Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1990, Page 5

Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1990, Page 5
hér er Gullna musterið, miðstöð trúarinnar. í það verða allir að koma og það er þangað sem ég er að fara þegar ég stíg útfyrir rammgert hlið gistihússins. Öll trú sikka snýst í kringum þetta Gullna musteri. Þetta er þeirra helgasta vé, hingað koma þeir í pílagrímsferðir. Inn fyrir hliðið kemst enginn fyrr en hann hefur tekið af sér skóna og hulið hár sitt. Ég læt skóna í geymslu, fæ númer og set upp kábojhatt- inn minn. Fyrir innan blasir við musterið, gyllt, eins og nafnið ber með sér, svo geisl- ar af því í sólinni. Það lítur út eins og skip þar sem það stendur umlukið tjörninni sem Amritsar dregur nafn sitt af. Tjörn hins helga drykkjar. Frá musterinu sjálfu berast seiðandi tónar og rödd manns sem les úr Granth Sahib, hinni helgu bók. Bókin var skrifuð af gúrúunum sem framanaf voru æðstu prestar sikkanna. Sá fyrsti þeirra, Guru Nanak, lagði grunn að trúnni á ofan- verðri 15. öld. Hann byggði sínar kenningar að mörgu leyti á hindúatrúnni en hafnaði Ijölgyðis- og hlutadýrkun. Það er aðeins einn guð og hann er ósýnilegur skrifaði gúrúinn með kenningar Múhameðs að leið- arljósi. Snemma á 16. öld hafði trú sikka hlotið töluvert fylgi í Punjab, landamær- um hindúa- og múslima- landa. En trúin var í al- gerri óþökk múgalána sem voru fylgismenn Múha- meðs og réðu Indlandi á þeim tíma. í lok sautjándu aldarinnar voru sikkarnir ofsóttir svo að þáverandi gúrú, Góbind Síng, sá að við svo búið mætti ekki standa. Hann mælti svo fyrir á sögulegri ráðstefnu í Andaipur árið 1699 að allir karlmenn ættu að taka sér eftirnafnið Síng. Það var táknrænt, Síng þýðir ljón, og þaðan í frá skyldu allir sikkar beijast sem ljón gegn múgölunum. Sikk- arnir fóru brátt að geta sér gott orð sem hermenn og skæruliðasveitir þeirra áttu mikinn þátt í falli heims- veldis múgalanna um miðja 18. öld. Inní musterinu les prest- ur uppúr hinni helgu bók. Það er messa, tónlistin hef- ur- hljóðnað og við sem er- um þarna inni sitjum á gólfinu með lappirnar í kross umkringd gullinu sem musterið dregur nafn sitt af. Presturinn er gam- all maður með sítt grátt skegg og appelsínugulan vefjarhött. Samkvæmt fyr- irmælum Góbind Síng mega karlmenn sikka ekki skera á sér hárið og skulu vefja það upp og setja und- ir hött sem er kallaður túrban. Til að votta Guði virðingu sína sveipa konur slæðu um hár sitt inní musterinu. Ég er með kábojhattinn. Maðurinn sem les situr í öndvegi og mér sýnist hann vera einskonar æðsti- prestur. Við fætur hans sitja minni spámenn sem þegja. Almúginn hefur komið sér fyrir hér og hvar, eins og það sé ekki gert ráð fyrir þeim. Ég horfi útum dyrnar og fylgist með lokum dagsins, sólin hefur gyllt vatnsflötinn svo hann verður samlitur musterinu og fiskarnir leita að yfirborðinu í súrefnisleit. Presturinn er hættur að lesa, bytjaður á bæn. Öðru hveiju taka hinir undir svo glymur í musterinu. Ég fylgist með þessu fólki og minnist orða gamla mannsins sem ég hitti í Egyptal- andi. Hann tilheyrði kristna minnihlutanum og ég spurði hann hvort það væri ekki er- fitt að vera í minnihlutahópi. Hann sagði ekkert strax, en leit svo á mig sínum þreytu- legugi augum: „Er ekki alltaf erfitt að vera í minnihluta?" Ég fer að skilja orð hans betur þegar ég lít á fólkið i kringum mig. Kröfum sikka um sjálfstætt Punjab suður í Delhi hefur stjórnin daufheyrst við. Punjabska er ekki viðurkennd sem opinbert tungumál héraðsins, þó