Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq

Lesbók Morgunblaðsins - 01.06.1991, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 01.06.1991, Qupperneq 3
STEPHAN G. STEPHANSSON LESBOE m © s [o]® m ® e ® ® ® m n ® Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjór- ar: Matthías Johannessen, StyrmirGunn- arsson. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðs- son. Ritstjórn: Aðalstraeti 6. Sími 691100. Forsíðan er af myndverki, sem nú er til sýnis í Norræna Húsinu ásamt fleirum eftir danska myndlistar- manninn Torben Ebbesen. Hann er fæddur 1945, nam myndlist við Konunglega listaháskólann í Höfn, var prófessor við Gautaborgarháskóla 1987-89 og er nú verkefnastjóri við Akademíið í Kaupmannahöfn.-Ebbesen hefur m.a. hlotnast sá heiður að vera valinn fyrir hönd Danmerkur til að sýna á síðasta Feneyja-tvíæringi, en einka- sýningar hefur hann haldið í mörgum Evrópul- öndum. Myndina á forsíðunni nefnir hann „Heila- landslag". Hún er 241x211 sm. máluð ofaná ljós- mynd með shellac, siliconi, brennisteini, akrýl og ollulitum. Gangan mikla frá Úr til nútímans, heitir gein eftir Úlf Ragnars- son, lækni, sem þekktur er fyrir áhuga á andlegum efnum. Hann segir frá merkilegum draumi, sem hann dreymdi, en tilefnið er raunar ný bók í ritröð eftir Gunnar Dal, sem fjallar um trú og tilvist Guðs. Metropolis er nafn á alþjóðlegri myndlistarsýningu, sem nú stendur yfir í Berlín og lýkur 21. júlí. Okkar maður í Berlín, Hjálmar Sveinsson, hefur litið á sýning- una, sem er um margt glæsileg, en er eins og fleiri slíkar með ofuráherzlu á það sem gerst hefur í Þýzkalandi og Bandaríkjunum. Kveld - brot - I rökkrinu þegar ég orðinn er einn og af mér hef reiðingnum velt og jörðin vor hefur sjálfa sig frá sól inn í skuggana elt og mælginni sjálfri sígur í brjóst og sofnar við hundanna gelt,— en lífsönnin dottandi í dyrnar er setzt, sem daglengis vörður minn er, sem styggði upp léttfleygu Ijóðin mín öll, svo liðu þau sönglaust frá mér, sem vængbraut þá hugsun, sem hófsigáloft og himininn ætlaði sér,— hve sáifeginn gleymdi’ eg og sættist við allt, ef sjálfráður mætti ég þá í kyrrðinni og dimmunni dreyma það land, sem dagsljósið skein ekki á, þar æ upp af skipreika skolast hún von og skáldanna reikula þrá,— það landið, sem ekki með o’nálag hátt í upphæðum neitt hefur bætzt, þar einskis manns velferð er volæði hins né valdið er takmarkið hæst og sigurinn aldrei er sársauki nein, en sanngirni er boðorðið æðst. En þá birtist andvakan ferleg og föl og fælir burt hvíld mína og ró, og glötuðu sálirnar sækja að mér, sem sviku það gott í þeim bjó, og útburðir mannlífsins ýlfra þá hátt,— það atgervi, er hirðulaust dó. Og þá sé ég opnast það eymdanna djúp, þar erfiðið liggur á knjám, en iðjulaust fjársafn á féleysi elst sem fúinn í lifandi tijám, en hugstola mannfjöldans vitund og vild er villt um og stjórnað af fám. Þar jafnan eins vafasöm viðskipti öll og vinarþel mannanna er sem einliðans, dagaða uppi um kvöld hjá útlögztum ræningjaher, sem hlustar með lokuðum augunum á, að óvinir læðast að sér. Og villunótt mannkyns um veglausa jörð svo voðalöng orðin mér finnst sem framfara skíman sé skröksaga ein og skuggarnir enn hafi ei þynnzt, því jafnvel í fornöld sveif hugur eins hátt. Og hvar er þá nokkuð sem vinnst? Jú, þannig, að menningin út á við eykst, hver öld þó að beri hana skammt. Húrf dýpkar ei, hækkar ei, lengir þó leið sem langdegis sólskinið jafnt. En augnabliksvísirinn, ævin manns stutt, veit ekkert um muninn þann samt. Stephan