Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.1990, Page 8
Tyrkneskt brúðkaup í Þýzkalandi.
Brúðurin verður að vera hrein mey og
eftir brúðkaupsnóttina verður að sýna
blóðið í lakinu til sannindamerkis.
ar ljóstruðu engu upp. Ef það kæmist upp,
yrðu störf þessara lækna úr sögunni og hefnd
tyrkneskra karlmanna vofði sí og æ yfír þeim.
Yeter er daglega sjónarvottur að því hvem-
ig skólasystur hennar umgangast pilta, og
það snertir hana ekki svo mikið, þó að einu
sinni hafi hún sjálf logað af ást. „Ég hélt
ég mundi deyja,“ sagði hún. Ást og löngun
eftir pilti mátti hún ekki láta í ljós. - Engan
leik að eldi framar. Hún ætlar að bíða, unz
hún kynnist Tyrkja, sem velur hana 'sér fyr-
ir konu að gömlum og góðum sið.
Með angurblíðu minnist Yeter bernsku
sinnar. Þá var allt leyfilegt. Hún lét vel að
pabba sínum, því að eins og flestir tyrkne-
skir feður elskar hann dóttur sina heitt. Yet-
er mátti þá hvenær sem var halda út á leik-
völlinn með bernskufélögum sínu, sparka
fótbolta og var meira að segja látin sofa hjá
litlum frænda sínum.
En svo skipti heldur betur um. Hún var
orðin ellefu ára og blóðlát komu til sem kór-
aninn telur „plágu“ og „svívirðingu". Þar
með var úti um frelsi hennar: engar íþróttir,
engar bekkjarferðir framar. Henni var bann-
að að fara í sund og út á skautasvell. Ekki
að tala um að hún sækti samkvæmi. Yeter
varð að neita sér um allt þesskonar. Álíka
hart og bann foreldranna er skilningsleysi
skólafélaganna. Þeir skilja ekki neitt. „Þú
ert Orðin tvitug, komdu með okkur,“ segja
þeir.
Yeter er löngu uppgefin á því að skýra
ástæðumar fyrir þeim og segir aðeins: „Ég
er lasin,“ eða „mig langar ekki.
Að faðir minn hefur leyft mér að ljúka
stúdentsprófi," segir hún og brosir snöggv-
ast glettnislega, „er ef til vill hans mesta
yfirsjón - og skapar mér mikla möguleika.
Skólinn er dyr að einu og öðru. Leyfrn eru
erfið,“ segir hún. En þegar skólinn opnar
aftur, kemur leyfistíminn hvað mig snertir.
Það er gripið til ýmissa bragða, leyndarmála
og neyðarlygi. Yeter veit, að menntunin er
föður hennar mikils virði og að hann er upp
með sér yfir góðum einkunnum hennar. Því
keppist hún við - og notar sér hið nauma
frelsi, sem henni gefst í skólanum, er hún í
löngu frímínútunum hverfur inn í reykher-
bergið og stelst jafnvel inn í kaffistofuna,
en þykist þá vera að líta inn til vinkonu
' sinnar, til þess að lesa lexíur með henni. En
báðar halda þær þá út á skautasvellið.
Hingað til hefur Yeter haft heppnina með
sér og enginn komið upp um hana. En hún
veit um einstaka sem staðið hafa hana að
verki, og hún hefur reynt afleiðingamar.
Barsmíð, innilokun, skólabann og jafnvel
hótun um að hún verði send aftur til Tyrk-
lands.
Þýtt úr Stcm
Vandlífað hjá
ungum tyrkneskum
stiílkum
Yeter er þýzk í skólanum, en heima
hjá sér lifir hún samkvæmt boðorðum
Kóransins.
ráðgjafi tyrkneskra fjölskyldna segir: „Stúlk-
umar bera þær tilfinningar í bijósti að þær
leiði óhamingju yfir fjölskylduna, ef þær
daðra við menn, þar sem heiður dótturinnar
sé síðasta stoð hennar að styðjast við í útlegð-
inni.“
Það er ekki fyrr en morguninn eftir brúð-
kaupsdaginn, að allir geta andað léttar. Sýni-
leg sönnun fyrir skírlífi brúðarinnar er ávallt
lakið í hjónarúminu. Að lokinni brúðkaup-
sveizlunni yfirgefur brúðurin fjölskyldu sína
og hverfur með eiginmanninum til heimilis
foreldra hans, þar sem þau njóta brúðkaups-
næturinnar.
Ættingjar brúðarinnar í kvenlegg bíða í
ofvæni við dymar. Ung tyrknesk stúlka
kemst svo að orði: „Þær sitja í hliðarherberg-
inu nokkra stund eftir að brúðhjónin eru
komin í bólið, gægjast öðm hvom inn og
heimta lakið. Þær hverfa burt með það og
rannsaka, hvort blóð sé á því. Þær skýra
gestunum frá, að brúðurin sé jómfrú." Þá
fyrst er brúðkaupið fullkomið.
