Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1990, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1990, Side 6
landið, og hinn 7. júlí 1941 höfðu Banda- ríkjamenn, sem þá voru enn þá hlutlausir, leyst Breta af hólmi sem varnarlið landsins. Jón Leifs var sannfærður um, að Þjóðverjar myndu hernema ísland. Landflótta í Svíþjóð Auk ófaranna í Berlín gerðust einnig önnur atvik sem urðu til þess að vekja enn meiri óróa innan íjölskyldunnar. Hinn 29. maí 1941 gaf yfirmaður þýzku öryggislög- reglunnar og leyniþjónustunnar skýrslu um hortuga fram’komu Jóns og Annie Leifs. I sambandi við almenna fjársöfnun á götum úti til styrktar stytjaldarrekstri Þjóðverja var Jón kærður fyrir að hafa neitað að leggja nokkuð af mörkum og um leið bent á, að hann væri útlendingur. Var nú tekið að fylgjast með þvt' sem fjölskyldan tók sér fyrir hendur. Tíunda marz 1941 hafði Jóni Leifs í reynd verið ‘ útskúfað úr samfélagi listamanna r Berlín, en hann gat ekki grátið. Þess í stað var hann gripinn heilagri reiði, og í sama mánuði hóf hann að semja sína fyrstu og einustu sinfóníu, Sögusinfóníuna op. 26 fyr- ir stóra hljómsveit, sex eirlúðra og einkenni- legt samsafn af ásláttartækjum, þeirra á meðal steðja, hátt og lágt hljómandi steina, svipur og tréskildi, leðurskildi og járnsteng- ur. Sérhver hinna fimm kafla sinfóníunnar á að lýsa í tónum köppum og kvenhetjum íslendingasagnanna. Tónskáldið lauk við að semja sinfóníuna í júlímánuði 1942. Auk sinfóníunnar samdi hann annars á þessu tímabili eingöngu söng- lög og kórverk; fjóra sönglagaflokka með þremur sönglögum í hverjum, þ.e.a.s. op. 23, 24, 25 og 31. Sá næstsíðasti af þessum sönglagaflokkum var saminn í beinu fram- haldi af sinfóníunni og sá síðast taldi við forníslenzk ljóð; ennfremur fimm flokka af kórlögum op. 27, 28, 29, 30 og 32, og eru sömuleiðis þrjú sönglög í hverjum flokki. Ekki er að fullu vitáð um dagsetningu á samningu þessara verka Jóns, en þau voru að öilum líkindum til orðin á árunum 1942 og 1943. Þegar hér var komið sögu, var ástandið orðið það ískyggilegt í innanlandsmálum Þýzkalands, að Jóni varð fullljóst, að það væri mest um vert fyrir hann og fjölskyldu hans að komast á einhvern hátt úr landi. Sautján ára hafði hann komið til Þýzka- lands á styrjaldartímum; 44 ára að aldri hvarf hann úr landi aftur á styrjaldartímum. í október 1943 tóku Bandamenn að varpa sprengjum á Leipzig, og þar fuðraði allur sá nótnalager upp sem lá óseldur hjá músík- forlaginu Kistner & Siegel. Þar með höfðu síðustu tengslin slitnað. Ernst Ziichner aðstoðaði fjölskyiduna við að fá fararleyfi úr landi, og þau fjögur komu sem flóttafólk tll Stokkhólms um haustið 1943. í Svíþjóð var um þær mundir ekki hinn minnsti áhugi á tónlist Jóns Leifs; hann leitaði hófanna um flutning verka sinna hjá borgarhljóm- sveitunum í Stokkhólmi, Gautaborg og Málmey með raddskrárnar af Eddu-órator- íunni í höndunum, en alls staðar fékk hann afsvar, sama var uppi á teningnum hjá tón- listardeild sænska ríkisútvarpsins. Vart gat heitið að hann umgengist nokkurt sænskt tónskáld; Kurt Atterberg hafði einungis samband við hann í sambandi við einhver atriði varðandi flutningsrétt á tónverkum. Hilding Rosenberg kallaði Jon Leifs fúskara, en Moses Pergament sýndi tónsmíðum Jons þó örlítinn áhugavott. REIÐARSLAG Meðan á dvöl Leifshjónanna í Stokkhólmi stóð á árunum 1944 og ’45 tók sambúð þeirra auk þess að losna mjög úr reipunum; hjónabandið var i þann veginn að sigla í strand. Það var einungis velferð dætranna og áhugi foreldranna á að veita þeim góða menntun, sem ennþá tengdi þau Jón og Annie Leifs saman. Eldri dóttirin, Snót, hóf nám við Stokkhómsháskóla — hún tók síðar doktorsgráðu í Vestur-Þýzkalandi — og yngri dóttirin, Líf, fékk tilsögn í fiðluleik hjá Charles Barkel, og þótti honum mikið til hæfileika hennar koma. En Jón Leifs átti sér