Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1992, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1992, Blaðsíða 8
með vatnslitum, en það sem þær sýndu var ekki par fallegt. Grosz hefur iýst því best sjálfur í ævisögunni: „Ég teiknaði mannkríli á flótta, hlaup- andi sturíuð og einmana um auð strætin. Eða þversnið af leiguhjalli; í einum glugganum er eiginmaðurinn að lemja konuna sína með sópi, í öðrum sjást maður og kona elskast og í þeim þriðja er einhver búinn að hengja sig og flugna- ger íkringum hann. Ég teiknaði drukkna og ælandi menn sem steyta hnefanum framan í tunglið og bölva því; menn sem spila vist sitjandi á stórri kistu og í henni sést í lík hinnar myrtu. Ég teiknaði vín- drykkjumenn, bjórdrykkjumenn, brenni- vínsmenn og einn sem horfír hræddur í kringum sig og þvær sér um blóðidrífnar hendurnar. “ Dæmigerð teikning eftir Grosz einkennist af öngþveiti stórborgarinnar. Allt gerist samtímis. Allt er ein iðandi kös. Útlínur persónanna og hlutanna ganga inn í og yfír hveija aðra svo helst minnir á sívirka osmósu. Veröldin er vitskert, lostinn hömlu- laus, grimmdin stórkostleg og flærðin óvið- jafnanleg. Grosz lá í glæpareyfurum og frá- sögnum dagblaðanna af sérstæðum saka- málum. Uppáhaldsmyndefnið hans - fyrir utan hershöfðingjana, stjómmálamennina og prestana - var næturlífið í Berlín og einkum og sér í lagi ástríðumorðin. Upp úr 1925 verður talsverð breyting á Grosz. Hann hafði sagt sig úr kommúnista- flokknum eftir heimsókn til Sovétríkjanna og tók nú að efast um að myndlistin - sama hversu róttæk hún væri - gæti haft áhrif út í þjóðfélaginu. Að vísu eru margar myndir hans eftir 1925 ansi illskeyttar en það verða líka til hugguleg landslagsmálverk og mynd- ir í stíl við Neue Sachlichkeit. Grosz varð býsna óútreiknanlegur og fór að leika „dandy" eða spjátrung og kalla sig Lord Hatton Dixon eða William King Thomas eða Graf Ortyrén-Bessler. í sjálfsævisögunni segir hann að bandaríska skáldið Walt Whitman hafí verið fyrirmynd sín og hefur þessa setningu eftir skáldinu. „í mér búa ótal menn, af hveiju ætti ég ekki að vera í mótsögn við sjálfan mig.“ Nasistar hötuðu Grosz eins og pestina og sýndu verk hans á fraggri sýningu í Miinchen 1937 sem hét „Úrkynjuð list“. Grosz var þá löngu flúinn til Ameríku. Hann settist að í New York og var yfir sig heillað- ur af landi tækifæranna enda hafði hann dreymt um að komast þangað frá því hann var bam. En hrifningin entist ekki mjög lengi. Grosz hafði ofan fyrir sér með mynd- listarkennslu og fannst ekki mikið til nem- enda sinna koma. Sem myndlistarmaður fann hann enga fótfestu í Ameríku og skrif- aði vini sínum: „Ég leik hinn fræga lista- mann en á bak við frægðina er stórt gat.“ Hann lýsti því yfír að pólitísk list væri úr- elt en málaði samt hatursfullar myndir gegn nasistum. Hann málaði líka myndir af New York en miðað við gömlu mannlífsmyndirn- ar frá Berlín er eins og vanti broddinn í þær. Grosz sneri aftur til Berlínar eftir að hafa búið í 26 ár í Ameríku. Kvöld eitt, nokkrum vikum eftir komuna þangað, fór hann á gömlu bóhema-knæpuna Diner í vesturhluta borgarinnar, drakk sig fullan og skemmti sér konunglega. Morguninn eftir fannst hann látinn í stigaganginum í húsinu þar sem hann bjó. Höfundur er í námi og starfi í Berlín. Séð yfir hluta byggðarinnar á Flúðum af hæðinni ofan við Högnastaði. Miðfellsfjall og Galtafell í baksýn. Minnispunktar af fömum vegi II F agnandi um fjallaheima... fólkið var skjálfandi og blátt af kulda að tipla niður að hinni frumstæðu sundlaug - kannski til að vera með á mynd og geta