Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1991, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1991, Blaðsíða 2
KRISTJÁN JÓHANNSSON Norður af Nýjadal Við stöndum fjögur á öldu norður af Nýjadal yfír stjarnkaldur himinn bjartari og dýpri en í byggðum Við horfum lengi á himin ó er sá ég í bernsku en bliknar við borgarljós. — öræfahimin alþaktan blikandi vín viðarþrúgum Blys þeirra hrapa við og við yfir víðáttur sanda og hárra heiðbjaitra jökla I áfanga Nóttin róar titrandi taugar bílsins er drúpir múla að melnum niður. Augun þreyttu eru lokuð en lýstu í kvöld með leifturhraða upp langvegu stranda og dimmra dala. Tvö tákn — Eldkross um fjallið í Flóastríðsbyrjun Vikum síðar í niðamyrkri slær um nóttina bjarma. Enn blæðir heimi heitum dreyra um síðusár Heklu. Höfundur er kennari og rithöfundur í Reykjavík. EGGERT E. LAXDAL Bláir fingur Fingur mínir eru bláir, af handtaki vetrarins, sem kom sem gestur, inn í híbýli náttúrunnar, og færðu henni slæður, hvítar fyrir gluggana. Á götunni, hleypur hann á meðal barnanna, og málar nef þeirra rauð, strýkur síðan úr penslinum, á bústnar kinnar þeirra, hlæjandi. Bláir fingur, bíða þess að hann sleppi takinu. Höfundur býr í Hveragerði. Ljóðið er úr nýrri Ijóöabók hans, sem heitír „Lifandi vatn". Alsnjóa. Handrit Jónasar Hallgrímssonar undirprentun (nú í JS. 129, fol.). Skrifað í Sórey, að líkindum ífebrúarlok 1844. „Er“ eða „er“ ekki Kæri frændi. Ég las í dag Jónasar- grein þína í Lesbók, „Eilífur snjór“. Ekki tek ég undir hvað- eina sem þar stendur, en ætla ekki að fara út í nema tvennt, m.a. vegna þess að ég þykist þurfa að skrifa um Alsnjóa eftir Jónas Hallgrímsson, eins og allir hinir. Bréf til Helga Hálfdanarsonar frá Hannesi Péturssyni Það eru annars meiri ósköpin sem menn hafa skrifað um það kvæði, og er sumt með endemum. Þó hlýt ég að nefna, að ég skil ekki hvernig þér dettur í hug að hinn „eilífi snjór“ í 1. línu hafi í huga Jónasar merkt snjó sem er til um allan aldúr, þannig að „eilífur" vísi til dauða sem „er alger og ævarandi". Það liggur í augum uppi að „eilífur snjór“ merkir hér: snjór í allar átt- ir, hvert sem litið er, enda tekur skáldið af allan vafa um það í næstu línum. Engin óhlutbundin merking er komin til sögu þarna að kvæðisupphafi. En nú vík ég að sjálfu erindinu: Mér þykir afar tormelt, að „er“ undir lok fyrstu línu annarrar vísu Alsnjóa í handrit- inu JS. 129, foL.geti verið pennaglöp. Það jafngilti því þá eiginlega, að Jónas hefði aldrei rennt augum yfir þetta hreinrit sitt eftir að það kom úr penna hans.„En nú er einmitt ekki svo. Hann las smáörkina í JS. 129, fol., sem á eru skrifuð kvæðin þrjú, Illur lækur, Kossavísa og Alsnjóa, gaum- gæfilega yfir áður en hann sendi hana Brynjólfi Péturssyni til birtingar í Fjölni. Þetta sést á því, að hann víkur við orðalagi í öllum kvæðunum þremur, strikar meira að segja yfir orð í Alsnjóa (breytir út í inn). Hvað lá þá nær en strika líka út þetta „er“, ef það átti alls ekki heima í ljóðinu, eins og Jónas gekk frá því til prentunar? Það er með öliu út í hött, að hann