Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1991, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1991, Blaðsíða 7
Eiríkur fráneygi er kominn út á íslenzku eftir 100 ár Haggard skrifaði Eirík fráneyga eftir að hafa ferðast um ísland á hestum. Kveikjan var hrifning höfundarins á íslenzkum fornbókmenntum og sögusviðið er að mestu leyti á íslandi. Því má það furðulegt teljast, að fyrst nú eftir 100 ár, er sagan að koma út á íslenzku. Þorgrímur Þórðarsoh Gudmundsen, kennari, sem gerðist fylgdar- og leið- sögumaður Haggards í íslandsför hans. Einar Þórðarson, prentari og eigandi Landsprentsmiðjunnar. Það var líkið af honum, sem Haggard sá á Neðra- Hálsi og lýsti svo fagurlega. Eftir FRANK PONZI Sir Henry Rider Haggard (1856-1925), höfundur sögunnar um Eirík fráneyga. Henry Rider Haggard var haldinn einlægri hrifn- ingu á íslenzkum fornbókmenntum eins og margir samtímamenn hans á Viktoríutímabil- inu. Árið 1888 sótti hann heim land þeirra Egils og Njáls til að kynnast íslenzkum sögu- slóðum áður en hann hóf að rita skáldverk sitt, Eiríkur fráneygi. Hann ferðaðist um landið í fimm vikur og þegar hann hélt aft- ur heimleiðis var hann alelda vegna allra þeirra mögnuðu áhrifa sem landið og fortíð þess höfðu haft á hann. Á heimleiðinni lenti hann í sjóslysi og litlu munaði að hann léti lífið en skipið sökk undan ströndum Orkn- eyja. Fyrir vikið hófst hann ekki handa við ritun skáldsögu sinnar fyrr en seint í ágúst eða mánuði eftir heimkomuna. En um jóla- leytið lá handritið fyrir í endanlegri gerð og árið. 1891 kom fyrsta útgáfa sögunnar út í 10 þúsund eintökum á vegum Charles Longman í London. Sama ár kom hún út í New York og ári síðar var hún gefin út í Kaupmannahöfn í danskri þýðingu P. Jern- dorff-Jessen. Enda,þótt um það bil 15 verk eftir H. Rider Haggard hafi verið þýdd á íslenzku kemur Eiríkur fráneygi núna fyrst fyrir sjónir íslenzkra lesenda og skýtur það nokkuð skökku við því sagan er byggð á íslenzkum fornbókmenntum og sögusviðið er ísland að mestu leyti. Til að bæta úr þessari löngu töf kemur bókin út á íslenzku um þessar mundir þegar nákvæmlega 100 ár eru liðin frá fyrstu útgáfu hennar. Þegar þessi sérstæða sögulega skáldsaga Haggards birtist kom hún mörgum vinum hans á bókmenntasviðinu í Englandi í opna skjöldu. Menn höfðu ekki búizt við því að höfundurinn, sem þegar hafði áunnið sér frægð fyrir verk sín, Námar Salómons kon- ungs, She og Allan Quatermain, myndi leita sér að yrkisefni í norrænum sögnum frá 10. öld. Eigi að síður var henni tekið með mikilli hrifningu eins og öðrum bókum hans og hún öðlaðist brátt stóran lesendahóp. Sagan af Eiríki fráneyga virtist í fljótu bragði framandleg og hálfgerð tímaskekkja en eigi að síður gagntók hún unnendur skáldsagna 19. aldar í Englandi og á Norð- urlöndum og með henni jókst hróður Hagg- ards handan Atlantsála. Dönsk þýðing bók- arinnar kom í bókaverzlanir á Islandi árið 1892, ári eftir frumútgáfuna í London. Bók- in seldist sérlega vel í Englandi. Hún tendr- aði hugarflug lesenda á Viktoríutímabilinu — þeirra sem tóku iðnbyltinguna í arf — en margir þeirra voru gagnteknir af íslenzk- um fornbókmenntum og höfðu sumir farið til íslands í pílagrímaferðir — til lands goð- sagnanna þar sem hetjulegar orrustur höfðu verið háðar og dáðir drýgðar. Áður en Haggard fór til íslands til að skynja sögusvið verks síns af eigin raun heimsótti