Lesbók Morgunblaðsins - 07.07.1990, Page 5
Klement Gottwald, síðarforseti Tékkóslóvakíu, tilkynnti frá svölum Kinsky-hallar-
innar„frægan sigur vinnandi fólks yfír afturhaldi". Við hlið hans á myndinni stend-
ur og treður í pípuna sína Vladimir Clementis, síðar utanríkisráðherra. Eftir að
Gottwald hafði látið hengja hann ásamt tíu öðruni samstarfsmönnum sínum
(1952), þar á meðal Slansky og Margolius, þótti ófært að dæmdur „svikari“ sæist
á sögufrægri Ijósmynd. Var þá andlit Clementisar máð af myndinni, en hönd
hans með pípuna var skilin eftir.
er kjarni þess, sem ég vil ræða hér í dag.
Hver er svo arfurinn, sem okkur hefur
tæmzt?
„Furðu gegnir, hve miklu var afrekað á
aðeins" 42 árum (tilv. í árlega endurtekinn
áróður). Nú er óhollt að anda að sér lofti
okkar. Það er óhollt að drekka vatnið okk-
ar. Foreldrarnir anda að sér brennisteini í
stað súrefnis og drekka skolp mengað olíu
og klóri, enda bera börnin þess merki. Hinn
glæsilegi menningararfur tuga kynslóða,
fagrar borgir og sveitaþorp, liggur í van-
rækslu ef ekki í rústum. I stað þeirra er
föðurland okkar þakið nokkurs konar
kanínubúrum. I þeim er ekki hægt að lifa,
aðeins sofa og horfa á framhaldsþætti í sjón-
varpi. Skógar okkar deyja. Tugþúsundir
manna erfiða eðeins til að líðan þeirra versni
dag frá degi. Okkar stærstu iðnaðarfyrir-
tæki framleiða ekki ágóða heldur skuldir.
Úreltur búskapur er ein greinanna, sem
eyða orku til einskis. í stórmennskubrjáiæði
risu forljót orkuver, sem höfðu þann tilgang
einan að skemma umhverfi okkar og beina
orkunni í tröllaukinn taprekstursiðnað. Eftir
fáa áratugi hættir jarðvegur okkar að bera
ávöxt.
Gjaldeyrir okkar er ekki alvörugjaldeyrir.
Spölkorn handan landamæranna fæst ekk-
ert keypt fyrir tékkneskar krónur.
MeiriMuti sjúkrahúsa okkar nær ekki til-
ætluðum afköstum. Þúsundir af okkar fram-
úrskarandi læknum fylla hálfan daginn út
eyðublöð, sem enginn lítur á. Stúdentar
okkar ferðast ekki á hveiju sumri um Evr-
ópu, eins og tíðkast annars staðar. Þeir
kunna ekki erlend tungumál og fréttu ekki
í skólanum hver Shakespeare var. En þeir
þurftu að læra, að kommúnisminn væri tak-
mark og fullkomnun mannkynssögunnar.
í sjónvarpinu fáið þið ekki að kjósa milli
tíu óháðra rása með fjölbreyttum dagskrám.
í stað þess getið þið fagnað því, að sjónvarp-
ið okkar á líklega heimsmet í fjölda starfs-
manna miðað vð senditíma. Þeir hjá sjón-
varpinu, sem veita okkur sannar upplýsing-
ar og standast listrænar kröfur, eru í hverf-
andi minnihluta. En hvað gera hinir annað
en að njósna hverjir um aðra og taka laun?
En verst hefur alræðið leikið sál okkar.
Okkur veitist erfitt að vera vinaleg, að
hjálpa hvert öðru ósíngjörn, að bera fyrir
brjósti hag okkar minnstu bræðra. Við þjóð-
arbrot, sem eiga heima á meðal okkar, kom-
um við fram skammarlega. Engum hvítum
New York-búa kæmi til hugar að sýna álíka
lítilsvirðingu svörtum samborgara sínum,
þótt af þrælaættum sé. Báðar þjóðirnar
okkar hafa týnt sjálfstrausti sínu og tor-
tryggja hvor aðra. Margir Slóvakar sjá í
Tékkum nýlenduherra, og margir Tékkar
álíta Slóvakíu vera aðskotahlut, sem flækir
tilveruna. Allt er þetta sorglegt, enda tekur
það ár og aftur ár að lagfæra. Og fyrir
þessar syndir verðum við að bæta með
margs konar sjálfsafneitun og meinlæti.
