Lesbók Morgunblaðsins - 27.07.1991, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 27.07.1991, Blaðsíða 10
„Hveravallaskrepp“ Yfir beljandi jök- ulfljót, snjófann- ir og hitasvæði með æpandi grænum mosa HAFÞOR Hveravallaskreppur (réttu nafni Hafþór Ferdin- andsson, kennari að mennt) segir okkur frá skipulögðum dagsferðum á Langjökul og Torfajökul í sumar og hvers vegna hann fékk viðurnefnið (að góðum íslenskum sið) en undirrituð sannfærist um, að meðan Island á menn eins og Hafþór Hveravallaskrepp, verðum við í tengslum við nátt- úruöflin. Sjáðu, hér var ég - Þú ert að bjóða upp á ferðir á Langjökul og Torfajökul, Haf- þór. „Já, jöklasvæðin eru rétt að opnast, en skipulagðar ferðir verða út september. Langjökuls- ferðin er fyrir þá sem vilja korn- ast í snertingu við jöklana. Út- lendingar eru mjög hrifnir af að Iáta mynda sig á snjóbreiðunni með íslenska fánann til að geta sagt heima: Sjáðu, hér var ég! Til að komast upp í jökulheima ökum við um Þingvelli, Kaldadal, yfir Geitá og inn í Þjófakrók. Heimsækjum Surtshelli og Hraunfossa á bakaleið. Heyrðu góði, þetta eru nú ýktir litir Torfajökull og Hrafntinnu- skerssvæðið höfðar kannski meira til íslendinga og ferðin er meiri jeppatúr yfir snjófannir og ófærur t.d. ekið yfir Markarfljót. Leiðin er eingöngu fær sérútbúnum bíl- um. Eg ek upp hjá Keldum, þar sem viðdvöl er höfð. Síðan Syðri Fjallabaksleið, beygi við Laufafell inn í Hrafntinnusker. Leiðin er ólýsanlega falleg og iðulega eru farþegar búnir með filmubirgðir á miðri leið. En þarna er afar við- kvæm náttúra og nauðsynlegt að hafa góða stjórn á ferðamönnum til þess að þeir valdi ekki náttúru- spjöllum. Otúlegar andstæður mæta aug- anu. Hvítar snjóbreiður á móti Hafþór á snjó- breiðunni sem á hug hans all- an, í Reykjadal með Hrafn- tinnusker í baksýn. hitasvæðum með þessum æpandi græna lit á mosanum. Fóik trúir varla sínum eigin augum. Og í myndaframköllun hefur verið sagt við mig: Heyrðu góði, þetta hljóta að vera eitthvað ýktir litir. Af hveiju „Hvera- vallaskreppur"? Þegar ég byrjaði að fara til Hveravalla, mátti telja virka fjallabílamenn á fingrum annarrar handar og vélsleðar voru ekki komnir. En Hveravellir heilluðu mig og tólf ára fór ég að skrifa ritgerðir um ímyndaðar torfæru- ferðir yfir Sandá - þyngdi bílinn með gijóti, svo að hann flyti ekki niður ána eða strengdi kaðal á milli árbakka. Fyrsta jeppann eignaðist ég 16 ára og varð að bíða í hálft ár eft- ir bílprófi. Síðan lagðist ég í fjalla- túra. Fór einbíla á föstudags- kvöldum. Það mæltist nú ekki vel fyrir að leggja út í óbyggðir und- ir nóttina, en ekkert stoppaði mig! Helst þurfti veðurspáin að vera sem verst, svo mikill var áhuginn á að lenda í svaðilför! Á Hveravöllum hjá Jóhönnu og Ólafí sást enginn, nema þessi „vit- leysingur" frá Reykjavík á hálfs- mánaðar fresti. Óg þegar menn spurðu mig, hvemig ég hefði eytt helginni, var svar mitt að sjálf- sögðu: „Ég skrapp til Hvera- valla.