma-
skáld fyrri alda. Þar segir einnig að lokalín-
ur kvæðisirjs hafi verið teknar til vitnis um
feigðarboða, að Jónas hafi grunað að hann
ætti skammt eftir ólifað, enda styðjist sú
skoðun við bágt heilsufar hans, þó einnig
megi hugsa sér niðurlagið eingöngu sem
túlkun á sterkri þrá eftir sumrinu.
Allt er þetta vel athugað, enda eru loka-
línur kvæðisins á þessa leið:
Leyfðu nú, drottinn! enn að una
eitt sumar mér við náttúruna;
kallirðu þá, eg glaður get
gengið til þín hið dimma fet.
Ummæli útgáfunnar eru jafnréttmæt þó
að þessum ljóðlínum svipi á vissan hátt til
nokkurra orða-í smákvæði Hölderlins, An
die Parzen. En þar segir í upphafi:
Nur einen Sommer gönnt, ihr Gewaltigen,
Und einen Herbst zu reifem Gesange mir
og undir lokin:
Willkommen dann, o Stille der Schattemvelt
zufrieden bin ich, ...
Eða lauslega snarað: Unnið mér þess,
máttarvöld, að lifa aðeins eitt sumar og eitt
haust ... Vertu þá velkomin, myrkheima
kyrrð, ánægður verð ég . . .
Kvæði Hölderlins er ort undir forngrísk-
um bragarhætti, og vel má það vera tilvilj,-
un, að orðaröð verður hjá Jónasi svipuð því
sem þar er.
Bæn Hölderlins til máttarvaldanna um
eitt sumar enn er ósk hans um nýtt andlegt
gróskuskeið sér til handa, sem leiði til ljóð-
rænnar uppskeru, því eitt fullkomið ljóð
geti sætt hann við dauðaon. En Jónas biður
í allri hógværð um eitt sumar enn til þess
að geta notið íslenzkrar náttúru. Eftir það
geti hann glaður gengið dauðanum á vald.
Oft hefur verið á það bent, að Jónas var
skáld ljóss og sumars, svo jafnvel hið svala
rökkur rómantíkurinnar verður að birtu í
ljóðum hans. Honum virðist ekki tamast að
líkja dauðanum við myrkur. Þegar Heine
segir: „Der Tod, das ist die kuhle Nacht“,
þá segir Jónas: „Dauðinn er hreinn og hvítur
snjór." Þó kemur það fyrir, að hann horfi
til hinna „dimmu dyra“. Kannski var þess
einna sízt að vænta, að hann kallaði „dimmt“
það fet, sem hann kvaðst mundu glaður
ganga til Drottins, svo sem hann þó gerir
nú, þegar hann stendur í sömu sporurn og
Hölderlin, sem kveðst fagna heimi skugg-
anna og notar þar á fornklassíska vísu orð-
ið „Schattenwelt“. Raunar nefna þeir báðir
dimmu dauðans sem andstæðu þeirrar gleði,
sem þar skal sigri hrósa.
Ekki hef ég nennt að athuga hvenær
þetta þýzka ljóð birtist í fyrsta sinn. Hafi
það verið meðan Hölderlin var í fullu fjöri,
sem líklegt má telja, er sennilegt að Jónas
hafi séð það áður en hann orti sumardags-
kvæðið og ef til vill geymt óm þess í undir-
vitund sinni. Ef það hefur hins vegar ekki
verið prentað fyrr en í fyrstu heildarútgáfu
af kvæðum Hölderlins, sem út kom tveimur
árum eftir lát hans, þá var kvæði Jónasar
skemmtileg staðfesting á ljóðlínum Tómasar
um hjörtu mannanna. Og svo kunni einnig
að vera hyort sem var.
Helgi Hálfdanarson
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7. JÚLÍ 1990 3