enga framtíð sem tónskáld í Svíþjóð, og um mitt sumar 1945 hóf hann að undirbúa heimferð sína til ís- iands. Má vera, að hann hafi líka fyllzt óhugnaði yfir þeim örlögum sem rithöfund- urinn og vinur hans, Guðmundur Kamban, hlaut hinn 5. maí 1945 í Kaupmannahöfn, en hann var skotinn til bana þann dag; voru þar þrír ákafir danskir föðurlandsvinir að verki. Jón yfirgaf fjölskyldu sína, sem þá bjó á Hasselstigen 2 í Solna, og hélt norður til Petsamo. Þar steig hann um borð í Esju sem þangað var komin til að flytja íslendinga frá meginlandi Evrópu heim til íslands. Um leið og Jón steig um borð, var hann hnepptur í varðhald, grunaður um $ Áfánfa. Ófullgert verk. Hér á bls 212 í 3. hluta verksins sem byggir á Vafþrúðnismálum í Snorra Eddu, brugðust síðustu kraftarnir Jóni Leifs. sérstaka samúð með þýzkum nazistum og samstarf við þá; grunsemdir af þessu tagi í hans garð voru afar óréttmætar. Sem ófrjáls maður leit hann aftur ættjörð sína hinn 7. júlí 1945. Tíu árum síðar átti hann eftir að láta í ljós þær tilfinningar sem þessi heimkoma hafði vakið í bijósti hans, en þær innri hræringar túlkar hann í hljómsveitar- forleiknum Landsýn op. 41. Við komuna til Reykjavíkur handtóku bandarískir foringjar Jón Leifs og færðu hann til yfirheyrslu, en þegar þar var kom- ið, var það ekki Bandaríkjamaður heldur íslendingur sem tók skýrslu af Jóni: Þetta var Ragnar H. Ragnars, síðar tónskáld og menningarfrömuður á ísafirði, en hann hafði gengið í bandaríska herinn í stríðsbyijun. Eftir að Ragnar hafði yfírheyrt Jón og gert skýrslu um mál hans, var hann sýknaður af öllum ákærum og þegar látinn laus. Hann fékk samt sem áður aldrei fulla upp- reisn æru í lifanda lífí og tók mjög nærri sér þessar órökstuddu ásakanir í sinn garð sem lengi héldust við lýði. Eftir heimkom- una hófst Jon þegar handa við að skipu- leggja samtök íslenzkra tónskálda með til- liti til höfundarréttar, útgáfu og opinbers flutnings á verkum þeirra. Hann hélt fundi með íslenzkum tónskáldum um þessi mál, og hinn 25. júlí 1945 var Tónskáldafélag íslands stofnað, mjög fyrir hans atbeina og varð Jón varaformaður félagsins; síðar var hann kjörinn heiðursforseti þess ævilangt. Örlögin áttu þó enn eftir að grípa harkalega inn í lífsferil hans. Vorið 1946 voru þau Annie og Jón að skilja, og við lögskilnaðinn var Annie veitt forræði yfir dætrunum. Þær mæðgumar Annie og Líf áttu sameiginlegt áhugamál þar sem tónlistin var; þær sátu oft í þriðju röð í Konserthuset í Stokkhólmi og hlustuði á sinfóníutónleika. Líf hélt áfram námi sínu í fiðluleik og sótti jafnvel sum- arnámskeið hjá Charles Barkel í Hamburg- sund á vesturströnd Svíþjóðar árin 1945, 1946 og 1947. Lif var glaðvær stúlka og iðkaði íþróttir. Á hverjum morgni kl. 7 var hún vön að synda eins kílómetra leið milli Hamburgsunds og Jakobseyjar. Hinn 11. júní 1947 var kalt í veðri og allhvasst, og sænskur sjómaður varaði hana við að leggja til sunds þennan morgun, en hún svaraði því til, að hún væri vön að synda þessa leið hvern einasta dag. Það var í síðasta sinn sem hin 17 ára gamla stúlka sást á lífi. Daginn eftir komu þær Annie og Snót frá Stokkhólmi til Hamburgsunds; „Annie Leifs var eins og líkneskja ásýndum, stjörf af sorg.“ Dag eftir dag var leitað að líki stúlk- unnar, sundið var slætt og leitarflugvél lát- in fljúga yfir svæðið, en árangurslaust. Á níunda degi flaut lík hennar upp og var bjargað nær ósködduðu. Líf var jarðsett í Reykjavík. Annie og Snót fluttust nokkru síðar búferlum til Islands, og þar bjó frú Leifs síðustu æviárin í sámstu örbirgð; átti hún í reynd fátt annarra muna en fagran konsertflygil, skreyttan flúri úr innlögðum viði. Hún andaðist í Reykjavík södd lífdaga hinn 3. nóvember 1970 og var þá sjötíu og þriggja ára að aldri. Allt Hefur Sinn Tíma Dauði Lífar var gífurlegt áfall fyrir Jón, lét hann djúpan trega sinn í ljós í