Úr ógöngunum er ekki önnur leið til en
þyrnum stráður vegur meinlætisins. Sjálfs-
afneitunin er refsing fyrir skeytingarleysi
okkar og óvirka þátttöku í spillingunni. I
dag minntumst við píslarvættis séra Jósefs
Toufars (1950) og fórnardauða Jans Zajícs
(1969). Megi þessir tveir og þúsundir ann-
arra, frá Milödu Horakovu (1950) til Jans
Palachs (1969), frá harmleik Rudolfs
Slanskys (1952) til réttlætishetju Pavels
Vonkas (1988), vekja þakklæti okkar fyrir
að hafa lifað þrengingarnar af. Og nú er
röðin komin að okkur að gera eitthvað eftir-
minnilegt fyrir land okkar og fórna nokkru
fyrir það.
Fram að þessu höfum við ekki öðlast
reynslu í stjóm landsins. Samt megum við
nú til að stjórna margfalt betur en þeir, sem
hafa vikið fyrir okkur, þótt þeir hafi stjórn-
að alla sína ævi — svo fremi sem við dirf-
umst að kalla það stjórn, sem þeir voru að
fást við. ___
Verkefni okkar er ekki auðvelt. Hver og
einn væntir þess, að við leysum á stundinni
ógrynni vandamála, sem hafa hrannst upp
á hinum löngu árum og náð tröllslegri
stærð. Við megum engan tíma missa. Með
öðrum orðum: Við verðum að sameina snar-
ræðið jafnaðargeði og vizku: Geti einhver
það ekki, ætti hann að rýma hið fýrsta fyr-
ir öðrum í vinsemd, svo að framgangur í
rekstri embættis eða fyrirtækis rofni síður.
Ef einhver tekur sér það nærri að vera beð-
inn að víkja, kemur hann upp um sig, að
staða sín sé sér kærari en hagsmunir heild-
arinnar. Auðvitað verður ekki skert hár á
höfði honum, en hann verður að næra sig
eins og hver annar þegn.
Sjálfur heiti ég því að víkja til hliðar á
þeirri stundu, er mér verður sagt, eða ég
finni það sjálfur, að ég sé starfi mínu ekki
vaxinn. Eg get gert landi mínu gagn á
annan hátt. En á hinn bóginn: Sá sem verð-
ur beðinn að hafa eitthvert starf með hönd-
um í almanna þágu, má ekki skorast undan
því að leggja sitt af mörkum, þó ekki nema
til bráðabirgða sé. Leiðin frá eins flokks
kerfi til fjölbreytni verður að vera snurðu-
laus og undir merkjum friðarins til að auð-
velda samstarfið þeim úr röðum kommún-
ista, sem vilja taka þátt í að byggja hina
nýju lýðræðislegu Tékkóslóvakíu.
Winston Churchill sagðist á örlagastundu
ekki geta boðið Bretum annað en blóð og
svita. Ég get lofað ykkur betur. Að vísu
verður nóg um svita en ekkert blóð lengur.
Að sviti ætti að streyma, það sögðu reyndar
líka þeir, sem voru á undan mér. í þeirra
munni þýddi það allt annað. Svitinn átti að
streyma til einskis. Því er nú lokið. Svita-
straumurinn verður virkjaður til að fram-
leiða frelsi og velmegun.
Nú bráðliggur á að semja bunka af lög-
um. En til þess að ræða frumvörpin vand-
lega og samþykkja þau sem fyrst, ætti þing-
ið að sitja sleitulaust. Það er illskiljanlegt,
að það fæst ekki til þess. Það ku vera vegna
þess, að þingmenn verði líka að stunda aðra
vinnu. Þeir geta ekki sinnt þingstörfum af
ótta við atvinnuveitendur sína, fjarvistir
vegna löggjafarstarfa kynnu að koma niður
á launum þeirra! Ættum við ekki að skjóta
saman aurum handa þeim upp í sæmilegt
orlofsfé?
Ég er ekki sáttur við, að þingið hefur
fram að þessu ekki fjallað um tillögu mína
um að sleppa úr hinu opinbera heiti lýðveld-
is okkar lýsingarorðinu, sem fæstir kæra
sig um að hafa þar. Svo er í réttarfari okk-
ar tímaskekkja, sem flestar siðaðar þjóðir
hafa losað sig við. Ég á við dauðarefsing-
una. Hvort frumvarpanna mætti semja á
20 sekúndum og samþykkja eftir rækilegar
umræður á einum degi. ^
Stjórnina gagnrýni ég líka. Hún er allt
of upptekin af undirbúningi breytinganna
og gleymir hinu hlutverki sínu, að hún eigi
líka að stjórna. Fyrir bragðið vinnur „þjóð-
. arskijóðurinn" iila. Líklega finnur hann á
sér, að hann verður bráðlega settur á bif-
vélaverkstæðið, það sem hann verður end-
ursmíðaður frá grunni. Samt má hann til
að ganga. Ef hann hættir því, kemst hann
ekki á'verkstæðið eftirsótta, og verður þá
að óviðgerðarhæfri ryðhrúgu. Þess vegna
skal hann sniglast áfram, svo við höldum lífí.
