Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1990, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1990, Side 5
Fastaráð tónskálda til eflingar samvinnu um allan heim, sést hér fyrir framan Kurhaus í Wiesbaden í júní 1934. Jón Leifs stendur yzt til hægri. Er það tilviljun að hann stendur einn, líkt og utan við hópinn. nú var svo komið, að landamæri Þýzkalands voru einungis í þriggja mílna fjarlægð fyrir norðan tékknesku höfuðborgina. Nazistar lögðu hald á eigur Riethoffjöl- skyldunnar í Teplice-Sanow. Með mikilli fyrirhöfn og harðfylgi tókst Jóni Leifs þó að fá þýzk yfirvöld til að yfirfæra megin- hluta þessara eigna á sitt nafn sem lögleg- an heimanmund eiginkonu sinnar, og gat hann þannig framfleytt fjölskyldu sinni og komið íjármunum til tengdaforeldranna sem þá voru í feium á ýmsum stöðum. Hinn 15. marz 1939 tók þýzki herinn Prag. Vera kann að Erwin Riethof hafi þá verið látinn, en að öllum líkindum var móðir Annie ein af þeim rúmlega fimm þúsund gyðinga- flóttamönnum sem Gestapó handtók daginn eftir. Siðar var hún myrt í einhverjum þrælk- unar- eða útrýmingarbúðum nazista. Á þessum þungbæru tímum hélt Jón Leifs áfram við tónsmíðar sínar. Fyrsti hluti ór- atoríunnar Eddu I op. 20 var að fullu sam- inn 1939, — raddskrár (partítúr) voru hrein- skrifaðar með íslenzkum textum og þýzkri þýðingu Felix Genzmers. Á fyrstu þremur mánuðum styrjaldarinnar samdi hann því næst fyrsta strokkvartett sinn, Mors et vita op. 21, sem lýkur með íslenzka tvísöngslag- inu „Húmar að mitt hinzta kvöld. “ Sama dag og Þjóðveijar hernámu Dan- mörku og Noreg, hóf Jón Leifs að semja litla kantötu fyrir þijár einsöngsraddir og kammerhljómsveit, Guðrúnarkviðu op. 22. Þetta eddukvæði er sorgaróður og endur- speglar tónverkið vafalaust þann þunga harm, sem tónskáldið bar í bijósti á þeirri skeijalausu vargöld sem skollin var á. sálmalög op. 17b fyrir blandaðan kór og orgel, ennfremur Þijár orgelprelúdíur op. 16, Nocturne op. 19 og auk þess einá tón- verkið sem var nokkru stærra í sniðum: Tveir íslenzkir söngdansar op. 17a fyrir sóló, kór og hljómsveit. Frá og með 30. janúar 1933 var pólitískt andrúmsloft í Þýzkalandi gjörbreytt; Jón Leifs var í mægðum við gyðingafjölskyldu sem í senn tryggði Leifsijölskyldunni viðun- andi efnahagslega afkomu og var á sama tíma í stöðugri lífshættu. Jón gerði sér þetta ljóst og reyndi allt sem hann gat til þess að komast burt úr Þýzkalandi. í því skyni réð hann sig árið 1934 í hlutastarf hjá Ríkisútvarpinu, og var ætlun hans, að fjöl- skyldan flytti skömmu síðar öll til Reykja- víkur. En eiginkonan kaus hins vegar að vera áfram um kyrrt í Þýzkalandi, og brátt reynd- ist ómögulegt að fá greidda út ijármuni hennar úr þýzkum bönkum. Upp frá því varð Jón Leifs að vera á stöðugu flakki á milli Reykjavíkur og Rehbriicke. Marta Kolossa man eftir því, að heimilisfaðirinn var á stöðugum ferðalögum, en þegar hann hélt erindi í íslenzka Ríkisútvarpinu, fór barnfóstran með dæturnar tvær, þær Snót og Líf, til Amdts kennara í Rehbriicke. Hann átti að líkindum nægilega öflugt út- varpstæki til að ná hinni veiku útvarpssend- ingu frá íslandi. Enn Syrtir í álinn Eftir að hafa á árunum 1936 og ’37 lenti í illvígum deilum við útvarpsráð, hætti Jón Leifs skyndilega störfum hjá Ríkisútvarpinu og hvarf aftur til