Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1990, Page 11

Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1990, Page 11
Hinn hagsýni ferðamaður Vertu ekki með of mikinn farang-ur! Farangnr Hvernig á að pakka og hvað á að taka með sér? Oft er erfitt að ákveða hvað á að vera í ferðatöskunni. Tvær gullnar reglur: — Hafið auga með þyngdinni og takið það, sem veitir mesta ánægju (betra að þekkja sjálfan sig til að vita hvað það er)! Laurie Lee tók tjald, ein aukaföt, ábreiðu og fiðlu — og farangur Ricks Bergs (báðir þekktir rithöfulid- ar) komst fyrir í léttum bak- poka, þegar hann fór í 6 ára ferðalag! En flestir eru of háð- ir daglegum klæðnaði og tísku- sveiflum og pakka samkvæmt því. Góð regla er að hafa ferða- töskuna aðeins hálf- fulla! Minjagripir taka pláss og flestir freistast til að kaupa eitthvað. Ef taskan vegur um 19 kg við brottför, lendið þið í erfiðleikum með yfirvigt. Leyfi- leg þyngd er 20 kg í almennu farrými (meira á viðskipta- og fyrsta farrými). Auðvitað fer fataval eftir veðráttu á áfanga- stað. Létt föt í heitum löndum, en fínni og þyngri föt á alþjóðleg- um viðskiptafundum. Ef Hong Kong, paradís hins kaupglaða, er í sjónmáli, er freistandi að fara með tóma tösku og birgja sig upp! Þegar búið er að velja í tösk-. una, er góð regla að breiða fötin á rúmið. Otrúlega margir eru búnir að taka 2A úr fataskápnum! v Hengið belminginn upp aftur! Það er örugglega nóg. Fyrirferðar- mestu hlutirnir fara í töskubotn- inn — eins og skór í plastpokum, ferðastraujárn ogfleira. Síðan eru fötin lögð í lögum ofan á, hver kjóll eða buxur í plasthlífum úr fatahreinsuninni. 1-2 peysur eru alltaf nauðsynlegar, hvert sem farið er — sólin gæti horfið í viku, jafnvel í hitabeltinu. Skyrtur, blússur, buxur og pils (á léttum herðatijám), stutterma bolir, nær- föt og fleira smávegis — og að síðustu eitthvað mjúkt, til dæmis léttan frakka eða slopp efst. — Reynið að standast þá freist- ingu að fylla út í aukarýmið. Munið að innkaupin taka pláss! Snyrtivörur eru best geymdar í snyrtitöskum. íslenskir ferða- menn stefna oftast til sólarlanda, sem krefst meiri fatnaðar til skip- tanna. — Hentugt að velja föt, sem passa vel saman og hægt er að víxia á ýmsa vegu. Óformlegur bómullarfatnaður er þægilegur í sólinni. — Hjón ættu alltaf að vera hvort með sína ferðatösku! Til vara er gott að hafa aukasekk meðferðis, ef innkaupin verða meiri en gert var ráð fyrir. Flest- ar konur hafa handtösku, sem rúmar snyrtivörur, skartgripi, ferðaskjöl, peninga og lesefni. — Og farið nú yfir hvort allar nauðsynjar eru komnar niður! Er farseðill, vegabréf, gjaldeyrir, smámynt (fyrir leigubíl á hótelið), ökuskírteini og fleira í farangrin- um? — Liggja sokkapörin 6 ennþá á rúminu? — Er þægilegur skó- fatnaður til skiptanna? Dýrmætir frídagar geta glatast í skóleit í framandi borg! — Eru plástrar, verkjalyf, magatöflur og önnur nauðsynleg meðöl meðferðis? Far- ið yfir snyrtivörurnar. — Konur, munið að taka með ykkur dömu- bindi. — Karlar, gleymið ekki rak- vélinni. Utan hins vestræna heims getur reynst erfitt að ná í ýmsa smáhluti, sem okkur finnast ómissandi. — Verið alltaf viðbúin hinu óvænta á ferðalagi. Og gleymið ekki straumbreytismilli- stykki fyrir rakvél, hárþurrku og ferðastraujám. o Sv R Ekki bara verzlanir Á göngugötu í Trier fremst verslunar- og þjónustu- borg og starfa 70% borgarbúa á þeim sviðum. Hefur Trier fram- færi sitt af að þjóna ýmsum ná- grannabæjum, þeim 11.000 nem- endum sem stunda þar nám á háskólastigi, mikilli umferð ferða- manna og franska hernum (í Trier er næststærsta herstöð franska hersins — einungis sú í París er