G. Stephansson, f. 1853, d. 1927, var úr Skagafiröi, en fluttist ungur til Vesturheims og varð bóndi í Alberta í Kanada og bjó við svo erfiðar aðstæöur, að bókmenntastarfinu varð hanrrað sinna eftir langan og erfiöan vinnudag. í Ijóðum hans kemur fram einlæg jafnaðarmennska, gagnrýnin efahyggja og friðarást. Blómstrar listin ekki í velsæld? Eg vil að skáldin séu svöng mér sýnist að hljóðakraftinn magni hin tómu garnagöng en gömul saga að enginn söng fagurt með fullan kjaftinn. Svo kvað Þorsteinn Gíslason, ritstjóri og skáld, árið 1914. Hann hefur bersýnilega ver- ið að gera grín að þeirri líf- seigu goðsögn, að skáld þurfi að svelta heilu og hálfu hungri til þess að geta kom- ið saman bitastæðum kveð- skap. Ennþá betra var, að skáld væru hæfi- lega heilsulaus, helzt með berkla. Fáeinum árum eftir að kviðlingur Þorsteins ritstjóra varð til, lézt Jóhann Jónsson, skáld, úr berkl- um úti í Leipzig og hafði þá ort sinn fræga „Söknuð“. Ekki hefur það orðið til að draga úr trúnni á heilsuleysi skálda, sem hafði lifað góðu lífi allt frá því Hallgrímur Pétursson orti Passíusálmana undir oki holdsveikinnar. Annars dugði að vitna í þá Sigurð Breiðfjörð og Bólu-Hjálmar; hvílík snilld, enda voru þeir oft á hungurmörkum og Sigurður Breið- fjörð þar að auki drykkfelldur. Það var Krist- ján Fjallaskáld líka og þjáðist þar að auki af þunglyndi. Atlt hlaut það ; að stuðla að markverðum bókmenntaafrekum. Þjáningin var einskonar systir skáldskaparins, ef ekki alger forsenda fyrir því að náðargáfan fengi að njóta sín. Hitt var ekki eins oft viðrað, að ýmisskon- ar embættismenn, sem voru bezt settir allra í hinu frumstæða bændaþjóðfélagi okkar, þurftu ekki endilega að vera amlóðar í skáld- skap. Þar nægir að benda á Bjarna Thorar- ensen, amtmann á Möðruvöllum, senv fann að vísu fyrir kuldanum á tindi hefðarinnar, enda þótti hann hrokafullur; að minnsta kosti fékk skáldbróðir hans, Hjálmar í Bólu að kenna á því. Einnig mætti nefna Grim Thomsen á Bessastöðum, Mathías Jochums- son, prest í Odda og á Akureyri, Hannes Hafstein, ráðherra, Jón Thoroddsen sýslu- mann og Steingrím Thorsteinsson, kennara. Á okkar tímum svelta skáldin ekki fremur en aðrir, en þau geta farið í hundana eins og hinir, ef þau bera ekki gæfu til að umgang- ast áfengi með varúð, hvað þá aðra vímu- gjafa. Sumir hafa orðið undir í þeirri baráttu og kynnst þjáningunni, en ekki verður séð að skáldskapurinn hjá þeim hafi blómstrað að sama skapi. Sumir telja víst að skáldskapargyðjan forðist þá, sem leggja í vana sinn að ganga í jakkafötum og með bindi. Aftur á móti eru slitnar gallabuxur taldar gyðjunni þóknanleg- ar og hæfilega subbulegt útlit. Sumar mann- vitsbrekkur telja til dæmis, að skáld sem tekur að sér að vera varaforstjóri hjá Sony og gengur þar af leiðandi í jakkafötum hvunndagslega, eigi sér litla von um skáld- skaparlegan árangur. Að vísu kynnist hann af eigin raun sérstökum heimi og stórbrotn- um veruleika, sem við hin getum bara ímyn- dað okkur. En að honum gagnist þessi kynni af framandi heimi er fráleitt, vegna þess að hann gengur í jakkafötum og með bipdi. Við erum enn að burðast með furðulegar og þröngsýnar skoðanir á því, að árangur. í skáldskap sé háður einhveijum ytri merkjum klæðaburðar og llfsmáta. Eða þá að sæmileg- ur efnahagur sé beinlínis slæmur fyrir skáld. í því sambandi má rifja upp, að Einar Bene- diktsson orti mörg s'ín stórbrotnustu ljóð á því árabili, þegar hann lifði auðmannslífi erlendis. En Einar var eldhugi og hugsjóna- maður; það gerði gæfumuninn. Hann