Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1990, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1990, Blaðsíða 12
B Æ 1 L A R Chevrolet Blazer er eigulegur híll. Nýr og lengri Chevrolet Blazer Fernra dyra Blazer er líka orðinn lengri en fyrri gerðir og þar með rúmbetri. Chevrolet Blazer S-10 er nú með nýrri árgerð fáanlegur með nokkrum nýjung- um og er sú hin helsla að hann er nú fernra dyra og orðinn 16 cm lengri. Blaz- er hefur kannski ekki verið svo mikið upp á ferðinni undanfarin misseri en hann á þó fullt erindi í samkeppni við ( ýmsa jeppa. Hann er í þriggja milljón króna flokknum enda með allstórri vél, vel búinn og glæsilegur jeppi og þess vegna stendur hann vel að vígi í saman- burði við japönsku jeppana sem eru sama verðflokki. Það er Jötunn við Höfða- bakka í Reykjavík sem hefur umboð fyr- ir Blazer eins og aðra bíla frá GM. Blazer hefur státað af góðum viðtök- um í heimalandinu, Bandaríkjun- um, allt frá því hann kom fram árið 1983. Hann hefur verið þar einn söluhæsti bíllinn í flokki jeppa eða ferðabíla og með þessari nýju fernra dyra árgerð er honum ætlað að ná enn á ný góðri stöðu. Blazer er hreinn og beinn í útliti, hann er myndarlegur jeppi og óhætt er að segja að hann sé fallegur og laus við prjál. Fernra dyra útgáfan er 4,42 cm langur en tvennra dyra 4,26. Blazer er 1,56 m hár og 1,63 m breiður. Lengd milli hjóla er 2,67 m og 2,51 á styttri gerðinni. Hann vegur nærri 1700 kg og ber um 800 kg. Ríkulegur búnaður Staðalbúnaður í þeirri gerð Blazer sem fluttur er hingað til lands verður þessi: Vélin er 4,3 lítra og sex strokka 160 hest- afla bensínvél. Hann er búinn læsivörðum hemlum (ABS), ijögurra þrepa sjálfskipt- ingu þ.e. með yfirgír, vökvastýri og velti- stýri, raflæsingum á hurðum, rafknúnum rúðuvindum og hægt er að opna afturhlera með rofa í mælaborði. Þá kemur hann með toppgrind og vindskeið að aftan, útvarpi með segulbandi og fjórum hátölurum, gler í afturgluggum er litað og mælaborðið er stafrænt. (Þessa gerð ætti þó kannski alveg eins að kalla myndræna). Hjólbarðar eru 15 þumlunga og þeir eru á álfelgum. Blazer er einnig stór og mikill bíli að innan. Framstólamir eru sæmilega góðir, mættu vera heldur stífarFog bekkur er fyr- ir þijá afturí. Þar er allgott rými fyrir full- vaxið fólk og alveg óhætt að bjóða upp á langferð með fímm fullorðna í bíl sem þess- um. Farangursými er yfrið nóg og hægt að leggja fram aftursætið til að auka íýmið um allan helming. Varahjól er fest á grind við afturhlerana og þarf að víkja henni til hliðar áður en komist verður að farangurs- rými. Grindin sjálf var ekki nógu vel stillt, átti það til að skrölta lítið eitt þegar ekið var í holum. Má kannski búast við að þessi búnaður geti orðið til leiðinda en það er líka oft hálfgert vandræðamál hvar koma á vara- hjóli fyrir því sé það sett inn tekur það of mikið af farangursrými. 