Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq

Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.1990, Qupperneq 11

Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.1990, Qupperneq 11
L egg í lófa mimi,mimi Undarlegur heimur sem við búum í — að við skulum ekki mega gefa sveltandi fólki ölmusu — en neyðumst oft að borga þjórfé til þeirra sem eru spilltir af fégræðgi! Regindjúp er á milli betlara í Indlandi og einkennisklæddra dyra- varða í fínni hótelum í New York, en báðir biðja um að láta leggja í lófa sinn, lófa sinn. Og hvaða áhrif hefur það að miskunna sig yfir einn betlara í Indlandi — eða borga ekki þjórfé í New York? Hver ferðamaður býr í hag — eða óhag — fyrir þann sem á eftir kemur. Það er eins gott vita hvenær „þarf“ að leggja í framréttan lófa og hvenær það „má alls ekki!“ „L'áttu sem þú sjáir þau ekki,“ | þrengja sér upp að mér. Þeir heimta sagði leiðsögukonan við mig. réttlæti, réttlæti. Fyrst ég gat gef- Hvernig gat ég horft yfir þessi andlit sem spruttu upp úr strætinu, þrýstu sér upp að rúðunum strax og bíliinn nam staðar? Ennþá man ég litla stúlkubarnið með hrokknu lokkana, tötralegu konuna sem bar með sér að hafa aldrei fengið fylli sína, einhenta manninn — utan- garðsfólkið á strætum Bombay, sem gengur undir aðgerðir „til að skapa örkuml" til að vekja vorkunn og fá peninga hjá ferðamönnum eins og mér! Og andlitin sóttu að mér við Rauða virkið í Delhí, við „minnis- varða mikillar ástar“ Taj Majhal, alls staðar þar sem ferðamenn voru saman í hópum. Virðulegir eldri menn í Indlandi nota gjarnan áhrifamikla aðferð: „Ég er heilagur maður, frú,“ eða „þú borgar inn á seinna líf þitt, ef þú leggur í lófa minn . . .!“ Og þeir eru svo-sann- færandi — svo líkir postulum með sitt síða hvíta skegg og hár, í il- skóm með tötrana hangandi utan á sér — að ég rétti einum smápen- ing. Á samri stundu er ég um- kringd af útréttum lófum sem ið einum, hlaut ég að geta gefið hinum! Um tíma leit út fyrir að þyrfti að kalla á lögregluna til að ná mér út úr hópnum! Ég hafði brotið hina gullnu reglu ferða- manns í framandi löndum „að gefa ekki ölmusu!" Uppi í fjallahéruðum Himalaya hrópaði fólkið „pen, pen“ ef ég leyfði mér að munda myndavél. Leiðsögukonan sagði, að rétt áður hefði verið hópur hér að kvik- mynda, sem gaf penna e.ftir hveija myndatöku! Á hrísgijónaekrunum var vinnufólkið brosmilt meðan á myndatöku stóð, en þrengdi sér að mér á eftir „með útrétta lófa“. I Afríku standa betlarar álengdar og horfa á ferðamenn sitja að snæð- ingi og koma síðan eins og hræfugl- ar og leggjast á matarafganga. Ferðamenn hafa hneykslast á leið- sögufólki sem bannar þeim að gefa betlurum matarafganga sína. En auðvitað er þessu fólki fyrir bestu að verða sjálfbjarga — að treysta ekki á ölmusur frá ferðamönnum. Skrítin veröld, að heilu þjóðirnar skuli lifa á góðgerðarstarfsemi og ölmusu! Mikil er ábyrgð okkar ferðamanna að gera þetta fólk ekki háð okkur. í múhameðstrúarlöndum hefur orðið „baksheesh" sérstaka þýð- ingu. Eitt af 5 boðorðum í múham- eðstrú er að gefa ölmusu til hinna fátæku, „deila páskalambinu". En ferðamenn komast fljótt á snoðir um að „gefðu hlutdeild í auðæfum þínum“ hefur víðtæka merkingu, þegar jafnvel virðulegir kaupmenn ' rétta fram lófann og segja „bakshe- esh“! Að gefa til hinna fátæku er aldagömul hefð. En hinn mikli férðamannastraumur til vanþró- aðra landa hefur orsakað spillingu. Við vitum ekki nema að við séum að ýta undir vanþróun með ölmusu- gjöfum. Gefið helst ekki ölmusu. Ef ykkur finnst þið endilega þurfa að ge*a það hafið þá samráð við staðarfólk! Á 19. öld innleiddu Bret'ar þann slæma vana í nýlendum sínum að borga þjórfé. Og um allan heim mæta ferðamenh nú framréttum lófum! Víða á alþjóðlegum flugstöð- um betjast burðarkarlar um far- angur ferðamanna — og biðja síðan um meira og meira í lófann. Utan- dyra taka leigubílstjórar við van- svefta flugfarþegum, illa höldnum af tímatnismun. Prúttað er um far- gjald og bílstjórar bíða eftir þjórfé ofan á gjaldskyldu. Við hóteland- dyri standa einkennisklæddir dyra- verðir, sem flýta sér að opna bíl- og hóteldyr — bíða síðan eftir pen- ingi í lófann. Reyndar fúlsa dyra- vet'ðir á