hann William Morris, íslandsvin- inn og rithöfundinn, sem hafði tvisvar kom- ið til landsins og var vel að sér í bókmennt- um þess og menningu. Morris bauð Hagg- ard til málsverðar á heimili sínu og þar spjölluðu þeir saman. Viðræðurnar urðu Haggard mjög örvandi og minnisstæðar. Síðar skýrði Haggard svo frá: „Ég minnist þess, að við brottförina hefði ég vel getað hugsað mér að örlögin hefðu líka gert mig að sósíalista.” Ilaggard kom til Reykjavíkur 19. júní ásamt vini sínum A.G. Ross. Morris hafði látið hann hafa bréf til Þorgríms Þórðarson- ar Guðmundsen, tungumálakennara, sem annaðist leiðsögn erlendra ferðamanna á íslandi um sumartímann og tókst honum að fá hann til að fylgja sér um landið. Þor- grímur útvegaði hesta til ferðarinnar og eftir tveggja daga dvöl í Reykjavík hélt leið- angurinn af stað áleiðis til Þingvalla. Leiðin lá um Mosfellsdal og Mosfellsheiði og komu þeir fyrst við á sögustaðnum Mosfelli, þar sem Egill Skalla-Grímsson dvaldist síðustu æviár sín og er sagður hafa verið jarðsett- ur. Haggard færði sér síðan í nyt í bók sinni Eiríkur fráneygi ýmsa eðlisþætti Egils sem fram koma í persónu Skalla-Gríms. Annað- hvort hefur hópurinn dvalist í litlu timbur- kirkjunni að Mosfelli eða slegið upp tjöldum í grennd hennar sem hún stóð á hæð við hliðina á hinum forna kirkjugarði. En tveim- ur mánuðum eftir brottför þeirra félaga var hún rifin. Ferðalangarnir hafa væntanlega ekki haft hugmynd um að niðurrif kirkjunn- ar yrði síðar efniviður í bók (Innansveitar- króníku eftir Halldór Laxness), sem yki hróður sögustaðarins eins og Egils saga og Eiríkur fráneygi. 22. júní, daginn sem Haggard varð 32 ára, stóð hann á Þingvöllum og horfði yfir Öxará og Almannagjá. Hann hafði meðferð- is litlar svartar minnisbækur og í einni þeirra stendur skrifað: - „Hvar eru þau öll - Gunnar, Hallgerður, Grettir og Skarphéð- inn, Njáll, Flosi og öll hin? Dag eftir dag sáu þau kalda birtuna falla á snæviþakin fjöllin, þau gerþekktu sérhvern þöglan hyl árinnar og hveija sprungu og stein í Al- mannagjá, - en hvar eru þau? Getur verið að þau séu horfin að eilífu? Vell frá spóa bergmálar yfir höfði manns, hrafn krunkar á flugi og villiönd flýtir sér að hreiðri sínu við vatnið. Þetta er svarið, eina svarið sem þeir fá, er leita þess sem var ... Einungis dyggðir þeirra lifa enn.” Leiðangurinn dvaldist um nótt í tjöldum við Geysi og hélt síðan áleiðis að Gullfossi sem hafði djúp áhrif á rithöfúndinn. Eiríkur fráneygi kemur til veizlu Ásmundar til að líta augum Gudrudu fögru (eða Guðrúnu) og verður að fara yfir Gullfoss því að honum eru aðrar bjargir bannaðar. Frá Gullfossi hélt hópurinn yfir Hvítá og dvaldist nætur- sakir í Hruna' hjá rosknum prófasti, síra Jóhanni Kristjáni Briem. Næsta morgun snæddu þeir hjá honum skyr og kríuegg í morgunmat og héldu síðan til Bergþórs- hvols, þar sem Haggard rifjaði upp í huga sér atburði þá sem leiddu til Njálsbrennu. Næsta dag, 27. júní, var Haggard kominn að Hlíðarenda og þar skrifaði hann eftirfar- andi: „Þar sem ég sit og skrifa þetta stóð forðum skáli Gunnars, sem ég get greinilega merkt - skálinn var byggður við brekkuna - og rétt hjá mér, vinstra megin við húsið, eru geilarnar sem hundurinn Sámur var ginntur ofan í og drepinn í aðförinni að Gunnari. Lævirkinn syngur nú þar sem Gunnar barðist og féll eftir að Hallgerður, kona hans, hafði svikið hann.” Lilias