sikkarnir séu þar í meirihluta. Sikkarnir líta á sig sem kúgaðan minnihluta á Indlandi og árið 1984 réðust svokallaðir öfgamenn sikka inní þetta must- eri og hertóku það, kröfum sínum til stuðn- ings. Þeir dagar eru liðnir og friðurinn hef- ur snúið til baka. Almenningur hættir sér aftur í musterið, rétt eins og fiskarnir í tjörn- inni kemur fólkið hingað til að leita súrefn- is, í skjóli frá anda óeirðanna sem sífellt vofir yfir. Klukkan hlýtur að hafa verið komin fram- yfir miðnætti. Ég ligg í rúminu og reyni að beina huganum frá þorstanum sem heij- ar á mig. Það er ennþá vatnslaust, sama hvað ég sparka í ryðgaða pípulögnina, og ofurstinn er farinn að sofa. Ég verð að fá vatn. Ég kem að rammgerðu hliði gistihúss- ins. Klukkan er ekki nema níu en hliðinu hefur verið læst. Ég fer að trúa öllum þess- um sögum um Amritsar. Ofan á hliðinu er brotið gler, þetta er eins og fangelsi. Senni- lega gert með hag gestanna fyrir augum. Um leið og ég lendi eftir að hafa stokkið niður af hliðinu finn ég fyrir þögninni sem ríkir í Amritsar. Gatan sem iðaði af lífi fyrr um daginn er algerlega auð. Ég staldra við um stund. Mér líður eins og fanga á flótta, þarna nýstokkinn af rammgerðu hliðinu nið- ur í þessa þrúgandi þögn. Uppá himinhvolf- inu sýnist mér stjörnurnar vera skærari en á öðrum stöðum en það er myrkrið sem grúfir yfir sem glepur mér sýn. Karlsvagn- inn situr neðst á norðurhimninum, pólstjarn- an horfin og á suðurhimininn eru komin teikn sem ég kannast ekki við. Ekki ský á himni og meira að segja á milli húsanna í þessari dimmu borg grillir í stjörnur. Myrk- ur ogtómleiki. sikkarnir sem hertóku muste- rið hafa verið hraktir á braut. Forsætisráð- herrann galt fyrir með lífi sínu og íbúar Amritsar hafa alla tíð síðan lifað við róstu- ástand sem núna loksins virðist vera að hverfa. En því er tekið með varúð hérna í þessari borg, útgöngubannið er úr gildi fellt en íbúarnir halda sig heima. Það er, þeir sem eiga heima einhvers staðar á annað borð. Aðrir liggja hér og þar, uppvið hús, á gangstéttum, á hjólum sínum. Ég labba framhjá þessu fólki, sumum sofandi, sumum í hálfkæfðum samræðum. Það er sumar og næturnar eru heitar, en það er ekki alltaf sumar og næturnar eru ekki alltaf heitar. Hvert skyldi þetta fólk fara á veturna? Ekkert. Bílhljóð. Ég hrekk uppúr hugsunum mínum. Tvær bifreiðir æða í áttina að mér. Ég horfi á ljós þeirra koma nær og rista myrkrið í sundur. Þetta eru herbílar, fullir af soldátum, mannaðar vélbyssur. Hér er friður en hann er brothættur. Svo kem ég að brautarstöðinni. Hér er þó hjarta sem alltaf slær. Ég geng inní stöð- ina og stika framhjá heimilislausum fátækl- ingum sem vaka og sofa á brautarstöðinni allan sólarhringinn. Lest rennur að brautar- palli hinumegin í stöðinni og staðnæmist. Það kemur enginn út og mér verður hugsað til Niðurlestarinnar frá Lahore. Svo stígur syfjaður vörður úr lestinni, lítur í kringum sig og geispar. Ég labba í átt að sjoppunni en hrollurinn situr í mér. Vatn? Ekki til. Límonaði? Þijár flöskur. Absúrd. Fólkið í kringum mig starir á mig. Utlendingur á ferð um niðdimma nóttina að kaupa límon- aðk Á leiðinni til baka greikka ég sporið. Herjepparnir snúa aftur en einhvern veginn veita þeir mér ekki það öryggi sem þeir eiga að gera. Menn með vopn gera það aldr- ei. Morguninn eftir er vatnið komið á aftur. Strákurinn tilkynnir mér þetta brosandi, en hann er líka alltaf brosandi, sama hvort vatnið kemur eða fer. Gamli ofurstinn segir mér að hitinn í gær hafí komist í 46 stig. Nokkrir