Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.1990, Page 7

Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.1990, Page 7
Við súrrealíska hey garðs hornið Örstutt viðtal við Lýð Sigurðsson, sem opnað hefur sýningu í Gallerí Borg. ýður Sigurðsson sýndi verk sín á Kjarvalsstöðum fyrir þremur árum og vakti athygli fyrir þá sérstöðu að hafa tileinkað sér súrrealisma. Það var fyrsta einkasýning Lýðs, en áður hafði hann sýnt tvívegis í fyrrum heimabæ sínum, Akureyri. Lýður er að mestu leyti sjálf- menntaður listamaður, en sótti námskeið nyrðra og var einn vetur í Myndlistarskóla Reykjavíkur. Súrrealisminn hefur staðið honum hjarta næst frá því hann fór að fást alvarlega við myndlist. Hann nefnir sem sérstaka opinberun i því efni, þegar hann sá bók um mannshugann með mynd eftir Hieronimus Boch. Þar var í bland jarðneskt ástand og vitisheimur. „Ég komst í kynni við hreyfingu súrreal- ista fyrr á öldinni“, segir Lýður, „en minn- ist þess samt ekki að hafa lesið yfirlýsingu Andre^ Bretons, sem átti að marka stefn- una. Ég hef ekki átt mér neinar sérstakar fyrirmyndir, en látið hugmyndaflugið ráða ferðinni. Þær myndir sem ég málaði fyrir 1980 voru þó mjög ófullkomnar tæknilega séð. En um 1986 tel ég mig hafa verið búinn að ná nógu góðri tækni til þess að geta unnið á þennan hátt, því út af fyrir sig skiptir tæknin ekki mestu máli. Mér finnst þýðingarmeira að hugmynda- flugið sé óheft, Hugmyndin fæðist í grófum dráttum og tekur síðan einhverjum breyting- um í útfærslunni." „Stundum er súrrealismi mjög draum- kenndur að því er virðist. Málarþú það sem þig dreymir?“ „Nei, ég sæki ekki hugmyndir i draumfar- ir mínar, utan einu sinni. Þá málaði ég lax, sem stingur sér út úr kálhaus og það var byggt á endurminningu úr draumi. Þegar mig dreymir, birtast mér allt öðruvísi mynd- ir en þær sem ég mála.“ „Súrrealisminn hefur ekki verið áberandi í heimslistinni uppá síðkastið og lítið um hann hér. Finnst þér þú synda á móti straumi?“ „Mér fannst það á tímabili þegar hol- skefla nýja málverksins reið yfir með öllum þeim grófleika, sem henni fylgdi. Þá var þetta nokkur barátta. En ég gerði það upp við mig að þessi súrrealísku vinnubrögð hentuðu mér, án þess þó að ég hafi neitt á móti því að aðrir vinni á ólíkum nótum. Þessari vinnuaðferð fylgir að afköstin verða mjög lítil; ég mála kannski ekki nema 10 myndir á ári. Mér finnst skapast sérs- takt andrúmsloft í kringum hveija mynd og ég vil njóta þess sem lengst og bezt og þessvegna er ég alls ekki að flýta mér.“ „Ef ég man rétt, var einhver gagnrýn- andi í mikilli fýlu, þegar þú sýndir á Kjarv- alsstöðum, enda ekki hægt að líða það óáta- Evrópa 1992. fl7 é" „± Uppskeruhátíð. Lýður Sigurðsson með son sinn. lið að þú sért að mála eitthvað, sem ekki er í tízku í útlöndum“. „Það var nú bara gagnrýnandi DV, sem var í fýlu. Hann virtist ekkert hafa sett sig inn í málið og mér þóttu þetta óvönduð vinnubrögð. En það er eðlilegast af öllu, að ekki séu allir sammála þessu. Mér er þó nákvæmiega sama um það. Á síðustu sýn- ingu kom til mín fólk og tjáði mér, að þetta væru ógeðslegar myndir. Mér fannst virð- ingarvert að segja mér þá skoðun umbúða- laust.