Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.1990, Qupperneq 2
HINNSAMI
UMALDIR
Gleðilega afmælishátíð, Hallgrímssöfnuður, með
fimmtíu árin að baki! Ég má fyrr mitt leyti
og við hjónin finna það, að það er næsta sér-
stætt fyrir okkur að fá að lifa þessa stund
með söfnuðinum, sem nýfæddur tók okkur
Prédikun í
Hallgrímskirkju á
fímmtíu ára afmæli
Hallgrímssafnaðar og
316. ártíð Hallgríms
Péturssonar 27. október
1990.
Eftir SIGURBJÖRN
EINARSSON
ung upp á arma sína. Við eigum mikils að
minnast, margrar hátíðar, margra dýr-
mætra stunda í þessari sókn fyrr og síðar.
Vafalaust eru þeir í minni hluta meðal
kirkjugesta í dag, sem muna glöggt þá tíð,
þegar söfnuðurinn varð til, stóðu fullorðnum
fótum við vöggn hans eða gengu með honum
fyrstu sporin. „Lífíð manns hratt fram
hleypur,“ segir Hallgrímur. Fjórir ungir
prestar komu til starfa í nýjum prestaköllum
hér í Reykjavík fyrir fimmtíu árum, ég
yngstur og nú einn á lífí af þeim. Þeir for-
göngumenn, sem tókust á hendur að skipu-
leggja Hallgrímssöfnuð í upphafi og styðja
hann á legg, eru alþr horfnir. Blessuð sé
minning þeirra. Ég nefni ekki nöfnin en
minnist í hljóðri þökk samstarfsmanna og
vina.
Þann mann í þeim hópi, sem síðast hvarf
héðan af heimi, hlýt ég að nefna, dr. Jakob
Jónsson, minn góða starfsbróður hér fyrstu
árin, sem síðan varði miklum og fjölþættum
hæfileikum sínum til þjónustu við söfnuðinn
í 33 ár. Og hans verður ekki minnst án
þess að nefna konu hans, frú Þóru Einars-
dóttur, sem fær að lifa þennan dag en hef-
ur ekki heilsu til að vera hér viðstödd. Til
hennar berst hlýr þakkarhugur með fyrir-
bæn héðan úr Hallgrímskirkju.
Það breytist margt á skemmri tíma en
hálfri öld. En sumt breytist ekki. „Söm er
hún Esja, samur er Keilir,“ stendur þar.
Og haustið kom þá eins og nú, tíminn gekk
sínum hljóðu skrefum með alla á valdi sínu,
voldugan sem vesalan. og stefin í mannlífinu
voru hin sömu þá sem nú: Lífi .var heilsað
og líf var kvatt, gleðj hér, grátur þar, blik-
andi vonir og fyrirheit í barmi hér, brostið
allt og dimmt þar. Og um þetta, sem menn-
irnir eru alltaf að lifa, skiptir það engu, þó
að umgjörð mannlífsins, fjöllin og hafið, sól
og stjörnur, lögmál árstíða og alls hins ytra
heims, séu söm yfír hvetjum vegi, hveiju
mennsku spori, hvort sem er létt eða þungt.
En Jesús Kristur er hinn sami í gær
og í dag og um aldir.
Þetta var lesið og sungið hér áðan (Hebr.
13, 8) eins og á hverri Hallgrímshátíð í
þessum söfnuði frá upphafi. Það var og er
lofgjörð kristinnar kirkju, reynsla, fögnuður
kristinnar trúar, söm og sífellt ný í tvö
þúsund ár. Hallelúja!
Hvers vegna? Vegna þess, að sá Jesús
Kristur, sem kristnar kynslóðir tilbiðja, er
svar sjálfs Guðs, þegar hjartað spyr, þegar
innsta vera manns hvíslar eða hrópar: Hvað
er þetta allt, hvaðan kemur mér hjálp, hvar
er svarið við þeirri gátu, sem lífið er, hvar
er lausnin á þeim flókna leyndardómi, sem'
er ég?
Jesús Kristur er sá „kóngur dýrðar um
eilíf ár“, sem hvert kné skal beygja sig fyr-
ir á himni og jörðu. Hann er sú von, sem
engum bregst, engri sál, ekki vegavilltu
mannkyni, engum fyrr eða síðar, sem festir
traust sitt á honum, bindur trúnað við hann.
