Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq

Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1990, Qupperneq 15

Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1990, Qupperneq 15
„Ábyrgð okkar er niikil. Hvernig er hægt að fylgjast með ofkæl- ingu í áfengisdauða, þegar fjöldinn skiptir þúsundum?" Tré rifin upp með rótum. ræktin ætti að vera hinn sjálf- kjörni leiðtogi, en hún hefur sorg- lega lítil afskipti af staðnum. Það vantar frumkvæði og yfírstjórn til að hlutir gangi betur. Menn- eiga ekki að bauka hver í sínu horni við uppbyggingu og viðhald á þessari einstæðu gróðurvin." En það er ekki aðeins Þórsmörk og viðkomustaðir á leið þangað, sem eru í hershöndum. Hvað um ástandið á tjaldsvæðum á ísafirði og Akureyri, þar sem allt var brot- ið og bramlað í sumar? Og .loka varð stórum svæðum í Vaglaskógi eftir verslunarmannahelgi í sumar vegna hroðalegrar umgengni. „Villidýr“ lögðu Vaglaskóg undir sig „í Vaglaskógi var engin úti- skemmtun um verslunarmanna- helgi,“ segir Sigurður Skúlason skógarvörður. „Hér er opið tjald- svæði fyrir útlenda ferðamenn og íslendinga. Samkvæmt lögum á að ríkja ró á almennu tjaldsvæði eftir miðnætti. En það var aldeilis ekki. Fólk kemur gjarnan hingað að loknu skemmtanahaldi, frá nærliggjandi þéttbýlisstöðum í þeim tilgangi að halda skemmtun sinni áfram. Um sl. verslunar- mannahelgi voru það ekki ein- göngu unglingar sem stóðu fyrir Klósettseta notuð sem andlitshlíf. látunum líka fólk nálægt þrítugu. Ég get ekki líkt ástand- inu við annað en villimennsku. Fólk breyttist í villidýr, strax og komið var inn í skóginn. Og við sem eigum að heita skógarverðir, réðum ekki við neitt. Allt brotið sem hægt var að brjóta. Öllum dyrum af salernum svipt af. Tjöldum og svefnpokum hent í ána. Tré „skreytt" með salernispappír. Menn urðu ræn- ingjar og þjófar í hita leiksins og geysimiklu var stolið úr tjöldun- um. Við reyndum að tæma rusla- tunnur, en fólk hvolfdi jafnóðum úr þeim á jörðina. Umgangur var hroðalegur. Matarleifar og margskonar óhroð. Þó voru gler- brotin verst. Fólk tæmdi allt drasl úr tjöldum við tjaldskör. Mannleg villidýr voru með skóginn á valdi sínu. Við reyndum að gæta þess að enginn færi sér að voða og ég þakka fyrir að það skyldi takast. En tjaldbúar voru margir virkilega hræddir um líf sitt. Krakkar komu til mín, sem þorðu ekki að nálgast tjaldið sitt. Og ég sá ofsahrædda, útlenda ferðamenn, á hröðum flótta. Ann- ars forðast útlendingar Vagla- skóg. Kannski erum við búin að fá svona slæmt orð á okkur. Tjónið er mest af glerbrotum, sem hafa troðist niður í jörðu og koma til með að ganga upp um áraraðir. Snyrtingar eru orðnar það illa farnar eftir ítrekaðar ár- ásir að endurnýja þyrfti þær all- ar. Við höfum til skamms tíma verið að fiska verðmæta hluti upp úr ánni, eins og tjöld, bakpoka o.fl. Fólk er alltaf að koma hingað og spyija hvort þetta eða hitt hafi fundist, sem stolið var frá því.“ Það er eitthvað mikið að „Þegar meirihlutinn er farinn að haga sér svona, er eitthvað mikið að. Við erum með ýmislegt í bígerð fyrir næsta sumar. Auð- vitað vildum við helst að hingað kæmi aðeins rólegt fjölskyldufólk eða takmarka fjölda inn á svæðið. En það er erfitt, þar sem þjóðveg- ur liggur í gegnum Vaglaskóg. Þess vegna verður að gera eitt- hvað fyrir unglinga og skipu- leggja útiskemmtanir. Krakkarnir verða miklu rólegri, ef þau hafa eitthvað við að vera. Annars æða þau bara um og fylla sig af bjór og brennivíni. En það er ljóst að svona versl- unarmannahelgi verður ekki end- urtekin í Vaglaskógi. Sú snyrtiað- staða sem var fyrir hendi nægði sæmilega fyrir 2-300 manns, en fjölgun er geysileg. Gistinætur orðnar 15 þúsund á móti 8 þúsund í hittiðfyrra. Stefna okkar er að endurbyggja snyrtiaðstöðu í miklu hærri gæðaflokki. Gera allt sem við getum til að umhverfið bjóði upp á betri umgengni. Síðan verð- um við að bíða og vona, að allt verði ekki eyðilagt aftur um eina helgi." Lágmenning eða brostin siðferðiskennd? „Sýnishorn af því versta sem bresk lágstétt býr yfir,“ segja Bretar um unglingahópana sem tröllríða Korfú. Er þá lágmenning og brostið siðgæði að ná yfirhönd- inni á íslenskum útivistarsvæðum? Við höfum býsnast yfir umgengni hjá þjóðum sem til skamms tíma hentu öllu út um gluggann hjá sér. En erum við nokkuð betri, þegar slíkt virðingarleysi ríkir í umgengni á fegurstu gersemum