Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1990, Qupperneq 12
Vista erafburða hreinsiefni
fyrir allar bílainnréttingar,
gúmmí, vlnil, leöur, plast
og króm. Einfalt og þægi-
legt I notkun. Úðiö Vista
á það sem hreinsa skal,
bfðið andartak meðan efnið
leysir upp óhreinindin,
purrkiö létt yfir og árang-
urinn er - skfnandi.
B M 1 L A R
Öryggi hjá
Mercedes Benz 500 E er gerður til hraðaksturs.
-f- *
Mercedes Benz
Öryggismál og rannsóknir á öryggi bíla hafa jafnan verið á
dagskrá bílaframleiðenda um heim allan. Áhersla á þennan
þátt framleiðslunnar hefur án efa verið og er sjálfsagt enn
mismikil en á seinni árum hafa þessi mál komið æ meira fram
í dagsljósið. Framleiðendur eru fúsir til að skýra frá helstu
afrekum sínum á þessum sviðum og hversu miklum fjármunum
þeir veija til rannsókna. í nýlegu tímariti sem gefið er út af
Mercedes Benz er stiklað á stóru í öryggisrannsóknum fyrir-
tækisins í fjörtíu ár.
Mercedes Benz
500 E fnimsýndur
Mercedes Benz 500 E var
frumsýndur á bílasýningu í
París í byrjun mánaðarins en
hann er í miðstærðarflokkn-
um og sérhannaður til hrað-
aksturs. Vélin er 8 strokka,
með fjórum ventlum á hvern
og yfir 300 hestöfl. Hún á að
geta komið bílnum í 250 km
hraða og jafnvel meira en
bílarnir verða útbúnir þannig
að þak verður sett á hraðann
við 250 km markið.
Fimm lítra vélin á að geta
komið bílnum úr kyrrstöðu í 100
km hraða á aðeins 6,1 sekúndu.
500 E er rafeindavæddur á ýms-
um sviðum, meðal annars raf-
eindabúnaði sem hefur örlítinn
hemil á hröðun bílsins ef hjólin
ætla að skrika þegar ekið er
rösklega af stað. Þyngdarhlut-
fall er sérlega jafnt. Þegar tveir
menn sitja fram í og 80 kg af
farangri eru í skottinu dreifist
þyngdin að hálfu á framhjól og
að hálfu á afturhjólin.
Mercedes Benz 500 E er vænt-
anlegur á Evrópumarkað næsta
vor og er áætlað verð hans í
Þýskalandi tæplega 5 milljónir
króna. Þetta verður ekki fjölda-
framleiðslubíll, aðeins framleidd-
ir um 2400 bílar á ári
jt
Mercedes Benz og enginn verð-
ur vonsvikinn með kraftinn.
skemmdir næðu farþegarýminu
sem var sérstaklega styrkt, hurð-
ir voru búnar sérstökum örygg-
islæsingum og stýrisstöngin gaf
eftir við þungt högg. Það voru
einkum tæknimenn hjá Mercedes
Benz sem höfðu forgöngu um
að lagt var út í rannsóknir og
tilraunir með öryggi - markaðs-
stjórarnir höfðu ekki áhuga á
því þá - krómið er betri söluvara
en öryggið, sögðu þeir þá. Til-
raunirnar voru einkum hvers
konar athuganir á útkomu
bílanna eftir árekstra og veltur.
Þeim var ekið á steinveggi, bílar
látnir velta og tveim eða fleiri
bílum stefnt í árekstur og útkom-
an skoðuð í bak og fyrir. Árið
1968 var einnig farið að rann-
saka raunveruleg slys til að
reyna að draga af þeim lærdóma
við smíði og frágang bílanna.
Þessi starfsemi Mercedes
Benz hefur ekki farið hátt og
ýmsir aðrir framleiðendur hafa
haft sig meira í frammi með af-
rek sín á þessu sviði. Það skiptir
hins vegar ekki öllu máli, það
sem skiptir bílakaupendur máli
er að vita að bíil þeirra krump-
ast ekki endilega saman þótt illa
kunni að fara.
