Lesbók Morgunblaðsins - 07.07.1990, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 07.07.1990, Blaðsíða 12
4 & Gamla vindmyllan í Vigur, sú eina sirinar Eyjalín fánum prýdd fyrir framan bæjárhúsin í Vigur. Myndin er tekin daginn sem henni var gefið tegundar hér á landi sem enn stendur. Hún er eins konar tákn fyrir Vigur. Með Eyjalín um Isafiarðardjúp nafn. Nýr farþegabátur, sem býður upp á fjölmarga möguleika m.a. fyrir þá sem hyggjast ferðast um Hornstrandir í sumar. Stórkostlegt! Þakka þér fyrir, Finnbogi, að fara með okkur hing- að. Ég hafði aldrei ímyndað mér að þetta gæti verið svona fallegt. Hugsið ykkur þetta landslag! Þetta er lifandi safn! Á þessa leið voru viðbrögðin hjá útvarpsfólkinu úti í Vigursl. mánu- dag. Finnbogi, sem þarna var ávarpaður, vai’ auðvitað sá góð- kunni fréttamaðurog forstöðumað- ur svæðisútvarpsins á Isafirði, Finnbogi Hermannsson, sem boðið hafði deildarstjórum ríkisútvarps- ins í skoðunarferð með Eyjalín um ísafjarðardjúp eftir vel heppnaðan fund þeirra á ísafirði. Finnbogi, sem er hógvær maður að upplagi, brást við þessum lofs- yrðum öllum með því að segja að þau væru nú ekki komin aftur í land og því væri betra að bíða með stóru orðin. „Hver sagði að við vild- um fara aftur í land,“ 'sagði þá ein frammákona útvarpsins að bragði. Ég spurði Jónas H. Eyjólfsson, skipstjóra Eyjalínar, hvoit farþegar í skoðunarferðunum væru alltaf svona ánægðir. Jónas sagði að svo væri nær undantekningarlaust. Enda er hægt að fullyrða að þessar ferðir með Eyjalín eru sannkallaðar ævintýraferðir. Jökulfirðir o g Djúp Eyjalín var keypt til ísafjarðar nú í vor. Eigandi er Djúpferðir hf., sem er hlutafélag um 40 aðila, ein- staklinga og fyrirtækja á ísafirði. Það sem sameinaði menn um stofn- un þessa félags var fyrst og fremst bjargföst sannfæring um að far- þegabátur eins og Eyjalín gæti orðið mikil lyftistöng fyrir ferða- þjónustu á Vestfjörðum og að það væri mikilvægt að auðvelda fólki að skoða náttúruparadísir á boð við Jökulfirði, Æðey og Vigur. Það eru Ferðaskrifstofa Vest- fjarða og Hótel ísafjörður sem ann- ast sölu ferðanna og frá því í maí- lok hefur Eyjalín verið með tvær skoðunarferðir á dag, ýmist í Jökul- firði eða um ísafjarðardjúp með viðkomu í Æðey og Vigur. Auk þessa er boðið upp á margs konar sérferðir eða hópferðir. Skoðunarferðirnar taka þijá til fjóra tíma og kostar 1.800 krónur. Ééttar veitingar eru innifaldar í verðinu. I ferðunum um Djúp skipt- ast ábúendur í Vigur og Æðey á um að taka á móti gestum og er það vissulega einn af hápunktum ferðanna þvi höfðingsskapur er annálaður á þessum stöðum. Ferðir í Jökulfirði opna einnig mikla möguleika fyrir Horn- strandaferðalanga. Eyjalín, sem getur siglt hátt í 40 mílna hraða, er ekki nema örskotsstund að skjót- ast með farþega t.d. yfir á Hest- eyri, í Veiðileysufjörð eða á aðra þá staði þar sem upplagt er að leggja af stað í Hornstrandaleið- angra. 1.500 krónur kostar farið hvora leið fyrir þá farþega sem ætla að dvelja eitthvað á Hornströndum. Með tilkomu Eyjalínar má segja að Hornstrandaferðir séu orðnar mun minna mál en áður. Það má t.a.m. hæglega fljúga vestur á ísa- fjörð að lokinni vinnu á föstudegi og halda síðan þá strax um kvöldið með Eyjalín í Jökulfirði, eyða helg- inni á Hornströndum og koma svo með Eyjalín á sunnudegi til Isa- fjarðar mátulega til að taka kvöld- vélina suður. Jónas Eyjólfsson sagði að Eyj- alín hefði þegar fengið mun betri undirtektir en eigendur hennar þorðu að vona í upphafi. Mikið hefði verið um að ýmiss konar hóp- ar færu í ferðir með bátnum. Minna væri hins vegar um það erin sem komið er að einstaklingar keyptu sér far í áætlunarferðimar. Baldur í Vigur segir útvarpsfólki frá Vigur-Breið, 200 ára ára- skipi sem enn er í notkun. Einstætt mannlíf og náttúrufegurð Þegar ég spurði Jónas hvað það væri sem hann hefði sérstaklega upp á að bjóða, brosti hann góðlát- lega og benti á útvarpsfólkið: „Ja, þú heyrir viðbrögðin. I Æðey og Vigur er sennilega mesta æðarvarp í veröldinni og gríðarlega augðugt fuglalíf að öðru leyti. Líttu svo í kringum þig, sjáðu fjallahringinn: Snæfjallaströndina, Unaðsdal, Kaldalón, Drangajökul