Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq

Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1990, Qupperneq 9

Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1990, Qupperneq 9
um elt af krökkum sem hrópuðu að henni ókvæðisorð. Hin hét Þórunn Káradóttir og var kölluð Katta-Tóta af því að hún hélt ketti marga og var því ekki alltaf sem best lyktin í kjallaranum hjá þeim stallsystrum. Nú um langt skeið hafa búið í þessu fallega húsi hjónin Kjartan Skúlason og Valgerður Hjörleifsdóttir, foreldrar Helga Skúla Kjart- anssonar sagnfræðings. Á Grundarstíg 7 er tvílyft funkishús sem Högni Finnsson trésmiður reisti og bjó í ásamt Þórunni Jóhannesdóttur konu sinni. Hún lifði mann sinn og bjó þarna um ára- bil sem ekkja ásamt börnum sínum, Birni og Þórunni. Að húsabaki er einn sérkenni- legasti, frumlegasti og fallegasti tijá- og blómagarður Reykjavíkur. Listamenn á Nr. 8 Á Grundarstíg 8 er tvílyft myndarlegt steinhús frá um 1920. Þar bjuggu frá 1921 Einar Markússon ríkisbókai'i og kona hans Kristín Árnadóttir ásamt sjö börnum og nokkrum fósturbörnum. Börnin urðu kunn fyrir söngmennt sína en þau tóku sér flest ættarnafnið Markan. Þau voru Helga, Mark- ús, Sigi'íður, Elísabét, Sigurður, Einar og María Markan. Þegar Guðmunda Elíasdóttir söngkona kom fyrst til Reykjavíkur frá Bolungarvík, 10 ára gömul, vildi svo til að Olga systir hennar bjó í þessu húsi. Við skulum heyra hvað Guðmunda segir í ævi- minningum sínum, Lífsjátningu: „Ég er tíu ára og sit á steintröppunum fyrir utan húsið á Grundarstíg, nýkomin úr háskalegri könnunarferð um borgina. En hvað er þetta? Einhver undarleg tónaröð úr mannsbarka streymir út um gluggana. Er þetta söngur? Ég legg við hlustir. Þetta hlýtur að vera konan sem býr á neðri hæð- inni. En hvað er hún að gera? Nú heyri ég píanóleik en þetta er ekki undirleikur, það er þeyst upp og niður á hljóðfærinu og konu- röddin fylgir hverjum tón í samraddaðri nákvæmni. Svona söng hef ég aldrei heyrt fyrr, þetta eru ekki sönglög heldur flæðandi tónaröð, án upphafs og endis. Ég er heltekin og agndofa af undrun og hrifningu. Um kvöldið sagði ég Olgu systur frá þessum fyrirburði. Jæja, sagði hún. Þú hefur þá verið að hlusta á hana Maríu Markan óperusöng- konu. Ég hafði í fyrsta sinn heyrt söngkonu æfa sig.“ Já, kannski hefur litla telpan úr fiski- mannaþorpinu að vestan orðið fyrir slíkum áhrifum þar sem hún sat tíu ára gömul á steintröppunum á Grundarstíg 8 og hlustaði á Maríu Markan að framtíð hennar sem óperusöngkona var þar með ráðin. Elías MarOg Fjölskyldan Mehe Um þetta leyti bjó gömul kona í litlu kvistherbergi á Grundarstíg 8 og hafði eld- unaraðstöðu frammi á gangi. Hún bjó þarna með dóttursyni sínum sem hafði misst móð- ur sína kornungur. Þau bjuggu þarna í sátt og samlyndi gamla konan og litli auga- steinninn hennar sem horfði galopnum for- yitnisaugum á umhverfið. Þessi drengur hét Elías Mar og varð seinna frægur rithöfund- ur. Minnisstæð voru honum dönsk hjón sem bjuggu á sama tíma í húsinu eða rétt fyrir 1930. Hann sagði í viðtali að þetta hefðu verið miðaldra eða roskin hjón með dóttur sína á þrítugsaldri og hefðu verið afar skrýt- in: „Það kom hingað til að halda annaðhvort ■sirkus eða vísi að dýragarði og kom með einhver dýr, sem það hafði í girðingu inni við Elliðaár — ef ég man rétt — en ég held að þetta hafi misheppnast mikið. Dýrin dóu eða voru eitthvað lasin vegna þess að þau þoldu ekki loftslagið. Eftir því sem ég heyrði var ijölskyldan kölluð ij'ölskyldan Mehe, hvernig sem það nú hefur verið skrif- að. Það var framborið af allri alþýðu Me- he. Karlinn var skeggjaður og dökkur, nokk- uð rosalegur, en þau voru ósköp almenni- leg. Ég man að einhvern tíma gaf konan mér appelsínu, lét hana rúlla til mín frammi á ganginum út um gættina. Kona þessi mun hafa verið systir danska leikarans sem lék Bivognen eða þann litla í kvikmyndunum um Litla og Stóra. Sagt var að þau hefðu leðurblökur eða broddgelti inni hjá sér, en vel getur verið að það hafi bara verið sagt til að hræða mann. En ísabella, dóttir þeirra, var sérkennileg að því leyti að hún var svona hressileg stúlka, gekk á síðbuxum og var á mótorhjóli... mig minnir að hún hafi verið lagleg og dálítið sígaunaleg. . . ég man vel eftir henni; hvað við krakkarnir störðum á hana þegar hún var að bruna á mótorhjólinu eftir Grundarstígnum - ísabella Mehe.