Þýzkalands. Ástandið þarlendis var þá orðið þannig, að engan veginn reyndist auðvelt fyrir Leifsfjölskyld- una að komast burt úr landinu. Um þetta leyti gerir Jón frumdrög að viðamesta tón- verki sínu: Hann hefst handa við að semja fyrsta hlutann af óratoríunni Eddu op. 20. Textabókin hefur varðveitzt, og hafði hann lokið við hana hinn 25. maí 1932. Af texta- bókinni má sjá, að Jón hafði upprunalega ætlað sér að semja tetralogíu með Hring Wagners — þ.e. fjórar samstæðar hetjuóper- ur — í huga eða þó öllu heldur andhverfur þeirra tónverka Wagners. Jón Leifs var þeirrar skoðunar, að Richard Wagner hefði í hetjuóperum sínum gróflega misþyrmt fornnorrænum goðsögnum, og var það ætl- an Jóns að sýna umheiminum þessar goð- sagnir í sinni réttu mynd. Útlendingur án fastrar stöðu og að auki kvæntur gyðingakonu var ekki beinlínis vel settur í Þýzkalandi þeirra tíma. Einasti bak- hjarl og öryggi ijölskyldunnar í því gífurlega þjóðfélagslega umróti var íslenzkt vegabréf Jóns. Hinn 6. júní 1934 setti hann hins vegar nafn sitt undir skjal, sem að vísu tryggði honum eins konar tilverurétt í Þýzkalandi en var annars pólitískt séð mjög svo óviturlegt af honum. Síðar átti þó eftir að koma í ljós að þetta skref varð mjög lærdómsríkt fyrir hann. Jón Leifs gerðist sem sagt einn af stofnendum hins svo- nefnda Fastaráðs (Stándiger Rat fúr die internationale Zusammenarbeit der Komp- onisten) og fulltrúi íslands í því ráði, en það var stofnað hinn 6. júní 1934 í sambandi t. e 1 f' s Potsdam-^tÚhbrUclce, Wiesengrund 2 Dhtífá-ku Annie geb. Riethof, Vollliidin Mit Voll.lUdln verheiratet. Sondergen. —rnrnc • 1 ■ BeKA 20 301 217 gen geb.l.5*99 geb: 11.6.1897 Teplltz-Schönau._. getauft: 6. 1. 1916 11 - ‘ Komponist und Dlrlgent . Staatsangehörigkeit Island _ _____■ "■ ■ Er teilte im Weltkrieg freiwillig dae deutsche Los und trat in-der— uíC( islandischen Presee fUr Deutschland ein.1923 wird er auf den in Deutschland rege werdenden Gedanken aufmerksam und'in derdami völkischen Presse empfand er. positiv fur völkische und nord: Gedanken und blieb dieser' Linie bls heute treu (Ref .Cunz ilesiílinisteriuii Er-organisierte 1926 eine Gastspielreise der-HamburgerrjPfiilharmoniker— Uber Skandinayien und laland und wirkt in 17.Konzert!é{þ'iUr J>euischla»iL. 1922 war er das stárkste Bindeglied deutschen'KUnstförtums nach -iBlahd und -förderte die - deutschen Beziehungen dorthin.iÍy?4-1937-war- Leifs-amrt islándischen Staatsrundfunk tátig und beeinfií^ste die Brogrammgestal- tung im wesentlichen Masse zu Gunsten Leutéehlands."..... ' cr:.?> :■ r Er ist GrUnder und Islands' Delegierte rtsJ i'Stándigen Rat fUr -die—Inter-4 nationale Zusammenarbeit der Kompni^tea,,. Er hat seit 25 Jahren seinen WohnBÍtz in'Deutschland' beibehalýeío-und s ich" 1933 vorbehartXÖET-zum~ .. nationalsozialistischen Deutschl^nd-bekannt___________________ ] ' Lt.Bericht des Chafs der Sioh'eíneitspolizei u.des SD v.29.5.41 wird das-Auftreten des 1. und B^errau als anmassend empfúnden.’Béi— Strassen-T- sammlungen hat er oich(UyLter dem Hinwel s,dass er Auolánder .sel,abweirT__ send verhalten. s~\\J -----------.............. ' Persónuskilríki Jóns frá Þýskalandi nasismans. Þarna sést m.a., að tekið er fram að kona hans sé „VoIIjudin“, sem þýðir „hreinn Gyðingur“. við tónskáldahátíðina