Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1990, Blaðsíða 16
Breyttur Fiat Uno
að utan og innan
Fiat Uno er ekki nýr bíll en hann hef-
ur nú gengið gegnum nokkra endurnýj-
un. Umboðið er einnign nýtt eins og
greint hefur verið frá hér, ítalska
verslunarfélagið hf. og er til húsa í
Skeifunni 17 í Reykjavík. Uno hefur
verið á markaði í sex ár og má hik-
laust segja að hann hafi reynst vel og
hann á sér marga aðdáendur hérlend-
is. Hann hefur einnig átt velgengni að
fagna í útlandinu, framleiddir hafa
verið yfir 4 milljónir bíla. Uno er einn
af þessum smábílum sem er stór að
innan og ökumaður hefur á tilfinning-
unni að hann sé ekki á neinum smábíl.
Við skoðum í dag Fiat Uno 45 S.
Uno 45 S er bíll með 45
hestafla og 1000
rúmsentimetra vél.
Aðrar gerðir af Uno
eru 45 með 900 vél,
Uno 60 S með 1100
rúmsenti metra vél og 57 hestöfl og þess-
ar gerður eru allar fáanlegar þrennra eða
fimm dyra.
Helstu breytingamar á Uno eru nýtt
snið á fram- og afturenda. Framendinn
er orðinn ávalari og á að kjúfa loftið enn
betur, grillið er í sama lit og bíllinn og
loftinntak er fellt inn í stuðarann. Rúðusp-
rautuhausar og loftinntak inn í bílinn eru
á hefðbundnum stað upp við framrúðuna
og haganlega fyrir komið. Og eins og fyrr
hefur Uno eina þurrku fyrir framrúðuna.
Afturendinn er einnig breyttur. Hurðin
opnast betur og lengra inn eða upp á þak-
ið, þurrka er á afturrúðu og ljósin eru
stærri. Farangursrýmið er sæmilegt og
sterkleg hilla lokar því að ofan en hún
lyftist upp þegar hurðin er opnuð. Hægt
er að leggja fram hluta af baki aftursætis
tii að auka rýmið.
Góðar klæðnjngar
Breytingarnar að innan eru fólgnar í
nýju sniði innréttinga. Mælaborð er smíðað
á annan hátt, steypt í einu lagi og fest
með gúmmífóðringum sem á að koma í
veg fyrir hættu á skrölti. Sætin eru ný
og bólstruð með svampi í stað gorma áður
og klæðingar í hurðum og hliðum hafa
verið endurbættar og gólf er nú klætt með
meiri einangrun. Ágætt fyrirkomulag er á
mælaborði, hraða- og bensínmælar og
aðrir sem upplýsa um bílinn sjálfan eru
beint fram af ökumanni, ljósa- og þurrku-
rofar á stöng við stýrið og miðstöðvarrofar
á mælaborðinu milli framsæta og þar eru
einnig rofar fyrir þurrku og hita á aftur-
Farangursrými er ágætt.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Fiat Uno er nú boðinn með nokkuð breyttu útliti og endurbótum.
Afturhurðinopnastbeturenáðurogljósin eru stærri.
jafnvel á grófum malarvegi. Bíllinn vegur
745 og bensíntankurinn tekur 42 lítra.
Staðgreiðsluverð á 45 S þrenna dyra
er kr. 622 þúsund, 639 fyrir fimm dyra
gerðina en fyrir 60 S, þrennra dyra þarf
að greiða 664 þúsund krónur og nærri 680
þúsund fyrir fímm dyra gerðna. Uno 45
með 900 vélinni er hins vegar nokkru
ódýrari eða 583 þúsund krónar.
Virðist stór
Fljótlegt er að ná tökum á Fiat Uno -
hann er einn af þessum bílum þar sem
ökumaður finnur sig strax vel heima og
áttar sig fljótt á stærð. Þetta á þó ekki
við um sætin - þau eru kannski helsti
gallinn í bílnum Framsætin eru stillanleg
fram og aftur svo og halli á baki. Bíllinn
virðist stærri en hann er í raun, til dæmis
þegar ekið er á miklum hraða á malbiki
og á malarvegi. Það finnst lítið fyrir hrað-
anum, 90 km á malbiki virðist ekki mikið
fyrir þennan bíl og á malarvegi fer hann
vel í holur og vegarhljóð er ekki mikið.
Uno er 5 gíra beinskiptur og er gírskipt-
ing þægileg. Stöngin er vel staðsett og
skiptingin mjúk og hljóðlaus. Vinnslan er
náttúrlega ekki til að hrópa húrra fyrir
en bíllinn er samt duglegri en maður átti
von á. En í allri daglegri meðhöndlun í
borgarsnúningum og umgengni við bílinn
stendur Uno sig með prýði.