Haggard, dóttir rithöfundarins, skrifaði síðar ævisögu hans og segir hún að á þessum slóðum, innan um steina á stangli þar sem haugur Gunnars er sagður vera, hafi sagan af Eiríki fráneyga orðið til. Þarna tók Eiríkur á sig mynd í huga höfundarins, sverð hans Hvíteldur, sem enginn maður fékk staðizt, Gudurda (eða Guðrún) hin fagra og galdrakvendið Svanhildur föður- lausa, ólgandi eins og hafið að vetri, og örlögin sem nornirnar skópu þeim á tímum hinna heiðnu guða. Eftir að Haggard og Ross komu aftur til Reykjavíkur, 2. júlí, héldu þeir til veiða í Laxá í Kjós. Þeir dvöldust um hálfs mánað- arskeið á Neðra-Hálsi hjá Þórði Guðmunds- syni, hreppstjóra, og Guðrúnu Guðmunds- dóttur konu hans. Snemma morguns varð Haggard fyrir reynslu, sem átti eftir að hafa varanleg áhrif á hann. „Eftir að við höfðum snætt morgunverð fórum við út til að ná í veiðistangirnar okkar í tjaldinu. Enginn bærði á sér - ekki einu sinni Björn (fylgdarmaður) en við heyrðum fótatak uppi á bæjarloftinu en þar hafði gamall maður, frændi gestgjafa okkar, látizt um nóttina. Síðan barst söngur út um opinnn gluggann - fjölskyldan söng yfir honum íslenzkan útfararsálm eitt það fegursta og áhrifa- mesta sem ég hef nokkru sinni heyrt. Þá heyrðum við að líkkistan var borin niður, loki hennar var lyft svo að við gætum séð ásjónu hins látna, fallegt gamalt andlit, hvítt eins og vax. Líkmennirnir báru byrði sína yfir mýrarnar niður að vatnsbakkanum. Seglum var lyft og báturinn sigldi brott.” Hinn látni var Einar Þórðarson, 69 ára að aldri, og hafði áður verið kunnur prent- ari í Reykjavík og lengi eigandi Landsprent- smiðjunnar. Á síðari árum dvaldist hann að Neðra-Hálsi og lézt þar 11. júlí. Sálmurinn, sem sunginn var yfir kistu hans, var vafa- laust Allt eins og blómstrið eina eftir Hall- grím Pétursson. Vatnið, sem Haggard minn- ist á,.var í rauninni Laxárvogur, en á þeim tíma var hann viðkomustaður báta, sem sigldu til Reykjavíkur, en þar var Einar borinn til grafar. Þessi atburður hafði djúp- stæð áhrif á Iiaggard og greypti sig inn í minni hans. Hann hefur ef til vill tengt hann ómeðvitað rómantískum og dularfull- um samsvörunum 19. aldar um ferðina yfir ána Styx eða frægri mynd sem Arnold Böcklin dregur upp í „Eyju hinna dauðu”. Hvað sem því líður vaknaði af atburðinum á Neðra-Hálsi hugmynd, sem Haggard not- aði 6 árum síðar í bók sinni, Stella Fregelius. Þegar Haggard var að veiðum í Laxá kyrra íslenzka sumarnótt undir háum hlíðum Reynivallaháls birtust honum svipir frá Eiríkur fráneygi mætir Skallagrími á úr útgáfunni frá 1891. söguöld og tendruðu frjótt ímyndunarafl hans. „Mikilúðleg svört fjöllin umlykja mann, er nálgast sú skamma stund sumar- næturinnar, þegar dimman hvelfist yfir svo að augun greina vart fluguna á ánni. Yfir himininn færist gráleitur drunginn en síðan verður hann bláleitur og draugalegur - allt virðist óraunverulegt og einmanaleikinn er ólýsanlegur. - Línan þýtur aftur og aftur út í ána og hugurinn reikar og lítur myndir frá Svínafelli, drauga sögualdarinnar og ís- lenzkar hetjur, ásamt konum sínum, ríða í fylkingu eftir fjallastígunum þarna.” Eftir dvölina á íslandi var hugur Hagg- ards fullur af hugsýnum úr fjarlægri fortíð Mosfelli. Teikning eftir Lancelot Speed en á næsta leiti var skelfileg og raunveruleg upplifun. 