íslenskrar náttúru, þegar sjálfs- virðing ungra íslendinga er á svona lágu stigi? Sú spurning hlýtur að vakna, hvort ekki sé kominn tími til að við lítum í eigin barm varðandi umgengni á ferðamannastöðum. Það er að verða klisja hjá mörgum sem tjá sig um ferðamál, að út- lendir ferðamenn far illa með landið og sökin sé eingöngu þar. En hvað með okkur sjálf? Þurfum við ekki að taka rækilega til í okkar eigin garði? Framangreint ber að líta á sem nokkrar svipmyndir af ógeðfelldu framferði, sem við getum ekki lokað augunum fyrir. Vonandi eru þeir Islendingar í miklum meiri- hluta sem kunna að umgangast land sitt með reisn og virðingu. Oddný Sv. Björgvins allt sem höfðar til breskrar lág- stéttar. Diskótekin eru opin fram á rauðan morgun fyrir Bretana, sem fá ódýrt ouzo (sterkt grískt vín) og tequila, áfengan eplasafa og bjór í stríðum straumum. Skipulagðar ferðir til Kavos hófust um 1970. Fyrir þann tíma voru aðeins 5 þorpskrár og örfá herbergi leigð út fyrir ferðamenn. Fyrstu diskótekin voru byggð 1981. „Síðan diskótekunum tók að fjölga ört eða frá 1986 hefur þorpið verið á hraðri niðurleið," segir Metexas. „Ég var með upp- lýstan gosbrunn og gerði mitt til að skapa vistlegt umhverfi, en þeir eru búnir að bijóta allt nið- ur.“ Um kl. 16 síðdegis er ástandið orðið alvarlegt á ströndinni. Tóm- ar flöskur þekja sandinn eins og tóm sprengjuhylki. Fyrirliði hóp- anna situr á upphækkuðum palli, með hátalara í hönd. Endalaust, miður fagurt kynferðislegt rugl streymir yfir sljóa sólbaðsdýrk- endur, sem sumir hveijir eru farnir að fækka fötum ískyggi- lega. Orðaval og framburður eru ekki til að upphetja enska tungu. Mannþröngin á aðalgötu kl. 8 um kvöldið, lofar ekki góðu fyrir nóttina. Þéttdrukknir unglingar fylkja sér í hópa, 10-12 saman. Vígalegir, svírasverir stutt- buxnagæjar reka hausana á und- an sér. Augu þeirra blóðhlaupin eins og hjá bolum í vígahug. Ferðast um langan veg til að leggjast í dá. „Með ódýrum verðum og lélegri aðstöðu, fáum við svona fólk til okkar,“ segir fulltrúi einnar ferðaskrifstofu í Korfú. Nokkrir eru krúnurakaðir. Aðrir húðflúraðir og drekasporðar, amarhöfuð eða tígrisdýr liðast um hendur og fætur. Allir eru þeir á höttunum eftir „fjöri“, sem brýst út í slagmálum, ofbeldi og skemmdarverkum. Og flestir flagga þeir fatnaði með litum breskra fótboltaliða. Stúlkur í stuttpilsum og klingjandi hælas- kóm, með lakkaða hárenda, fylgja þeim fast eftir og öskra hvor á aðra eins og villidýr. Klukkan 2 um nóttina er ástandið orðið skelfilegt. Hávaði frá brotnandi gleri blandast við yfirþyrmandi diskótóna. Dauða- drukknir unglingar liggja eins og hráviði í götukantinum. Félagar þeirra ganga yfir þá eða sparka þeim til hliðar. Opin sár eða blóði drifin föt eru algeng sjón um þijúleytið. Fyrr í sumar lést skoskur piltur í Kavos. Myrtur, samkvæmt útvarpsfréttum í Korfú. Dánarorsök: hálsbrot. „Þeir eru mjög margir sem valda vandræðum," segir breski kons- úllinn á Korfú, Pippa Hughes. „40 unglingar hafa verið hand- teknir í sumar, einn hefur látist og mikið er um alvarleg meiðsli.“ „Þeir eru allt öðruvísi og það skelfir okkur,“" segir Helen Maroudis, fyrrum formaður fé- lags leiðsögumanna á Korfú. „Við höfðum meira álit á Bretum. Breskir ferðamenn, sem koma til Korfú eru vonandi langt fyrir neðan meðalgreind á Bretlandi. í skoðunarferðum með þeim, hef ég prófað þá með því að segja eitthvað rugl, en enginn tekur eftir því. Þá hef ég spurt sjálfa mig, hverskonar fólk ég sé eigin- lega með. Stundum vita þeir ekki hvar þeir eru. Þeir hafa ekki áhuga á neinu og þeim virðist hundleiðast.“ íbúar í Korfú kenna sér að miklu leyti um ástandið. „Þetta er okkar sök,“ segja margir. „Verðið er of lágt. Uppbygging á gistirými og vínbörum hefur verið of hröð. Allt verið lagt í sölurnar til að ná í sem flesta ferðamenn. Korfú minnir víða á úthverfin í Beirút. Nálægt höfuð- borg Korfú, eru ferðamannastað- ir, sem líta út eins og aumustu fátækrahverfi." „Það er ekki hægt að horfa framhjá því, að versta tegund af ferðaþjónustu í heiminum er á nokkrum stöðum á Korfú,“ segir Pippa Hughes. Og nú ræða bresk og grísk stjórnvöld leiðir til að „að bjarga Korfú“ undan þess- -um„bresku landgöngusveitum". Þýtt og endursagt úr Sunday Times. O.Sv.B. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 6. OKTÓBER 1990

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.