“ En það var bijálað veður í bænum, sögðu menn og hristu höfuðið. Og ferðir mínar komust milli tannanna á fólki og viðurn- efnið „Hveravallaskreppurinn“! Gárungarnir fóru jafnvel að spyija mig, hvort ég væri ekki kominn með „áætlunarstubb“ niðri á BSÍ! Vildi glíma við Stein- grímsfjarðarheiði Ég kenndi á Isafirði einn vetur og Steingrímsfjarðarheiði var mér ómótstæðileg. Heiðin var rudd þriðjudaga og föstudaga, en ég þurfti alltaf að fara deginum áð- ur. Vildi glíma við þetta gilið eða hinn vegarspottann. En í Hnífsdal og Hólmavík töluðu menn um bijálæðinginn sem fór alltaf deg- inum áður en rutt var. Heilladísir hafa fylgt mér um fjöllin og gera það vonandi lengi enn. Ég var fyrstur að aka yfir Langjökul og fyrstur á bíl út að Galtarvita. Nú er ég að undirbúa bílferð yfir þveran Grænlandsjök- ul. En ég geri mér grein fyrir að þetta er oft stórhættulegt. Mikill undirbúningur er nauðsynlegur, Lýst er eftir nafni á þessum fossi sem heitir núna aðeins „fossinn við Laufa- fell“, geysilega til- komumikill foss sem er búinn að týna örnefni sínu. fyllsta aðgæsla og ekki sakar að hafa töluverða reynslu að baki. Loforð um Grímsvatnaferð 8. júní Mér finnst ómetanlegt að geta veitt ferðamönnum persónulega þjónustu í óbyggðaferðum. Og ég vildi ekki svíkja vini mína Morris og Marin, frönsku eldfjallafræð- ingana. Hafði leiðbeint þeim í 10 daga kvikmyndaleiðangri um Heklusvæðið í síðasta Heklugosi. Var búinn að lofa þeim leiðangri um Grímsvötn 8. júní sl. Þá lendi ég í veikindum hálfum mánuði fyrir umtalaða ferð. Og sem ég ligg þarna á spítalanum að reyna að sannfæra læknana um, að ég þurfi nauðsynlega að losna fyrir 8. júní, kemur þá ekki' kunningi minn í heimsókn, klapp- ar á öxlina á mér og segir: „Heyrðu Hafþór minn, þú þarft ekki að hafa áhyggjur af Gríms- vatnaferðinni, þau eru bæði dáin.“ A húðkeip niður rauðglóandi hraunelfu Morris og Marin fóru um allan heim til að fylgjast með eldgosum. En eiturskýið frá eldfjallinu á Filippseyjum varð þeim yfírsterk- ara. Ég gleymi aldrei hvað Morris sagði, þegar hann stóð á 5-10 sentimetra storknuðu skæni yfir rauðglóandi Hekluelfu. „Minn æðsti draumur er að fara á húð- keip niður fljótandi hraunelfu og einhvern tíma á ég eftir að gera það!“ Eldhraunið átti hann eins og jöklarnir eiga mig.“ Hafþór og kona hans reka lítil gistiheimili á Ljósvallagötu 24 og í Sörlaskjóli 40. Og ævintýraferð- ir eru á dagskrá sumar og vetur. I Langjökulsferð er farið fimmtu- daga og laugardaga kl. 8.00. Verð kr. 6.400. A Torfajökul föstudaga og sunnudaga kl. 8.00. Verð kr. 7.600. Nánari upplýsing- ar hjá Hafþóri í síma: 615551, 985-30678 og 985-25509. Fax: 615551. Oddný Sv. Björgvins Upplýsingamiðstöðvar opna á Egilsstöðum og í Staðarskála KAUPFÉLAG Héraðsbúa hef- ur opnað nýja upplýsingamið- stöð fyrir ferðamenn á tjald- stæði sínu á Egilsstöðum. Öll aðstaða fyrir ferðamenn á Eg- ilsstöðum hefur þannig stór- batnað. Tjaldsvæði KHB er i hópi þcirra bestu á landinu og þar gista árlega um 8.000 manns og fjölgar. Upplýsingamiðstöðin