Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1991, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1991, Blaðsíða 4
Hinn sanni byltingarmaður Um Sergei Nechaev, sem gerðist mannleg ófreskja samkvæmt formúlu H emám Mongóla á hinum endalausu sléttum og íbúum þeirra mótaði sögu Rússlands æ síðan. Mongólar réðu þessu víðlenda svæði í 250 ár. Stjórntækni þeirra var tekin upp af þeim zar, sem tókst að móta hið algjöra Nechaev og Bakunin sömdu nú hið fræga „Byltingarkver“, sem vakti hrylling og blinda áðdáun. í þessu kveri er öllu hugsjónablaðri sleppt og innsti kjarni hins sanna byltingarmanns útlistaður og aðferðir byltingarmanna tíundaðar í aðalatriðum. Þar segir m.a. svo: Byltingarmaðurinn er glataður maður. Hann sjálfur skiptir engu máli, tilfinningar hans, smekkur og tengsl við aðra. ríkisvald frá Moskvu, Ivani grimma. Tilraun- ir til þess að koma á vestrænum stjómarhátt- um mistókust allar þegar kemur fram á 19. öld. Alexander II reið á vaðið með því að létta bændaánauðinni og hann gerði einnig tilraunir til að koma á réttarríki, efldi skóla- kerfíð og var umbótasinnaður. Fyrir þessar tilraunir hlaut hann hatur þeirra manna, sem hugðust frelsa Rússa undan zarveldinu með byltingu. Umbætumar töfðu fyrir bylting- unni. Fyrstu byltingarmennimir litu til vest- urs. Þar var fyrirmyndin, Desembristaarnir og Herzen. Þeir sem síðar komu hölluðust að kenningum sósíalista og síðar marxista. Róttækni nihilistanna vakti andúð allra helstu rithöfunda Rússa á 19. öld, en hluti hinnar svonefndu intelligensíu studdi þá. Einn frægasti byltingarmaður af sósíalísk- um toga var Chernyshevsky. Rit hans „Hvað ber að gera“, sem kom út á sjöunda ára- tugl9. aldar (skrifað í fangelsi 1863), hafði gífurleg áhrif. Þetta er mjög leiðinleg skáld- saga um „þá nýju menn“ byltingarmenn framtíðarinnar. Fyrir vestrænan smekk em persónur sögunnar sneiddar öllum húmor, drýldnir og sjálfumglaðir fanatíkerar. Rúss- nesk æska hafði aðra skoðun, leit á þá sem fyrirmynd ósérhlífinna og fórnfúsra hugsjón- amanna, sem fórnuðu öllu fyrir málstaðinn. Þegar talað er um rússneska æsku, er talað um þá sem áttu kost á skólagöngu og há- skólanámi, en það var ekki nema brot þjóðar- innar. Hinir „nýju' menn“ áttu að stjórna byltingaraðgerðum og síðan skyldu þeir taka völdin með hagsmuni almennings fyrir aug- um. Þann 19. febrúar 1861 skrifaði Alexander II undir lögin um afléttingu ánauðar 23 milljóna bænda. Eftir það voru þeir þegnar ríkisins með fullum mannréttindum. Þetta vakti heift og hatur í röðum byltingar- manna, eins og áður segir, og 4. apríl 1866 var gerð tilraun til þess að ráða Zarinn af dögum. Morðið átti að vera upphaf allsherj- ar byltingar í Rússlandi. Nihilistar stóðu að tilræðinu. Tilræðið var upphaf nýrra baráttu- aðferða byltingarmanna og vakti jafnframt almenna andúð á þeim. Intelligensían var skipt. Eldri byltingarmenn svo sem Herzen, fordæmdu aðferðina, en þeir yngri voru full- ir aðdáunar og hertust í baráttunni. Sergei Nechaev fæddist 1847 og var því 19 ára þegar tilræðið við zarinn átti sér stað. Hann var sonur ánauðarbónda. Honum tókst þrátt fyrir fátækt, að afla sér nægilegrar fræðslu til þess að geta gerst k'ennari og síðan hóf hann háskólanám sem óreglulegur nemandi. Hann komst í kynni við byltingar- hópa innan háskólans og varð bráðlega for- ystumaður þeirra sem töldust róttækastir. Kenningar hans stungu talsvert í stúf við kenningar Chemyshevskis, að því leyti, að Nechaev krafðist þess að byltingarmenn slitu algjörlega öll persónuleg tengsl við sína nánustu og afsöluðu sér öllum eignum og með því gætu þeir helgað sig algjörlega hugsjón byltingarinnar. Hann kenndi að „skipulagning byltingarhópanna og stöðlun samsærismannanna væri aðalatriðið, án þess tækist byltingin aldrei“. Nechaev vakti að- dáun og ótta þeirra sem umgengust hann. Hann virtist ekki mennskur, haldinn upp- höfnu æði þess sem veit fullkomlega hvað öllum er fyrir bestu og að það sé hann einn sem viti það fullkomlega. Hann taldi að all- ar aðferðir, morð, hryðjuverk, lygar og svik, réttlættu málstaðinn. Ríkjandi samfélags- form í Rússlandi var að hans dómi svívirða og skyldi afmást. Á árunum 1868-1869 gerði hann ásamt Tkachev, sem var blaðamaður