stærri). Það er heldur ekki óal- gengt að sjá íbúa Lúxemborgar koma þangað í innkaupaferð þó á móti komi að í tólf kílómetra fjar- lægð frá Trier, rétt handan við lúxemborgísku landamærin, er þorpið Wasserbillig sem virðist lifa nær einvörðungu á því að selja Trier-búum áfengi, tóbak, kaffi og bensín. Vinsældir Trier sem verslunarborgar má líka án efa að hluta rekja til þess að versl- anir eru nær allar á sama blettin- um. Af 160 þúsund fermetrum verslunarrýmis í borginni eru alls 90 þúsund í gamla miðbænum og þar eru nær einvörðungu göngu- götur og því mjög þægilegt að athafna sig við innkaup. En Tner er ekki bara verslanir og ætti hver sá sem þangað leggur leið sína að gefa sér smá tíma til að skoða allt sem borgin hefur að bjóða. Elsta borg- Þýskalands Trier er nefnilega hvorki meira né minna en elsta borg Þýska- lands og á sér rúmlega 2000 ára merkilega sögu sem nær allt aftur til tíma Rómaveldis. í kvæði sem á rætur að rekja til miðalda er jafnvel sagt frá því að Trebeta, stjúpsonur Semiramis, konungs í Babýlon, hafi komið sem flótta- maður til Mósesdalsins og byggt þar borg sem bar nafnið Treberis. Á þessari sögu byggist líka áritun sem er að -finna á húsi einu á aðaltorgi borgarinnar. Á húsinu, sem reist var 1683, stendur: „Ante Rornam Treviris stetit ann- is mille trecentis perstet et aet- erna pace fruatur", sem þýðir: Trier var til þrettán hundruð árum fyrir Róm, megi hún áfram standa og njóta eilífs friðar. Hvað sem öllum sögum um Babýlon-kónga líður, virðast sagnfræðingar vera sammála um að nafn borgarinnar sé dregið af hinum keltneska þjóð- flokki Treverum en þeirra er m.a. getið í frásögnum Caesars af Gallíu-stríðunum. Á árunum 20-19 fyrir Krist hóf Vipsanius Agrippa, æðsti hers- höfðingi Ágústínusar keisara Rómaveldis, að byggja upp vega- kerfið í Gallíu. Var ein mikilvæg- asta leið þessa vegakerfis sú sem lá í gegnum borgimar Lyon, Metz og Trier að Rín og tengdi þar með norður- og suðurhluta Róma- veldis. Það er um þetta leyti sem borgin Augusta Treverorum er stofnuð og bendir nafnið til að það hafi verið gert að beinu frum- kvæði Ágústínusar. Á næstu árum varð borgin æ mikilvægari vegpia hinnar hernaðarlega mikil- vægu legn sinnar í Móseldalnum,, sem hafði þó líka í för með sér' að hún fór ekki varhluta af átök- um milli Rómverja og Germana.. I lok þriðju aldar varð svo Au- gusta Treverorum, eða Treveris; eins og hún var nú nefnd, að einnii af fjórum höfuðborgum Róma-- veldis og þar með að mikilvæg- ustu borg Vestur-Evrópu. Ekki verður hér rekin frekar saga borg- arinnar, þó um hana mætti skrifa, langt mál, en þess má geta að á miðöldum tók nafnið Tryer við af' Treviris og strax á 16. öld var nafnið Trier orðið nær allsráðandi. Sögulegar minjar Trier ber þess enn þann dag í dag greinileg merki að hafa verið ein af höfuðborgum Rómveija. Mega menn vart stinga niður skóflu án þess að koma niður á einhveijar rómverskar rústir, sem getur, eins og gefur að skilja, orðið til vandræða þegar mikið liggur á byggingarframkvæmd- um. Frægasta arfleifðin frá tímum Rómveija er hið gamla borgarhlið, Porta Nigra, sem orð- ið er að tákni borgarinnar. Porta Nigra, eða Svarta hliðið, var upp- haflega norðurhhð hins 6,4 kíló- metra langa varnarmúrs sem eitt sinn umlukti borgina. Það var byggt á annarri öld en hlaut nafn sitt fyrst á miðöldum er hliðið hafði öðlast hinn svarta lit sem það ber enn þann dag í dag. Upp- haflega voru borgárhliðin fjögur en einungis Porta Nigra stendur enn. Varð það til að bjarga hliðinu að á miðöldum tók kirkjan það í sína þjónustu og breytti því í kirkju. Ekki síður mikilfengieg er hin risavaxna „Basilika“. Bygging þessi var upphaflega reist sem höll fyrir keisara Rómaveldis en þjónar í dag sem kirkja mótmæ- lenda eftir að hafa verið afhent söfnuði þeirra árið 1856. Basilik- an hefur margoft orðið fyrir alvar- legum skemmdum sökum stríðsá- taka (síðast árið 1944) en ávallt verið reist að nýju. Af öðrum merkum minnisvörðum má nefna hringleikahús (Amphitheater) sem reist var um árið 100. Þar gátu á sínum tíma allt að 20.000 áhorfendur fylgst með þeim leikj- um sem þá voru í tísku, bardögum skylmingamanna jafnt sem átök- um við villt dýr. Þá er í Trier einn- ig að finna gömul rómversk bað- hús auk fjölda annarra bygginga. Öll eru þessi minnismerki opin almenningi og standa annaðhvort í miðbænum sjálfum (Porta Nigra, Basilika) eða þá í hæfilegri göngu- fjarlægð frá honum (Amphitheat- er, baðhús). Fyrir þá sem gaman hafa af því að skoða gamlar byggingar er í miðbænum fjöldi fallegra bygginga sem eiga sögu að rekja allt aftur til miðalda. Aðaltorg borgarinnar, Hauptmarkt, þar sem helstu verslunargötur mæt- ast, er til dæmis talið vera með allra fallegustu torgum Þýska- lands. Kaffihús Að lokinni gönguferð um borg- ina, eða á meðan á henni stend- ur, má svo heimsækja eitthvert hinn fjölmörgu kaffihúsa sem þar er að finna. Mörg er þau í gömlum fallegum byggingum sem einar væru heimsóknar virði. Ekki skortir heldur veitingahús eða knæpur fyrir þá sem það kjósa. Meða! ágætra veitingahúsa í mið- borginni má nefna staðina Zum Domstein við Hauptmarkt (stað- urinn sérhæfir sig m.a. í róm- verskum réttum) og Brasserie, sem er í Fleischstrasse, einni af götunum út frá Hauptmarkt. Er sá staður í eigu Bitburger-brugg- hússins og þar er að finna góðan mat, skemmtilega stemmningu og besta bjór borgarinnar. Fyrir þá sem eru á ferðinni að sumri til má líka benda á veitingahús sem helsta brugghús borgarinnar (Tri- erer Löwenbráuerei) rekur. Það er við hliðina á brugghúsinu, á einni af þeim hæðum sem um- lykja borgina. Yfir sumarmánuð- ina borða menn utandyra í garði brugghússins. Vínrækt En þó mikið sé bruggað af bjór í Trier er borgin samt mun þekkt- ari fyrir vín sín. Trier er helsta borg Móseldalsins og eru Riesl- ing-vín hennar talin vera með betri vínum þess héraðs. I þorpinu Trier-Olewig, sem er örskammt frá miðborginni (fimm mínútur í bíl), geta menn heimsótt vínbænd- ur og kynnst framleiðslu þeirra. Flestir reka þeir líka veitinga- og jafnvel gistihús samhliða vínrækt- inni. Frá fyrsta maí til loka sept- ember er einnig hægt að fara í klukkustundar langa kynnisferð daglega um vínekrurnar. Ef menn taka þátt í vínprufu er kynnisferð- in (sem hefst kl. 11.00) ókeypis en annars kostar hún 25 mörk. Trier er líka tilvalinn upphafs- staður fýrir ökuferðir um Móseld- alinn, eða þá bátsferðir. Frá miðj- um maí til miðs október fer feija daglega frá Trier (kl. 9.15) til Bernkastel og til baka. Einnig er m.a. boðið upp á ferðir upp Mósel og Rín til Koblenz og Dússeldorf. Alls eru rúmlega sextíu hótel og gistihús í Trier. í þeim eru um 2.600 gistirými. Þau eru eins og gefur að skilja misjöfn að stærð og gæðum og kostnaðurinn eftir því. Ætti hver sem er að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Með- alverð á gistirými er um 40-80 mörk eða sem nemur u.þ.b. 1.500-3.000 íslenskum krónum fyrir manninn. Dýrari jafnt sem ódýrari gistingu er einnig hægt að finna. Upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn er við hliðina á Porta Nigra og gefur hún allar upplýs- ingar um hótel, kynnisferðir og annað. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15. SEPTEMBER 1990 1 1 I.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.