mörgum tónverkum síðar. Requiem op. 33 fyrir kór a capella var samið árið 1949; með sefandi vögguvísu-hrynjandi og þýðum blæ er þetta ein persónulegasta tónsmíð hans og það verk sem var honum sjálfum kærast. Svipað eðlis er In memoríam op. 35 fyrir karlakór og framar öllu annar strokkvartettinn, Vita (Líf) et mors op. 36, en hann hóf að semja fyrsta kafla þess verks á afmælisdegi dóttur sinnar, 19. ágúst 1948. Þótt Jón Leifs væri opinberlega heimilisfastur í Reykjavík á þessum ámm, var hann samt með annan fótinn í Saltsjöbaden í Svíþjóð; dvaldi hann langdvölum í Grand Pensionat við Strand- promenaden 1. Það vom reyndar tilfinninga- bönd sem þá drógu hann til Svíþjóðar: Hinn 3. febrúar 1950 gekk hann að eiga sænska konu, Theu (Altheu) Maríu Duzzina Heintz (meyjarnafn Andersson f. 26. marz 1905). Hjónavígslan var í Gamla Uppsala kyrka sem viss virðingarvottur við norræna menningu. Thea var mjög vel efnuð, lífsglöð og mikil heimsdama; Jón Leifs var þriðji eiginmaður hennar. Thea kunni ekki við sig í Reykjavík, og hjónaband þeirra stóð aðeins í rúmlega fimm ár; hjónin skildu 5. apríl 1956. Hinn 15. júlí sama ár kvongaðist Jon í þriðja sinn, Þorbjörgu Jóhannsdóttur (f. 20. ágúst 1919). Þau hjónin bjuggu á Freyjugötu 3, og þar átti Jón heimili til dauðadags. Þau eignuðust einn son, Leif, sem faðirinn tileinkaði hinn 7. júlí 1957 Skírnarsálm op. 43. Á ámnum 1950 fram til 1960 vann hann fremur stopult að tónsmíðum, en frá 1960 og til æviloka semur hann af þeim mun meira kappi. Hann samdi hvert tónverkið á fætur öðru; um áramótin 1960-61 lauk hann við samn- ingu kórverksins Sumarmál op. 39 nr. 1, en hann hafði byijað að semja það verk tólf árum áður. Þá varð til Kvintettinn op. 50 og því næst samdi hann hina einstöku hljómsveitarkviðu Geysi op. 51 — og er allt útlit fyrir að það verk eigi eftir að verða fastur liður hjá stórum hljómsveitum um víða veröld. Ragnheiður móðlr hans abdáðlst 30. seþt- ember 1961 og var þá 88 ára að aldri. Fyrir útför hennar samdi sonurinn Hinztu kveðju op. 53. Um svipað leyti lauk hann við annað íslenzkt tónaljóð en það var hljóm- sveitarforleikurinn Hekla op. 52. Þetta snilldarlega samda tónverk átti þó eftir að orsaka síðustu auðmýkingu hans sem tón- skálds þegar verkið vr flutt í hátíðarsal Háskólans í Helsingfors hinn 2. október 1964. Eftir hljómleikana var ýmist dregið dár að honum og brosað í laumi að þessum uppbelgda Islendingi með sínar stórlátu hugmyndir eða menn komu fram við hann eins og hvern annan fáráð og gáfu ekki minnsta gaum að því, hvað hann hefði vilj- að láta í ljós með þessari tónsmíð sinni. En nú var Jon Leifs orðinn of vanur við auðmýk- ingu og fyrirlitningu af þessu tagi til að hann léti sig það miklu skipta. Otrauður hélt hann áfram að semja tónverk; eftir að hafa lokið samningu intermezzósins Víkingasvar op. 54 hélt hann áfram með það verk sem bakað hafði honum hvað mestan sársauka: Annan hlutann af óratór- íunni Eddu. Um vorið 1966 hafði hann að fullu lokið við óratóríuna, þ.e.a.s. Eddu II. Strax að því loknu hóf hann að semja lýsing- una á ragnarökum í Eddu III op. 65. í aprílmánuði 1968 kom í Ijós, að Jon var kominn með krabbamein á háu stigi, og var hann lagður inn á Landspítalann. Hann hélt samt áfram að semja tónlist á sjúkra- beði og var viðfangsefnið enn Edda III. Um miðjan maí fékk hann að fara af sjúkrahús- inu og dvelja heima um hríð og samdi hann þá á níu dögum stuttan millikafla fyrir strok- hljómsveit — Huggun op. 66 — og var það síðasta verkið sem hann lauk að fullu við. Þá hélt hann áfram með Eddu ///; síðasta dagsetningin er skráð 5. júní en handrit tónverksins er 12 síður til viðbótar. Kraftar hans voru þá þrotnir. Jón Leifs andaðist hinn 30. júní 1968, 69 ára að aldri. Höfundur skrífar í sænska tónlistartíma- ritið Tonfallet.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.