Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1990, Page 10

Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1990, Page 10
ísak Harðarson. LJósmy,ld U:sbók/Árni Falur „Undir ýlfrandi borð- músík mjölfiðlanna“ Frost. Syfjaðir verkamenn hnipra sig saman í Heklu-úlpum og rifja upp ævintýri sjónvarpsins frá því kvöldið áður. Strætisvagninn alltaf of seinn en í upphituðum bílskúrum bíða glæsikerr- ur feitra forstjóra sem sofa meðan aðrir strita. Konur vaska upp og enginn skilur þær. Frystihúsin eru full af bakveiku fólki. Nið- ur með arðræningjann. Með hæfílegri einföldun má segja að ljóð ungskálda 8. áratugarins hafí ein- kennst af berorðri ádeilu. Skáldin voru þjóðfélagslega meðvituð og vildu breyta heiminum með orðum sínum. Síðan kemur 9. áratúgurinn og dagamir „bera/ við kaldsólaðan himin/ í þögulli ógn“ (Gyrðir Elíasson. Svarthvít axlabönd, 1983). Hljóðið er þungt og einmanalegt í nýgræð- ingum 9. áratugarins. Sálarlíf skáldanna tekur við af þjóðfélagsádeilu. Og af ein- -hveijum ástæðum verður skáldskapurinn yfírleitt betri. 1982 efndi Almanna bókafélagið til bók- menntasamkeppni. Annar verðlaunahaf- anna var ísak Harðarson með sína fyrstu bók; Þríggja orða nafn. í byijun ferilsins minnti ísak fremur á skáld áratugarins á undan og deildi hart á vonsku heimsins og mannanna. Það breyttist og með tímanum urðu áherslur aðrar. EITT Ræflatestamentið (1984), önnur bók ís- aks, vísar í tvær áttir; aftur og fram fyrir sig. Hún er að mörgu leyti rökrétt þróun frá Þríggja orða nafn, á ég þar við kröftug- an og reiðan, en ekki sérlega myndríkan stíl. Adeilutónninn ræður ríkjum. Guð var aldrei langt undan í fyrri bókum hans, oftast sem „besti kall“, sem væri „dáldið farinn að kalka“. Lesandinn var aldrei viss hversu mikil alvara lá að baki. Eftir Útgönguna þarf hann ekkert að velkjast í vafa; þar stígur ísak skrefið til fulls og skrifar undir tilvist guðs. Trúarjátning hans er þó ekki á hefðbundnum nótum. JÓN STEFÁNSSON skrifar um skáldskap ÍSAKS HARÐARSONAR Ég er orðinn svo vanur að lifa í stöðugum ðtta við úlfana í kringum mig, smæð jarðarinnar, pyntingar og kúgun um gervallan hnöttin, Dauðann á himninum og jafnvel sjálfan mig, að fínni ég sem snöggvast til áhyggjulausrar lífsgleði, verð ég samstundis skelfíngu lostinn! Hér talar skáld sem treystir orðunum fullkomlega og vill að ekki fari milli mála við hvað er átt. Ljóðin eru hörð og eiga bersýnilega að hreyfa við lesandanum. Spuming hvort það tekst í þessu tilviki. Eiginlega er full almennt orðalag á fyrra erindinu til þess að hrófla við mér. Það síðara er þó ansi gott. í fyrstu bókinni örlaði á orðaleikjum og það færist í vöxt í Ræflatestamentinu, án þess að verða ríkjandi þáttur. Skáldið reyn- ir að spila á tungumálið, setja venjuleg orð í nýtt samhengi; koma lesandanum og sjálf- um sér á óvart: Ég veit að kommúnistakapítalistar eru góðvondir menn Ég veit að tilgangur lífsins er persónubundinn og því hafa bundnar persónur mun meiri tilgang en aðrar. En alltof oft gerist ádeilan heimtufrek og skilur hreinlega ekkert eftir handa les- andanum. Skáldið er of reitt til þess að skapa iífvænlegan skáldskap. Thomas Mann lét eina sögupersónu sína, Tóníó Kröger, fullyrða að menn ættu ekki að yrkja ef hjart- að væri of heitt. Útkoman yrði klaufalegt og þunglamalegt ljóð: Ég veit ekki hver andskotinn er að — hvort ég er að kafna eða þegar dauður. Ég þoli ekki þetta gerilsneydda líf, eða er það kannski eitthvað annað? Út af fyrir sig er umhugsunarvert hversu fá skáld valda ádeilutóninum, ná að skapa með honum listaverk sem bragð er að. Oft virðist sem Ijóðið hreinlega ráði ekki við opinskáa og háværa ádeilu. Að vísu eru til stór boðunarskáld, ég nefni til dæmis Brecht og rússneska risann Majakovský. En um ísak verð ég að segja, að bestur er hann þegar hann staldrar við í orðsmiðju