20. júlí stigu þeir Ross um borð í gufuskipið Copeland, en aðalfarmur þess voru íslenzkir hestar sem nota átti í kola- námúm í Skotlandi og Englandi. Skömmu eftir að skipið hafði siglt frá Reykjavík, og var komið út á opið haf skall á ofviðri, sem stóð linnulaust í þijá sólarhringa. Skipið þurfti að halda kyrru fyrir úti á rúmsjó að miklu leyti allan tímann. 24. júlí lægði vind- inn en nú tók við svartaþoka og fyrir vikið var útilokað að komast í skjól. Hestarnir á þilfarinu drápust nú einn af öðrum úr hungri og afleiðingum þess að hafa staðið langtímum saman úti í köldu sjávarroki og þess vegna reyndi skipstjórinn í örvæntingu sinni að sigla gegnum þokuna. Þokunni létti 25. júlí en áhöfn skipsins og farþegar sáu sér til skelfingar að skipið var komið upp að þverhníptum klettum Stroma, sem liggur undan Katanesi í Pentlandsfirði, og sjávar- föllin báru það inn í brimrótið. Allar tilraun- ir skipstjórans til að breyta stefnu skipsins og keyra vélarnar aftur á bak reyndust árangurslausar og illræmdir straumar Pent- landsfjarðar þeyttu Copeland áfram eins og rekaviði og skelltu því upp að klettunum þar sem það hékk. Skipun var gefin um að losa björg- unarbáta en hún leiddi til ringul- reiðar og reyndist auk þess árang- urslaus því að bát- arnir, sem höfðu aldrei verið notaðir áður, komust ekki í sjóinn því að akk- eriskraninn hafði laskazt, og þó þeir hefðu komizt á flot vantaði tappa í þá flesta. Skipið lá upp við klettana, fylltist smám sam- an af sjó, skutur- inn marraði í kafi og það gat á hverri stundu sokkið of- an í hafdjúpin. Hugrakkir íbúar Stroma hættu eig- in lífi og limum með því að hrinda báti á flot í skynd- ingu og reyndu að komast að skipinu án þess að slást utan í klettana í straumrót- inu og hætta á að sökkva með því. Eftir nokkrar árangurslausar tilraunir tókst þeim að bjarga öllum farþegunum, en örfáum klukkustundum síðar sást mastur skipsins hverfa ofan í hafið. Aðeins fáir hestanna lifðu af, en flestir þeirra bárust veikburða og hjálparvana með hvítfyssandi straumnum og drukknuðu að lokum. Haggard þóttist þess viss að einn hestanna hefði borið hann á baki sér í íslandsleiðangrinum. Haggard skrifaði grein um slysið, sem hafði nær kostað hann lífið, og birtist hún í Illustrated London News 18. ágúst 1888 ásamt tveimur myndskreytingum undir fyr- irsögninni „Þegar Copeland fórst”. 29. sama mánaðar byijaði hann á sögu sinni Eiríkur fráneygi. Fyrsti maðurinn, sem fékk að sjá drögin að verkinu var Andrew Lang (1844- 1912), frábær rithöfundur og sérfræðingur í Hómerskviðum. Hann varð frá sér num- inn. „Ég hef lesið fjóra kafla, þar á meðal Gullfoss, og mér fmnst þú aldrei hafa gert betur.” Síðar skrifaði hann: „Ég vil ekki vera með neinn fagurgala en það kemur mér á óvart að nokkur skuli skrifa slíka sögu nú á tímum. Charles Kingsley, [rithöf- undur (1819-1875)] hefði eyðilagt hana með heimspekilegum vaðli. Ég hef varla séð nokkuð sem er ekki í fullkomnu samræmi ... Af því sem ég hef lesið tel ég þetta vera meistaraverk á sviði bókmennta.” Ralpþ Bergen Allen (1935) fullyrðir í ritgerð sinni „Old Iceland Sources in the English Novei” að Eiríkur fráneygi standi framar öllum enskum skáldsögum sinnar tegundar. Skírnir birti umsögn um bókina árið 1891. Deilur urðu með gagnrýnandanum, Jóni Stefánssyni, og Hannesi Þorsteinssyni, rit- stjóra, sem fjaliaði um skrif Jóns í Þjóðólfi 9. desember 1892 XLIV, nr. 57. Hannes sagði að umsögnin væri illa skrifuð og manna- nöfn og örnefni