Turna, systir Yeter, hefur látið rannsaka
sig og staðizt prófið. Hún hafði samband við
tyrkneskan kvenlækni, sem hún þekkti vel.
Kvenlæknirinnn saumaði himnuna, sem var
slitin, saman fyrir þrjú þúsund þýzk mörk.
Aðgerðin tók aðeins tíu mínútur. Þetta er
ekkert einsdæmi. Fleiri tyrkneskir kvenlækn-
ar hafa leikið hið sama, gegn því að stúlkum-
1 Þýskalandi
ær hafa alist upp í Þýska-
landi og ganga í þýska
skóla og tala þýsku. En
heima fyrir ríkja strangar
siðareglur múhameðstrú-
armanna. Að lifa lífinu á
tveim ólíkum menningar-
sviðum kemur ungu tyrk-
nesku stúlkunum oft í koll eins og ætla má.
Fyrir mæður þeirra, sem aldar eru upp í
Tyrkl andi, er allt auðveldara. Þær halda
sínum siðum í einu og öllu. En dætumar
verða að sigla milli skers og báru; hlýða fjöl-
skyldunni, en um leið að lifa frjálsu lífi að
þýzkum hætti.
Þriðja maí 1972 stígur sjö manna tyrknesk
fjölskylda út úr jámbraut í Hamborg: Faðir,
móðir, fjórar dætur og einn sonur. Þau em
komin beina leið frá smáþorpi í Anatólíu í
Tyrklandi. Yngsta dóttirin, Yeter, er tveggja
ára einmitt þennan dag, er hún fyrst stígur
niður fæti í Þýskalandi.
Nú líða átján ár. Við eram stödd í Frank-
furt árið 1990. Yeter er fullþroska stúlka,
tvítug. Svart hárið er stuttklippt; nærskorið,
eldrautt pilsið vekur athygli sterkara kyns:
ins. Hún kveikir í sjöunda vindlingnum. í
stúdentakaffihúsinu sýnir hún sig oft þessi
fallega stúlka. Tyrkneskur karlstúdent er
nýkominn inn í kaffihúsið og horfir á hana.
„Við þekkjum hvort annað,“ segir hún. „Ef
Tyrki sér mig reykja, þá berst fréttin strax
til föður míns, og hann lemur mig.“
Yeter, sem við fyrstu sín, ber með sér að
vera nútímakona, og finnur til sín, á þó styrk-
ar rætur í íslam. Sem tyrknesk kona af ann-
arri kynslóð alin upp í Þýzkalandi talar hún
vel þýzku. „Utan heimilis," segir Yeter, „er
ég þýzk, en heima, þegar ég hef lokað hurð-
inni að baki mér, er ég Tyrki. Ég er í raun
tvær persónur.
Lítum á sjálft nafnið Yeter, sem þýðir á
tyrknesku „það nægir“ og er eins algengt í
Tyrklandi og María í Þýskalandi. Yeter er
yngst af fjóram dætram, en faðir þeirra þráði
þó mest að eignast son. Og loks þegar hann
kom gaf hann honum nafnið Galip, sem þýð-
ir „sigur“. Hjá múslimum er konan lítils
metin, en karlinn því meira. Að lögum íslams
getur eiginmaðurinn rekið konu sína á dyr
og barið hana að ástæðulausu, ef honum
sýnist svo. Og fyrir dómstóli er vitnisburður
karlmannsins meira metinn en tveggja
kvenna. Um eigur hennar, ef nokkrar eru,
getur maðurinn farið með að mestu að eigin
vild, og sé hún fjarskyld þá leyfir kóraninn
honum allt, ef hann á sök á hendur henni:
„Hald henni fanginni í húsi þínu, unz dauð-
inn sækir hana.“
Bylting Atatiirks, sem afnam kóraninn
sem réttargrundvöll, gaf út lögbók fyrir borg-
arana, breytti ekki miklu. „Veikleiki þjóðfé-
lags okkar er fólginn í kæraleysi okkar hvað
stöðu konunnar snertir." Hugsjónir hans
varðandi framtíðina hafa ekki náð til lands-
byggðarinnar að minnsta kosti. Þar gildir enn
réttur íslams. Hann ræður ríkjum í daglegu
lífi í Anatólíu — og lífi þeirra mörgu Tyrkja,
1,2 millj., sem búa í Vestur-Þýzkalandi eins
og stendur. Gamlir Tyrkir, sem sezt hafa hér
að, eiga ekki eins erfitt uppdráttar eins og
unga kynslóðin. Þeir eiga trykneska bernsku
að baki, geyma tyrkneska tónlist í blóðinu,
rétt íslams í höfðinu og heimþrá í hjarta.