með Ilroll- eifsborg og Hljóðabungu. Eða út- sýnið héðan úr Vigur þar sem þetta magnaða og síbreytilega fjall, Hesturinn, er alls staðar nálægt. Finndu kyrrðina og orkuna sem þú dregur að þér með fersku sjávar- loftinu. Síðast en ekki síst kynnistu hér í eyjunum einstæðu mannlífi. Einhver orðaði það svo að hér í Vigur væri lifandi safn. Auðvitað er þetta ekki safn heldur hefur sambandið við fortíðina aldrei rofn- að eins og það hefur því miður gert svo víða annars staðar í samfé- laginu. Hér sameinast fortíð og nútíð. Sjáðu gömlu kornmylluna, Vigur-Breið, þennan 200 áragamla bát, húsakynnin og innanstokks- munina; allt er þetta vitnisburður um gamla tíma en þetta er líka enn í fullri notkun. Þai-ftu frekar vitn- anna við.“ Og auðvitað þurfti ég það ekki. Baldur Bjarnason í Vigur kom fram við okkur öll eins og við værum þjóðhöfðingjar þessa stuttu stund sem við stöldruðum við í Vigur. Á bakaleiðinni til ísafjarðar voru þau orðin sjö ára á nýjan leik Elva Björk, Ragnheiður Ásta, Gunnvör Braga, Erna Indriðadóttir og jafn- vel Finnbogi Hermannsson. Allir gömlu rútusöngvarnir voru kyijaðir og tvær eldri konur frá Bretlandi, sem slegist höfðu með í ferðina, táruðust af þakklæti þegar þær heyrðu Eldgamla ísafold. Einnig þær voru sammála um að þetta væri ógleymanleg ferð. Ekki spillti fyrir að þrátt fyrir dálítinn sjó þá skeiðaði Éyjalín yfir öldurnar eins og besLi gæðingur. Það skriplaði ekki einu sinni á skötu og enginn varð sjóveikur. Vigfús Geirdal, ferðamála- fúlltrúi á Vestfjörðum. Nýjar, betri ferðaleiðir um Yestfirði Nýr Baldur hóf siglingar um Breiðafjörð í vor. Nýr liraðbátur siglir um Isafjarðardjúp. Og sér- leyfishafar hafa fjölgað ferðum um firðina, sem gefur aukna möguleika til skipulcggja skemmtilegar ferðir. Nýi Baldur getur flutt rútur á milli Stykkishólms og Brjánslækj- ar. Baldur siglir tvisvar á dag og kemur alltaf við í Flatey, en þar er tilvalið að dvelja á milli ferða, eða lengur ef menn óska. Þar má benda á svefnpokagistingu í Vogi og tjaldsvæðið í Krákuvör. Vest- fjarðaleið er með áætlun í tengslum við Baldur þrisvar í viku. Auk þess verður Torfi Andrésson með áætl- unarferðir þrisvar í viku á milli Bijánslækjar, Patreksfjarðar, Tálknafjarðar og Bíldudals. Þessar nýju. ferðaleiðir gefa tækifæri til hringferða um suðurfirðina, Pat- reksfjörð, Tálknafjörð og Arnar- fjörð. Sem dæmi má taka: Mánu-, mið- viku-, föstudaga: Flug til Patreks- Nýi báturinn Eyjalín. fjarðar og deginum eytt þar. Síðdegis ekinn hringur til Tálkna- fjarðar, Bíldudals og í Flókalund og gist þar. Þriðju-, fimmtu-, laug- ar-, sunnudaga: Ekið út á Látra- bjarg, gist í Breiðuvík eða haldið áfram til ísafjarðar. Þriðjudaga: Ekið um Djúp til Reykjavíkur - eða daglega áætlunarflugið tekið til Reykjavíkur. 1 leiðabók BSI eru góðar upplýsingar um áætlanir sér- leyfishafa á Vestfjörðum (bls.19- 24) og hugmyndir (bls.77) um dagsferðir frá Isafirði. Ferðaskrifstofa Vestfjarða býð- ur upp á heilmikla dagskrá í sum- ar. Daglegar skoðunarferðir eru um ísafjörð og nágrenni, eftír komu fiugs frá Reykjavík. Farþeg- ar eru sóttir út á völl. Á virkum dögum eru skoðunarferðir um Djúpið með nýja hraðbátnum Eyja- lín og lagt er upp kl. 14.00. Komið er við í Æðey eða Vigur, veitingar þegnar og farið í smáskoðunarferð. Fólki gefst innsýn í hvernig eyjalíf gengur fyrir sig, án þess að bíll standi við bæjardyrnar! Á sunnudögum siglir Eyjalín um Jökulfirði. Lagt af stað kl. 14.00 og allir fá nestispakka með sér. Lítið er stigið á land, enda engar bryggjur eða aðstaða í flotbryggj- um ennþá. Ferðir í Jökulfjörðu eru mjög vinsælar og ýmsir möguleikar að komast þangað (hafið samband við skrifstofuna). Eyðibyggðin tog- ar til sín og gefur aðra mynd en ferðir um óbyggðir þar sem maður- inn hefur aldrei tekið sér bólfestu. 30. júlí er gönguferð um Hom- strandir undir leiðsögn kunnugs fararstjóra. Ferðin tekur 6 daga, gist er í tjöldum, fullt fæði og séð fyrir viðlegubúnaði. Gönguferð á Hornstrandir kr. 20.000. Bátsferð um Djúp og Jökulfjörðu kr. 1.800. Áætl- unarferð í Jökulfjörðu kr. 1.500 aðra leið. 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.