væru svo rang- færð og villandi að vafasamt væri hvort gagnrýn- andinn hefði nokk- urn tímann lesið bókina. Sjálfur hafði Hannes lesið danska þýðingu verksins og sagði hana spennandi og mjög læsilega en frásögn höfundar væri mjög einföld borin saman við íslendingasögurn- ar og höfundur hneigðist til að leggja of mikla áherzlu á dulræna fyrirboða. Honum fannst söguper- sónur ekki vera í samræmi við hinar sönnu mannlýs- ingar íslendingasagna eins og þeir kæmu lesendum þeirra fyrir sjónir og því væri bókin ekki markverð sem söguleg skáld- saga. Þetta var ríkjandi sjónarmið á þeim árum er litið var á Islendingasögurnar nán- ast sem heilög vé og söguleg sannindi. Mönnum leyfðist ekki að taka texta þeirra með léttúð og hrófla við honum. Hér gæti verið komin skýringin á því, hvers vegna bókin var ekki gefin út á Islandi fyrr en núna, 100 árum síðar. Eigi að síður lýkur Hannes grein sinni með svofelldum orðum „að maður þarf ekki að fletta mörgum blaðs- íðum til að viðurkenna að höfundurinn er skáld”. Síðan þetta var skrifað hafa margir rit- höfundar breytt bókmenntalegri persónu- sköpun, túlkað atburði og persónur á nýjan leik og einfaldað forna texta, m.a. íslend- ingasagna, til að fá betra samhengi og gera verkin læsilegri. Sumir halda jafnvel að þetta sé leiðin til að auka á ný vinsældir Islendingasagna, einkum meðal lesenda af yngri kynslóðinni. Þau atriði, sem Hannes lagði bókinni til lasts, voru einmitt þau sem Haggard vildi vísvitandi ná fram. Hann skrifar aðgengilegan texta og leggur áherzlu á dulrænu, hugboð og fyrirboða og ef til vill er það þess vegna sem verk hans höfða til lesenda fyrr og nú. Árið 1978 kom út bók eftir Peter Berres- ford EIlis, „Voice from the Infinite”, og fjall- ' aði um Haggard sem talaði til lesenda sinna á Viktoríutímabilinu og hefur áhrif á marga nútímalesendur. Haggard var í miklu áliti meðal rithöfunda sinnar kynslóðar vegna frásagnargáfu sinnar og hugmyndaauðgi en í þeim flokki má nefan Robert Louis Stevenson, Andrew Lang, Rudyard Kipling, J.M. Barrie, Marie Corelli og W.E. Henley. Haggard hefur einnig hlotið lof frá rithöf- undum síðari tíma. Olíkir rithöfundar eins og D.H. Lawrence, C.S. Lewis, Henry Mill- er og Grahame Greene þakka honum ýmis áhrif, sem hann hefur haft á þá. Þeir, sem skrifað hafa um kenningar Freud og Jung, hafa talið verk hans verð rannsókna og Jung taldi sjálfur að með bókum sínum hefði Haggard lagt fram mikilsverðan skerf til «álarfræði. Haggard hafði verið tjáð að dóttir Viktor- íu drottningar, sem einnig hét Viktoría og var keisaraynja í Þýzkalandi, væri ákafur aðdáandi bóka hans og svo hefði einnig verið um eiginmann hennar, Friðrik keisara, sem var nýlátinn. Haggard skrifaði henni og spurði, hvort hann mætti tileinka henni íslenzku söguna sína. Hún varð mjög glöð yfir þessari beiðni og kvaðst hlakka mjög mikið til að fá bókina. Tileinkunin, formáli höfundar og myndskreytingar eftir Lancelot Speed voru í fyrstu útgáfu verksins. í stuttu máli sagt er Eiríkur fráneygi innblásið skáldverk byggt á Íslendingasög- unum eftir mikilsverðan, nafntogaðan höf- und sem átti gnótt af ímyndunarafli og kunni þá list að segja góða sögu - og hér er hún loks komin á íslenzku eftir heila öld. Collingwood var hér á ferðinni. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7. DESEMBER 1991

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.