er í nýju 155 mz húsi á tjaldstæðinu og þar eru böð, snyrting, þvottavélar, upplýsingamiðstöð, umferðarmið- stöð ásamt aðstöðu fyrir starfs- menn. Jafnframt er salur sem nýttur er sem biðsalur og setu- stofa fyrir gesti af svæðinu, t.d. til að borða nesti eða bíða af sér veður. Ferðamálafulltrúi Austur- lands hefur aðstöðu í húsinu. Tjaldsvæðið gefur ekkert eftir því besta sem gerist erlendis í bún- aði. Nú í sumar hefur verið unnið að því að setja-upp raftengla fyr- ir húsbíla og aðstöðu til að tæma safntanka. Jafnframt má hlaða þar útigrill. Kaupfélag Héraðsbúa hefur alltaf rekið tjaldsvæðið og kostað uppbyggingu án styrkja frá opinberum aðilum ef frá eru taldar 100.000 kr. sem Ferða- málaráð veitti í fyrsta áfanga hússins. Arið 1968 hófst gróðursetning á svæðinu og nú er trjágróðurinn orðinn hávaxinn og veitir gott skjól. Einig er búið að opna upplýs- ingahorn fyrir ferðamenn í Stað- arskála. Þar aðstoðar Sígríður Gróa Þórinsdóttir ferðamenn í sumar. Hún er nýkomin frá námi í ferðamálum erlendis. Ferðamál- afélag V-Húnavatssýslu stendur að rekstri upplýsingamiðstöðvar ásamt Staðarskála og er hún opin daglega frá 11 til 19. Náttúruperla og sögiislóð veiðileyfi eru fáanleg í skólanum. Líklega eru Hólar eini staðurinn á landinu þar sem útbúinn hefur verið leiðarvísir fyrir ferðamenn til að ganga á milli sögulegra minjapósta. „Söguslóð" kostar 50 kr. og er seld í upplýsingahorni skólans. Klukknahringing á helgum stað Við göngum um söguslóð áður en biskupsvígslan hefst. Fyrsti póstur er 27 metra hár klukku- tum við dómkirkjuna. Minnisvarði og grafhýsi Jóns biskups Arason- ar. Þegar litið er yfír heimreið frá turnglugga, kemur þjóðsagan upp í hugann. (Líkfylgd Jóns Arasonar nálgast og Líkaböng, aðalklukka dómkirkjunnar, tekur að hringja sjálfkrafa, svo ákaflega að hún rifnar áður en kistan kemst heim að Hólum.) Jón var harmdauði þjóð sinni og náttúruvættum. Af- taka hans, árið 1550, markar þáttaskil í íslandssögunni. Sjálf- stæðið glataðist í beinu framhaldi. Hóladómkirkja Póstur tvö er Hóladómkirkja. Dýrmætt sögulegt Iistaverk, sannarlega skoðunarvert eftir gagngera endurnýjun fyrir þrem- ur árum. Nú berst tónspilið frá sérsmíðuðu pípuorgeli. Og búið er að yfirfara Hólabrík, altaris- töfluna frá 1524, biskupstíð Jóns Arasonar, nú hið mesta augna- yndi. Á hliðarvegg hangir fyrri altaristafla frá 1470, ensk ala- bastursbrík. En skírnarfontur er íslensk listasmíði. Þessi elsta steinkirkja Islands (frá 1763) er afar vönduð að allri gerð. Útvegg- ir eru metraþykkir úr blágrýti úr Hólabyrðu og rauðum sandsteini. Koparþakið frá árinu 1949 gerir kirkjuna svipmeiri. Og listahlað- inn gijótgarður umhverfís kirkj- una frá miðjum 8. áratug er mik- il prýði (við hleðsluna var komið niður á jarðgöng sem áður lágu milli kirkju og prestsseturs). Prenthóllinn og Guðbrandsbiblía Við stöndum hjá steini við veg- inn. Merkissteinn, klappaður með nafni Jóns Arasonar biskups, síð- asti steinn úr fyrstu prentsmiðju