hafi ef til vill látið að vilja Konráðs og Brynjólfs og skotið þessu „er“ inn í ljóðlínuna til að þókn- ast þeim, því að þeir kynntust ekki kvæðinu fyrr en í smáörkinni sem nú er merkt JS. 129, fol. Eldri gerðin „er“-lausa lá í þeim handritum sem Konráð tók til sín að Jónasi látnum. Brynjólfur skrifaði upp Illan læk og Kossavísu, las kvæðin á fundi Pjölnis- manna, síðan voru þau prentuð í Fjölni 1844. Hin endanlega uppskrift Jónasar af Alsnjóa virðist aftur á móti hafa lent milli þils og veggjar um sinn hjá Brynjólfi, því að þeir Konráð gefa kvæðið út 1847 eftir eldri uppskriftinni einni saman. Þetta má ráða af því, að þeir halda ekki til haga auðlesinni lagfæringu Jónasar, þ.e. inn í staðinn fyrir út (sú breyting í handriti getur náttúrlega ekki verið með þeirra hendi, því að þá hefði hún komið fram í útgáfunni ’47). Þegar á allt þetta mál er litið, þykir mér ákaflega ósennilegt að Jónasi hafí orðið á pennaglöp. Eðlilegri pennaglöp væru að smáorð félli niður en því sé aukið í línu, allra sízt í bráðgóðri hreinskrift eins og þeirri sem hér ræðir um — sem svo ofan á allt annað var lesin yfir af kostgæfni áður en hún fór lengra. Hitt sem ég vildi nefna er þetta: Rök þín fyrir því, að orðalagið „fljúga suður heiði“ í stað „fljúga austur heiði“ í Álfareiðinni hljóti að vera frá Jónasi runn- ið, m.a. vegna hljóðgaps í seinna orðalag- inu, bitu ekki á mig. Hafa ber í huga, að þýðingin er ekkert byrjandaverk, heldur birtist hún í Pjölni 1843 (eiginhandarrit ekki til), þegar Jónas hafði fyrir löngu lært alla þá bragfræði sem hann kunni, vissi allt um hljóðgap o.s.frv. — hefur því tæp- lega haft „austur“ þarna upp úr þurru (all- ar hinar áttirnar: norður, suður, vestur gátu komið í veg fyrir hljóðgapið!). Lesendur núna sakna vitaskuld orðanna „suður heiði“, sem þjóðin er búin að syngja kynslóðum saman, en það er bara ekki nóg, ef verið er að gefa út texta sem sannanlega er eft- ir Jónas Hallgrímsson. Hver veit nema „austur heiði“ hafí búið í huga hans yfir tilfinningagildi sem vó þyngra hljóðgöpum og þess háttar (leiða mætti iíkur að því), enda bregður hann víðar í ljóðinu en þarna út af ströngustu bragvenjum. En sleppum því; hann tók sér sannanlega í munn orðin „fljúga austur heiði“, iét prenta þau form- lega og varla í neinu skjótræði fremur en annað sem kom út eftir hann í Fjölni. Kannski breytti Jónas þessu síðar, það veit enginn maður með neinni vissu. Ekki væri það Konráði og Brynjólfi til hnjóðs, þótt þeir hefðu á stöku stað í út- gáfu sinni ’47 gengið ögn lengra í því að víkja við orðum Jónasar en þeir kváðust muna að svaraði til óska hans, því slíkt vinnulag — í góðu skyni — var hefðgróið meðal Fjöinismanna. Þannig orðuðu Jónas og Konráð mjög margt upp á nýtt í ritgerð- um Tómasar Sæmundssonar að honum forn- spurðum, já mun fleira en hann vildi sjáfur (sbr. sendibréf hans). Hér læt ég staðar numið, frændi. Ég þakka þér auðvitað góða lesningu, þótt ég geti með engu móti goldið jáyrði við öllum ályktunum þínum þar. 6. 4. 1991 Þinn Hannes 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.