“ Á Grundarstíg 9 var myndarlegt timbur- hús á horni Bjargarstígs. Það var reist af Högna Finnssyni árið 1903 en árið 1907 Grundarhúsið á nr. 5a er elsta húsið við Grundarstíg, reist 1883. Það tilheyrði Grundarbæjununi sem gatan ber nafn af. Inn afhúsinu og trénu er eitt af hinuni friðsælu bakhúsum, sem víða finnast í hverfinu og standa hvergi nærri götu. steinhús með bláum gluggum í júgendstíl og bláu sérkennilegu brotnu þaki. Greinilega hefur verið mikið í þetta hús borið enda byggði það enginn annar en Hannes Haf- stein skáld og fyrrverandi ráðherra árið 1915. Hér bjó hann síðustu ár ævi sinnar og í þessu húsi dó hann að morgni 13. desem- ber 1922. Kristján Albertsson skrifar svo um ævikvöld þessa stórbrotna skálds og stjórnmálaskörungs á Grundarstíg 10: „Nú hefur hann ekki framar skap í sér til að íjúfa kyrrð hússins með glaumi og gáska dansandi æsku. Hann hjalar við dæt- ur sínar á kvöldin, eða spilar við þær; kenn- ir þeim treikort, flókið og fyndið spil, sem hann hafði lært í æsku — og finnur upp á ýmis konar dundi til afþreyingar og hugar- hægðar. Handa yngstu dætrunum býr hann til hálsfestar úr þurrkuðum melónukjörnum og appelsínukjörnum, sem hann litar með rauðu bleki, svo þeir verða eins og kórallar. Annars eru kvöldin stundum lengi að líða. Hann mun aldrei hafa fengið fulla bót á þeirri blindu á öðru auga, sem orsakaðist af heilablæðingunni haustið 1914, og þreyt- ist fljótt við lestur. Hann fer að bjóða til sín gestum, kvöld og kvöld og þiggja heim- boð. Oft er hringt til hans af sumum heimil- um, þegar menn gera sér dagamun, og hann beðinn að koma. Banniögin eru geng- in í gildi, en margir hafa birgt sig upp, enginn hörgull á vínföngum. Smámsaman Grundarstígur 8 og 6. í fyrrnefnda húsinu heyrði Guðmunda Elíasdóttir, 10 ára gömul, Maríu Markan syngja og beið þess aldrei bætur. Uppi í risinu bjó Ijölskyldan Me-he og Elías Mar, ungur drengur með ömmu sinni. Timburhúsið er með glugga í jungendstíl. Að baki hússins nr. 7 er einn sérkennilegasti, frumlegasti og fallegasti garðurinn í Reykjavík. keypti Árni Jóhannesson frá Seyðisfirði húsið og skírði það Bjarka eftir húsi sem hann hafði átt á Seyðisfirði. Árið 1913 keypti svo Guðmundur Böðvarsson heildsali þetta hús og enn er það í eigu afkomenda hans. Þar býr Sigijður dóttir hans og ída Daníelsdóttir, dótturdóttir hans. Ráðherrahúsið Á Grundarstíg 10 er myndarlegt hvítt er gert orð á því, að Hannes Hafstein sitji nú oftar að drykkjum og lengur, en vani hans hafði verið.“ Og um Grundarstíginn leggja leið sína borðum slegnir yfirmenn af dönskum og frönskum herskipum með korða sér við hlið svo að börnin í götunni gleyma leik sínum um stund í göturykinu. Þeir eru að votta Hannesi Hafstein virðingu sína. Eftir að Hannes var allur bjuggu ýmsir þekktir menn í húsinu á Grundarstíg 10 t.d. Magnús Pétursson bæjarlæknir og Ein- ar Einarsson skipherra hjá Landhelgisgæsl- unni, sá sem var svo duglegur að ná land- helgisbrjótum að hann var látinn hætta. Hann var sonur Einars Markússonar ríkis- bókara á númer 8 og hálfbróðir Markan- systkina. Nú býr í húsinu Helgi Guðbergs- son læknir en móðurfjölskylda hans hefur átt þetta virðulega hús, sem talið er líklegt að Rögnvaldur Ólafsson, fyrsti íslenski arki- tektinn, hafi teiknað, um áratugaskeið. Áður en hús Hannesar Hafstein reis árið 1915 var bær á þessari lóð sem kallaðui' var Syðstibær, Halldórsbær eða einfaldlega Bær. Sá sem reisti hann upphaflega var Arnljótur nokkur Jónsson. Dóttir hans var Margrét dvergur. Hún varð ólétt og gerði Jón Hjaltalín landlæknir keisaraskurð á henni, hinn fyrsta hér á landi. Rétt fyrir sunnan Halldórsbæ, nokkurn veginn þar sem Skálholtsstígur er núna var svo Garð- bær, lítið kot. Meira um Grundarstíg 20. október. Höfundur er sagnfræðingur. II LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 6. OKTÓBER 1990 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.