„Fögnuður er að hugsa um það.“
Það var ekki tíðindalaust hér á landi og
hér í heimi árið 1940. Mér verður oft hugs-
að, þegar þetta ár rifjast upp og árin næstu
á undan og eftir: Hefur maður virkilega Iif-
að þetta sjálfur?
Það er Iíkn, að einstaklingurinn er aldrei
fær um að lifa nema brot af því, sem er
að gerast í kringum hann, jafnvel í næsta
umhverfí, þegar mikil og hrikaleg örlög eru
spunnin.
Voði vitfírrtrar styijaldar var kominn
hingað í landið. Að vísu í þeirri mynd, að
það var stór mildi miðað við hinn annan
kost, sem um var að ræða. En enginn gat
vitað, hvað á eftir kynni að fara. Það leit í
bili ekki út fyrir a.nnað en að fítonskraftur
Hitlers, studdur þá af Stalín og öllu hans
liði nær og fjær, myndi bijóta allt undir
sig. Danmörk lá lömuð undir hófi hans,
Noregur engdist blóði drifinn í kíóm hans.
Kannski yrði ísland senn sá vígvöllur, sem
enginn gat útmálað í huga sér. Hér um
holtið voru herskálar risnir og varnaivirki,
borgin öll meira og minna mótuð af viðbún-
aði við árásum úr lofti og af hafi. 0g það
athvarf, sem Hallgrímssöfnuður fékk seínna
til guðsþjónustuhalds, var kjallarasalur í
-Austurbæjarskólanum útbúinn sem loft-
varnabyrgi. En það var mikil birta marga
stund í þeim loftþunga, dimma sal. Svo
segir minningin.
En um líkt leyti og ísland var hernumið
gengu fram lög um nýskipan kirkjumála í
Reykjavík. Það var fyrir löngu orðin brýn
nauðsyn og hafði lengi verið baráttumál
vakandi manna. Nú náðist þetta fram. Það
var mikilvægt skref í kirkjulegum skipulags-
málum. En mikilvægast sem játning á
tvísýnum örlagatíma: Jesús Kristur er hinn
sami, hvað sem annars kann að breytast
og byltast og hvað sem kann yfir að dynja.
Kirkja hans hafði ekki óskabyr yfirleitt
á þessum árum. í sumum löndum var hún
ofsótt grimmilega.
Það skorti ekki eldmóð í álfunni þá, ekki
trú, glóandi heita og geisandi. Menn trúðu
á pólitísk undur og stórmerki og aldahvörf.
Sú trú var mikil, hvort sem merkið var
hakakross eða hamar og sigð. 0g báðum
þeim merkjum var með sama heiftarmóði
stefnt gegn kristnum dómi. Hvor tveggja
stefnan gerði sér ljóst, að hann varð að
deyja ef þær áttu að sigra.
Það eru engar ýkjur, að þeir ungir menn
kristnir, sem voru að búa sig undir ævistarf
sitt á fjórða áratug þessarar aldar, máttu
allt eins gera ráð fyrir að verða kúgaðir
undir alræðisvald af öðru hvoru tagi. Að
minnsta kosti var það augljóst að þessi
nýaldartrú — öll svört eða skjöldótt heiðni,
sem gýs upp, kennir sig ævinlega vð nýja
öld — var bráðsmitandi. Menn sáu hilla
undir nýjan heim, hann var á næsta leiti,
sterkir menn, sterkir flokkar, fullkomnir
foringjar í fullkomnum takti við óbrigðul
eðlislög framvindunnar, voru í þann veginn
að umskapa veröldina. Þeir höfðu fundið
lykilinn að höll draumalandsins. Fylgjum
þeim, styðjum þá í frelsandi, blóðugu stríði
þeirra við allt illþýði heimsins.
Það var þessi trú, sem brann með fræg-
ustu skáldum og stílsnillingum og kveikti
bál í barmi svo margra ungra manna. En
Jesús Kristur! Hann gat hafa átt erindi við
einhveija í gær en við engan í dag og á
morgun var hann úr sögunni fyrir fullt og
allt.
Ég ætlaði annars ekki að halda útfarar-
ræðu yfir dauðum trúarbrögðum. Viðskiln-
aður þeirra og herfíleg endalok eru nógsam-
lega kunn. Jesús Kristur iifir. Hann er hinn
sami. Kirkjan hans lifði af þyngra píslar-
vætti en um getur í sögunni. Og nú er það
orðið opinbert öllum heimi eða ætti að vera,
að hún var hið hljóðláta vígi andlegs frelsis
og vonar og mennskrar reisnar í sorta ólýs-
anlegs ofbeldis og kúgunar.