Fiat Uno er því að mörgu leyti ennþá
hinn skemmtilegasti bíll. Hann er á verði
smábíls en með ýmsa eiginleika stærri
bíla, svo sem furðu gott innanrými góða
og aksturseiginleika. Og þótt hann sé
kannski frekar talinn borgarbíll eða mal-
biksbíll er óhætt að gefa honum góða ein-
kunn við akstur á malarvegi. jt
Mælaborð er steypt í heilu lagi og fest
með gúmmífóðringum sem ætti að koma
í veg fyrir skrölt.
rúðu, klukka og fleira.
Fiat Uno 45 S er sem fyrr segir með
1000 rúmsentimetra og 45 hestafla vél.
Hún gefur 145 km hámarkshraða og er
eyðslan sögð vera milli 4,5 og rúmir 6
lítrar á 100 km. Þá er hann 17 sekúndur
að ná 100 km hraða. Uno er 3,69 m lang-
ur, 1,56 m breiður og 1,42 á hæð. Lengd
milli hjóla er 2,36 m. Fjöðrun er sjálfstæð
að framan og öxull með stífum og vogar-
stöng að aftan og er hún allmjúk og góð,
V öruflutningabílar
hafðir fyrir rangri sök?
Bilar hafa meiri áhrif í hinu daglega lífi
en við viljum stundum kannast við. Þar
sem bílaeign er mikil og almenn, tveir
menn á bíl, eru víða orðin mikil vand-
ræði í umferðarmálum, götur og þjóð-
vegir anna ekki álaginu, bílastæði eru
fá og slysin taka sinn toll. í Þýskalandi
fer um 80% vöruflutninga fram með
bílum en aðeins 10% með lestum og af-
gangurinn með skipum, flugvélum eða
pípum (olía og gas). Þar í landi er 7.
hver íbúi maður háður bílaiðnaði á bein-
an eða óbeinan hátt.
*
Inýlegu tímariti frá MAN eru þessi mál
gerð að umtalsefni og þar er haldið uppi
vömum fyrir vömflutningabíla. Þar er sagt
að þeir liggi undir stöðugu ámæli fyrir að
valda umferðarteppu og spilla umhverfinu
og að stjórnmálamenn noti sér vöruflutn-
ingabíla sem afsökun fyrir því hvernig kom-
ið sé í skipulagi umferðarmála. Tímarit
MAN segir vömflutningabíla vera hafða
þama fyrir rangri sök.
Blaðið staðhæfir að þjóðvegakerfið hafí
alls ekki verið byggt upp og endurbætt til
jafns við mikla fjölgun bíla og að þetta eigi
líka við um borgimar. Árið 1968 voru 11,7
milljónir fólksbíla skráðir í Vestur-Þýska-
landi og tæp milljón vömflutningabíla. Tíu
árum síðar: 21,2 millj. fólksbíla og 1,23
millj. vöruflutningabíla og árið 1988 28,9
millj'ónir fólksbíla og 1,38 millj. vöruflutn-
ingabfla. Fólksbílum hafi því fjölgað um
rúmar 17 milljónir en vöruflutningabílum
aðeins um 0,42 millj. síðustu tvo áratugina
og þeim því í raun fækkað miðað við heild-
ina. Árið 1968 voru 585 fólksbílar á hrað-
brautum landsins miðað við 175 vöruflutn-
ingabíla en árið 1987 voru fólksbílarnir
orðnir 1299 og vöruflutningabílarnir 184.
Blaðið nefnir þó ekki að trúlega hafi bílarn-
ir stækkað og flestir þeirra draga nú langa
vagna því flutningagetan hefur aukist vem-
lega.
Þá segir blaðið að yfii-völd hafí ekki stað-
ið sig í að auka við og bæta vegakerfið
þessi ár og nefnir að skatttekjur af umferð-
inni skili sér ekki í bættum umferðarmann-
virkjum, tekjurnar séu notaðar í aðra mála-
flokka. (Þetta minnir reyndar á eitthvert
annað land!) Á öllum sviðum er nú verið
að leita úrræða til að lagfæra ástandið.
Umferðarbann er ekki talinn vænlegur kost-
ur heldur er talið hyggilegra að stórbæta
alla umferðarstjórn með hvers konar leið-
Umferðarþunginn á þýskum vegum verður sífellt meiri. Árið 1968 voru þrír fólks-
bílar á götunum á móti hveijum einum vöruflutningabíi en árið 1987 voru fólks-
bílarnir orðnir tólf á móti hverjum vöruflutningabíi.
beiningum og ábendingum, sérstaklega í
morgun- og síðdegisálaginu. Einnig er bent
á þá lausn sem alltaf er nefnd að bæta al-
menningssamgöngur til að reyna að fækka
einkabílum á götunum því spurt er hvernig
á að flytja vörurnar ef takmarka á ferðir
vöruflutningabíla?
jt