Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1990, Side 7
Þórir Barðdal ásamt einu verka sinna, þar sem hann teflir saman fáguðum marmara og grófum.
allt uppí loftið, hver skýjakljúfurinn við
annan, allt úr mamiara og gleri.
Við hjónin erum með stórar og góðar
vinnustofur á leigu og leigan er vel viðráð-
anleg. Þarna er hægt að lifa ódýrt, en
afskaplega auðvelt einnig að lifa dýrt. Við
höfum verið heppin, kynnst góðu fólki og
fundið að við vorum velkomin. Það hefur
ótrúlega mikið að segja að mæta stuðn-
ingi og uppörvun. Fyrirtæki hafa til dæm-
is verið hjálpleg með efni, en efniskostnað-
ur er stór liður hjá myndhögvara.
Ég vinn mikið í marmara og hef fengið
hann með mjög góðum kjörum. Þau verk
sem ég hef unnið í Houston hafa líka feng-
ið góðar viðtökur.“
„Marmari segir þú. Mér finnst ég tæp-
ast hafa séð þeð eðla efni í nútíma skúlpt-
úr.'Menn nota allskonar stein, málma, tré
og gler. Og svo mála menn þetta kannski
og mörkin á milli málverks og skúlptúrs
geta orðið ógreinileg. Ég man þó eftir einni
„Augað“, grásteinn, tré og marmari,
1990.
eða hugmyndalist, skiptir formið alls engu
máli eftir því sem ég bezt veit.
Ég er mjög mikið á móti því, að lista-
menn séu sífellt að tjá sig um þjáningu
og Ijótleika. Margir eru hræddir við það
fagra og svo langt getur þessi öfugsnún-
ingur gengið, að það fagra sé beinlínis
talið andstaða við list. Ég er algjörlega á
móti þeirri skoðun.
Með því sem gert er í myndlist erum
við að búa til framtíðina, að minnsta kosti
að hluta til. Vitaskuld eru þjáningar og
ljótleiki hluti af samtíðinni. Það er afar
auðvelt að finna slíkt myndefni. En það
er meiri áskorun að tjá sig um það sem
er æðra í manninum. Af því er ekki nógu
mikið gert nú á dögum. Með þessum fáu
verkum, sem ég sýni í Stöðlakoti, er ég
að synda gegna straumi. Ég bendi á ljósið
og vona að einhveijir komi til að sjá það.
Gísli Sigurðsson.
PÁLLJANUS
ÞÓRÐARSON
Til veiða
í Langadal
Hvað þráir mannlífið meira
en mega losna úr þrasinu?
Hafa árnið í eyra,
ilminn fmna úr grasinu,
líta til lofts og heiða,
þar lífið er frjálst og skínandi.
Allt horfir til hamingjuleiða
og hugarstreitan fer dvínandi.
Nú þegar er flestu til blessunar breytt
og burt ér ég angrinu frá.
Eghorfi upp í loftið oghugsa ekki neitt
þar himneska hvíld er að fá.
Hálsar og lyngbrekkur baðaðar sól,
brosandi runnar og iður.
Þá lifnar í brjóstinu líkt og um jól,
að lífið sé dásemd og friður.
Og Langadalsáin með lágværum klið
leiðir að hafinu rekur,
þar laxinn sér veltir svo knálega á kvið.
í kjaftvikið fluguna tekur.
Höfundur er verkstjóri á vörulager Sölu-
miðstöðvar hraðfrystihúsanna. Ljóðið
er úr nýlegri Ijóðabók hans, sem ber
heitið Geislabnot.
er mín afstaða mjög frábrugðin því sem
ég hef kynnst hjá myndhöggvurum á líku
reki. Ég tel, að í verkum mínum sé ákveð-
inn skyldleiki við verk Einars Jónssonar,
sem alltaf vann með andleg gildi.
Ekki svo að skilja, að ég noti eingöngu
marmara. Stundum nota ég einnig tré
ásamt marmara og fágaðan mar'mara á
móti grófum. Með þvi er ég þó ekki að
fá fram áhrifin frá fáguðum fleti á móti
grófum. Fágunin er tilraun til að sjá lengra
inn í marmarann og stundum þynni ég
hann þar til birtan berst í gegnum hann.
Þetta hefur samsvörun í mannlífinu. Eftir
því sem maður slípar sjálfan sig betur, nær
maður meiri dýpt i sjálfan sig, ef svo
mætti segja.
Það er hveiju orði sannara, að nútíma
skúlptúr leitar í allar áttir; breiddin er allt-
af að vaxa. En það er varla hægt að tala
um, að einhver ein stefna sé ofaná. í
bandarísku málverki hefur mátt sjá þjóðfé-
lagsgagnrýni, en ég hef ekki séð það í
skúlptúr.
