Lesbók Morgunblaðsins - 07.07.1990, Page 9

Lesbók Morgunblaðsins - 07.07.1990, Page 9
Renault Espace er fjölhæfur ferðabíll og tveir aftast. Hægt að taka hvert aftur- sæti fyrir sig úr bílnum. Til að kippa þeim úr þarf að velta fram sætisbakinu síðan losa með einu handtaki aðra festinguna undir sætinu og velta því fram og að lokum losa hina gólffestinguna. Það er því næsta auðvelt að skella sætunum fram og aftur eins og menn vilja. Vasar fyrir smádót eru í bökum sætanna og þegar sætisbak er lagt fram myndast ágætis matarborð. Renault Espace er rennilegur og látlaus bíll. Morgunbladið/Árni Sæberg Renault Espace Quadra heitir bíll frá Renault verksmiðjunum frönsku sem kominn er hingað til lands. Hér er um að ræða 7 manna ferða- eða ijöl- skyldubíl og er Quadra gerðin með aldrifi en til er önnur útfærsla af þessum bíl og er hann þá einungis er framdrifinn. Espace er forvitnilegur bíll fyrir margra hluta sak- ir, þetta er rúmgóður og skemmtilegur bíll og góður til síns brúks en brúkið getur ein- mitt verið allfjölbreytilegt. Verðið er um 2,5 milljónir króna en framdrifsgerðin er um hálfri milljón króna ódýrari. Renault Espace er í þeim flokki bíla sem nú er mikið að ryðja sér til rúms og ýmsir framleiðendur bjóða. Má þar nefna Prairie frá Nissan, Aerostar frá Ford, Voyager frá Chrysler og fleiri en vissulega eru þetta allt ólíkir bílar bæði að innri gerð og verði þó notkunarsviðið sé svipað. Þetta eru bílar fyrir fjölskylduna sem vill geta ferðast mik- ið, þarf gott pláss og vill jafnvel sofa í bílnum. Þessir bílar eru farnir að sjást á meira á íslenskum vegum enda að mörgu leyti hentugir hérlendis. Rennilegnr Espace er sennilega líkastur Prairie af þessum bílum, þetta er rennilegur bíll, fram- endinn teygir sig nokkuð langt fram og framrúðan hallar mikið. Langt er því frá bílstjóra eða stýri fram í framrúðu og hefur maður á tilfinningunni að bíllinn sé miklu lengri eða stærri en hann í rauninni er. Bíllinn er annars látlaus í útliti, stuðarar eru í sama lit og bíllinn og hann er ein- hvern veginn allur sléttur og felldur í útliti. Renault Espace er 4,35 m langur (lítið lengri en Subaru), 1,77 m breiður og 1,66 m hár. Hann er með tveggja lítra 120 hest- afia vél og vegur 1290 kg. Hann ber um 600 kg, bensíntankur tekur 58 lítra, hám- arkshraði er gefinn upp 175 km á klukku- stund og eyðslan sögð 11,7 lítrar í borga- rakstri en fara niður fyrir 10 lítra við jafn- an hraða úti á vegum. Bíllinn er búinn vökvastýri, fimm gíra kassa, hann er með sjálfstæða gormaijöðrun að framan en tvö- földum öxli að aftan. Hann er búinn velti- grind, þ.e. bitarnir við framrúðuna eru styrktir og sömuleiðis í miðjum bílnum og aftast. Að innan er Espace mjög rúmgóður. Rýmið er frá 0,9 upp í rúma 3 rúmmetra. Fremst eru tveir stólar, í miðju þrír stólar Plássið er nóg hið innra. Framsætum má snúa þannig að menn geti haft samband við farþega aftur í þegar áð er. Sætin eru góð, eru hæfilega stíf og vel stillanleg. Menn sitja hátt og sjá vel út eins og vera ber í ferðabíl. Helst má segja að sætisbökin skyggi á útsýni um afturglugga. Allur frágangur að innan virkar mjög sann- færandi og vandaður en helst er þó eins að stilla mætti hurðirnar betur. Gott er þó að ganga um hann og á það við um öll sæti, hurðirnar opnast ágætlega og aftur- hurðin þar með. Espace er búinn raflæsingu sem er fjar- stýrð ef vill, hliðarspeglar eru stillanlegir með rofa í bílstjórahurð og hliðarrúður frammí drifnar með raforku. Léttur í meðförum Akstur Renault Espace Quadra er auð- veldur. Bílstjóri þarf fyrst að átta sig svol- ítið á bílnum, sérstaklega framendanum - hann virðist standa nokkuð langt fram en er í raun styttri en sýnist. Fljótlegast er að fá almennilega tilfinningu fyrir stærðinni með því að fá einhvern til að standa framan við bílinn og segja sér til og eftir það hefur bílstjóri áttað sig alveg á staðháttum. Þetta eru raunar hlutir sem ökumenn ættu að temja sér þegar þeir taka í nýjan bíl og ókunnugan - að taka sér nokkrar mínútur og fá aðstoð til að átta sig á ytra máli bílsins, breidd og lengd. Espace er léttur í stýri og yfirleitt léttur í meðförum. Gírskipting er átakalaus og hljóðlát, stöngin er mjög vel staðsett nema hvað hún strýkst við horn hægra framsætis ef það er framarlega þegar sett er í fimmta gír. Þá mætti bensíngjöfin vera ögn stífari en að öðru leyti er lítið sem