Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq

Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.1990, Qupperneq 6

Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.1990, Qupperneq 6
íslendingar á síðum Sænska samvinnusambandið, Kooperativa förbund- et, hefur í marga áratugi gefið út tímaritið vi, hliðstæðu Samvinnunnar, sem SÍS gaf út á ís- landi. Nú kemur Samvinnan ekki út lengur, en vi er í fullu fjöri og nýtur góðs álits í Svíþjóð „Þótt margar bóka hans (Strindbergs) væru þykkir doðrantar, þóttu mér þær alltaf áhugaverðar. Og þær sem ég hélt að væru leiðinlegar, reyndust vera enn skemmtilegri en þær sem áttu að vera skemmtilegar.“ Úr samtali við Halldór Laxness. sem vandað menningartímarit. Meðal þeirra sem öðru hvoru leggjav/ til efni er íslending- urinn Unnur Guðjónsdóttir balletdansari. Hún hefur um tveggja áratuga skeið búið í Svíþjóð eins og fram kom í viðtali við hana í Lesbók fyrir nokkrum árum. Raunar er Unnur hætt að dansa ballet, enda er sá tími skammur sem balletdansarar geta notið þess að vera í sínu allra besta formi. Uppá síðkastið hefur Unnur ferðast mik- ið, m.a. um Indland og í Svíþjóð hefur hún haft atvinnu af því að halda fyrirlestra um Indland og sýnir þá indverska dansa. Hún heldur raunar fyrirlestra um ísland einnig og er óþreytandi í landkynningu á föður- landi sínu. Á hverju ári kemur Unnur til íslands og hefur á vegum félagsmálastofn- unar í Reykjavík haldið fyrirlestra fyrir aldr- aða borgara um Indland og sýnt dansa það- an. Unnur hefur einnig fengizt við blaða- mennsku og má í því sambandi benda á viðtal hennar við sænska skáldið Ivar Lo Johansson, sem birtist í Lesbók. Unnur hef- ur líka. haft augun opin í íslandsferðum sínum, en ekki þýðir að bjóða sænsku blöð- unum viðtöl eða frásagnir af einhveijum Meðaljónum. Hinsvegar vita allir Svíar um Vígdísi forseta og Halldór Laxness þekkja þeir einnig. Unnur hitti Halldór þegar hún var hér sumarið 1988 og átti þá samtal við hann á Gljúfrasteini, sem tímaritið vi birti undir fyrirsögninni „Nóbelsskáld með glampa í auga“.Síðan hefur Halldór lítið eða nánast ekki tekið þátt í blaðaviðtölum. Unnur rifjar m.a. upp fyrstu kynni þeirra Halldórs, sem urðu við æfingar a Stromp- leiknum 1961, þar sem hún og önnur stall- systir hennar dönsuðu og áttu að vera „showgirls" eins og það hét. Meðal annars áttu þær að dansa í samkvæmi, sem fiskút- flytjandi hélt á lagernum hjá sér. Þegar sú gleði stóð sem hæst kom löggan til þess að stinga á fiskumbúðum og leiða í ljós svindlið hjá fískkaupmanninum. Halldór kom þá með þá tillögu, segir Unnur, að þær dansmeyjamar væru með munninn fullan af mjólk, sem síðan átti að gompast út úr þeim vegna hinnar skelfilegu lyktar af fisk- inum. En því miður; þær áttu að vera bún- ar að dansa svo ákaflega með gífurlegum fettum og brettum þegar að þessu atriði kom, að mjólkin hefði annaðhvort verið komin ofan í þær eða út um allt. í framhaldi af þessu segir Unnur eftir Halldóri, að hann sé óánægður með þann áhuga, eða öllu heldur áhugaleysi, sem íslenzk leikhús sýni leikritum hans. Hann bendir líka á í samtalinu, að Svíar hafí sýnt því áhuga að breyta bókum hans í leikrits- form og það hafi leikstjórinn Hans Alfreds- son á Dramaten í Stokkhólmi gert. Atóm- stöðin varð fyrir valinu og leiksýningin var kölluð „En liten ö i havet“. Halldór kveðst hafa séð sýninguna, þegar Dramaten lék gestaleik í Reykjavík og var eigi skemmt. Það voru mestanpart einhver ógnarleg læti líkt og væri þetta revía, „og leikstjórinn hafði greinilega ekki skilið agnarögn af því sem ég vildi segja með sögunni". Halldór kveðst í viðtalinu mjög ósáttur með það, hvernig stundum sé farið með verk sín og þau tætt og snúin „eftir be- hag“. Og ennfremur: „Sama er að segja um kvikmyndun eftir bókum mínum; þeirri starfsem i vil ég ekki koma nærri.