landsins, sem Jón biskup lét flytja inn um 1530. Og að hugsa sér; aðeins 20 árum síðar var hann hálshöggvinn eins og óþurftar- maður á íslenskri fold. Guð- brandsbiblía er án efa merkasta rit prentsmiðjunnar. Með aðstoð þeirrar helgu bókar tókst Guð- brandi biskupi Þorlákssyni að festa lúterskan sið í sessi á Islandi. Gvendarbrunnur, Gvendar- skál, Gvendaraltari í kaþólskum löndum eru víða þjóðardýrlingar. í lúthersku landi eins og Islandi tíðkast slíkt ekki. En látum samt hugann reika til allra sem minna mega sín, við minnisvarða Guðmundar góða (neðan við tjaldsvæðið). íslenskir höfðingjar þoldu ekki hvað Guð- mundur „sóaði“ eigum Hólastóls í að brauðfæða alla vesalinga og flæmdu hann hvað eftir annað frá Hólum. Sjáum við hann ekki fyrir okk- ur, þar sem hann flækist ofsóttur um landið og Qöldi manns fylgir honum. Það skaðar ekki að dreypa á vígðu vatni úr Gvendarbrunni í minningu hans. En við leggjum ekki á okkur að ganga berfætt upp að Gvendarskál og Gvendar- altari, eins og þjóðsagan segir að Guðmundur góði hafi gert hvern föstudag til bænaiðkana. Gvend- arskál er í miðri hlíð Hólabyrðu og hefur myndast við framhlaup úr fjallinu. Steinn mikill, sunnan til í skálinni, heitir Gvendaraltari. Gönguferð þangað tekur um 1-2 tíma. Virkishóll og Galtarárlokkar Ofan við kirkju í átt til fjalls rís svonefndur Virkishóll. Já, trú- arbaráttan var heit á Hólum. Hér stóðu fallbyssuskyttur Jóns Ara- sonar og litu út á grundir, hvort danskir valdsmenn og útsendarar lútherstrúar væru á ferð. Jón bisk- up lét líka grafa Virkislág, lægð sunnan við hólinn til varnar árás úr þeirri átt. Nú er verið að end- urnýja gamla torfbæinn sem kem- ur til með að verða mesta staðar- prýði. Móðir Sigríðar, fyrstu hús- freyju þar, var Þóra Gunnarsdótt- ir sem góðskáldið okkar, Jónas gerði ódauðlega með ljóðstöfunum „greiddi ég þér lokka við Galt- ará ...“ Já, margt tengist saman á Hólastað, trúarhelgi og sjálf- stæðisbarátta, prentlist og saga. Hólabiskup vígður til embættis 1991 Og enn hringja kirkjuklukkur á Hólum. Biskupsvígsla að hefj- ast. Forsetinn okkar, frú Vigdís Finnbogadóttir, hvítklædd með fjaðrahatt, gengur fyrst til kirkju ásamt föruneyti. Aldrei höfum við átt fallegri forseta. Síðan kemur skrúðfylking presta. Svörtu prestshempurnar sýnast fornald- arlegar í bjartviðrinu. En skærir, litir í biskupsklæðum bæta sorg- arlitinn upp. Kirkjan er fljótt full- setin, enda minnsta dómkirkja landsins. En það væsir ekki um þá sem ekki komast inn, þeir sitja undir messu og sóla sig við kór- vegginn. Erlendis leitum við að stöðum sem búa yfír náttúrufegurð og söguslóðum. Hólar sameina hvor- utveggja en gefa gestum sínum að auki þá miklu friðhelgi sem býr í náttúru og söguslóð staðar- ins. Það tekur aðeins hálftíma að renna upp að Hólum frá Sauðár- króki. Nýlega er búið að laga veginn og gaman að aka hringinn um Skagafjörð til og frá Hóla- stifti. oddný Sv. Björgvins

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.