fínni hótelum New York við smámynt, vilja aðeins 10 doll- araseðla! — Hvað skyldu þeir ann- ars hafa í kaup? I verstu tilvikum gæti herbergis- bókun ekki verið til — eða versta herbet'gi í hótelinu biði — ef ekki væri laumað peningi í lófa undir borð á hótelmóttöku! Og enn taka við burðarþjónar upp á herbergi, sem lyfta teppi af rúmi, draga frá gardínur, setja sjónvarp í samband (allt megnasti óþarfi!) aðeins til að fá pening í lófa. Og verst er þetta á fínni hótelum þar sem. þjónustu- gjald er innifalið! Síðan er sest á veitingahús, þar sem borð eru kannski ekki laus nema „smá- tækni“ sé beitt! Og hvað á svo að leggja á borðið þegar staðið er upp? Á ferðalögum reyni ég að forð- ast að gefa þjórfé. Ég vil gefa þeim sem eiga það skilið — til að sýna að ég kunni að meta góða þjón- ustu. í nokkrum tilfellum getur þjórfé komið sér vel, þegar allt annað þrýtur — eða það tryggir góða þjónustu hjá þeim „spilltu" sem ekki veita hana nema gegn þjórfé! Svona eru ferðamenn búnir að brjóta niður siðfet'ðiskennd um allan heim! Oddný Sv. Björgvins Skrá yfir þjórfé og þjónustugjald í hinum ýmsu heimsborgum Borg Leigubílar Veitingahús Amsterdam þjónustugj. innif. þjónustugj. innif. Aþena þjónustugj. innif. 10% Bangkok þjónustugj. innif. 15% Peking ekkert þjórfé ekkert þjórfé Briissel þjónustugj. innif. þjónustugj. innif. Chicago 10% 15% Kaupmannahöf n þjónustugj. innif. þjónustugj. innif. Dublin 10% þjónustugj. innif. (efekki, þál0%) Frankfurt 5-10% venja að borga aukalega þjórfé Genf þjónustugj. innif. þjónustpgj. innif. Glasgow 10% 10-15% Helsinki þjónustugj. innif. þjónustugj. innif. Lissabon 10% 10% London 10% 10-15% Los Angeles 15% 15% Madrid 5% 10% Moskva þjónustugj. innif. þjónustugj. innif. New York 15% 15-20% Ósló þjónustgj. innif. þjónustugj. innif. París 10-15% oftast innifalið Rio de Janeiro 10% 10% (ef ekki innif.) Róm * 10% venja að borga þjórfé aukalega Singapore þjónustugj. innif. þjónustugj. innif. Stokkhólmur 10% þjónustugj. innif. Tel Aviv 5-10% 10% Tókíó þjónustugj. innif. þjónustugj. innif. Torontó þjónustugj. innif. þjónustugj. innif. Vín venja að borga þjórfé aukalega venja að borga þjórfé aukalega Ziirich þjónustugj. innif. þjónustugj. innif. Bestu flugvellir og flugfélög Niðurstaða úr skoðanakönnun ferðablaðsins „Business Traveller“ fyrir árið 1990 Landamæri þurrkast út. Ríkisstjórnir falla. Pólitískar og efna- hagslegar breytingar sliga heiminn. En allt er við það sama, þegar kemur að ferðalögum, er aðalniðurstaða í skoðanakönnun „Business Traveller" meðal lesanda í 50 löndum. „Að geta reitt sig á þjónustuna“ er efst á blaði hjá lesend- um. Áreiðanleiki, þægindi og lipur þjónusta, hvort sem um er að ræða flugfélag, flugvöll, hótel eða bílaleigubíl. í stuttu máli allt sem auðveldar ferðalög. Það er forvitnilegt að sjá hvaða flugfélög og flugvellir fá bestu einkunn í þessari niður- stöðu. Þó ber að taka tillit til að könnunin er gerð hjá viðskipta- fólki á ferðalögum, sem heldur sig aðallega á viðskiptafarrými viðkomandi flugfélaga og sérstökum biðstofum á flugvöllum. Oruggasta farangur sþj ónustan 1 (1) Singapore (Changi) 2 (3) Zúrich (Kloten) 3 (2) Amsterdam (Schiphol) 4 (5) Frankfurt 5 (*) Genf Lægri en 5 Lélegasta farangursþjónustan 1 (1) NewYork (JFK) 2 (2) London (Heathrow) 3 (•) Bombay 4 (3) Los Angeles 5 (4) Miami * Lægri en 5 Bestu flugfélögin 1 (1) British Airways 2 (2) Swissair 3 (3) Singapore Airlines 4 (4) Cathay Pacific 5 (7) Lufthansa 6 (=5). Thai International =7 (=5) SAS =7 (8) KLM 9 (9) Qantas =10 (10) American Airlines =10 '(*) Virgin Atlantic (Lægri en 10) Besti flugvöllur í Evrópu 1 (i) Amsterdam (Schiphol) 2 (2) Zúrich (Kloten) 3 (3) London (Heathrow) 4 (4) Frankfurt 5 (5) Kaupmannah. (Kastrup) =6 (6) London (Gatwick) =6 (7) París(CDG) 8 (8) Genf 9 (9) Manchester 10 (ío) Vín Bestu fríhafnir 1 (i) Amsterdam (Schiphol) 2 (2) Dubai 3 (3) Singapore (Changi) 4 (4) London (Ileathrow 5 (5) Kaupmannah. (Kastrup) 6 (G) Abu Dhabi =7 (8) Frankfurt =7 (10) Shannon =9 (*) London (Gatwick) =9 (*) París (CDG) * Lægri en 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 10. NÓVEMBER 1990 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.