Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.1990, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.1990, Blaðsíða 3
F_l [N] IFCTálg [m] Sl [r] [g 0 [n| iil [l] I Aí [Öl 1*0 Œl ® ® Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjór- ar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunn- arsson. Aðstoðarritstjóri: Björn Bjarna- son. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 691100. Myndin er af Ólafi Árna Bjarnasyni, tenórsöngvara, sem ráðinn hefur verið til tveggja ára við Óperuna í Regensburg í Þýzkalandi og þreytti nýlega frumraun sína sem Don José í óperunni Carmen. Sjá nánar á bls 4, þar sem m.a. er vitnað í gagnrýni, sem hann fékk. Með honum á myndinni er Ruth-Maria Nicolay, sem fór með hlutverk Carmenar. Þuríður sundafyllir var fjölkunnug og gat m.a. fyllt heilu firð- ina af fiski, þegar hallæri varð á Hálogalandi. Þuríður var blönduð Sömum eins og fieiri landnámsmenn af þessum slóðum. Þetta nefnir Hermann Pálsson í seinni grein sinni af nyrstu rótum íslenzkrar menningar. íslendingar hafa verið á síðum sænska samvinnublaðsins vi að undanförnu. Þá er átt við tvö samtöl eftir Unni Guð- jónsdóttur, fyrrum balletdansara. Annað samtalið er við Halldór Laxness frá 1988 og hitt er við Vigdísi forseta. Við grípum aðeins niður í þessi samtöl. Vatn NORDAHLGRIEG MagnúsÁsgeirsson þýddi Sólin kastar sér á landsins svörð úr fylgsnum skýjahæða, eins og yfir hráð í blindni blóðþyrst, kviðug tígrislæða. Undir dýrsins drungafargi dauðamóð og níst við svörðinn, undir Ijósi og óþefsmollu, undir byrðum hafnarinnar, másar seinfær mannahjörðin. Berst sem stuna blóðs og svita burðarkarla hryglusöngur yfir höfn og hleðslutorg sumardag í Shanghai-borg. i' Gin and bitterl Gin and bitter! Drykkjustofan skipuð gestum. Gegnum hróp og glaum við borðin glittir, skín, í drykk við drykk. Mókandi augu í móðu hitans mara í kafi, rauð og þrútin, dvelja um stund við dagg-grá staupin, — gin and bitter, boy! — be quick! Inn í skuggans líkn við leitum, landar tveir á útigangi. Ég er að kveðja — býst á brott. Hann, er kyrr skal sitja og sakna, sér, að mér í augum þegar lyftist brún af landsýn Noregs. — Lucky devil, þú átt gott. Hérna er annars allt í lagi, alltaf heStar, bíll og þjónar, ekkert vantar, allt til taks. Það er bara þessi löngun, þrá, sem ekki er hægt að svæfa, — gin and bitter, boy! — og strax! Nordahl Grieg var eitt af höfuðskáldum Norðmanna fyrr á öldinni og varð vel kunnur hér á stríðsárunum, þegar hann kom hingað ásamt konu sinríi, leikkonunni Gerd Grieg. Þýðandinn, Magnús Ásgeirsson, hefur þýtt Ijóð margra úrvalsskálda erlendra á íslenzku og hefur lengi þótt einn snjallasti Ijóöaþýðandi okkar. Presturinn ræður — Alfaðir ræður Eg rakst á dr. Guðmund Magnússon, prófessor í hagfræði og fýrrverandi rektor Háskóla íslands, í skíðagalla á göngunum í Háskólanum einn sunnudagsmorguninn. Hann hljóp við fót og sagðist vera að fá lánaða fánaborg fyrir Neskirkju vegna 50 ára afmælis safnaðarins sem halda átti þetta sunnudagssíðdegi. Mér flaug í hug hvílíkur fengur væri Nessöfnuði í Guðmundi og fleiri merkum konum og körlum í stjórn og varastjórn Nessafnaðar. Einu sinni náði Nessöfnuður yfir Seltjarnar- nesið líka. Það var á þeim góðu dögum þegar séra Jón Thorarensen þrumaði sungið og talað mál hér í Háskólakapellunni og Jón ísleifsson organisti spilaði á enska stríðstíma-orgelið á kirkjuloftinu uppi, sem nú gegnir göfugu hlutverki sem kaffístofa (en kaffið er daglegt sakramenti nútímans, „sýnilegt tákn um ósýnilega hluti“, nefni- íega tákn um samfélagskennd þeirra sem drekka kaffí saman og styrkja vináttu- tengslin (sem eins og allar aðrar góðar gjaf- ir koma að ofan, eins og segir í Jakobs- bréfi; og þessi er einmitt skilgreining sakra- mentisins; sýnilegt tákn um ósýnilega hluti). En Seltjamarnesið var lítið og lágt, því trúðu menn í mínum uppvexti því það stóð í ljóð- inu, sem var meira að segja sungið í rútubíl- um og það hlaut að vera satt úr því það stóð í ljóðinu. En Seltjarnarnesið er alls ekki lítið og lágt. Þegar ég fer út í Háskóla á morgn- ana um 9 leytið eftir svo sem 2ja tíma dvöl í eldhúshorninu við að lesa og skrifa það sem í hugann kom yfir nóttina um verkefni dagsins (og við rakstur og annan óþarfa) sé ég oft hér hinum megin við Aragötuna hvar dr. Jón Steffensen, fyrrum prófessor, 85 ára að aldri, stígur upp í bíl og þiggur far út á Seltjamames til þess að vinna þar hluta af