Talsmenn Mercedes Benz
verksmiðjanna staðhæfa að þeir
hafí verið fyrstir til að smíða bíl
með farþegarými sem standast
átti ákveðnar kröfur með tilliti
til árekstra. Farþegarýmið í 170
S árgerð 1951 var til dæmis
reynt við árekstur á steinvegg á
50 km hraða. Það þótti ekki
standast kröfur en farþegarýmið
í 180 gerðinni sem fyrst kom á
markað 1953 þótti hins vegar
gera það. Þessi gerð var víð lýði
til ársins 1960 og muna eflaust
margir eftir henni hér. Tilraunir
sýndu að mjög harðan árekstur
þurfti hvort heldur var framan
eða aftan á þessa gerð áður en
Mercedes Benz 180 varárið 1953 tekinn ígegn í árekstratilraun-
um. Þessi bíll er talinn einn sá fyrsti sem hafði upp á að bjóða
öruggt farþegarými.
Tugir bíla eru á ári hverju sendir í óblíða meðferð til að sjá
hvernigþeir reynast ef eitthvað skyldi bregða útaf í umferðinni.
Að horfa í spegil - og
Flestir ökumenn temja sér þá nauðsynlegu og ágætu reglu að
hafa augun á veginum framundan og fylgjast vel með því sem er
að gerast fyrir framan þá. Þetta var þeim kennt í ökutimum og
það er í fullu gildi og á jafnt við hvort sem ekið er í borgarum-
ferð eða úti á þjóðvegum. En það á ekki að koma í veg fyrir að
þessir samviskusömu ökumenn gleymi að fylgjast með því sem
gerist í umferðinni að baki þeim. Oft verður þess hins vegar vart
í umferðinni að menn vita ekkert hvað er að gerast fyrir aftan
þá og mætti vel ímynda sér að þeir ækju óhikað áfram jafnvel
þótt bíll þeirra væri klipptur sundur um miðjuna - þ.e. væri hann
framdrifinn.
Baksýnisspegillinn er nefnilega
eitt þýðingarmesta hjálpartækið
við akstur. Með innispegli sjáum
við umferðina að baki og með
útispeglum, sem nú eru á langf-
lestum bílum, má fylgjast með
umferð til hliðanna en hafa verður
vissulega i huga „dauðu“ punkt-
ana, svæðin sem við sjáum ekki
í speglunum. Þeir eru meðal ann-
ars ástæðan fyrir þessari áminn-
ingu. Ef ökumaður fylgist vel með
umferðinni að baki sér veit hann
(t.d. ef hann er staddur í borga-
rumferð) hvoi-t annar bíll er að
sigla fram með honum. Þá er
ekki hætta á að hann skipti
skyndilega um akrein með óviss-
um afleiðingum - hann veit af
bílnum í „dauða“ punktinum.
í þjóðvegaakstri er það líka
hvimleitt að aka fram á menn sem
halda að þeir séu einir á ferð.
Þeim dettur ekki í hug að nokkur
vilji fara hraðar yfir en þeir sjálf-
ir - þeim er yfirleitt eitthvað allt
annað í huga en aksturinn! Þessir
ökumenn (eða kannski konur
þeirr) hafa gjörsamlega misskilið
hlutverk baksýnisspegilsins og
myndu sjálfsagt ekki sakna hans
•þótt hann væri frá þeim tekinn.
En það er kannski ekki alvar-
legasta atriðið þótt menn komist
ekki framhjá þessum hálfsofandi
mönnum eða þótt þeir svíni svol-
ítið á samferðamönnum sínum.
Hitt er mun alvarlegra ef neyðar-
bílar komast ekki framhjá. Hversu
oft hafa menn ekki séð örvænting-'
arfuilar tilraunir sjúkrabílstjóra
hlusta
eða slökkviliðsmanna við að vekja
á sér athygli þegar blikkljós,
sírenur og önnur hefðbundin við-
vörun getur ekki vakið þessa hálf-
sofandi bílstjóra. En þar komum
við kannski líka að enn öðru at-
riði - þetta með útvarpið eða
hljómflutningstækin. Nú eru
bílarnir iðulega útbúnir með tveim
(það er nú annars bara lélegt),
fjórum eða fleiri hátölurum sem
myndu sóma sér vel í meðalstofu
hjá okkur í vesturbænum. Þegar
skrúfað er sæmilega upp í þessu
með sinfóníum Mahlers eða Mez-
zoforte verða allar sírenur bara
að hvísli. Þess vegna verður að
horfa stundum í spegilinn og helst
oftar.
jt'