lifði eins og greifi einn daginn, klæddist skósíðri ioðkápu og gekk með hvíta hanska. En Ein- ar kynntist því líka að vera auralaus og jafn- vel niðurlægður eins og þegar gleymdist að bjóða honum í konungsveizluna á Alþingis- hátíðinni 1930. Kristján Albertsson hefur sagt eftirminnilega frá því. Þannig skiptust andstæðurnar á í lífi Einars. En hugsjónirnar sagði hann aldrei skilið við og skáldskapar- gáfan yfirgaf hann ekki fyrr en heilsan bilaði. Á nýliðnum vordögum átti ég tal við einn af öldungunum I hópi íslenzkra skálda. Tal okkar barst að ljóðlistinni á vorum dögum, sem hefur ekki orðið til að vekja þessu skáldi bjartsýni. Hann ræddi einkum um skáldskap hinna ungu, sem eiga að erfa landið og fannst kveðskapur þeirra bæði meinlaus og gagnslaus. Og hvað átti hann við?: Hugsjón- ir vantaði, brennandi hugsjónir um betra mannlíf, betri heim. Hugsjónin snýst nú orð- ið um að fá starfslaun, sagði hann, það er allt og sumt. Skáldskapurinn gengur útá það að raða huggulega saman orðum, og sé um eitthvert innihald að ræða eða meiningu, þá er það svo dulið og óljóst, að ljóðið nær ekki að miðla því til lesandans, sagði þessi vinur minn. Ég held tízka og tíðarandi eigi mestan þátt í því, ef svo er, en ekki starfslaun og annað slíkt. Skáldin ’ eru í naflaskoðun og kannski mætti kalla það egóisma, sem er til að mynda afskaplega langt frá því blossandi hugsjónabáli, sem birtist t ljóði Stephans G. Stephanssonar hér að ofan. Samt hefur heimsósóminn ekki lagast til muna frá því þetta var ort. Þegar Steþhan G. segir: „Og þá sé ég opnast það eymdanna djúp,“ og síðar í sama erindi: „en hugstola mannfjöld- ans vitund og vild / er villt um og stjórnað af fám“, þá koma upp í hugann hörmungar Kúrda, stríðið í Eþíópíu, hungrið í mörgum Afríkulöndum og kúgun víðsvegar í heimin- um. Það virðist alltaf vera jafn langt í land. Stephan G. hefði verið vel að starfslaunum kominn í sínu þrotlausa basli, „sem styggði upp léttfleygu ljóðin mín öll / svo liðu þau sönglaust frá mér“. Ef eitthvað „styggir upp“ ljóð skáldanna núna og kemur í veg fyrir, að ungt hæfileikafólk geti leitað sér listmenntunar hér og erlendis þá eru það ekki fjötrar féleysis eða álag erfiðisvinnu eins og hjá Klettafjallaskáldinu. Nýlega hefur verið upplýst - og því hefur ekki verið mót- mælt - að 750 manns séu við listnám, annað- hvort heima á íslandi eða í útlöndum. Yfir- gnæfandi meirihluti þessa hóps er við nám í myndlist og tónlist. Við höfum sannarlega hrundið í framkvæmd hugsjóninni um tæki- færi til náms handa öllum sem vilja. En á þessu máli eru líka tvær hliðar. Kenn- ari til margra áratuga við Myndlista- og handíðaskóla Islands hefur sagt í viðtali í þessu blaði, að einn af hverjum tíu af þessu fólki hafi hæfileika, sem réttlæti þann tíma og þá fjármuni sem fara í námið hér og kannski framhaldsnám erlendis. Að löngu námi og mörgum árum liðnum finnst þessu fólki, að það eigi beinlínis rétt á að lifa af því, sem það hefur lært. Ég hef orðið var við að of margir koma heim með þá hug- mynd að þeir geti lifað af listinni og þurfi ekki að eyða tímanum í aðra vinnu. Að sjálf- sögðu gengur það ekki upp hér í fámenninu og þarna er óviljandi verið að stofna til von- brigða um leið og námsdraumar eru látnir rætast. Hjá ungu tónlistarfólki, ekki sízt söngvurum, verður þetta spurning um fram- tíðar búsetu í útlöndum, eða segja skilið við list sína ella. GÍSLl SIGURÐSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 1. JÚNÍ 1991 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.