dagsverki sínu við læknisfræðisafn- ið í Nesstofu á Seltjarnarnesi, því að á Sel- tjarnarnesi, í Nesstofu, gerðist mikil saga er þjóð í nauðum bjó við kröm og öryggis- leysi en var þjónað þaðan. Það kostar mikla hugarorku að fljúga fyrir hugaraflinu einu saman inn í baðstofurnar að sjúkrabeði í afskekktri sveit eða inn í köld beitarhúsin frá Brekku í Skagafírði að dánarbeði Bólu- Hjálmars. Og mikið ímyndunarafl þarf til þess að geta skilið það brautryðjandastarf til hlítar sem unnið var að Nesi við Seltjörn í líknarþjónustu við þau skilyrði sem eru okkur nú á dögum jafn framandi og stað- hættirnir á tunglinu. Og á Seltjarnarnesi er alltaf að gerast saga. Þar var byggð kirkja sem er til að sjá eins og nokkrir júmbóvörubílar séu búnir að sturta, með pallana uppi. Og inni tekur ekki betra við því að guðsþjónusturýmið er ekki í stíl við mannlega hugsun. Byggi menn fjós þarf flórinn að vera í lagi og sé hús smíðað til guðsþjónustuhalds verður þungamiðjan að vera vegleg: hið heilaga altari og svæðið þar í kring. En þetta kemur ekki nokkurn skapaðan hlut að sök. Lesandinn athugi það. Það fer engum sögum af byggingarlist kofaræksnisins sem hýsti rollurnar forðum og kusumar og bolana þar sem í einum básnum (uppi í jötunni) lá Frelsari mann- kynsins. Og þetta skildu konurnar og karl- arnir í stjórn og varastjóm safnaðarins á Seltjarnamesi og starfsmenn safnaðarins, sem tóku höndum saman við fólkið á Nesinu og byggðu kirkjuna sína og létu sér þykja vænt um hana og reyndu að fylla hana andanum, jólagleðinni sem endist allt árið. Og húsið fylltist af söng bamanna. Og Jón Steffensen hélt áfram að vinna við minjarn- ar um lækningasöguna, einn þáttinn í sögu kristindómsins: að líkna sjúkum. Og það er nákvæmlega þetta sem gerist við sérhveija sköpun. Þegar Guð er að skapa tónverk fyrir milligöngu þjóns síns, tón- skáldsins (þótt það viti ekkert af því) eða yrkja ljóð gegnum heilafrumumar og tilfínn- ingaólguna í skáldinu (jafnvel þótt það trúi ekki á hann) þá verður til skapnaður úr ósköpnuði, sköpulag, form, regla. Guð tekur dautt efnið og blæs í það llfsanda sínum. Alfaðir ræður og innblæs dauð verk mann- anna, jafnt byggingar, sem stofnanir, anda sínum, sköpnuði, reglu, tilgangi, hugvits- semi, skynsemd, viti, ábyrgðarkennd, kær- leika. Kaosinn sjáum við á Alþingi, við get- um ekki búist við öðru. Hann er eðlislægur manninum sem dauðu efni, þar til lífsandan- um hefur verið blásið í það sem er óskapnað- ur. En ef einhver vildi benda á nauðsyn þess að ná utan um fjöregg þjóðarinnar, utan um vandamálin og leiða þau fram ásamt lausnum, tæki að færast líf í dauða- leg beinin og þau að klæðast holdi eins og í beinadalnum hjá Esekíel (37. kapítula). Og þannig er það í Seltjarnarnessöfnuði og í öllum söfnuðum, eins og í söfnuðinum í Alþingishúsinu. Samfélagskenndin er mnn- in í menningu okkar úr kristindómnum. Þar ræður ekki einn og hinir elta, eins og var á 17. öld þegar hið upplýsta einveldi tókst á hendur forsjá allra mannlegra ’ *rfa með skelfilegum afleiðingum. En á ég nú að hætta að rabba og flytja þess í stað fyrirlestur? Ekki er nóg með að slíkt er bannað, heldur yrðu einhveijir ösku- vondir. En ég má samt til með að skjóta inn smáathugasemd um raunveruleika sam- félagsins sem á rætur sínar í kristindómnum (og ekki í Aþenu, sem menn af einhveijum undarlegum misskilningi kenna við lýðræði þótt þar væri helmingur lýðsins ánauðugir þrælar!). Gamla testamentið var Nýja testamenti lærisveinanna og þar lærðu þeir um samfé- lagið, söfnuðinn, hina pólitísku einingu. Guðs lýður var leystur úr ánauð í þrælahús- inu og gefið frelsi. Þessi atburður varð grundvöllur laga og stofnana (hversu undar- lega sem það kann að láta í eyrum; því að þar með varð þakklætiskenndin höfuðkennd mannlífsins). Þar ríkti aðeins einn. Alfaðir réði. Höfuðtilgangur lífsins. Lífið sjálft. Táknað með orðtákninu „Guð“. Ef Drottinn byggir ekki húsið erfíða smiðimir til ónýtis, sagði stærfræðingurinn kunni, Leifur Ás- geirsson einu sinni. Allt vort starf er til einskis nýtt ef við látum stéttleg sjónarmið og mannleg viðhorf þoka burt miðpunkti tilverunnar: að við erum öll eitt félag í sátt- máls-samfélagi Guðs lýðs. Hér lauk skömmtuðu prentrými mínu, og því verður lesandinn að ljúka rabbinu og hafa síðasta orðið. ÞÓRIR KR. ÞÓRÐARSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 10. NÓVEMBER 1990 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.