Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq

Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.1990, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.1990, Qupperneq 4
Ólafur Árni í hlutverki Don José í Carmen og Ruth-Maria Nicolay í hlutverki Carmenar á óperusviðinu í Regensburg. Að tjaldabaki eftir frumsýningu á Carmen i Regensburg. Olafur Arm (með klæði um hálsinn) Þarna eru m.a. móðir hans, Alda Magnúsdóttir (með svartan hatt) og Guðrún Tómasdóttir, kennari hans og tengdamóðir. Ráðinn til tveggj a ára í Regensburg u ngur íslenzkur tenórsöngvari, Ólafur Árni Bjarnason, hefur fengið „fljúgandi start“ eins og stundum er sagt, fyrir söng sinn í hlut- verki Don José í Carmen á sviði Óperunnar í Regensburg í Þýzkalandi. íslendingar hafa lítið heyrt í þessum söngvara ennþá, því hann er aðeins 28 ára og var nýkominn úr námi, þegar hann var ráðinn í Regensburg. Tvívegis hefur hann þó sungið opinberlega á íslandi; í fyrra skiptið í Hlégarði 1989 og í maí, síðastliðið vpr, kom hann fram á tón- leikum í íslenzku Óperunni í boði styrktarfé- lags íslenzku Óperunnar. Á efnisskranni hjá honum þá voru sönglög eftir þqu íslenzk tónskáld, Sigvalda Kaldalóns, Eyþór Stef- ánsson og Pétur Sigurðsson og fimm erlend tónskáld; þar á meðal Grieg, Sjöberg og Caccini. Eftir hlé söng hann óperuaríur eft- ir Mozart, Strauss, Verdi og Puccini. Ólafur Árni Bjarnason fær stórfenglegar viðtökur fyrir frammistöðu sína í Carmen. Ólafur Árni er Reykvíkingur að uppruna. Foreldrar hans eru Bjarni Ólafsson, sem rekur Ishöllina við Áðalstræti og Alda Magnúsdóttfr. Magnús móðurafi Ólafs Árna er sonur Steingríms í Fiskhöllinni, sem var þekktur borgari í Reykjavík á sinni tíð. Eig- inkona Ólafs Árna er Margrét Ponzi, sópran- söngkona, dóttir Guðrúnar Tómasdóttur söngkonu og Franks Ponzi, listfræðings í Brennholti í Mosfellssveit. Guðrún Tómasdóttir var einmitt fyrsti söngkennari Ólafs Árna; hjá henni hóf hann söngnám 1986. Hann stundaði nám við Nýja Tónlistarskólann veturinn 1987-88 og þar var Sigurður Demetz kennari hans. Að því búnu fór hann í framhaldsnám til Banda- ríkjanna og það var tónlistarháskólinn í Bloomington í Indiana, sem varð-fyrir val- inu. Aðalkennari hans þar var Clara Barlow. Ólafur lauk námi í skólanum síðastliðinn vetur. Ólafur Árni réðist ekki á garðinn þar sem hann var lægstur, en hélt beint til Miinchen í Þýzkalandi snemma síðastliðið vor og söng þar fyrir umboðsmenn, sem eru á höttunum eftir ungum söngvurum. Allt gekk það eins og í sögu; hann fékk góð tilboð um að koma til liðs við óperurnar í Hamburg, Kaisers- lautern og Regensburg. Að vel athuguðu máli valdi hann Regensburg og þar fékk hann undir eins tveggja ára samning. Óperu- húsið þar er glæsileg bygging í gömlum stíl með ijórar skeifulaga svalaraðir. Fyrsta verkefni Ólafs Árna á óperusviðinu í Regensburg og um leið frumraun hans, var að syngja hlutverk Don José í þeirri sívinsælu óperu, Carmen eftir Bizet. Er skemmst frá því að segja, að frammistaða hans varð mikill sigur fyrir þennan unga söngvara; viðtökur voru á einn veg og gagn- rýnin næstum því hástemmd. Með aðra eins hefð og þarna er í óperufiutningi, þýðir þó ekki að bjóða neina meðalmennsku. Gagnrýnandi tz (Tageszeitung) í Miin- chen skrifaði svo 1. október: „Tvö hefði ég helzt viljað hafa strax á brott með mér. Carmen-aðdáendur í Mtinchen hafa árum saman verið virtir að vettugi, en þeir sem láta martröð Októberhátíðarinnar (bjórhá- tíðin mikla) engu skipta og leggja leið sína þess í stað til Regensburg, fá það ríkulega launað. Þar býður Borgarleikhúsið uppá stórmerkilega uppgötvun. Þar þreytir ung- ur, íslenzkur tenór frumraun sína á eftir- minnilegan hátt í hlutverki Don José. Tvö hefði ég helzt viljað hafa strax á brott með mér frá Regensburg til Munchen, hinn unga, efnilega tenór og leikhússtjór- ann, Marietheres List, sem hefur svo glöggt auga fyrir því óvenjulega." Gagnrýnandi DIE VOCHE segir svo 4. okt.: „Ólafur Árni Bjarnason sem Don José! Ætti þessi Lohengrinmanngerð með ljósa passíuhárið ekki betur heima við Schelde en Guadalquivir? Það gleymist þó fljótt að útlitið minnir fremur á germanskan mála- liða. Það sem ekki gleymist er röddin, blæ- brigðin, innlifunin, stígandinn, samspil ástar og vonbrigða, vonar og örvæntingar. Hinn kornungi Islendingur, Bjarnason, hefur til að bera dillandi mýkt án þess þó að verða nokkurn tíma væminn eins og Suður- landabúum hættir til, ásamt þeim eðalstyrk, sem Wagner-hlutverkin krefjast. Það má' með sanni segja, að hann minni á þá Björl- ing og Roswaenge, en þó meira á Roswa- enge. Hlustið bara á píanissimóið í lok blómaaríunnar!" DONAUKURIER, sem gefið er út í Ingol- stadt, ræðir fyrst um söng Ruth-Maria Nic- olay, sem fór með hlutverk Carmenar og Ólafur Árni Bjarnason. Wochenende, 877. Oktober 1990 m ■ Olaf Ami Bjarnason fur seinen Don José in der Regensburger „Carmen" ■ Juri Ljubimow und sein Taganka- Theater fiir „Boris Godunow" (Kammer- spiele) - „Rósin “ - viðurkenning, sem dagblaðið tz í Miinchen veitir. segir svo: „Mótsöngvari hennar var Ólafur Árni Bjarnason, sem fleiri geta bundið bjart- ar vonir við en Regensburgóperan. Af hon- um stafar hetjuljóma og hann svíkur hvergi, hvort sem er á sterkum eða veikum nótum. I lokaþættinum við uppgjör þeirra Carmen og hörmuleg endalok þess, skilaði hann hlut- verki sínu af miklum glæsibrag og í öðrum þætti vakti hann ekki hvað sízt athygli vegna einlægrar túlkunar sinnar á blóma- aríunni.“ Að lokum þetta úr gagnrýni DER NEUE TAG, sem gefið er út í Weiden: „Ólafur Árni Bjarnason skilaði hlutverki Don José af miklum glæsibrag. Þótt ekki væri laust við að nefhljóðs gætti í bjartri og þróttmik- illi tenórrödd hans í upphafi frumsýningar og hann gripi einstaka sinum til höfuðtóna, hafði hann þegar á heildina er litið fullkom- ið vald á þessu kreíjandi verkefni, bæði hvað varðar ljóðræna og hetjudramatíska stígandi. Persónusköpun hans er einnig áhrifamikil, með túlkun sinni rekur hann trúverðuga sögu þessa hægláta manns, sem Carmen ruglar svo rækilega í ríminu, að hann grípur loks til örþrifaráða.“ Dagblaðið tz í Miinchen veitir sérstaka viðurkenningu, „Rósina“ fyrir framúrskar- andi söng. Um helgina 6.-7. október sl. veitti blaðið tveimur söngvurum rósina. Annar var Juri Ljubimow, sem hafði sungið „Boris Godunow“ og hinn var Ólafur Árni Bjarnason fyrir hlutverk Don José í Carmen. Gísli Sigurðsson tók saman.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.