Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.1991, Side 9

Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.1991, Side 9
efur hvað mestan metnað í að hlúa að ngarlist á síðustu árum er ÁTVR. Um %a vínbúð í Mjóddinni í Breiðholti, sem mundssyni arkitekt. Verslunin er í senn iölu og vitnisburður um hverju má fá óð hönnun, fágað handverk og víðsýni ættu margir taka sér stjórnendur ÁTVR um. (Ljósm. Páll Stefánsson.) Guðmundar Jónssonar arkitekts, sem búsett- ur er í Norégi, en hefur getið sér gott orð í samkeppnum hér heima. Af raðhúsunum fimm vakti hið íslenska mikla athygli sýningargesta, og nú nýverið birtust um það mjög lofsamlegir dómar í dönskum og þýskum fagtímaritum. Lof er borið á húsið fyrir einfalda en sterka grunn- hugmynd og „ljóðrænar" útfærslur. Upp- bygging íslenska hússins minnti um margt á forna húsagerð, tveir samsíða langveggir og á milli þeirra bogmynduð þakhvelfing og milliloft, sem haldið var uppi af léttri burðar- grind. í gegn um húsið endilangt lagði sig langur bogi, er kallaði fram fjölbreytni og spennu í annars regluföstu rýminu. Það er miður, hversu fáir héðan áttu þess kost að skoða raðhúsin fimm, því sá saman- burður sem þar gaf að líta var einkar upplýs- andi. Finnska húsið einkenndist af mjög fijáls- legri formsköpun og hugmyndaauðgi, eins konar „vitundarstraumur" í byggðri mynd. í skandinavísku húsunum var mikið kapp lagt á að fá sem ailra mesta nýtingu út úr sem minnstum gmnnfleti, þannig að íbúðin varð að þriggja hæða turni. Þegar vistarverur íbúð- ar dreifast á þijár hæðir skiptir miklu máli að stiginn sem tengir hæðirnar sé rúmur og þægilegur. Fyrir þessu var ekki nægilega vel hugsað í sænska og danska húsinu, og í því norska hefði stiginn getað tengst stofurýminu á mun skemmtilegri hátt en raun varð á. Islenska húsið, sem aðeins var á tveimur hæðum, var bæði rýmra og opnara en hin húsin, auk þess sem meira var lagt upp úr úr fágaðri efnisnotkun en í nokkru hinna húsanna. Það að við skyldum ná því að standa jafnfætis þjóð sem leggur allt stolt sitt í góða byggingarlist er afrek út af fyrir sig. I fram- haldi vaknar sú spurning, að hve miklu leyti- íslendingar sem þjóð geta eignað sér heiður- inn af því hversu vel tókst til í Malmö. Þó raðhúsið sé t.d. hugverk Islendings með ræt- ur í íslenskri hefð, þá hefur höfundur þess, líkt og flestir íslenskir arkitektar, orðið að sækja bæði menntun sína og faglegt uppeldi til annarra landa. Ef ekki hefði komið til óbilandi metnaður hans og þrautseigja í því að fylgja hugmynd sinni eftir allt til enda, er alls óvíst hvort svo vel hefði tekist til. Óskir um stuðning vegna byggingar íslenska raðhússins mættu takmörkuðum skilningi hér heima, ef undan eru skilin fyrirtækin Brúnás innréttingar og GKS. Ljóst er að nýta hefði mátt þetta tækifæri mun betur en gert var í heimi nútíma-viðskipta er mikilvægt að fyrirtæki ávinni sér jákvæða ímynd í huga almennings. I því sambandi geta vel hönnuð og aðlaðandi húsakynni ekki síður haft mikið að segja en auglýsingar í fjölmiðlum. Mörg íslensk fyrirtæki hafa þegar gert sér grein fyrir þessu og hafa nokkur lagt metnað í að leita til ungra, íslenskra arkitekta, fremur en að kaupa tilbúnar innréttingar erlendis. í þeim hópi er Féfang hf. í Hafnarstræti, en skrifstofur þess hafa vakið athygli fyrir glæsilegt svipmót og listræna hönnun. Höfundur innréttingarinnar er Tryggvi Tryggvason arkitekt. til þess að koma íslenskri húsgagna- og inn- réttingaframleiðslu á framfæri. Samkeppni í Wiesbaden Sumarið 1989 var efnt til all-óvenjuiegrar samkeppni í V-Þýskalandi. Forgöngumaður hennar vai' eigandi Z.B. gallerísins í Frank- furt, er sérhæfir sig í byggingarlist. Til þátt- töku var boðið 53 ungum arkitektum, sem tilnefndir höfðu verið af 15 þekktum starfs- bræðrum þeirra frá ýmsum