“ „Er ákveðin hugmyndafræði á bak við þá afstöðu til dæmis, að fylla fjárrétt af kartöflum?“ „Það eru nokkrar myndir, þar á meðal þessi, sem sprottnar eru úr því umhverfi, sem ég þekki bezt og á uppruna minn í. Ég á eftir að vinna meira úr því. Réttirnar voru einskonar árshátíð og kallarnir vissu ekki alltaf hvar þeir voru staddir, þegar þeir komu með fé sitt af fjalli. Ég veit samt ekki hvort rétt sé að tala um einhveija ákveðna hugmyndafræði í þessu sambandi.“ „En hversvegna kartöflur?“ „Fólk spyr mig oft: Hvað meinarðu með þessu? Áður reyndi ég að hafa útskýringar á reiðum höndum, þegar svo var spurt. En síðar hef ég komizt að raun um, að það er skemmtilegra að mála myndir, sem ég skil ekki sjálfur. Maður á ekki endalausi að útskýra myndir, heldur eiga þær að halda áfram að spyija áleitinna spurninga, sem óviss svör eru við. Þessvegna hef ég engar skýringar á kartöflunum." „Svo er þarna mannfagnaður með það fræga fjall, Matterhorn, í baksýn og matur- inn er upp um allar hlíðar. “ „Já, þarna er ég kominn út fyrir pollinn. Ég er stundum að hugsa um heimspólitíkina og þarna koma fram hugleiðingar um allar þessar miklu væntingar í tengslum við sam- eiginlegan markað í Evrópu áður en langt um líður. Þetta á að verða mikið Gósen land. En í myndinni er líka maður sem star- ir út í tómið og efast. Og það gera kannski fleiri.“ „Finnst þér það vera kostur eða galli, að hér skuli ekki vera einhver hópur lista manna, sem vinnur á sömu nótum ogþú?“ „Það skiptir mig engu máli. Ég er svo lítil félagsvera. Mér lætur bezt að vinna út af fyrir mig í mínu eigin horni.“ GS. SIGURBORG JÓNSDÓTTIR Ást Ef þú vilt finna ástina þá talaðu við mig því ég er heill viskubrunnur í þeim efnum Ef þú ert að leita að ástinni getur þú eins horfið út í eyðimörkina í leit að vatnsbóli Ef þú finnur ástina á þinni eyðimerkurgöngu láttu mig þá vita og ég mun segja heiminum að nú hafi undur og stórmerki gerst á hvítum sandpappír En vinur minn leitaðu ekki of langt yfir skammt því ástin vex í bijósti þér og eins og blómin í garðinum dafnarhún best ígóðumjarðvegi Úthelltu úr skálum ástar þinnar yfir samferðafólkið og veitu viss, ástin mun vitja þín í hvaða mynd sem er Höfundur er skrifstofumaður á Sjúkra- húsi Keflavíkur. HUGRÚN Manstu? Söngurinn hljómar í Seljahlíð sumt ykkur minnir á æskutíð. Ilmurinn stígurfrá grænnigrund geymist í huganum liðin stund. Viðlag Manstu er Eygló seig í sæinn sveipaði allt í gullinn krans? Náttúran grét þá gleðitárum gladdist af almætti Skaparans. Manstu hve rómantískt rökkrið var og reikular margar stundirnar? Oskir og draumar þá urðu til yndi og margskonar sjónarspil Viðlag Manstu hve stundirnar flugu fljótt? Flúinn var dagur og komin nótt. Langaði þig til að læðast fram leiðin varstutt niðríBirkihvamm. Viðlag Stundum er áttir þú stefnumót í stillunni lék sér dögg við fót og hjartað sló ört af ungri þrá því óhætt er nú að segja frá. Viðlag Láttu nú ylja þér æskuvor ekki að trega þín gengnu spor öll þau fel þú í Herrans hönd horf svo yfir á bjarta strönd. Höfundur býr í Seljahtíð sem er eitt af dvalarheimilum aldraðra í Reykjavík. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 10. NÓVEMBER 1990 7 '

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.