sagt: Þama var ég. Við tókum upp nestið inni í gamla sælu- húsinu. Þaðan á ég sælar endurminningar eftir mikla hrakninga með trússalest sunnan yfír Kjöl fyrir margt löngu. Gott var þá að komast á áfangastað og geta þurrkað af sér fötin á ofnunum, sem þá voru komnir. Daginn eftir var þokan slík, að við lágum um kyrrt á Hveravöllum. Menn stóðu algall- aðir í vomum frameftir degi, fjallkóngurinn tvísteig og tók í nefið, en niðurstaðan var sú að þýðingarlaust væri að skipa í leitir við þessar aðstæður. Ég reyndi eftir öll þessi ár að sjá kallana fyrir mér. Þeir skemmtu sér vel, enda bún- ir að hlakka til fjallferðarinnar allt árið; sumir búnir að fara 40-50 sinnum norður á Kjöl. Á vesturveggnum er ljósmynd af manni sem ég þekkti vel, Þórði Kárasyni, bónda á Litla Fljóti og fjallkóngi í eftirsafni um ára- raðir. Hann var jafnframt bezti hagyrðingur Tungnamanna á þeirri tíð og það er við hæfí, að undir myndina hefur verið skrifuð vísa eftir Þórð, ort hér á Hveravöllum: Fagnandi um fjallaheima fór ég löngum fímmtíu æviár í göngum. Knappara getur það naumast verið. Nú væri þetta ljóðform líklega flokkað undir minimalisma, eða naumhyggju. VIII Newcastle í september. Þessi borg við Tínarósa var eitt sinn sögð sú svartasta í Bretaveldi, enda kolaborg. Einar Ben. talar ekki um sótið og reykinn í kvæði sínu um Tínarsmiðjur; hann er heillaður af orkunni og iðnaðinum. Mengun hélt ekki vöku fyrir mönnum þá. Það hélt ekki vöku fyrir þeim heldur, hvernig orkan var fengin og hversu ómanneskjuleg kjör þeim voru boðin, sem unnu í kolanámunum í grenndinni. Þar fóru strákarnir í Newcastle að vinna uppúr ferm- ingu og kannski náðu þeir að verða fertug- ir; lungun þá ónýt af kolarykinu. Kolanáman sem við fóram niður í og er nú aðeins hluti af einskonar minja- og byggðasafni, er einhver ógeðslegasti vinnu- staður sem ég hef séð. Göngin allsstaðar þröng, lofthæð í lágmarki og oftast verður maður að standa boginn. Kolunum var ekið út á hestvögnum og suðureyskir smáhestar eða ísíenzkir hestar látnir draga þá. Ég var því fegnastur að komast þarna út. í nýþýddri „ íslendingasögu" frá því fyr- ir réttum 100 árum, sem heitir Eiríkur frá- neygi, segir höfundurinn Rider Haggard, frá Eftir GÍSLA SIGURÐSSON VI 'veravellir í ágúst. Svo margir bflar á stæðinu, að það er eins og hér eigi að verða útiskemmt- un. Og inni í nýja sæluhúsinu, liggja menn í svefnpokum á gólfínu. Sumir hafa tjaldað yfír sig pínutjöldum á grasbalanum niður með læknum; það eru þeir sem bera allt á bakinu. Á leiðinni ókum við framúr nokkrum hjólreiðamönnum, sem voru að reyna að feta sig áfram eftir grýttum veginum, - skyldu þeir fara héðan með sælar endur- minningar? Vestan yfír Kjalhraun blæs þurr vindur, en það er komið haust í kulið, september á næstu grösum. Samt er ekki farið að grána í Þjófadalafjöllin, sem bera yfír Stélbratt og vestan við Kjalhraun gnæfír Hrútfellið með jökulhettu og þrjá skriðjökla. Hraunsprungu Fjalla-Eyvindar og Höllu þekki ég vel frá gamalli tíð; samt gengur maður þangað einu sinni enn til að undrast að þetta skuli hafa verið mannabústaður. Það var hér, sem bændur brenndu vetrar- forða útlaganna seint um haust; samt kom- ust þau einhvernveginn af. Eyvindarhver, Öskurhólshver, Bláhver, hver með sinn svip og persónuleika. Kísillinn hefur myndað einskonar marmaragólf í kringum hverina. Þar sat hópur þýzkra ungmenna; þau störðu hljóð á undur náttúrunnar. Annar hópur var kominn í sundskýlur; Kolaborgin er orðin Ijós yfirlitum: í miðborg Newcastle á Norðymbralandi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.