Hvað sjálfan mig áhrærir, þá er eitt
ljóst: Fyrst leita ég .að andlegu inntaki,
síðan kemur formið. Hvort slík aðferða-
fræði sé á nótum konseptlistar veit ég
ekki, það má vel vera að svo sé. Munurinn
er þó að minnsta kosti sá, að í konsepti,
GÍSLI GÍSLASON
Söknuður
Þið farín
húsið
eins og deyr
í fangi mínu
ég
ráfa
herbergi
úr herbergi
leita ykkar
mér finnst
ég heyra hlátur
bak við hurð
en þið eruð löngu
farin
og ég er villtur
í ókunnu
húsi
Höfundur er Reykvíkingur og hefur
gefið út elna Ijóðabók.
SIGURÐUR ÁRNASON
Ortum
Kjarval
áttræðan
Einn komst Kjarval alla leið
upp á hæsta tindinn.
Um gekk létt, þar annar skreið
óttaðist ekki vindinn:
Allt þitt líf var listræn mynd
léstu blóm þín anga
við hamrafjöll og heiðaríind
og hár um ljósan vanga.
Þú málaðir líf í mel og sand
mosa og grýttan haga.
Þú hefur auðgað okkar land
alia þína daga.
Höfundurinn er fæddur 14. júlí 1900.
Hann var bóndi á Vestur-Sámsstöðum í
Fljótshlíð.
Að náminu loknu ákvað Þórir að setjast
ekki að á íslandi fyrst um sinn. En í stað
þess að setjast að í Þýzkalandi, þar sem
hann var orðinn hagvanur, hélt hann vest-
ur um haf til Bandaríkjanna og var í Hous-
ton í Texas um tveggja vetra skeið, en
heima á íslandi sumarið á milli. Nú hefur
hann afráðið að setjast að í Housten ásamt
konu sinni, Sigrúnu Ólsen, sem er málari.
En hversvegna að flytjast til Banda-
ríkjanna þegar ekki er fjærri lagi, að
Þýzkaland hafi náð svo sterkri stöðu í
myndlist, að naumast kraumar heitar í
pottunum annarsstaðar?
„Ég. vildi aldrei setjast að í Þýzka-
landi“, segir Þórir. „Aftur á móti kann ég
einstaklega vel við mig í Houston. Það var
þessi kaldi agi og harka í Þýzkalandi, sem
áttu ekki við mig. Þó var það ekki ein-
kenni á skólanum; hann var að mörgu leyti
eins og andstaða við samfélagið að öðru
leyti, - þar kristallaðist ákveðin þjóðfélags-
uppreisn. Ameríka er miklu blíðara samfé-
lag; að minnsta kosti er það svo í Hous-
ton. Af stórborg að vera er Houston mjög
blíðleg og mér hefur liðið vel þar. En hún
er samt skrýtin borg, svona gífurlega
víðáttumikil og lág í loftinu unz komið er
að tiltölulega litlu banka- og viðskipta-
hverfi í miðpunktinum. Þar rís allt í einu
skúlptúrsýningu, sem ég sá einmitt í Hous-
ton fyrir þr-emur árum. Hún var eftir ein-
hvern Jesús María Morales ög hann virtist
nota eingöngu marmara.“
„Það er rétt, að marmari sést sjaldan í
nútíma skúlptúr. Hann hefur éitthvað
klassískt við sig, ákveðinn hreinleika og
af steini að vera er hann alls ekki erfiður
í vinnslu. Hættan er þó sú, að hann brotni
eða að úr honum kvarnist í vinns.lu. Þá er
er það ónýtt, nema verkinu sé breytt. Það
sést alltaf, þegar reynt er að líma það sem
brotnar.
Marmari fellur vel að þeim hugmyndum,
sem ég vinn með. Þá á ég við samspil
efnis og anda, - eða andann í efninu.“
„Fljótt á litið mætti ímynda sér, að verk
þín séu hreinn formalismi, það er að form-
rannsóknin sé þér efst í huga likt og oft
var hjá módemistunum hér fyrr á öldinni.
En er það kannski of skammt athugað?"
„Já, það væri alröng niðurstaða. Þetta
er ekki formalismi eða einhverskonar hrein
formfræði. Formin eru samt einföTd og
hreinleg að ég held. Ég er samt fyrst óg
fremst að hugsa um andlegt inntak. Eins
og þú sérð er oft gat í miðju verki. Sjálfur
kjaminn er gat eða tóm, sem merkir, að
andinn er ósnertanlegur. Að þessu leyti
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 6. OKTÓBER 1990 7