Það er ekki að ófyrirsynju að minna á
þetta. Jesús Kristur er sá foringi, sá Drott-
inn, sem öruggt er að fylgja, kirkjan hans,
ríkið hans sá málstaður, sem enginn skal
þurfa að blygðast sín fyrir að styðja og
ganga á hönd heilum huga og opinskátt.
Blekkingar og fals, órar og hillingar eru
ekki horfnar. Trúarlegt glundur og ómeti
af mörgu tagi í ginnandi umbúðum er ríku-
lega fram boðið nú um stundir. Það er þörf
fyrir kristið heilskyggni og heillyndi, ein-
dregna kristna árvekni og samstöðu um
ósvikinn, kristinn vitnisburð í landi
Hallgríms, í heimi dagsins.
Með því nafni, sem Hallgrímssöfnuður
hlaut, var hann sæmdur sérstökum heiðri
og fengin mikil köllun: Hann átti með lífi
sínu að votta alþjóðarþökk fyrir það, sem
ísland hefur átt og notið þar sem Hallgrím-
ur er og hlynna að og ávaxta arfleifð hans.
Vegleg kirkja á völdum stað í höfuðborg
landsins var þáttur í köllun safnaðarins. A
þeim stað, hér í holtinu, voru komin upp
útlend varnarvirki fyrir 50 árum. En í
draumum haustsins bar annað vígi í þau
og yfir þau, kirkjuna með nafni þess manns,
sem hafði dugað svo vel í þungu stríði þess-
arar þjóðar um aldir. Hann hafði það orð
að flytja, sem í allri sinni hógværð var sterk-
ara en vábrestir og feigðarsog og vígamóð-
ur, ofsi og ofurdramb dauðlegs holds.
Það var orð hans um konung sannleik-
ans, höfund eilífs hjálpræðis, sigrarann
dauðans sanna.
Þú hefur sigrað synd og deyð,
sjálfan djöful og vítisneyð,
háðir eitt herlegt stríð,
allan svo þinn leystir lýð.
Lof sé þér um eilífa tíð.
Hallgrímskirkja komst upp. Engar sær-
ingar, hróp né spé kváðu drauminn niður.
Hann rættist.
Mikið er ógert enn í þessu húsi og í kring-
um það. En hér stendur kirkjan sem slíkur
vitnisburður um íslenskan metnað, íslenska
list, íslenska reisn, sem vekur eftirtekt og
aðdáun þeirra fjölmörgu manna af öðrum
löndum, sem hingað leggja leið sína. Og
ekki síst er og verður kirkjan órækur vitnis-
burður um ótrúlega þrautseigju, elju, úr-
ræðasemi og einhug safnaðarins um að
skila þessu stórvirki af höndum.
Það vita allir kunnugir og það verður
óafmáanlega skráð I sögu safnaðarins, að
sá einstæði drengur, Hermann Þorsteinsson,
á þann hlut í þessu afreki, sem verður aldr-
ei ofmetinn.
Borg og ríki hafa sýnt skilning og veitt
stuðning, sem ekki gleymist heldur, og mjög
eru mér í minni þeir mörgu smáu, sem af
engum efnum komu með sinn skerf, jafnvel
reglulega, eitt smálaufið af öðru í þakkar-
kransinn handa Hallgrími.
Og allar illspárnar um það, að hér myndi
rísa steinbákn, tildurshús, sem yrði líflaus-
ara en sú Steinkudys, sem fyrrum var eina
mannvirkið á þessari kirkjulóð, þær liggja
dauðar í gleymdum dysjum. Hér er sannar-
lega lifandi hús, sem hýsir ekki aðeins æði
fjölmennan söfnuð á messutíma hvern helg-
an dag, heldur margþætta og merka starf-
semi aðra.
Nú, á þessum tímamótum, þegar þakkir
eru goldnar Guði og mönnum líka fyrir
það, sem að baki er, þá er beðið um nýja
krafta. Já, „við þennan brunninn þyrstur
dvel ég, þar mun ég nýja krafta fá“. Við
brunninn hans, sem er hinn sami í gær og
í dag og um aldir. Og alltaf nýr, hin eilíf-
lega ferska uppspretta ljóss og friðar og
kærleika.
Honum, einum sönnum Guði, föður og
syni og heilögum anda, sé dýrð um aldir
alda. Amen.
Höfundur er biskup
2