löndum. Viðfangs- efnið fólst í því að hanna einbýlishús fyrir 4 manna fjölskylöu á þríhyrndri hornlóð í út- jaðri einbýlishúsahverfis í Wiesbaden. Vænt- anlegir byggjendur hússins settu fram óskir sínar í nákvæmri lýsingu, en endanlegt val tillögunnar sem byggja skyldi eftir var í hönd- um dómnefndar, skipaðrar valinkunnum fag- mönnum frá Englandi, Þýskalandi og Aust- urríki. Auk hefðbundinnaf forsagnar var keppendum vísað á forna ítalska skáldsögn, „Hypnerotomachia Poliphili" eftir Francesco Colonna, er gefin var út árið 1467. Var þeim fijálst að leggja út af efni hennai' og túlka í tillögum sínum á þann hátt er andinn blés þeim í bijóst. I hópi þátttakenda í samkeppninni var íslensk teiknistofa, Studio Granda, sem um skeið hefur unnið að hönnun Ráðhúss Reykjavíkur. Er skemmst frá því að segja að tillaga þeirra hlaut fyrstu verðlaun, sem telja verður mjög góðan árangur í svo harðri keppni. Framkvæmdir við byggingu hússins hófust í nóvembermánuði sl. og er stefnt að því að það verði fullbúið í lok þessa árs. Nýsköpun á Heimavelli Aukin fjöldaframleiðsla í íbúðarbygging- um, samdráttur í opinberum nýbyggingar- framkvæmdum og offramboð á verslunar- og iðnaðarhúsnæði á síðustu árum veldur því að vaxandi hluti af vinnu arkitekta felst í því að gera tillögur að breytingum og endurbótum á eldra húsnæði. Teiknistofur hér eru marg- ar, en smáar, og flestar þeirra hafa takmark- að boimagn til að hafa marga launþega í vinnu að staðaldri. A tímum samdráttar í fram- kvæmdum og vaxandi atvinnuleysis er ekki um ýkja auðugan garð að gresja fyrir unga arkitekta, sem vilja afla sér starfsreynslu á íslandi. Aðstæður hér á landi bjóða þó upp á ýmsa kosti fyrir þá sem kjósa að starfa sjálf- stætt, t.a.m. eru lög og reglugerðir um bygg- ingarmál ekki orðnar að því skrifræðisbákni sem þekkist víða erlendis. Smæð markaðarins veldur því að stöðlun í byggingariðnaði hefur ekki náð að ganga út í öfgar, þannig að enn er svigrúm fyrir sérhannaðar lausnir. A síðustu árum hafa nokkrir arkitektar einbeitt sér að sérhönnun innréttinga, en í slíkum verkefnum gefst hönnuðinum oft meira svigrúm til nýsköpunar og tilrauna en í stærri og dýrari mannvirkjum. Segja má að einn öflugasti vaxtarbroddurinn í bygging- arlistinni hér á landi hafi einmitt verið á þessu sviði. Þar sem best hefur tekist til, hefur náin samvinna arkitektsins við handverks- menn í tré- og málmsmíði fætt af sér snjallar lausnir, sem ólíklegt er að litið hefðu dagsins ljós á teikniborðinu einu og sér. Góð dæmi um þetta eru m.a. skrifstofuhúsnæði Féfangs hf., verslun Egils Arnásonar, Parketval við Ármúla eftir Tiyggva Tryggvason arkitekt og útsölustaðir ATVR í Mjódd og við Eiðis- torg eftir Pálmar Kristmundsson arkitekt. Það er umhugsunarefni, að kostnaður við gerð slíkra innréttinga, sem hannaðar eru og sérsmíðaðar innanlands, hefur oftar en ekki reynst mun lægri en ef keyptar hefðu verið tilbúnar, staðlaðar lausnir frá útlöndum. Heimssýningin í Sevilla Nú á haustmánuðum komust íslensk stjórn- völd að þeirri niðurstöðu, að því fé, sem lagt hafði verið til hliðar vegna þátttöku í Heims- sýningunni í Sevilla árið 1992, væri betur varið til „annarra landkynningai’verkefna" (í skriffinnsku og ráðstefnuhald?). Það er vægt til orða tekið þó sagt sé að framganga útflutningsyfii-valda í þessu máli hafi verið með miklum endemum. Mikilvæg ákvarðanataka dróst mánuðum saman og þar með var sóað dýrmætum tíma, sem nýta hefði mátt á markvissan hátt til undirbúnings. Auðvitað er það álitamál hvort að lítil smáríki eiga að veija miklu fé vegna þátttöku í slíkri sýningu, þar sem stórþjóðirnar slá um sig með íburði og glæsileik. En þá er það sem liugvit og smekkvísi koma til sögunnar. Far- sælasta leiðin hefði vafalítið verið sú, að efna til öpinnai' samkeppni um hvernig