Farið hafa þeir að heiman í þeirri trú, að
snúa sem fyrst til baka og varðveita þjóðemi
sitt, siðu og háttu, sem þeim yrði unnt. Það
segir til sín í innkaupum. Húshald þeirra er
á tyrkneska vísu. Þeir kaupa alla lesta- og
flugfarseðla á tyrkneskum ferðaskrifstofum.
Og á kvöldin, að lokinni tyrkneskri máltíð,
horfa þeir á tyrkneskar „vídeókvikmyndir".
„Það er sem vamarveggur gegn þýzkri
harðýðgi," segir aldraður Tyrki. Þeir halda
sig sem mest frá „gestgjöfum" sínum, og
það er gagnkvæmt. Og því er það að flestir
Tyrkja kunna sáralítið í þýzku, þó að þeir
hafi dvalið í landinu áram saman.
Það gerir móðir Yeter ekki heldur. Á hveij-
um morgni, um áttaleytið, heldur hún að
heiman með höfuðklút, í pokabuxum og í
síðum kjól. Hún vinnur á veitingastað í vöru-
húsi í Frankfurt. En við þá, sem koma til að
fá sér máltíð hjá henni, mælir hún ekki orð.
Aðeins við fímm tyrkneskar starfssystur
sínar bak við borð. Þar spjallar hún óspart
og gerir að gamni sínu, að sjálfsögðu á
móðurmáli sínu, og þá mest um það að
hverfa aftur heim til ættjarðarinnar.
Og Yeter, sem var lengi á þýzku bama-
heimili, hefur gengið í þýzkan menntaskóla,
skilur ekki meira en svo mál móður sinnar
- hvað ætlar hún að gera? Flytja út? Nei.
Yeter mun verða kyrr. Sem Þjóðverji? Sem
Tyrki?
Kvikmyndahöfundur í Hamborg, Hark
Behm að nafni, hefur lýst vel og skemmti-
lega þessari tvídrægni í mynd sinni „Yasem-
in“. Hetjan í myndinni er seytján ára tyrk-
nesk menntaskólastúlka. Við skólaslit stend-
ur hún miðdegis hálfnakin í stuttpilsi á götu-
horni einu í Hamborg - Altóna. Þtjú snögg
Yeter og Turna með móður sinni á
heimili þeirra í Frankfurt.
handbrögð undir pilsið nægja og þá er hún
allt í einu orðin hrífandi, sómasamlega klædd
heiðvirð tyrknesk dóttir.
Búningurinn, sem var stuttpils, fellur allt
í einu langt niður fyrir hné - og Yasemin
lítur niður í strætið og brosir kankvíslega.
Yeter reynir að fara meðalveginn milli
vestræns fijálsræðis og íslamskrar hefðar,
sem er þó konum fjandsamleg. Til þess þarf
sterkar taugar. Að hafa gott taumhald á
stúlkunum - um það standa tyrkneskir karl-
menn saman - synir og feður, frændur og
allir nákomnir. Þegar Yeter kemur heim,
rótar yngri bróðir hennar í tösku hennar, til
þess að finna sönnun fyrir því, að hún hafi
reykt. Það var fyrir skemmstu við fjölskyldu-
máltíð úti í skógi, að Yeter gekk afsíðis, til
þess að fá sér vindling í pukri, en þá snuðr-
aði bróðir hennar það uppi. Hann hljóp með
vindlingsbútinn til pabba síns og Yeter var
löðranguð.
En hálfu verra en tóbaksbannið er afskipt-
in af ungu mönnunum. Þegar um skírlífi og
hegðun á því sviði er að ræða era múslímar
miskunnarlausir. „Fíflaðar" meyjar hafa ekki
einungis brotið gegn íslömsku siðgæði, held-
ur um leið svívirðilega gegn allri fjölskyld-
unni, einkum karlmönnunum, sem voru ekki
menn til þess að veija heiður dóttur eða syst-
ur. Það er þá fyrst, er einhver úr ættinni
hefur komið fram hefndum, að heiðrinum
hefur verið bjargað.
Meirihluti tyrkneskra mæðra í Þýzkalandi
stendur fast gegn því, að dætur þeirra taki
þátt í íþróttum. Þær era hræddar um að með
því geti meyjarhaftið skaðast - en það er
sönnun fyrir hreinleika meyjarinnar, þó að
læknar segi að um tveir fimmtu allra meyja
fæðist með ósködduðu hafti, breytir það engu
um ofstæki hvað meydóm varðar.
Yeter mundi ekki ganga í eina sæng með
manni án hjúskaparvottorðs og ekki ganga
arm í arm við hann úti á götu. „Ég get ekki
gert foreldrum mínum svo illt. Þá mundi
enginn heimsækja okkur framar, þau eiga
það ekki skilið." Uppeldisfræðingurinn, Karín
König í Frankfurt sem um árabil hefur verið