Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1990, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1990, Blaðsíða 6
A R K 1 T E K T M u R Ný hús fyrir norðan og sunnan Við Helgamagrastræti á Akureyri er einbýlishús í byggingu, sem athygli vekur, þegar farið er um götuna, en hún telst ekki með fjölfömum götum á Akureyn og þessvcgna er ekki hægt að segja, að húsið sé áberandi. Arkitektinn er Jón Haraldsson, sem nýlega er látinn og er þetta hús að öllum líkindum meðal síðustu verka hans. Jón Haraldsson lærði arkitektúr í Finnlandi og mörg verka hans hefa keim af finnska skólanum, sem leggur áherzlu á hreinar línur í anda módern- ismans. Það er athyglisvert, að þetta hús minnir einmitt á íbúðarhús frá upphafsárum módernismans í Evrópu. Þó hefur Jón gætt það dálítið rammbyggilegum kastalastíl, sem er persónulegt ívaf höfundarins, og auk þess fer hann öðruvísi með gluggaskipan og gluggapósta en tíðkaðist í keimlíkum húsum frá fjórða áratugnum. Það er í anda Jóns og ugglaust að hans fyrirsögn, að húsið er að öllu leyti málað hvítt. Þaksvipurinn er endurtekinn á þakinu yfir garðstofunni og einnig í steinveggnum utanum lóðina. Þeim sem fara um nýju byggðina í Setbergslandi í Hafnarfirði, hefur orðið star- sýnt á nokkur þriggja hæða sambýlishús, sem þar standa og verða að teljast frábrugðin öllum öðrum sambýlishúsum, sem hér hafa risið. Höfundur þeirra er Sigurður Einarsson arkitekt í Reykjavík; sá hinn sami sem teiknaði fyrirhug- aða stórbyggingu Alþingis. Sigurður hefur kosið að nota á þakið eitt af frumformunum, bogann, sem er hluti af hringforminu. Nú á tímum sveigðra límtrésbita og samsvarandi þakst- áls, er þetta einfalt í byggingu og hefur að öllum líkindum þann kost að halda vatni. En það er einn hængur á: Ennþá eru svo margir íslendingar, sem muna braggahverfin og ekki þýðir að segja neinum heilvita manni, að braggar hafi verið fallegir. Þeir voru Ijótir, um það eru allir sammála. Meira að segja svo Ijótir, að formið má heita í banni og þarf töluverðan kjark til að reyna að hefja það til vegs og virðingar. Þarna er verið að byggja „kamp “, segja menn með vandlætingu. I þessu felst full mikil þröngsýni. Engin ástæða er til að dæma bogaformið úr leik vegna fortíðar þess í bröggum. Spyrja má, hvort skökku skúrþökin, sem einkenndu svipuð hús um og fyrir 1960, hafi verið nokkuð betri. Þau voru barn síns tíma, tízkubóla sem kom og fór og venst ekki vel fremur en margar tízkubólur. Líklegt er að þessi hús venjist betur vegna þess að boga- formið er ekki tízkubóla, heldur gamalt og sígilt úr byggingarsögunni. Þessi hús, sem hér sjást á myndum, eru ekki endilega tekin til dæmis um góðan eða fagran arkitektúr, heldur til að sýna framá meiri fjölbreytni, sem nú ríkir í nýjum byggingum. Aðeins tíminn getur leitt í Ijós, hvort verkin standa og lofa sína meistara sem góður arkitektúr. Þegar farið er um nýju hverfin ofantil í Akureyrarbæ, blasir við stór, gulmál- uð blokk við Hjallalund. Hún var teiknuð á arkitektastofunni við Ráðhústorg á Akureyri og höfundarnir heita Gisli Kristinsson ogPálI Tómasson, báðir arkitekt- ar. Þótt kannski komi það ekki nægilega vel fram á myndinni, sést á þessari blokk sú breyting, sem orðin er á sambýlishúsum, ekki sízt þegar miðað er við sjöunda áratuginn. Þá voru byggðar í Reykjavík og víðar ömurlegar raðir af kassahús- um, sem voru þá það nýjasta frá Svíþjóð og raunar tíðkaðist þessi byggingar- máti mjög í Austanljaldsríkjunum. Nú reynist erfitt að fá fólk í Svíþjóð til að búa í þessum tiltölulega nýlegu húsum. Uppá síðkastið er farið að byggja sambýlishús með öðrum og manneskjulegri hætti og þessi blokk á Akureyri er dæmi þar um. Sambyggt við hana er raðhús og heildin er afar fjarri því að vera með hinu kaldranalega kassalagi. Menn geta svo haft á því mismunandi skoðanir, hvort þessi lausn sé góð eða slæm, fögur eða Ijót. Það er ekki málið, sem hér er til umfjöllunar, heldur hitt, að sem betur fer hefur einhæfnin í forminu verið brotin upp. Við hliðina á sambýlishúsunum með bogadregnu þökunum í Hafnarfirði, hefur risið ný grunnskólabygging fyrir Setbergshverfið. Arkitekt er Björn Hallsson. Hann hefur skilað góðu verki, skólinn er staðarprýði. Þetta er afar fjölbreytileg bygging og hægt að fá á hana ólík sjónarhorn eins og myndirnar gefa hugmynd um. HinSfVegar virtist vera erfitt að ná skólanum á eina mynd, þannig að alveg kæmi í Ijós, hversu gott verk þetta er. A gaflinum, sem ungu Gaflararnir sitja undir, er stór flötur og gefur e.t.v. tilefni til myndskreytingar, og samkeppni þar um ætti helzt að fara fram meðal barnanna í skólanum. Götuhliðin, sem sést á hinni myndinni, lítur kannski út fyrir að vera hversdagsleg. En þegar betur er að gáð, sést að þarna er af mikilli kunnáttu og smekkvísi skipað niður gluggum og öðru, sem rýfur veggflötinn. Myndir og texti: Gísli Sigurðsson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.