Lesbók Morgunblaðsins - 07.07.1990, Side 11

Lesbók Morgunblaðsins - 07.07.1990, Side 11
Listin að verða „ölvaður" af hreyfingu til að eiga auðveldara með að hætta að reykja! FERB4BMÐ LESBÓKAR jafnvel hlaupið upp á næstu íjöll! Menn verða „ölvaðir“ eða „léttdóp- aðir“ af hreyfingu! Margir íþrótta- menn, t.d. maraþonhlauparar, kannast við þessa tilfinningu. Þó reykingar auki mjög á alla streitu og reykbindindi dragi úr henni þegar til lengri tíma er litið, geta átökin sem fylgja því að hætta aukið streitu tímabundið hjá sum- um. Því er æskilegt að hreyfa sig nægilega mikið, þegar verið er að venja sig af reykingum, til að losa um streitu og hemja skapsveiflur! Við leggjum áherslu á góðan undirbúning áður en lagt er í fjöll- in, sem fer fram í Krabbameinshús- inu í Reykjavík. Þeir sem búa utan Reykjavíkur, fá leiðbeiningar í gegnum síma. Og allir eiga aðgang að persónulegri ráðgjöf eftir að komið er úr fjöllunum. Við álítum námskeiðið svo merkilega tilraun að þátttakendur þurfa ekki að borga neitt aukalega fram yfir skíðanámskeið. Námskeiðið verður efnislega mjög svipað hefðbundn- um námskeiðum hjá Krabbameins- félaginu. Síðan ég byijaði að aðstoða fólk við að hætta að reykja hjá Krabba- meirisfélaginu, hafa margir þátt- takendur sagt að námskeiðin þyrftu að vera fjarri öllum freist- ingum - í allt öðru umhverfi. Með námskeiði uppi í fjöllum, erum við að koma til móts við óskir þessa fólks. Fyrstu dagarnir eru oft erfið- astir fyrir þá sem eru líkamlega háðir nikótíni. Þeir þurfa róttækar breytingar í sínu umhverfi og lífi til að geta hætt. Fyrir þá sem eru bundnir vananum, er þetta líka góður kostur. Við bindum miklar vonir við námskeiðið og ef vel gengur verða örugglega haldin fleiri slík,“ segir Ásgeir að lokum. O.Sv.B. Nám í heilbrigðum lífs- venjum í Kerlingaflöllum Listin að verða „ölvaður“ af hreyfíngu! Á almennu skíðanámskeiði 29. júlí til 3. ágúst ætla Kerlinga- fjallamenn að standa fyrir reyk- bindindisnámskeiði fyrir hluta af þátttakendum. Fólk getur þannig slegið tvær flugur í einu höggi - stundað Iiolla útiveru á skiðum og vanið sig af reyking- um! „Ætlunin er að gera fólk „ölvað" af hreyfingu til að auðvelda því að hætta að reykja,“ segir Ásgeir lt. Helgason sem mun leiðbeina fólki á námskeiðinu. „Þegar fólk er búið að hreyfa sig svo mikið að komið er yfir vissa hreyfingu, þá er eins og þreytan hverfi ug íolk getur Nýtt gistiheimili í Arnesi í Gnúp- veijahreppi Skoðunarferðir með leigubflum Leigubílstjórar vilja breyta sinni ímynd! Félagsheimilið Árnes í Gnúp- verjahreppi stendur við þjóð- braut og er góður áningastaður á leið í Þjórsárdal og á Sprengi- sand. Þar er veitingarekstur yfir sumarmánuðina og svefii- pokagisting allt árið. Nú er búið að opna nýtt gistiheimili við Árnes, sem verður opið allt árið. í nýja gistiheimilinu eru 10 tveggja manna herbergi með upp- búnum rúmum, setustofu og eld- unaraðstöðu fyrir gesti. Við Árnes er íþróttavöllur til útileikja, tjald- svæði með snyrtingum, heitur nottur og útigrill. Skemmtileg gönguleið er til dæmis að Búða- fossi í Þjórsá. Skammt frá Árnesi rennur Kálfá, falleg bergvatnsá með laxveiði. Verslunin Árborg og bílaverkstæði eru við Árnes. Frá Árnesi eru um 20 km í Þjórsárdal, þar sem skoða má Hjálparfoss og Háafoss, söguald- arbæinn Stöng og Gjána. Og margir hvíla sig eftir skoðunar- ferð um dalinn í Þjórsárdals-sund- laug. Gistinótt í gistiheimilinu að Árnesi kr. 1.500. Morgunverður kr. 600. Hádegisverður kr. 1.020. Kvöldverður kr. 1.640. Dagsnesti kr. 950, minni nestispakki kr. 450. Leigubílstjórar (eða Bifreiða- stjórafélagið Frami) eru búnir að gefa út bækling fyrir ferða- menn, sem ber yfirskriftina „Ferðist þægilega og áhyggju- laust í skoðunarferðum með leigubíl"! Við spjöllum við Gunn- ar Björnsson leigubílstjóra, sem ber hið kunna númer 79 af stöð- inni til að fræðast nánar um þessa þjónustu: „Sérþjónusta leigubílstjóra við ferðamenn hefur dottið niður um 10 ára skeið. En nú viljum ,við breyta ímynd leigubílstjórans. Leigubíllinn er góður ferðakostur, þegar sætisverð (miðað við fjóra í bíl) er orðið ódýrara en í bíla- leigubíl eða í rútu með lciðsögu- manni. Við höldum því fram að leigubíll sé ódýrari kostur en annar eða þriðji bíll á heimili eða hag- stæðasti ferðamáti sem völ er á, ef fólk er ekki með eigin bíl,“ seg- ir Gunnar. „Við tökum ekki leiðsögumanna- gjald og gefum okkur ekki út fyrir að vera leiðsögumenn, þó að menn séu á meðal okkar með full rétt- indi. Einnig er mikið af bílstjórum sem hafa verið rútubílstjórar um árabil og þekkja helstu áfangastaði ferðamannsins mjög vel. Ef beðið er um leigubíl í skoðunarferð, eru eingöngu sendir bílstjórar sem geta verið leiðsögumenn í ferðinni og .hafa málakunnáttu ef um útlenda ferðamenn er að ræða. Ferðaskrifstofan Evrópuferðir hefur tekið upp nána samvinnu við okkur, en skrifstofan býður ferða- mönnum, innlendum og erlendum, akstur með sérþjónustubifreiðun- um. Akstur til og frá Keflavíkur- flugvelli hlýtur að minnka ferða- streitu og auka öryggi. Við reynum að taka aldrei fleiri en þijá farþega í Leifsstöð. Hinsvegar ef einkabíll- inn er skilinn eftir á vellinum á meðan fólk dvelur erlendis, hefur komið fyrir að jafnvel er búið að fjarlægja dekkin af bílnum,“ segir Gunnar. Sætisverð aðra leið í Leifs- stöð er kr. 2.000, verð sem miðast fremur við viðskiptafarþega. Inni í bæklingnum eru tekin verðdæmi um 7 skoðunarferðir í nágrenni Reykjavíkur. Gullni hringurinn eða Þingveilir, Geysir, Gullfoss og Hveragerði, átta tíma ferð, kr. 12.600. Sætisverð miðað við fjóra farþega kr. 3.150. Sætis- verð í rútu með leiðsögn sömu leið kr. 3.200. Ef tekinn er sambærileg- ur bílaleigubíll er leigubíllinn ódýr- ari kostur. O.Sv.B. 11 s Nýja gistiheimilið að Árnesi og félagsheimilið í baksýn LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7. JÚLÍ 1990 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.