1 X . ~~ ~~?r \ Farangursrýmið er gott en umgangur er þægilegri með hurðum en ekki hler- um eins og hér er í boði. ' Mælar eru með þessu nýja yfirbragð’ • stafrænum mælum, Ahugaverður Fyrir bílinn með þessum búnaði þarf að greiða 3,1 milljón króna að viðbættum 32 þúsundum fyrir skráningu og í’yðvörn. Verð- inu má þoka rétt niður fyrir þijár milljónir sé greiðslu snarað á borðið í einu lagi. Og hvernig er síðan að meðhöndla þessa fjárfestingu? Í fáum orðum sagt er það í senn áhugavert og skemmtilegt. Blazer er stór bíll en það er eins og oft áður með stóra og vel búna bfla að stórir hliðarspegl- arnir, gott útsýni, það að ökumaður situr hátt, sjálfskiptingin og vökvastýri gera það að verkum að það er næsta auðvelt að meðhöndla bílinn. Það þarf að leggja nokkr- um sinnum í þröng stæði til að fá góða til- finningu fyrir stærðinni og eftir það eru ökumenn á Blazer færir í flestan sjó. Vélin gefur frá sér hraustlegan og nota- legan dyn (sem er þó langt frá því að vera hávaði) þegar ekið er af stað. Viðbragðið er gott og kraftur með ágætum og hann skiptir sér mjúklega. í þjóðvegaakstri á miklum hraða er sjálfsagt að nota yfirgírinn en venjuiegan 3. gír (drive) í bæjarakstri. Ekki var mikið farið út fyrir venjulegan veg en bíllinn var þó aðeins reyndur í lágdrifi*# brekkum. Brekkurnar renna undir vélar- hlífina án tiltakanlegrar áreynslu en það er nú svo með bíl af þessari fjárfestingarstærð- argráðu að varla verður honúm boðið hvað sem er í ófærum jafnvel þótt getan sé fyrir hendi. Hann er miklu fremur góður ferðabíll - er þar raunar í sérflokki - því hann ber auðveldlega fimm manns með miklum ferða- búnaði. Sæmileg fjöðrun Fjöðrunin er sæmileg, gormar að framan en fjaðrir að aftan, og eru þær nokkuð stífar þegar bíllinn er léttur en ættu að njóta sín betur þegar nokkur hleðsla er um borð. Stýrið er nákvæmt og hemlar eru læsivarð- ir sem veitir góða öryggistilfinningu. í heildina má segja að Blazer sé áhuga- verður bíll og hann hefur upp á margt að bjóða með öllum þessum búnaði. Mikill kost- ur er að hann býðst nú fernra dyra og lengri sem gefur betra rými fyrir aftursætis- farþega því lengingin er á milli hjólanna en ekki í farangursrýminu. Enn um rafbíla Umræða um raíliíla sprettur upp öðru hverju og má segja að með reglulegu millibili hafi menn þóst sjá fram á að fjöIdafram 1 eiðsIa þeirra væri á næsta leiti. Þannig hefur það verið í nærri heila öld, allt frá því fyrsti rafknúni bíllinn hóf að akstur. I Bretlandi eru nú um 200 rafbílar á götunum en þar sem annars staðar standa nokkur vandamál fjöldaframleiðslu rafbíla fyrir þrifum. Fram að þessu hefur bensín verið tiltölulega ódýr orkugjafi og enn hefur ekki tekist að framleiða rafgeyma sem eru nógu léttir. Chloride rafgeymafyriitækið í Manchest- er í Englandi hefur í næsta mánuði fram- leiðslu á geymum sem eru léttari en hingað til hefur þekkst. Með geymum sem vega 500 kg á að vera hægt að aka 240 km án hleðslu sem er í flestum tilvikum nægilegt í venjulegum fjölskyldubíl. Geymarnir eiga að endast í þrjú ár en það myndi kosta um 250 þúsund krónur að endurnýja þá. Dag- legur rekstarkostnaður er hins vegar lítill, um 12 kr. á km miðað við um 60 kr. á km hjá venjulegum bíl. Nokkrir bílaframleiðendur sinna stöðugt rannsóknum á þessu sviði og má þar nefna Ford, Fiat, Volkswagen og í næsta mánuði mun GM í Bandaríkjunum senda frá sér bíl sem ætlunin er að bjóða einnig rafknúinn. Enginn bandarísku bílarisanna hafa áður verið svo nálægt því að bjóða fjöldafram- leiddan rafknúinn bíl. Rafbílar eru því enn ekki komnir á al- mennan markað en ennþá er hægt að segja að þeir séu á næsta leiti. jf 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.