sinni og lætur reiðina verða að þungri undiröldu eða ískrandi kaldhæðni. Sá eiginleiki fer vaxandi í næstu bókum um leið og skáldið áttar sig á því að orðin eru ekki öll þar sem þau eru séð. Tvö Með Veggfóðraður Óendanleiki (1986) varð ísak róttækasti fulltrúi íslands í konkret-ljóðlist. Konkret-ljóðlist er stefna innan nútíma- skáldskapar sem rekja má allt aftur til 1905 og dadaistar beittu til dæmis mikið við upp- haf fyrri heimsstyrjaldar. í konkretljóðum er prenttæknin notuð til nýstárlegrar upp- setningar, orð eru slitin sundur — eða stöf- um víxlað — þannig að nýtt og óvænt merk- ingarsamband myndast. Á 9. áratugnum voru það helst ísak' og bræðurnir Gyrðir og Sigurlaugur Elíassynir sem nýttu sér þetta form. Það blasir við að þau skáld sem beita þessari tækni treysta ekki orðunumi Bar- áttuskáidið ísak var í kreppu; orðin voru vafasaniir bandamenn en samt þeir einu sem buðust. Þá varð að skoða betur: tarsan vandaríkjaforseti sagði ekkert í dag að viðstöddu mjölfenni & olli rökum herpingi í skotgöngum target matcher jámklóar fretlands komið hafa í Ijós víðáttumiklir kalblettir í tölvinningarlífí íslenskra barna... dagskráin á morgun er óljós vegna óstöðugs gengis galþjóðastofnunarinnar gamlar stjörnuspár benda til mikils fylgishmns mannkynsins um þessar mundir Þegar svona vel tekst til fyllist einnig lesandinn tortryggni gagnvart tungumálinu. Það skreppur saman í klisjuköggul sem þarf að leysa upp og endurskoða. Skáldið Isak reynir hér að endurnýja tungumálið. Fyrir augum lesandans kubbast orðin í sund- ur og merkingin rambar jafnvel milli tveggja skauta. Enginn tími gefst til þess að slaka á við lesturinn og dreyma um fagurfræði- lega nautn. í þessari bók nær ísak hápunkti sínum sem ádeiluskáld. Hann nýtir sér vantraustið á orðunum og sneiðir framhjá öllum klisju- pyttunum sem ádeiluskáldin eru svo gjöm að drukkna í. ísak deilir óspart á fjölmiðlana. Hann virðist líta á þá sem ósjálfstæð sefjunartæki, undirseld Kerfí sem einhveijir Þeir stjóma. Almenningur er ómeðvitaður um innrætinguna svo skáldið leiðir fram Óla úr sígildri kennslubók. Óli gæti þá stað- ið fyrir óspilltan huga bamsins sem býr ennþá yfír ómengaðri hugsun og stendur því fyrir utan kerfið (eins og skáldið?): .. M sá hinn almenna mann snæða eigin vanmátt í hvert mál undir ýlfrandi borðmúsík mjölfíðlanna En bestu ljóð bókarinnar eru þegar hann yrkir umhverfís orðin, Ijóðið. Ljóðið er sett upp sem andstæða kerfísins. Það er frelsi. í slíkum tilvikum beitir hann konkrettækn- inni af mestri list; þanið 1 rúm er ágætis dæmi. Þar fer ljóðmælandinn í ferðalag: þegar sól gengur undir hermir hann eftir fer niður í óræðarí orð Lesandinn fylgir honum eftir þar sem hann fer sífellt lengra og lengra niður og fínnur „enn furðulegri orð“: uns loks undir morgun kemst ekki lengra staddur í orð lausum grafþöglum klefa alauðum öðru en steindauðum veggjum stokkbólgnu myrkri sem treðst að honum... Og þarna situr hann fastur langa stund og kemst ekki neitt, uns upp rennur fyrir honum lausn eða úrræði, að: „orða klef- ann!“ Og skáldið tekur undir bjartsýnisorð Lennons: „yes is the answer“. Ekki er ljóð- mælandinn fyrr búinn að mæla fram jáið þegar hann: f f e I I u r niðrá yfír borð jarðar Þetta er snjalit formbragð hjá skáldinu. Maður bókstaflega svífur í lausu lofti. And- artak í þyngdarleysi. Isak rýfur síðan dagskrá óendanleikans með því að tilkynna að: Ijóð er ■ að loknu þessu ÞRJÚ 1987 gefur ísak út Útganga um augað læst. Lítið er um beinar formtilraunir í bók- inni, enda erfítt að komast lengra, en í Veggfóðraður óendanleiki, án þess að fara út í stæla. Stíllinn er nú lýrískari en áður. Myndmálið sterkara og á fíngerðari nótum: nóttin kemur á inniskóm og svörtum slopp og stingur mér á kaf í hlýjan handlegg sinn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.