í Wiesbaden. Fasta- ráðið hafði aðalbækistöðvar sínar í Wiesbad- en, þar til það var leyst upp árið 1944. í þau tíu ár sem Fastaráðið starfaði var tón- skáldið Richard Strauss forseti þess. Strax á fyrsta starfsári Fastaráðsins áttu fulltrúar frá 20 ríkjum sæti í því, þ.e.a.s. frá Belgíu, Búlgaríu, Danmörku, Finnlandi, Frakklandi, Hollandi, íslandi, Ítalíu, Júgóslavíu, Lett- landi, Noregi, Póllandi, Svisslandi, Spáni, Stóra-Bretlandi, Svíþjóð, Tékkóslóvakíu, Ungveijalandi, Austurríki og Þýzkalandi. Fastaráðið var stofnað í þeim tilgangi að verða mótvægi við ISCM (International Society for Contemporary Music) og var það ætlun Richards Strauss að koma ISCM end- anlega á kné sem leiðandi samtök tón- skálda, og samtímis vildi Strauss lögleiða flutningsrétt á sínum eigin verkum um allan heim. I sambandi við þing Fastaráðsins í Wiesbaden árið 1935 voru haldnir norrænir tónlistardagar. Jon Leifs hélt hátíðarræðu við setningu norrænu tónlistarhátíðarinnar hinn 26. apríl og á eftir var orgelkonsert hans frumfluttur. Hátíðarræðan var meiri- háttar hylling íslands og þótti viðstöddum blaðamönnum mikið til koma. Farið var lof- samlegum orðum um orgelkonsert Jóns í blöðunum og túlkun Kurts Utz á verkinu þótti frábær. Á síðari þingum Fastaráðsins voru nokkur önnur verk Jóns Leifs flutt við og við, en undirtektir voru þó misjafnar. Eftir því sem nær dró lokum áratugarins átti Jón og ijölskylda hans stöðugt erfiðara uppdráttar í Þýzkalandi þjóðernissósíalista; sem skapandi listamaður átti hann eftir að verða illilega fyrir barðinu á þeirri andúð sem bæði Reichsmusikkammer og áróð- ursapparat Goebbels, das Propagandamin- isterium, kyntu undir af kappi gegn óæski- legum aðilum, stjórnmálasamtökum og kyn- þáttum sem taldir voru skör lægri í mann- legu samfélagi. Einn helzti hugmyndafræð- ingur Nazistaflokksins var Alfred Rosen- berg og fóru völd hans sífellt vaxandi um þessar mundir. Ein af þeim pólitísku kenni- setningum sem Rosenberg lét setja á oddinn í starfsreglum Reichsmusikkammer var, að hver sá tónlistarmaður, sem kvæntur var gyðingakonu, skyldi í fiestum tilvikum með- höndlaður sem hálfgyðingur; slíka menn ætti aftur á móti að öðru jöfnu að reka úr Reichsmusikkammer. Jón Leifs var þó ekki rekinn úr þessari stofnun þar sem hann var íslendingur og var auk þess álitinn vinyeitt- ur Þjóðveijum. íslenzkt ríkisfang veitti hon- um hins vegar engin önnur forréttindi en réttinn til að dvelja í Þýzkalandi. Vorið 1941 var Jón ennþá meðlimur Reichsmusik- kammer. Vargöld Haustið 1938 var ástandið orðið mjög svo ógnvænlegt. Þegar íslendingar héldu 20 ára sjálfstæðisyfirlýsingu landsins hátíðlega, 1. desember, fannst opinberum aðilum í Þýzka- landi, að Jón Leifs hefði í orði og athöfnum gefið ættjarðarást sinni alltof lausan taum- inn og viðhaft ögrandi ummæli um Dani. Hitler-stjórnin var einmitt þá að leita hóf- anna hjá ríkisstjórninni í Kaupmannahöfn um að Danir veittu Þýzkalandi hernaðarað- stoð fyrir innlimun Súdetahéraðanna í þýzka ríkið. Af þessum sökum tóku nazistayfir- völd anddanskan áróður Jóns Leifs mjög óstinnt upp. Ennþá alvarlegri var þó sú pólitíska árás sem foreldrar Annie urðu fyrir um svipað leyti. Hinn 2. október lét Hitler þýzkan herafla haida inn í Súdetahéruðin og innlima þennan hluta Tékkóslóvakíu