túristar koma innum hliðið með bakpoka á öxlunum. ,l,Núna fer að rætast úr þessu hjá þér,“ segi ég við ofurstann. Hann horfir á mig eins og ég hafi sagt eitt- hvað heimskulegt. Tuldrar svo eitthvað sem gæti hafa verið ,já“. Heimildir: Dictionary of Living Religions, Ed: John R. Hinn- ells. Freedom at Midnight. Larry Colluns & Dom- inique Lapierre. Handbook of Living Religions, The. Ed: John R. Hinnells. India. A Travel Surviv- ai Kit. Geoff Crowther. PÁLMIÖRN GUÐMUNDSSON iltan hringsins / tímans þunglyndu rás lét hann hart mæta hörðu menningin skipti hann engu máli dagarnir drukknuðu í víni vaxinn einsog geðklofi gekk hann blindur veginn án sjáanlegs trega fullur af innri gleði ranghugmyndaheimsins synti gegn straumnum tók sér stökk einsog laxinn en varð of skakkur á fluginu og lenti því utan við lífið reyndi að ryðja úr vegi þeirri tregðu sem einkenndi hann er stökkin voru stór þá var tilveran of skökk til að hann lenti á réttum stað hann gekk utan hringsins einsog blindur maður með tónlistina á fullu í biluðu höfðinu henti hann sér niður og hann er ennþá á leiðinni Höfundur er ungur Reykvíkingur. Bólu-Hjálmar og Sigurður Breiöfjörö Athugasemd í Lesbók Morgunblaðsins 15. tbl. 21. apríl 1990 eru eftirmæli Hjálmars frá Bólu eftir Sigurð Breiðfjörð, og neðan við þau er smá- letursklausa, sem ég tel að sé byggð á röng- um eða ónógum upplýsingum. Einhvem veginn hefur þetta ásótt mig, því ég þóttist hafa haldbetri upplýsingar um málið. Nú er það svo að vísurnar eru tvær, sín eftir hvorn þeirra félaga, og urðu þær til, fyrir hreina tilviljun, þegar þeir skildu við Hrúta- fjarðará. í litlu kveri eftir Ingibjörgu Lárus- dóttur sem heitir „Úr síðustu leit“ endur- minningar og sagnir, gefið út af Bókaútg- áfu Pálma Jónssonar á Akureyri og prentað í Prentsmiðju Björns Jónssonar hf. á Akur- eyri 1944, er að finna frásögn um þetta atvik og haft eftir einhveijum presti, séra Jóhanni Þorsteinssyni. Honum segist svo frá: Þeir höfðu haust eitt hist af tilviljun norður í Húnavatnssýslu Hjálmar og Sigurð- ur. Sigurður var á suðurleið og fylgdi Hjálm- ar honum vestur í Hrútafjörð. Þar tóku þeir báðir gistingu á einhveijum bæ austan Hrútafjarðarár. Morguninn eftir fylgir Hjálmar Sigurði að ánni, að vaði sem þar var, og þar kveðjast þeir. Sigurður fer á bak og út í ána og er næstum kominn yfir um þegar hann lítur um öxl og segir: Sú er bónin eftir ein ei skal hana leyna ofan yfir Breiðfjörðs bein breiddu stöku eina. Hjálmar sagði svo sjálfur frá, að sér hefði viljað það til, að ekkert hefði staðið á svar- inu „svo að ég kallaði viðstöðulaust yfir um til Sigurðar:" Ef ég stend á eyri vaðs ofar fjörs á línu skal eg kögglum kaplataðs kasta’ að leiði þínu. Hjálmar stóð þarnaa á grasivaxinni eyr- inni við ána, þar hefur að líkindum verið uppþornað hrossatað og þarna á eyrinni fann hann efnið í vísuna. Síra Jóhann segir svo frá: „Jóhannes Guðmundsson frá Gunn- steinsstöðum í Laugadal, greindur maður og bókvís, lánaði mér einu sinni, þegar ég var drengur í uppvexti fyrir norðan, eigin- handarkvæðasyrpu Hjálmars. Þar voru eft- irmæli Hjálmars um Sigurð og í neðanmáls- grein við eftirmælin, frásögn af samfundi þeirra Sigurðar og það hvernig vísan varð til á þá leið sem nú er frá sagt.“ Kristmundur Georgsson, Hafnarfirði Kýr eru heilagar á Indlandi eins og flestir vita. Matarskorturinn er jafn mikill hjá þeim og mannfólkinu. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS -6. OKTÓBER 1990 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.