angrar bílstjó- rann við stutta viðkynningu á Renault Espace. Bíllinn er hljóðlátur og 120 hest- afla vélin gefur ágæta vinnslu. Viðbragðið er gott og vinnslan góð þann- ig að ekki þarf að skipta alltof mikið þótt hægja þurfi á, hann er fljótur að vinna sig upp aftur án þess að hann sé píndur. Kost- ir bíia sem þessara liggja sjálfsagt í fjöl- hæfni þeirra. Renault Espace má auðveld- lega nota í bæjarsnatti, hann er ekkert of stór til þess, hann er rúmgóður á ferðalagi hvort sem er fyrir marga farþega eða fáa og mikinn farangur, hann skilar farmi sínum hratt og þægilega yfir og með aldrifinu er hann stöðugur á vegi og menn geta verið vissir um að komast leiðar sinnar. Á bíl sem þessum má leggja í hina venjulegu fjall- vegi, þ.e. aka Kjöl og Srengisand en þá verða menn líka að vera minnugir þess að þetta er ekki jeppi og þetta er ekki vatnabíll. Hann fer alla venjulega vegarslóða á hálend- inu en ekkert út fyrir það. Þurfi menn að aka utan alfaraleiða skulu þeir fá sér jeppa og muna um leið að fara með gát í við- kvæmri náttúru landsins. Ýmis verkefiii Með þetta i huga má mæla með Renault Espace í ýmis verkefni. Þetta er fjölnota bíll ef menn eru reiðubúnir að greiða 2,5 milljónir fyrir það. Þetta er líka skemmtileg- ur bíll ög hann vekur athygli á götum ef menn sækjast eftir því. jt Citroen XM á íslandi Citroen XM, stóri lúxusbíllinn frá Citroen er nú loksins kominn til ís- lands. Hann er þó í raun sýnd veiði en ekki gefin því þessi fyrsti bíll verður hér aðeins í fáa daga til að leika aðalhlutverkið í kynningarmynd sem ákveðið var að taka hérlendis. Globus hefur umboð fyrir Citroen og gera forráðamenn umboðsins sér vonir um að hægt verði að sýna þennan gæðagrip í Lágmúlanum um næstu helgi. Davíð Dav- íðsson forstöðumaður bifreiðadeiidar Globus segir að margir Citroen aðdáendur hafi spurst fyrir um bílinn og er nú verið að ræða við F.rakkana um endanlegt verð til íslands. Citroen XM var kynntur á síðasta ári. Þetta er stór fimm manna framdrifinn og íburðarmikill vagn með öllum helstu þæg- indum. Ætlun Citroen manna með XM er að ná góðri stöðu í keppni um Iúxusbíla. Það ætti líka að vera mögulegt því hér er margt í boði fyrir kröfuharða viðskiptavini en þessi bíll er bæði hannaður með hraða og þægindi í huga. Raftnögnuð þægindi XM er með þriggja lítra V6 vél sem er 170 hestöfl en bíllinn sem hér er notaður er þó með 200 hestafla 24 ventla vél. Er XM annars fáanlegur með þremur vélar- stærðum. Hámarkshraði þessa bíls 237 km á klukkustund og hann nær 100 km hraða á minna en 7 sekúndum. XM er búinn ýms- um hefðbundnum búnaði sem vandaðir bílar státa af svo sem rafmagnsdrifnum læsing- um (og reyndar ijarstýrðum líka), rúðum, hliðarspeglastillingumvog stillingum á fram- sætum. Hann er með leðursætum, vökva- stýri og læsivörðum hemlum. Af öðrum búnaði XM má nefna vökva- fjöðrunina sem Citroen er þekktur fyrir en hér er að finna nýjungar. Tölvutækninni er beitt til að stýra henni eftir aðstæðum. Fjöl- margir skynjarar nema ýmsar upplýsingar og mata tölvuna sem hefur áhrif á hinar ýmsu fjöðrunareiginleika. Þá er hægt að velja milli tveggja stillinga á ijöðrun. Onnur er stíf og hugsuð til nota við hraðakstur en hin er mýkri og notuð við borgarakstur. Þá er bíllinn búinn þjófavörn, eigandi getur matað tölvu þannig að ekki sé hægt að gangsetja bílinn nema stimpluð hafi verið inn rétt lykilnúmer. Gluggi í mælaborði gefur nánast allar hugsanlegar upplýsingar um ástand bílsins og um aksturinn er það að segja að þar sitja mýkt og þægindi í fyrirrúmi og hraðinn getur orðið miklu meiri en öll lög og ökuleyfi hériendis leyfa. Kynningarmynd á íslandi Sem fyrr segir er þetta sérstaka eintak af XM nú myndað hérlendis í bak og fyrir Leðurklæddur að innan og vel útbú- inn. I stýrinu er m.a. að fínna rofa fyrir stillingar á útvarpinu. Citroen XM er glæsivagn og hefurþeg- ar verið spurt talsvert um hann hér- lendis. Citroen umboðið, Globus, er að semja við verksmiðjurnar um þessar mundir um verð. vegna kynningarmyndar. Tíu Frakkar komu hingað til lands í því skyni og nokkrir Islend- ingar aðstoða þá við verkið. Var bíllinn myndaður í nágrenni Reykjavíkur í vikunni og á nokkrum stöðum á Suðurlandi en síðan verður farið með hann á Snæfellsnes. jt LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7. JÚLÍ 1990 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.