Ég gagnrýni margt og marga, en þá
spyrjið þið eðlilega: „En hvað um herra for-
setann, er hann alfullkominn?" Auðvitað er
hann það ekki. Hann hefur mjög litla reynslu
í rekstri forsetaembættis. Hann hefur auk
þess enga hefð til að styðjast við, því að
forverar hans þjónuðu ekki embættinu, held-
ur sátu flokksfundi í staðinn.
Ég flýg úr einu landi í annað, nýt þrot-
lausrar aðstoðar frábærra vina minna, en
samt stenzt ég ekki áætlun. Mér er það
ljóst, og reyni að koma skynsamlegu skipu-
lagi á starfíð, svo að við verðum ekki að
einni taugahrúgu hér uppi á kastalanum.
Skipulagsstarfið verður búið um helgina,
og þá tek ég rólegur fyrsta vikufrí mitt.
Ef þið sjáið mig ekki á skjánum um hrið,
þá þýðir það ekki, að einhver valdaræningi
hafi steypt mér af stóli.
í gær Ieit ég aftur í flokksmálgagnið
Rude pravo, en það hafði ég ekki séð í lang-
an tíma. Ég viðurkenni, að mér leizt bara
vel á það. Það hefur skánað, síðan ég las
það í þaula í fangelsinu, en þar var það
eini möguleikinn að fylgjast með gangi
mála. í gær tók ég eftir einu: Af þúsundum
viðbragða við komu okkar til Vesturheims
valdi Rude pravo eitt. Einhver skal hafa
sagt, að ég væri fremur ástúðlegur, en
barnalegur draumóramaður heldur en „al-
vöru“ stjómmálamaður.
Ég fór að hugsa um það. Hvort ég sé
ástúðlegur, get ég auðvitað ekki dæmt um
sjálfur. Að öðru leyti hafði hinn ónefndi
maður rétt fyrir sér. Ég kann að vera róm-
antískur, jafnvel barnalegur, þar sem ég
veðja á hið góða í fari hvers manns. Auk
þess hef ég aldrei álitið mig vera atvinnu-
stjórnmálamann. Samt vil fullvissa ykkur
um eitt: Þótt ég kynni að vera draumóra-
maður, er ég áreiðanlega ekki eins mikið
flón og þeir, sem vonast eftir að koma á
harðstjón í kjölfar nýs febrúaiwaldaráns.
Hvort sem þið trúið eða ekki, er ég ekki
hræddur við nokkum mann. Minnst af öllu
óttast ég vini gamla kerfisins. Að vísu er
frelsi okkar ennþá nýtt og viðkvæmt, en
skyldi einhver reyna að ræna okkur því,
verður það varið. Það veit ég. Við getum
ekki endalaust afsakað okkur með því, að
við emm færri en einhverjir aðrir. Sá, sem
þannig hugsar, hefur þegar tapað. Ollum
vopnum betri er vopnið okkar — vitundin
um að réttur og sannleikur eru okkar megin.
Er þetta ein draumsýnin enn? Með slík
vopn í hendi þarf enginn að hræðast hina
fullkomnu hríðskotabyssu. En hugleysingja
kemur ekki að gagni, þótt hann eigi kjall-
ara fullan af byssum.
Kæru vinir, af myndum og kvæðum hins
sósíaliska raunsæis vitum við, að þessi dag-
ur fyrir fjöratíu og tveimur árum var hrá-
slagalegur, loftið þungbúið og ískaldur korn-
snjór beit í kinnarnar.
í dag - skín sól.
TRYGGVI V. LÍNDAL
Kynslóða-
skipti
Nei, nei, nei, nei.
Ekki er allt sem sýnist.
Syrgjendur séra Jácks
reika örvinglaðir
í slóð sekkjapípuleikarans.
Minni
æskunnar
Skáldin ættu að fá verðlaun
áðuren reynslan gerir þau
að ofþroskuðum aldinum,
bíðandi haustfuglanna.
Kararsút
Gnött hita, þæginda
og tíma til söknuðar
þess sem eftir lifir.
Gnýr hitaveitupípanna
er einsog æðasog
og ég er sem
aftur í móðurkviði.
Höfundur er þjóðfélagsfræðingur og
hefur gefið út eina Ijóðabók.
SIGRÚN
GUÐMUNDS DÓTTIR
Ljóð
Þegar þögnin
hjúfrar sig upp að þér
hljóð og blíð
finnurðu bergmál hennar
í hjarta þínu.
Ævintýri
Hefurðu séð mannshjarta
vaxa og dafna í eyðimörk?
Einu sinni var kona
stödd í stórri eyðimörk.
Hún sleit úr sér hjaitað
og gróf í þurran sandinn.
Þegar hún kom heim
til landsins í norðri
tók enginn eftir því
að hún var hjartalaus.
Höfundur er píanókennari.
LESBÓK MORGUN8LAÐSINS 7. JÚLl 1990 5