og félagi Nechaevs (vinur var ekki til í orða- bók Nechaevs), samantekt sem var nefnd „Áætlun um byltingarstarfsemi". I þessu plaggi kvað við nýjan tón, sem var frábrugð- inn þeim, sem tíðkaðist í þeim grúa slíkra byltingarsamantekta sem dreift var um þetta leyti. Þessi tónn var hið algjöra mannhatur og fullkomin réttlæting væntanlegra að- gerða. Síðan gerist það að Nechaev hverfur. Álit- ið var að leynilögreglan hefði fangelsað hann, en svo var ekki, þótt Nechaev setti á svið handtöku og skrifaði félögum sínum um handtöku og flótta. Með þessum lygum óx frægð Nechaevs sem hins óbugandi bylt- ingarmanns. Það var í marsmánuði 1869 sem Nechaev kom til Sviss og leitaði þar til hins kunna byltingarmanns Bakunins, en hann var eitt stærsta nafnið í heimi evrópskrar og rússn- eskrar byltingarstarfsemi. Hann var orðinn gamall í faginu, hafði barist í götuvígjunum byltingarárið 1848, dvalið í rússneskum fangelsum og í Síberíu. Heimspressan fylgd- ist með Bakunin, hvað þá lögregla allra landa Evrópu og ekkert nafn vakti slíkan ótta meðal góðborgara og hans. Hann var 55 ára þegar Necþaev kom til Sviss og var orðinn þreyttur. Átti reyndar í útistöðum við Karl Marx út af völdum í Alþjóðasambandi verka- lýðsins, en það var dauf uppbót fyrir harða byltingarbaráttu og samsærisstarfsemi. Nú kom eitilharður byltingarmaður frá Rússl- andi og í fyrstu mátti segja að þeir rynnu saman í byltingarlegum eldmóði. Þeir svara- bræður tóku nú að semja hvatningarrit, áróð- urspésa og áskoranir um samtillt byltingará- taka. Nechaev fullvissaði Bakunin um víð- tæka neðanjarðarstarfsemi í Rússlandi, ótal sellur, sem allar hlýddu miðnefndinni, undir forystu Nechaevs. Þetta var allt lygi til þess eins að geta skreytt sig með nafni þessarar öldruðu byltingarkempu. Nechaev og Bakun- in sömdu nú hið fræga „Byltingarkver“, sem vakti hrylling og blinda aðdáun. í þessu kveri er öllu hugsjónablaðri sleppt og innsti kjarni hins sanna byltingarmanns útlistaður og aðferðir byltingarmanna tíundaðar í aðal- atriðum. ÚR Byltingarkverinu 1. grein: Byltingarmaðurinn er glataður maður. Hann sjálfur skiptir engu máli, til- finningar hans, smekkur og tengsl við aðra. Hann er algjörlega óbundinn af eignum, hann er nafnlaus. Hann er allur altekinn af aðeins einni áráttu og áhugamáli, einni til- finningu, sem er að bylta um samfélaginu, eyðileggja það og rústa algjörlega. Byltingin er honum allt. 2. grein: Byltingarmaðurinn hefur ekki aðeins brotið allar brýr að baki sér, ekki aðeins með orðum heldur í verki, hann hefur slitið öll tengsl, sem hafa tengt hann við samfélagið, öll samfélög heimsins, alla menningu heimsins, erfðir og arfleifð, lög, venjur, samfélagslegar hefðir og siðferðis^ kröfur. Hann verður ætíð ósættanlegur fjandmaður samfélagsins og haldi hann lífí þá er tilgangur lífs hans aðeins einn, sem er að eyðileggja samfélagið algjörlega. 4. grein: Hann fyrirlítur almenningsálitið, hann fyrirlítur og hatar ráðandi almennt siðferðismat í öllum gerðum og þar með all- ar kröfur þess til siðferðis. Siðferði þýðir á hans máli allt það, sem stuðlar að því að rústa samfélaginu og að sigri byltingarinn- ar, allt það sem tefur fyrir eða hindrar sigur- inn er siðlaust og glæpsamlegt... 6. grein: Byltingarmaðurinn er harður við sjálfan sig og við aðra. Umhyggja, ást, ætt- rækni, vinátta, þakklæti og alúð og tillits- semi, heiðurskennd og virðing eru útlægar. Það eina sem skiptir máli er ískaldur vilji, sem verður að kaffæra allar mennskar kenndir, viljinn til að rústa samfélagið í blóð- ugri byltingu. Eina fullnægja hans verður byltingin. Dag og nótt á hann að hafa að- eins eina hugsun, einn tilgang, sem er mis- kunnarlaus eyðilegging. Hann verður að vinna að markmiðinu, málstaðnum, fullkom- lega afskorinn frá öllum mennskum tengsl- um, hann verður alltaf að vera tilbúinn til að deyja og verður að vera tilbúinn að eyði- leggja með eigin höndum allt það sem haml- ar framgangi byltingarinnar. 8. grein: Vináttu og tengsl við vini sína verður hann að miða við notagildi þeirra í baráttunni fyrir málstaðnum ... 12. grein: Inntaka nýrra félaga í samtök- in er háð því að nýliðinn hafi sýnt sig hæfan

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.