Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.1991, Qupperneq 8

Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.1991, Qupperneq 8
jslenska raðhúsið á NordForm-sýningunni í Malmö. Höfundur: Guðmundur Jónsson arkitekt. Húsið er gott dæmi um nútímalegan arkitektúr, sem á sér rætur í fornri hefð. Líkt og í torfbyggingunum gömlu hvílir þekjan á léttri burðargrind sem spannar milli tveggja, samsíða langveggja. Uppbyggingin minnir um sumt á innviði íslenskrar baðstofu, þar sem rekkjum og hirslum er skipað niður meðfram langveggjum og rýminu deilt niður í einingar (stafgólf), sem tóku mið af lengd eins rúmstæðis. Sú ríkisstofnun sem lagt h nýsköpun í íslenskri byggi það vitnar m.a. hin glæsilei hönnuð er af Pálmari Krist tákn nýrra tíma í áfengist áorkað, þegdr saman fer g og skilningur verkkaupa. M, að fyrirmynd í þessum efn Island - hömiunarl; Fátt lætur íslendingum betur en að státa sig af velgengni landa sinna á erlendum vettvangi. Gildir einu, hvort afrekin eru unnin á sviði íþrótta, viðskipta eða lista, flest er það tínt til, stórt og smátt; og um það rætt í fiölmiðlum. Menntun og hæfileikar á sviði hönnunar er auðlind, sem landsfeðurnir virðast ekki hafa uppgötvað að sé til. íslenzkir hönnuðir hafa þó unnið merk afrek, sem í þessari grein er vikið að, en hafa þótt síðra fréttaefni en fótboltaleikir til dæmis. Svo var um íslenzka raðhúsið í Malmö og sigur Studio Granda í samkeppni úti í Þýzkalandi. Það skýtur því óneitanlega skökku við hversu lítið hefur verið fjallað um nokkur umtalsverð afrek á sviði hönnunar, sem unnin hafa verið á síðustu 2-3 árum. Á sama tíma og yfirvöld leita logandi ljósi að nýjum stoðum undir íslenskt efnahagslíf, hefur fáum hugkvæmst að í vaxtarbroddi hönnunar hér á landi kunni að leynast vísir að arðvænlegri atvinnugrein. Norræn Hönnunarsýning í Malmö Þekktur bandarískur hönnuður, er hélt fyr- irlpstur hér á landi sl. haust, lét m.a. svo ummaelt, að ef rétt væri að málum staðið ætti ísland góða möguleika á að verða næsta „hönnunarlandið“ á Norðurlöndum. Tilefni þessara orða var góð frammistaða Islendinga á Norrænni hönnunarsýningu (NordForm90) í Malmö á liðnu sumri. Það var einkum fram- lag okkar á sviði listiðnaðar og byggingarlist- ar sem athygli vakti, en minna fór fyrir öðr- Eftir PÉTUR H. ÁRMANNSSON Líkan af tillögu Guðmundar Jónssonar arkitekts að sýningarskála íslands í Se- villa á Heimssýningunni 1992. Byggingunni er ætlað að minna á eldfjallaeyju, sem umlukin er vatni á allar hliðar. Aðgangur er um brú yfir vatnið. Klæðning- in utan á skálanum er valin með hliðsjón af íslenskum áliðnaði. TiIIagan var ein þriggja, sem sendar voru inn í lokaða samkeppni á vegum Útflutningsráðs, en sem kunnugt er ákváðu stjórnvöld að veija framkvæmdafénu til annarra verkefna. um greinum, svo sem iðnhönnun. í tilefni sýningarinnar var efnt til norrænnar sam- keppni meðal arkitekta um raðhús framtíðar- innar. Var tilnefnd ein tillaga frá hveiju landi pg eftir henni byggt hús á sýningunni. Fyrir Islands hönd hlaut fyrstu verðlaun tillaga Líkan af verðlaunatillögu Studio Granda í samkeppni um einbýlishús í Wiesbaden í Þýskalandi. Um er að ræða tvö, sjálf- stæð hús, „Satúrnus“ (t.v.) og „Delíu“ (t.h.), sem tengd eru með sveigðri aðkomuleið. í hvoru húsi eru dregnar fram þær andstæður, sem finna má í nánasta umliverfi, annarsvegar þungbúið og efnismikið yfirbragð nærliggjandi byggðar og hinsvegar léttleiki og „gagnsæi“ skógarins og ávaxtatijánna er blasa við frá lóðinni. Innhyrðis afstaða hinna tveggja ein- inga kallar fram líflcgt samspil andstæðra forma og veldur því að húsið er sífellt að taka á sig nýja mynd, allt eftir því úr hvaða átt er horft. (Ljósm. Uwe Lanbe.)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.