í Þýzkaland. Tengdaforeldrar Jóns flýðu til Prag, þar sem Erwin Riethof var fæddur og átti ættingja og vini sem þau hjónin gátu leitað til. En Lítilsvirtur Opinberlega Hinn 10. marz 1941 átti Jón Leifs eftir að bíða sinn mesta ósigur og þola auðmýk- ingu sem skapandi listamaður. Var það í sambandi við tónskáldakvöld í salarkynnum Preussische Akademie der Kunste í Berlín. Eftir að flutt hafði verið divertimento fyrir hljómsveit, fiðlukonsert og stuttur píanókon- sert, kom röðin að Orgelkonsert Jóns Leifs, og var það Kurt Utz sem lék aftur á orgel- ið, en í þetta skipti stjórnaði tónskáldið sjálft hljómsveitinni. Kristján Albertsson varð vitni að því sem gerðist og lýsti því síðar þannig: „Ég sat uppi á svölunum og sá ekki niður í sjálfan salinn, sá ekki að menn voru stöð- ugt að standa upp og fara, á meðan orgel- konsertinn var fluttur, þannig að einungis örfáir voru eftir í salnum undir lokin. Mér fannst tónverk Jóns Leifs dásamlegt og bjóst við að það myndi taka undir í salnum af lófaklappi. Reyndin var sú, að við vorum innan við tuttugu sem klöppuðum og sátum mjög dreift í þessum stóra og næstum mann- auða sal. Jón Leifs snéri sér við og hneigði sig brosandi, og við tuttugu héldum lengi áfram að klappa og hann hélt áfram að hneigja sig, ýmist til hægri eða vinstri og upp til efri sætaraðanna, fagnandi á svip eins og þetta hefðu verið óvenjulega stór- kostlegar undirtektir.“ Viðstaddur þessar ófarir Jóns Leifs í sal Listaakademíunnar í Berlín var Fritz Stege, forvígismaður arískrar stefnu meðal Norð- urlandaþjóða, sem hann spáði nýju blóma- skeiði. Hann var aðalritstjóri tímaritsins Zeitschrift fúr Musik en í því blaði hafði Jón Leifs oft fengið birtar greinar eftir sig um tónlistarmál. Síðast hafði hann birt þar fáein minningarorð um hljómsveitarstjórann Karl Muck sem hafði veitt hljóðfæraleikur- um sínum í Fflharmóníusveit Hamborgar leyfi til hljómleikaferðarinnar til íslands. En eftir orgelkonsertinn hikaði Fritz Stege ekki við að leiða Jon Leifs á höggstokkinn í tónlistargagnrýni sinni í Zeitschrift fur Musik: Þegar litið er á þá þrúgandi þröngsýni sem ræður ríkjum í þeim hugarheimi er hér birtist, svo fráhverfur frjálsu, skapandi hug- arflugi — hugarheimi sem í mynd mikilúð- ugrar passacaglíu vekur með mönnum óbeit og furðu — þá skilja menn hvorki upp né niður í þessu. Hefur Jón Leifs ætlað sér að lýsa forsögu íslands í tónum, þegar hraun- straumarnir flæddu enn yfir og risaeðlur skóku jörðina er þær þrömmuðu þungstígar um? Ekki er á annan hátt unnt að útskýra mikinn fjölda ásláttarhljóðfæra, þar sem drundi í fjórum pákum og einn nmður var þrælupptekinn við að ólmast með hamri á gólfinu af illkvittnislegri þrjósku. Áheyrend- ur tóku að gerast órólegir en síðar var þeim skemmt; í staðinn fyrir lófatak eftir loka- hljóma verksins, kváðu við glymjandi hlátr- asköll frá þeim sem eftir voru í salnum. Sú vitneskja, að Gestapómenn voru við- staddir þessa aftöku coram publicum — frammi fyrir áheyrendum — undirstrikaði greinilega, að enginn hélt lengur verndar- hendi yfir Jóni Leifs. lsland var á táknræn- an hátt fallið í hendur óvinanna; hinn 10. maí 1940 höfðu Englendingar hernumið LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15. SEPTEMBER 1990 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.