Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq

Lesbók Morgunblaðsins - 01.06.1991, Qupperneq 7

Lesbók Morgunblaðsins - 01.06.1991, Qupperneq 7
Yasumasa Morimura: „Leikið með guði IV: Dögun“, 1991. Philippe Perrin: „This Is a Love Song“, 1991. Jeff Koons: „Röð af leikbrúðum", 1988. myndir eftir Fische og Weiss sem minna á glansmyndir í ferðaskrifstofubæklingum, „barbídúkkumyndir“ Yasuma Morimura og risastórar portrettljósmyndir af ungu fólki eftir Thomas Ruff sem eiga ekki að sýna hinn „innri mann“ heldur aðeins það sem augað sér, svipbrigðalaus andlit. Engu að síður er einhver undarlegur þokki yfir þessum myndum Thomasar Ruff sem af- sannar kenningu Walters Benjamins um að „ára“ listaverksins hverfi með tilkomu ljósmyndárinnar og fjölföldunartækninnar. í einum af óteljandi hliðarsölum getur- að líta hvítgljáandi plötur með eldavélahell- um. Það er eins og Rosemarie Trockel vilji undirstrika að undir gljáandi yfirborði hlut- anna leynist ekkert. Auðvitað vantar ekki skærustu stjörnu síðasta áratugar, Jeff' Koons, með Jóhannes skírara og fleira. fólk úr postulíni. Þarna er líka rass með1 nótnaskrift eftir Robert Gober, málverk Ross Bleckners af stjörnunum, og dót upp á hillum eftir Haim Steinbach. Einhvers staðar rekst ég svo á installasjón eftir Frakkann Philipe Perrin sem kallar sig „son of a bitch“ og verk eftir Austur-Þjóð- veijann Rainer Gröss sem er ekki enn búinn að gera upp við sig hvort hann á að stæla Beuys eða Kounellis. í rauninni kemur fátt á óvart. METRO- POLIS er í alla staði áhugaverð sýning en Hún er tveimur árum of seint á ferð- inni. Hlutirnir gerast svo hratt í dag að postulínsstyttur Jeff Koons, svo sniðugar sem þær eru, virka eins og frá löngu liðn- um tíma. Ef ég ætti að nefna einhveija listamenn sem komu á óvart, þá yrðu það Ameríkaninn Robert Gober, Japaninn Morimura og Tékkinn Otis Laubert. Einn- ig mætti nefna Rússann Dimitri Prigow og þá aðallega vegna þess að verk hans Bruce Nauman: Dýra-pýramídi, 1989. - skúringakona umkringd blaðarusli sem krýpur frammi fyrir risastóru auga guðs eða flokksins — er svo gerólíkt því sem þýsk-ameríska félagið er að gera. Höfundur býr í Berlín. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 1. JÚNÍ 1991

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.