“ Reynd- ar talar hann lofsamlega um kvikmyndunina á Kristnihaidi undir Jökli og er stoltur yfir verki dóttur sinnar, sem var leikstjóri. Mig minnir að Halldór hafí einhverntíma riijað upp aðdáun sína á Hamsun. En þegar Unnur spyr hann um norrænan eftirlætis rithöfund, þá segir Halldór: „August Strindberg. Eg hef haft geysileg- ar mætur á honum. Þegar ég hélt utan í fyrsta sinn, þá 17 ára, settist ég að í Kaup- mannahöfn. Eg las þá einhver ókjör, las allt sem ég komst yfír, meðal annars nokkr- ar bækur Strindbergs í danskri þýðingu. Ég hreifst þá strax mjög af honum og ák- vað að lesa bækur hans á frummálinu. Og ég flutti til Malmö; fékk inni á litlu pensjón- ati í nokkra mánuði og las allt sem Strind- berg hafði skrifað - og um leið lærði ég sænsku. Þótt margar bóka hans væru þykk- ir doðrantar, þóttu mér þær alltaf áhuga- verðar. Og þær sem ég hélt að væru leiðin- legar, reyndust vera enn skemmtilegri en þær sem áttu að vera skemmtilegar. Það var vegna þess að í leiðinlegu bóknum voru heimspekilegar vangaveltur, sem gáfu mér mikið. Strindberg hefur haft mikla þýðingu fyrir mig sem rithöfund; kannski meiri en ég véit sjálfur ’um.“ „President með temperament" er fyrir- sögnin á viðtali Unnar við Vigdísi Finnboga- dóttur, sem birtist í vi í ágúst 1990. Mynd af Vigdísi prýðir forsíðuna og raunar var einnig mynd af Halldóri Laxness á for- síðunni, þegar viðtalið við hann birtist. vi gerir íslenzku bókasýninguna, sem fram fór í Gautaborg í september, að tilefni viðtalsins við forsetann. I undirfyrirsögn segir: „ Vigdís om kvinnor, kultur og valfangstÞar höfum við umræðuefnin: Konur, menningarmál og hvalveiðar. Það eru ekki sízt menningarmál- in, sem eru Vigdísi kært umræðuefni og hún kveðst í samtalinu við Unni líta á sig sem fulltrúa fyrir íslenzka menningu, þegar hún er í opinberum ferðum til annarra landa. En Unnur vill fá álit hennar á hvalamálinu og býst þá líklega við því að sænskir lesend- ur vilji • sjá hvað Vigdís hefur um það að segja. „Hennes ljuva ansiktsuttryk förvandlas, det kommer nogot mörkt i hennes ögon och rösten gr halva vágen upp i falsett", ser Unnur, þegar talið barst að hvalveiðunum.( Ljúfir andlitsdrættir hennar breyttust, aug- un dökknuðu og röddin hækkaði) Síðan kom að vonum áhrifamikil ræða um það, hvernig við stöndum að hvalveiðum og hún spyr, hvernig í ósköpunum útlent fólk eigi að geta skilið þetta; fólk sem hafi aldrei stigið fæti á land hér. Og ennfremur segir Vig- dís: „væru hvalastofnarnir í raunverulegri hættu, yrðu íslendingar fyrstir til að hrópa til umheimsins: Hingað og ekki lengra. Ál- veg eins og þeir gerðu þegar landhelgin var færð út í 200 mílur, sem bjargaði stórum hluta fiskistofnanna.“ Hluti af samtalinu er um konur í nútíma samfélagi. Vigdís segir þar m.a.: „Alltof margar konur þjást af minnimáttarkennd. Reyndar er mér dálítið skemmt þegar blaða- menn spyija mig, hvernig sé að vera kona og forseti. Því get ég aúðvitað ekki svarað, því aldrei hef ég verið karlmaður." Og ennfremur þetta: „Við skulum hafa á hreinu, að íslendingar eru eyjarskeggjar og að eyjarskeggjar eru alltaf sjómenn, sem hefur í för með sér að konumar eru sterk- ar. Þær verða sterkar þegar eiginmenn þeirra eru ijarverandi og þær taka þá ábyrgð á húsi og heimili." Og síðast um konur: „Þegar við konur náum stöðu í samfélaginu, eigum við alls ekki að vera í henni eins og karlmenn. Vissu- lega er búist við því af okkur, þar sem karl- ar mega sín svo mikils á hinum pólitíska vettvangi. Þessvegna setjum við okkur ósjálfrátt í samskonar hlutverk og þeir og ómeðvitað förum við að eins og þeir. Ég álít að þetta sé fráleitt, þar sem ég trúi því að konur og karlar gegni sínum hlutverkum vel saman, einmitt vegna þess að þau eru ólík. Það leiðir til þess að ólík sjónarmið koma fram og árangurinn verður betri en yrði, þegar persónur af sama kyni eiga í hlut.“. Gísli Sigurðsson tók saman. Forsíðumynd á tímaritinu vi af Halldóri Laxness 7. septem- Forsíðumynd á tímaritinu vi af Vigdísi Finnbogadóttur. ber, 1989. Báðar myndirnar tók Unnur Guðjónsdóttir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.