best nýta mætti Ióðina í Sevilla til landkynningar, án þess að framkvæmdakostnaður yrði óhófleg- ur. Mikilvægt hefði verið að semja samkeppn- isskilmála sem ýtt hefðu undir óvenjulegar og frumlegar lausnir. Þegar ljóst varð að undirbúningstíminn var orðinn of skammur, var gripið til þess mála- myndaúrræðis að halda lokaða samkeppni þriggja teiknistofa um sýningarskálann. Ut- flutningsráð valdi hugmynd Guðmundar Jóns- sonar arkitekts sem bestu lausnina. Tillagan fór nokkuð fram úr þeim kostnaðartölum, sem miðað hafði verið við (50 milljónir), og virðist það hafa ráðið mestu um að hætt var við þátttöku í sýningunni. Svo virðist sem engra annarra úrræða hafi verið leitað, en bæði hefði mátt spara í sjálfri byggingunni og afla þess ijár sem á vantaði með öðrum hætti, s.s. með framlögum fyrirtækja og stofnana. Þess má geta að sýningarskáli Noregs og margra annarra landa eru fjármagnaðir að hluta til á þennan hátt. Á kreppuárunum ákváðu Islendingar að vera með í Heimssýningunni í New York árið 1939. Samtímaheimildir greina frá því að þó að íslenska sýningin hafi ekki verið „sambæri- leg við sýningar stórþjóðanna hvað snerti stærð og íburð, þá vakti hún sérstaka at- hygli sakir smekkvísi og ágæts fyrirkomu- Iags“ (Öldin okkar II, bls. 119). Kostnaður við þátttökuna var að þávirði kr. 300.000, og var fjárins aflað með framlagi frá ríkis- sjóði, Reykjavíkurbæ og stofnunum og fyrir- tækjum. Hið sama var upp á teningnum á EXPO-sýningunni 1967 í Montreal í Kanada, en þar var m.a. íslenskur arkitekt, Skarphéð- inn Jóhannsson, einn af höfundum samnor- ræns sýningarskála. Eftir stendur, að dýrmætu tækifæri, sem nýta hefði mátt sem lyftistöng fyrir íslenska hönnun, hefur verið sóað tii einskis vegna skammsýni og seinagangs. Ekki er hægt að afsaka sig með því, að íslenskir hönnuðir séu ekki færir um að leysa þetta verkefni með sóma. I því sambandi vitna ég í dæmin sem fjallað hefur verið um í þessari grein, sem sýna, svo ekki verður um villst, að íslending- ar gætu, ef þeir vildu, verið forystuþjóð í byggingarlist. Hæfíleikarnir eru fyrir hendi, en fáir hirða um að nýta þessa auðlind. Það er því miður svo, að Sevilla-málið er alls ekkert einsdæmi. Nefna má, að fyrr á þessari öld voni tveir íslenskir arkitektar til- nefndir í vinnuhóp um hönnun aðalbækistöðva Sameinuðu þjóðanna í New York, en ekkert varð úr því að þeirfæru, vegna þess að mál- ið hafði „týnst“ í meðförum íslenskra embætt- ismanna. Ef til vill er það við hæfi, að lóðin í Sev- illa standi auð árið 1992, sem dálítill minnis- varði um metnað og framsýni í íslenskri stjórnsýslu. Yrðu þau þá tvö, Evrópulöndin, ísland og Albanía, sem ekki yrðu með í þess- ari heimssýningu, en nýjustu spár mætra hagfræðinga um framþróun íslensks efna- hagslífs benda reyndar til þess að þessar þjóð- ir muni eiga ýmislegt fleira sameiginlegt í náinni framtíð. Höfundur er arkitekt. / tilefni NordForm-sýningarinnar var óskað eftir tillögum frá hveiju Norðurlandanna um þrenns konar götugögn: bekk, ruslafötu og drykkjarbrunn. Gögnin skyldi síðan nota á sýn- ingarsvæðinu. Héðan var valin tillaga arkitektanna Dagnýjar Helgadóttur og Guðna B. Pálssonar, og var íslenska ruslafat- an notuð yfir allt sýningarsvæðið. Ætlunin var að hvert land annaðist framleiðslu á sínum hlutum, en hérlendis mætti málið litlum skilningi. Ef bæjaryfirvöld í Malmö hefðu ekki Jdaupið undir bagga, hefðu þessir islensku nytjahlutir aldrei verið framleiddir. Líkt og ráðhúsið, þá vöktu bekkurinn, ruslafatan og brunnurinn verðskuldaða athygli á sýning- unni. Nýverið liafa fyrirspurnir borist frá aðilum í Þýska- landi og Japan, og er verið að kanna möguleika á framleiðslu. # » LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 2. FEBRÚAR 1991 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.